Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 10
!□ og færi ég fyrst til Tangier og þaö an með bíl til Tetuan^væri ekkert líklegra en ég missti af ferðinni. Eg fór því að leita ráða hjá útlend ingaeftirlitinu í Algeciras. Fyrri hundraíkallinn fýkur Niðri í tollskýlinu á breiðri bryggjunni, þar sem ferjurnar leggjast öðrum megin, en fiski- mennirnir í krabbabátunum hinum megin, sátu tveir menn við lúgu á skúrbyggingu, en yfir henni stóð „Passport". Eg heilsaði afar hæ- versklega og sagði nokkur deili á mér, fór að spjrnja um eitt og ann- að á staðnum og gætti þess að fara að engu óðslega, þar sem mennirn- ir höfðu ekkert að gera þesst stund ina. Engin ferja var að fara eða koma. Eg kom því að með lagi, að ég byggi á R. Christina og þefckti nefndan gistihúsvörð dável, menn- irnir kinkuðu kolli. Svo vék annar þeirra sér frá einhverra erinda, og þá vék ég að vegabréfsmálum mín- um, sagði frá vöntun minni árit un til Spanafríku og ósk um að losna við að fara fyrst til Tangier. Maðurinn dró augað í pung og sagði, að þetta væri dálitið erfitt viðfangs. Að vísu væri mér heimilt að leggja hér frá landi og halda yfir sundið án áritunar, en mestar likur væru til að ég yrði gerður aft urreka og stigi á land hér á sama stað Spánar að svo sem þrem klukkustundum liönum. Væri ég að vísu velkominn aftur, en óneitan- lega yrði þetta heldur stutt og snubbótt heimsókn til Afríku til þess að kynnast landi og þjóð að nokkru ráði. En svo tók að birta til. Með góð- um vilja og ráðkænsku væri þetta kanske ekki alveg útilokað, sagði hann. Maour þekkir þá nú svo sem hérna fyrir handan, það væri ef til vill hægt að senda þeim miöa, ef. Og hann smellti einu sinni eða tvisvar með vísifingri og þumal- fingir hægri handar, eins og hann væri að lýsa því nánar, hvernig senda mætti slíkan miða, ef ákveð in skilyrði væru fyrir hendi. MetSmælabréf yfir sunditS Mér var að verða ljóst, að kannske væri að opnast leið, en burðargjald miðans mundi verða nokkuð hátt. Svona af rælni lagði ég 50 peseta seðil á borðið undir vegabréfið mitt svo að lítið bar á. Eg sá, að hann hafði tekið eftir þessu, þó að hann létist varla sjá seðilinn. Hann var að glíma við lausn gátunnar, og ég þóttist sjá að hún væri að nálgast. Það var alls ekki útilokaö, að hægt væri að senda miða. Eg fitlaði við ferðaskjöl mín, og eins og í ögáti skipti ég á 50 peseta seðlinum og 100 peseta seðli. Eg var ekki viss um, að hann hefði tekið eftir þessu en bjartsýni hans á þvi, að ég kæm ist á land í Spanafríku, var alít af að aukast. Svo tók hann miða og krotaði eitthvað mér gersamlega ólæsilegt og óskiljanlegt á hann. — Þú get- ur reynt að sýna þeim þetta frá mér. Eg tók við miðanum, og um leið og ég þakkaði mikillega fyrir mig, ýtti ég seðlinum inn um lúg una tií hans, svona eins og óvart, kvaddi og hraðaði mér brott. En þrátt fyrir þetta ágæta með mælabréf er mér enn hálf órótt, þar sem ég sit yfir ölglasinu minu á ferjunni yfir Njörfasund og Span afríka nálgast óðum. Eftir tuttugu mínútur rennum við að bryggjunni. Skyldi ég verða gerður afturreka? Það er ekki um annað að gera en bíða úrslitanna. Á hafnafbakkanum í Ceuta stend ur mislitur söfnuður, þegar ferjan leggur að landi. Þarna eru skýlu- Arabar, fes-Arabar og tötra-Arab- ★ J 6 LAB LAÐ' TÍMANS 19 57 V? ar með asna og geitur, og þarna eru sællegir og pattaralegir Spán- verjar. Farþegaröðin sniglast upp landgöngubrúna að „Passport“-lúg unni. Eg berst með straumnum og hugsa um það, að þótt ég verði gerð ur afturreka, fái ég að ganga þrjú skref á landi Afríku. og þar með hafi ég komið til Afríku, því verði ekki með rökum á móti mælt. Sá sílSari, og iandgangan Svo er loksins komið að mér í röð inni. Ihnan við lúguna er afar már- ískur maður, hoiágrannur og svart eygur. Eg rétti honum vegabréf mitt, cg þegar hann hefir flett þvl og velt fyrir sér um stund, styn ég því upp, að það vanti víst áritun til Marokkó, finnst betra að auglýsa heiðarleik minn með því að benda á þetta af fyrra bragði fremur en gera mig