Tíminn - 13.03.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.03.1956, Blaðsíða 4
4 T í M I N N, þriðjudaginn 13. roarz 1956. STÚDENT HELDUR ÚT í HEÍM: Ekki allt sæla og stúdenta- rómantík í Heidelberg Þó er kátt á hjalla, er ÞjóíSverjar halda „Fasching^ í fyrra bréfi mínu ræddi ég aðallega um nokkrar hinna björtu hliða á lífinu í Heidelberg. Því ber þó ekki að leyna, að hér er ekki allt sæla ein og stúdentarómantík frekar en annars staðar, þótt fyrirbrigði þessi finnist hér enn, heldur skjóta vandamálin alls staðar upp kollinum. Hermenn í Heidelberg. í Heidelberg eru aðalstöðvar bandaríska hersins. íbúarnir halda fram, að þeir hafi þegar í stríð- inu ætlað sér borgina og hafi því ekki lagt í rústir eins og flest ar aðrar, heldur hafi ílugvélar þeiiya safnazt þar saman til að átta sig og flogið þaðan til árása á aðrar borgir. Eftir stríðið bjuggu Ameríkanar í flestum beztu hús- unum hér í Heidelberg. Nú hefir reyndar verið byggt heilt amerískt hverfi fyrir utan borgina. Kallast það „Litla Ameríka". Eigi að síð- Ur er ekki óalgengt að sjá amerísk- ar bifreiðar fyrir utan snotur hús í borginni, og miðstöðvar hersins eru enn á víð og dreif um borgina. Enn hafa Ameríkanar einir afnota- rétt af ýmsum beztu hótelum borg- arinnar, og hlýtur slíkt að koma sér illa fyrir ferðamannabæ. Litl- ar hömlur virðast á ferðum her manna. Hefir það margvíslegar af- leiðingar. Það hefir oft komið fyr- ir, að þýzkir stúdentar hafa varað mig við að taka Heidelberg skil- yrðislaust sem dæmi um þýzkan | háskólabæ, til þess sé hún of amerísk. Margt bendir til þess, að menn þessir hafi rétt fyrir sér. Verðlag er hér tiltölulega hátt og auðvitað enn hærra, þar sem vænta má, að Ameríkanar komi. Kemur það bæði fram í húsaleigu og öðru. Sjaldan heyrast stúdent- ar syngja gömul þýzk þjóðlög eða stúdentasöngva. í þess stað koma amerísk dægurlög. Á það ef íil vilL rætur að rekja til þess, að Ameríkanar hafa nokkrar sterkar útvarpsstöðvar í landinu. Og verði manni gengið á staði þá, sem áður voru kunnir sem samkomustaðir stúdenta ,er eins víst, að þar sjá- ist ekki annað en amerískir her- menn og ferðamenn, sem sitja í reykjarsvælu yfir bjórkönnum sínum og dásama hið rómantíska andrúmsloft í Heidelberg. En aft- ur á móti voru ýmis stúdenta- félög og þjóðlegar stúdentavenjur bannaðar eftir stríðið. Var gengið svo langt, að bannað var að iðka leikfimi í skólum tíl að auka ekki hernaðaranda unglinga! í Heidel- berg er ein sundlaug með volgu vatni, en af henni hafa Ameríkan- ar einir afnotarétt, Heidelbergbú- ar verða að fara út fyrir borgina og baða sig í köldu vatni. Svona mætti fleira til telja. Stúlkur og Kanar. HÉR BER allmikið á samskipt- um hermanna og þýzkra stúlkna, enda erfitt að hindra slíkt. Þar eð allmargt hermanna eru svert- ingjar, er árangurinn nýtt vanda- mál, sem oft er rætt í blöðum og útvarpi, en það eru kynblend- ingabörn. Virðist almenningur tregur til að taka þessi börn í sína tölu. í blöðum hér ber allmikið á fréttum um afbrot hermanna, og víða virðist ástandið þó enn verra en hér. Vekur það mjög gremju íbúanna og enn meira vegna þess, að þeir hafa grun um, að mis- gjörðarmennirnir sleppi oft með væga refsingu. Og það eru Þjóð- verjar, sem borga brúsann, allt frá beinum kostnaði við hernámið niður í hús, húsgögn og vinnukon- ur liðsforingja. Þjóðverjar kalla gesti sína „Ami“. Dettur manni þá ósjálfrátt í hug franska orðið „ami“, sem þýðir vinur. Finnst mér þetta nokkur kaldhæðni, því að vináttan er ekki alltaf