Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 13
J □ LAB LAÐ TÍMANS 1957 ★ 13 SAGAN UM ÁSTRÍÐI Þórunn Elfa Magnúsaóttir: ÁstríSur og Leopold nýtrúIofuS. Einu sinni var ung og fögur drottning, heitt elskuð af manni sínum, konunginum og elskuð og dáð af þjóð hans, sem hún hafði gert aö sinni þjóð. Og þvi var al- mennt trúað meðal þjóðarinnar að drottningin væri hamingjustjarna konungsins og með hana, svo góða og göfuga, sér við hlið mundi hann verða góður og þjóðhollur konung- ur. En svo fórst drottningin unga af slysförum og fáum árum síðar dundi ógæfan yfir þjóðina. Stríð leiddi af sér sundrung og sundrung in dró til þess að konungurinn neyddist til að afsaia sér konung- dómi. Margir hafa þá skoðun, að ef Ástríður Belgíudrottning hefði lifað fram á þennan dag væri Leó- pold III. enn konungur í Belgíu, þá hefði hann snúizt á annan veg við vandamálum styrj aldarinnar og ekki lent í missætti við þjóð sína. Og — það eru heldur engir smá- munir í augum þjóðarinnar, sem geymir minningu Ástríðar drottn- ingar eins og helgan dóm, að kon- ungurinn, sem valdur var að dauða hennar, skyldi geta fengið sig til að setja aðra konu í hennar sæti, konu, sem belgíska bjóðin telur til ættjaröarsvikaranna, nazistanna, vegna ætternis hennar, .konu, sem belgíska þjóðin hefði aldrei írokk- urntíma viðurkennt sem drottn- ingu Belgíu, jafnvel þó að manni hennar hefði tekizt að halda kon- ungstign sinni. Sagan um Ástríði, Snæprinsess- una frá Norðri, sem varð hinn fagri, stutti draumur belgísku þjóðarinn- ar um þjóðlega einingu og farsæld, er fljótsögð, líf hennar rennur fram eins og árstraumur, sem líður lygn að ósi, furðulega umbrotalítið þrátt fyrir allan glæsileikann. Ástríður var sonardóttir óskars II. Svíakonungs, dóttir Karls prins, hertoga af Vestur-Gautlandi og Ingiborg Danaprinsessu. Hún fædd ist 17. nóvember 1905 í gamalli höll sænsku konungsættarinnar, Arvfurstens Paláts í Stokkhólmi. Foreldrar hennar áttu tvær litlar stúlkur fyrir, önnur þeirra, Mar- grét, giftist dönskum prins, en hin, Marta, varð krónprinsessa Noregs. Óskar konungur beið heima hjá Karli syni sínum eftir því að barna barn hans kæmi í heiminn. Þeg- ar barnið var fætt gekk hann til systranna, sem voru að leik í skrif- stofu föður síns og sagði: „Færið ykkur að glugganum, börn, og heyr ið, hvernig þeir skjóta vegna þess að þið hafið eignazt litla systur.“ Fjörutíu og tvö fallbyssuskot kváðu við Þannig var litla prlns- essan heiðruð og þjóðinni til- kynnt að hertogahjónunum á Vest- ur-Gautlandi væri fædd dóttir. Foreldrarnir, ,sem áttu tvær dæt- ur fyrir, höfðu óskaö þess að barn- ið yrði drengur, en þegar svo varð ekki, sagði faðirinn liressilega: „Auðvitað verður maður að eiga þrjár telpur, drengurinn kemur næst.“ Og svo varð. Litla stuikan var skýrð Ástríður Soffía Lovísa Thyra, en ávallt nefnd fyrsta nafninu, Ástríður. ILún dafnaði vel, varð hraust og fallegt barn, glöð og góð. Hún varð snemma athafnasöm, og þegar hún fór að geta labbað úti ýtti hún kerrunni sinni á undan sér, brosti til allra, sem hún mætti á leið sinni og bauð góðan dag á tæpitungu- máli sínu Hún var ekki orðin al- talandi, þegar hún, á hverju kvöldi, bað guð að varðveita pabba og mömmu, Margréti, Mörtu, ailar fátækar manneskjur og öll fátæk, lítil börn. Hún var frá fyrstu bemsku góðgerðasöm og gjafmild, og þegar hún, 5 ára gömul heyrði talað um litla stúlku, sem þyrfti að skera upp, sendi hún henni fal- legustu brúðuna sína, vegna þess að hún kenndi svo fjarska mikið í brjósti um hana. Bernskuheimili Ástríðar Jitlu var gott, glatt og frjálslegt, sam- band foreldranna við börnin inni- legt og börnunum var innrætt að vera þakklát fyrir allt gott, sem lífið veit'i þeim, vera auðmjúk í meðlæti, þolgóð í mótlæti, tillits- söm við alla og þeim bezt, sem bágast ættu. Þeim var kennt að meta og þakka allt það fagra og góða í lífinu. Ástríður settist fyrst