tortryggilegan með því að þegja. Um leið bendi ég á miðann, meðmælabréfið frá „koliega“ hans í Algeciras, þar sem ég hefi nælt það á eina blaðsíu vegabréfsins. Hann hristir höfuöið úfinn á svip eins og hann eigi ekkert orð um þetta siðleysi mitt og félaga síns handan við sundið. Þetta er víst alveg vonlaust. Svo flettir hann vegabréfinu svolítið meira, rétt eins og hann eigi þess von, að áritunin sé þarna falin einhvers staðar, og þegar hann sér 100 pes- eta seðilinn, sem ég hafði lagt held ur en ekki neitt milli blaða í vega bréfinu, kemur svoliiil vipra á munnvik hans og augun dragast lítið eitt saman. Hann lítur í kring um sig, og þegar hann sér að eng- inn veitir okkur athygli, og allir samstarfsmenn hans eru önnum kafnir við athugun á vegabréfum annarra farþega, þá skellir hann stimplinum í flýti á auða síðu vega bréfsins, þó heldur laust eins og hann vilji forðast að gera mikinn hávaða. Um leið og hann réttir mér vega- bréfið, fellur seðillinn að sjálfsögðu úr því í hönd hans. Höndin lokast um hann, og hann litur sem snöggv ast á mig, réttir svo höndina eftir vegabréfi næsta manns. Hjartað í mér hoppar af gleöi. Eg er kominn inn í Spanafríku og á fyrir höndum vikuferð um byggð ir og dali Marokkós, meðal annars upp i afskekkt Berba-þorp í Atlas- fjöllum. Fari ég varlega svo að lög- reglan biðji ekki um að fá að sjá vegabréfið mitt og kornist þá að raun um, að ég hefi enga áritun, ekkert landvistarleyfi, ætti allt að ganga eins og ísögu. Sölustrákarnir kalla, geiturnar jarma, asnar kurnra. — Eg er kom inn til Spanafríku. — Þú hefir alltaf sagt að maður ætti a'ð gleðja fólk á jólunuin, og þessi var aleinn úti. „Atburð sé ég“: Yfir þessum stað orð og hugsýn mála tímans blað, undir lágri og sólarvana súð sefUr ,laukur vafinn andans skrúð. Löng var nóttin, Ijósin dauf og smá, lömuð kynslóð, úrráð þekkti fá, en í þjóðar eðli og hjarta bjó v,ndra þróttu-r, grózka og mennta frjó. Og vorið hlýja vekur sérhvern lauk, viðkvœm móðurkyggjan ljtifa?i strauk lundinn unga, signdan Sjafnar náð, saga og trúin spimnu dýran þráð. Þessir veggir, þúfna og lauta>-stóð þö gidt tendra sagna og minja glóð frá, er barnið bað við móður kinn, og brœðra lék hér fríði hópurinn. Tigin fjöll og hýrleg hrannar-slóð, höll og móar, lceknir skógar-tróð, Hér var œskuvangur víðsfrægs manns vígður fránum bernsku sjónum hans. Þér ber hróður Þorskafjarðar byggð, þér skal vegsemd alla daga tryggð, þú' hefir alið andans jöfur þann er öllum dýpra skygndi hjartna rann. Hér var skáld er skildi ómálgra mál mceddum, særðum kveikti Ijós í sál, útlaganum fylgdi um frera storð, en fyrirmanna hæfði veizluborð. Til efstu stundar barnslegt hjarta hann bar, en barn að aldri spekingur hann var, ha-nn sá hið lága, en andinn himin hátt um heiðið víða fór með gígju slátt. Aldar bil og áratugir tveir tvö þó betur, liðin, dauðans geir fór um láð og lögmáls innti starf, en lífsins meiður grær við feðra arf. Bæir rísa, ræktun fegrar 'sveit, runnum fjölgar, menntagyðjan teit frjógvar. lífssvið, Ijós í hverjum rann, leiðir greiddar, rofið frelsis bann. En auðnin víða enn þó fer með völd, eyðibýli finnast tuga-föld, grónar tóftir, hrör og hljóður bær, haustföl tún þar lyng og mosi grær. Þar sem áður móður höndin mild mörgum veitti- af litlum' auð, en snild, og föður armur studdi soninn sinn í sókn á brattann, — ríkir tómleikinn. Heiðruð. vóru „heilög sagna mál“, er hljómgrunn vöktu í œskumannsins sál, og kertaljósin gleði færðu og frið, þó fábreytt væri og skrautlaust jóla svið. Ennþá sólin signir Þorskafjörð, sefgræn tún og fagra brána-gjörð, og andinn lifir, þó að þrjóti skref ög þagni harpan, — Ijóðin eigum vér. Svo lengi nokkur metur íslenzk mál, og móðurbrjóstið nærir frónska sál, á meðan lýðir muna: „0, guð vors lands“ er Matthíasi búinn sigurkrans. En hvað er að, — hér heima er hljótt og autt, horfin æskan, Ijósin, gleði snautt, þorrin ylur, þöllin visnað blað, Er þjóðar hirða ci nein um Skóga-stað? Þormóður Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.