mjög innileg. Kjöt kvatt. Nú er kjötkveðjuhátíðinni hér nýlokið. Þar eð hátíð þessi eða Fasching, eins og hún nefnist hér, virðist vera snar þáttur í lífi íbú anna, langar mig til að ræða nokk- ur .orð um hana. Upp úr áramótum fer venjulegá að hýrna yfir, íólkj, MARGRÉT SIGVALDADÓTTIR þá fer það að hugsa íil Fasching, útvega sér nýja og óvenjulega grímubúninga og rifja upp Fasch- inglögin, en það eru létt og 'jör- ug lög með alveg sérstökum blæ. Fólk syngur þau varla nema um þetta leyti, svo að manni dett.ur ósjálfrátt Fasching í hug, er þau heyrast. Útvarp og blöð ýta undir tilhlökkunina eftir beztu getu að ógleymdum verzlunum, sem íyll- ast allt í einu af fáránlegum hött- um, eyrnalokkum, grímubúningum og öðru dóti. Og svo þrem vikum til mánuði fyrir öskudag eru fyrstu grímudansleikirnir haldnir. Það er dálítið undarlegt að líta í fyrsta sinn yfir danssal með 2—3 þús. manns, þar sem allir eru grímuklæddir, — margir leggja reyndar ekki allt of mikið efni í búninga sína — og staðráðnir í að skemmta sér. Fólkið syngur og dansar eins mikið og eins lengi og það yfirleitt heldur út. Og sé það þreytt, sezt það bara á gólfið eða gerir annað álíka gáfulegt. Það er allt leyfilegt á Fasching. Og það, sem e, t. v. er undarlegast að á Fasehing þúast allir. Það er eitt- hvað annað en venjulega, þegar allir eru kynntir formlega hver fyrir öðrum, og allir þérast. Eins og nærri má geta, láta börnin okki sitt eftir liggja, heldur klæðast Indíánabúningum, mála sig stríðs- málningu o. s. frv. Umræðuefni þessa dagana er nær eingöngu Fasching, rétt eins og þegar Bör Börsson, Gregory eða aðrir góðir menn eru á dag- skrá hjá okkur. Gaman er að tala um Fashing við roskið fólk. Allir gera auðvitað sitt bezta til að fá | mann til að taka virkan þátt í há- j tíðinni og leggja manni lífsreglur: IF ólk eigi alls ekki að fara með vinum sínum eða vinkonum á grímuball, hjón eigi að kveðjast við innganginn og hittast svo ekki fyrr en þau fara heim o. s. frv. J Stórfelld hátíð í Mains og Köln. j En þrátt fyrir allt þetta, ber öllum saman um, að helzt þurfi að fara til Mains eða Kölnar til að taka þátt í Fasching í sinni upp- runalegu mynd. Þar gangi fólkið ; svo langt, að það veðsetji rúmin I sín til að komast á hátíðina, ef þörf þyki. Vinna er lögð niður í þrjá daga, aðeins farið í skrúð- i göngur og dansað. Sérstakar lestir jganga til borga þessara um hátíð- ‘ ina. En svo á öskudag er dýrðin úti, fólk sefur út og jafnar sig og fer svo að hlakka til næstu kjöt- kveðjuhátíðar. Heima er alltaf hátíð! Ég er oft spurð, hvort við höld- um ekki Fasching á íslandi. Ég segi venjulega, að við höldum .F^schipg allt ár-tð-.Rctt ,er það,: að Frá íslenzkum stúdentum Á FUNDI þeim, sem Félags íslenzkra stúdenta hélt 9. marz, sagði Helgi G. Þórðarson formaður félagsins frá ferð þeirri, sem farin var til Friðriksborgarlýðháskóla, við Hilleröd, laugardaginn 24. febr. Hann gat þess að 12 íslendingar hefðu tekið þátt í ferðinni. Fær- eyingar voru 20 og Suðurslésviking ar 9, þar af 6 konur. Samkoman var haldin í hátíðar- sal skólans. Skólastjórinn HaUg- strup Jensen bauð menn velkomna j af Jósep keisara II. Til ársins og hofust svo umræður. - Fyrst 1918 var það starírækt á vegum var rætt um færeysk malefm. Vmt: keisarafjölskyldunnar, en hefir er Paidsen varaformaður færeyska j $íðan verið starfrækt sem rikis. studentafelagsms hafði framsogu. leikhús 0 hefir hróður þess sízt Hann rakti þroun mala a Færeyj- farið minnkandi síðan um og taldi stjorn Dana a ey.iun-1 