á skólabekk, þegar hf" var fjögra ára, en þá aðeins sem áheyrandi að kennslu systra sinna, þegar þar að kom að hún fór sjálf að læra var hún auð- sveipur nemandi, en ekki sérlega ííkin í námið og fegin var hún, þegar skólatímanum var lokið hvern daginn, þá gat hún haft það til að hlaupa upp um hálsinn á kennslukonunni sinni og segja glettin og glöð: „Þökk fyrir í dag, fröken, nú skulum við hafa það skemmtilegt." Þegar Ástriður var fjögra ára reistu foreldrar hennar sér sumar- höll, er þau nefndu Friðheim, en Karl prins kallaði sumarbústaö sinn oft Friðinn. Sumarhöllin stóð i stórum og fögrum garði mót blárri vík, oft voru mjallahvítir svanir á sundi úti fyrir, en skammt undan landi var mergð grænna hólma. Á stórri grasflöt við höllina er nú eitt einasta blóma- beð, nafnið Ástríður gjört af blóm- um og í umgjörð af blómum. í hallargarðinum var börnunum reist lítið hús, það var útbúið eins og heimili og umhverfis það var svæði, sem skipt var í jafnmarga reiti og börnin voxm mörg og þeim í sjálfsvald sett hvað þau gerðu með sinn reit. Ástríður vildi hafa blóm á öllum sínum bletti, en Karl bi'óðir henixar vildi aöeins rækta kartöflur, það fannst honum eitthvert vit. í litla eldhúsinu sínu bjuggu litlu prinsessxxrnar til mat og bökuðu eins og hverjar aðrar húsmæður, þær héldu heimili sínu tandurhreinu og höfðu boð inni fyrir foreldra sína og vini. Þegar Ástríður hafði boð steikti hún æti- sveppi, sem hún hafði sjálf tínt úti í skógi og skreytti matborðiö með blómum af blettinum sinum. Iixgiborg prinsessa var vinnugef- in og stjórnsöm húsmóðir og lét dætur sínar snemma byrja að létta undir á heimilinu. Þegar fjölskyld- an dvaldist á Friðheim þurfti mörg handtökin við garðinn og nær því daglega sást öll fjölskyldan vera þar að verki, með tréskó á fótum og hlífðarsvuntur úr skinni vökv- uðu þau garðinn i þurrkatið með slöngum og garðkönnum. Telpun- um þótti svo sjálfsagt að vinna að því að halda garðinum snyitileg- um, að ef mamma þeirra sagði eitt- hvað á þessa leið: >rAð sjá hvaö hér er komið mikið illgresi", þá fannst þeim næstum að þær ættu sök á því. Dag nokkurn var sem oftar von á konunginum, Gustav V, sem kom til í’íkis eftir föður sinn, Óskar II. Þá sagði hertogafrúin við dætur sínar: „Gólfið í herberginu hans Gustafs frænda er svo ljótt, komið þið, við skulum láta á okkur svunt- urnar okkar og nudda yfir gólfið með súrri mjólk.“ Svo lögðust prinsessurnar á hnén á gólfið og nudduðu það þangað til það var orðið spegilgljáandi og fullboð- legt fyrir Gustaf frænda. Ástríður litla hafði mikinn á- hixga fyrir búskapnum á Friðheim og vissi nöfn á öllum kúm, best- um og svínum, oft var til hennar leitað, ef nafn vantaði á grís, kálf eða folald. Hænsni átti hún sjálf. Það var svo sjálfsagt að taka þátt í búskapnxxm og hafa eitthvað til að sjá um. Á sumrin var æði gestkvæmt á Friðheim, en þegar haustaði að og minna var orðið um að vera þar fór hertogafjölskyldan í orlofsferð til frændfólksins í Danmörku. Ást- ríður lét sér þá jafnan annt Um heimaxxbúnaðinn, og var með bolla leggingar um, hvað mikið þyrfti af smurðu brauði og ávöxtum í nesti, og hvaða bækur hún skyldi hafa með sér til að lesa á ferðalaginu. Svo liðu indælu bernskuárin við lærdóm, leik og störf, litla prins- essan var fermd og lífið fékk á sig annað snið. Húix skyldi nú fá að taka þátt í samkvæmislífinu og fara á regluleg böll. Exx þrátt fyrir allt fjör sitt og dugnað heima fyr- ir var hún feimin og hlédræg við ókunnuga, og fyrir fyrsta bailið sitt kveiö hún því mjög að enginn muxxdi koma til að bjóða henni upp, því að hún væri svo mikið síðri en hinar systurixar, Margrét og Marta, senx væru svo sætar. En húix var þá þegar orðin allra lag- legasta stúlka, vel vaxin, með vel formað andlit, tinnudökkt, mjúk- lega liðað hár, dökkan augnabún- ing og dökkar brýr. Barnslegur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.