um hafa verið og vera í mörgu á-1 HINN n apríl 1945 þegar gStu. botavant. En þjoðarvitund hefði bardagar geisuðu j vín, gjörevði- seint vaknað með Færeyingum og lagðist leikhúsið af eldi> en hefir væru þeir mjog skiptir i skoðun-, nú verjð endurbyggt> miög glæsi. um um það hvermg þeir skyldu lega og var sú bygging vigð 15. „Káta ekkjan“ í Þjóðleikhúsinu: Frægtir austurrískur leikstjóri frá Burgtheater í Vín kemur hingað Utvarpií mun efna til fleiri tónlistarfer^a út á land Þegar ég talaði við þjóðleikhússtjóra í s. 1. viku, varðist hann allra frétta af óperettusýningu í vor, en nú segir hanti mér, að ákveðið sé að sýna Kátu ekkjuna eftir Lehar, og verður dr. Adolf Rott, forstöðumaður Burgtheater í vínar- borg, leikstjóri. Dr. Victor Urbancic mun eins og áður stjórna tónlistinni. óper- ettan verður ílutt á Alenzku, og hefir Karl ísfeld gert þýðinguna. Ekki er enn eiidanlega gengið frá hlutverkaskipan, en æfingar hefj- ast í apríl og frumsýningin verð- ur síðast : :naí. Dr. Adolf Rott er mjög vel þekktur leikstjóri og hefir hann meðal annars starfað sem gestur við ríkisleikhúsin í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi. Hann tók á síðastliðnu ári við forstöðu Burgtheater í Vín, en það er mjög gamalt leikhús, stofnað haga málum sínum. Eftir fram- söguræðu tóku margir til máls og bar margt á góma. Voru menn sammála um það að danska stjórn in og dansksinnaðir Færeyingar hefðu hagað sér fáránlega við framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðsl- unar 1946 hverrar úrslit þeir virtu að vettugi. — Skólastjórinn kvað sig samdóma um þetta. Seinna um kvöldið flutti einn Suðurslésvíkinganna framsöguer- indi um málefni Suðurslésvíkinga. Kvað hann þá heyja mjög erfiða baráttu fyrir þjóðerni sínu. Urðu nokkrar umræður um málið og að þeim loknum skemmtu menn sér við dans í leikfimisal skólans. ' Sunnudagsmorgun risu menn árla úr rekkju og snæddu morg- unverð. Kl. 10 hófust umræður á ný og þá um íslenzk málefni. Eyjólfur Kolbeins flutti fram- söguræðu og rakti í stórum drátt- um þróun mála á íslandi síðustu 300 árin. Mælti hann skörulega og urðu síðan fjörugar umræður. Vildu menn margt vita, um nútíð- ar ísland, og allar þær breytingar, október s. 1. En leikflokkur Burg- DR. ADOLF ROTT aðeins geta íslenzkir leikarar og söngvarar lært af gestúnum. SÍÐAN ÓPERAN Rígólettó eftir Verdí var sýnd í Þjóðleik- húsinu hefir áhugi manna xyrir óperu farið mjög vaxandi, og eru óperusýningar Þjóðleikhússins ein ar öruggustu sýningar þess, hvað Burgtheater í Vin. thcater hefir þessi 10 ár, sem liðu I aðsókn viðkemur. Ekki hefir þó frá brunanum til endurbygging- verið hægt að koma því við, að arinnar haft inni í öðru leikhúsi í Vín. fara með óperur þær, sem sýndar hafa vcrið, út á landsbyggðina, en nú hefir svo brugðið við, að ópera hefir verið sýnd 18 sinnum á ýms- um stöðum úti á landi, án þess að Síðan stríðinu lauk hefir Burg- . , . . theater farið í leikferðir til Júgó-' UU1 a,uuulll u„ Q JC11UI) Q11 uu sem hefðu skeð siðustu arin og slavíu> Þýzkalands og Frakklands, hún hafi verið synd j höfuðstaðn- það sem gerst hafði í hinu gamla og á næstunni hyggst dr. Roti|um Þetta er operan Ráðskonu- mennmgarlandi. fara með flokk j ieikferg til Banda ' riki eftir pergolesi, og hefir hún ríkjanna. Það hlýtur að vera öll- j verig sýnd á vegum Rikisútvarps- um leiklistarunnendum mikið ! ins gleðiefni, að dr. Rott skuli koma j hingað. Verður að teljast, að ekki útvarpið ánægt með árangur hefði verið hægt að velja betur hijómleikaferða. en að fá forstjóra aðaileikhúss j Eins og kunnugt er, tók Ríkis- Austurríkis til að setja Vínaróper-! útvarpið upp þá nýbreytni s. 1. ettu á -svið. Verður að vona, að haust að senda flokka um iandið jafnan þegar Þjóðleikhúsið þarf til tgnleika) Uppiestra og óperu- að sækia starfskrafta út fyrir land- j steinana, verði farið að eins og | nú, og aðeins fengnir hingað hinir j færustu menn í hverri grein; þvi! Eftir hádegisverð hófust umræð ur á ný, og tók til rnáls Norðmað- ur Olaf Agerby að náfni sem er kennari við skólann. Hann rakti það helzta sem fram hefði komið í umræðunum. Áður en menn skildu samvistum, stóð upp Pétur Marteins formaður færeyska stúd- endafélagsins og þakkað góðar móttökur fyrir hönd aðkomu- manna. Þá var lagt af stað til Hilleröd og síðan til Hafnar. Geir Aðils. (Framhald á 8 síiíu.i Þá mundu margir snúa sér viSI FERÐALANGUR i huganum heit- ir rithöfundur nokkur, sem kveð- ur sér hljóðs í baðstofunni, og ræðir m. a. á þessa leið: „Gaman var að lesa það i Tím- anum, hve Rússar voru örlátir við frændur okkar Dani. Þarna fá þeir splúnkunýja bíla slegna flúri og skrauti, ráðherrarnir Hansen og Bomholt, og frúrnar dýrindis pelsa. Getur maður í- við skemmtum okkur oftar en hcr er venja. En annað mál er, hvort við kunnum að skemmta okkur eins vel. Ég get a. m. k. ekki var- izt því að hugsa, að ég muni síðar sakna kjötkveðjuhátíðarinnar. í janúar og febrúar er o'ft kalt og drungalegt, og þá finnst mér al- veg tilvalið að dansa og skemmta sér, en hafa svo hægt um sig á milli. Margréf, Sigvaldadóttir. myndað sér að þeir séu ekki af lakari endanum. Rússnesk grá- I vara hefir ekki þótt neitt rusl | hingað til. Og svo fengu minni ! spámenn gólfteppi eða málverk j og vafalaust hefir eitthvað fieira verið í gjafasafninu. Danir eru i líka vafalaust farnir að hlakka íil i að sjá ráðherrana aka nýju bílun-) um um götur Kaupmannahafnar, með frúrnar í nýju pelsunum, og getur maður vel skilið það. Halda menn kannske að ekki yrði uppi fótur og fit hér i Reykjavík þeg- ar forsætisráðherrann og mennta málaráðherrann kæmu akandi í nýjum rússneskum gjafalúxusum um göturnar, með frúrnar skrýdd ar pelsum að austan? Einhver mundi snúa sér við á götunni“. Hvað myndi það kosta hér? „ANNARS ER svo sem’ástæðu- laust að vera að ímynda sér nokk uð slikt meðan engin boð hafa borizt okkar mönnum. En m?ðu~ fer að hugsa ýmislegt þer»r P-Úss , ar-ganga, á.röðina og bjóða.ráð- herrum og fínu fólki alit í kring- um sig. Eg sé að dönsku blöðin gera sér tíðrætt um gjafirnar og þó einkum á eina iund: Hvað skyldu þeir Bomholt og Hansen þurfa að borga mikla skatta af gjafabílunum? Einn af skopteiknurum Kaup- mannahafnarblaðanna birtir mynd af Kampmann fjármúlaráð- herra, þar sem hann situr með sveittan skalla að reJcna út, hvað gjaíirnar muni færa rikinu, og það eru myndxrlegar upohæðir af svo dýrum verkfærum: Inn- fiutningsgjöld í ýmsum rnyndum og svo framvegis. Hvernig myndi nú þötta líta út hér hjá okkur? Það ættu menn ' að athuga, áður en þeir fara í ferðalög í austurveg — öðru vísi en í huganum !‘. Svo mælir þessi bréfrit'uá, og or raunar engu við að bæta. Gjaf irnar, sem vinir vorir, Danir, fengu, hafa að vísu verið góðar, cn valda þeim ' éfaiaust áliyggj- um. því að þeir búá við ströng skattalög og litia miskunn. En allt um það má hiklaust væhta þess, að þeir kppai fagnandi neð þæ-' hc'm, Hye nig, ekki ' í'ólki myndi,, farjn^^, er, .erfitt að spá,.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.