Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 1
Gunnar Guðmundsson og BlindravinaíélagiS, bls. 5, 13. árgangur. IiwIií Reykjavík, laugardaginn 8. ágúst 1959. í spegli Tímans, bls. 3 Raeða Tómasar Arnasonar um kjördæmamálið, bls. 7 íþróttir, bls. 10 lfiS. bíað. Mynd þessi var tekin fyrir skömmu á Keflavíkurflug- velli af varnarli'ðsmönnum, er þeir voru að heilsa nýj- um vfirmanni. Varnarliðs- menn voru líka á ferðinni síðastl. miðvikudagskvöld, en annarra og verri erinda. Vopnuð herlögregla kemur í fyrir framkvæmd íslenzkra veg laga Drukkinn maður ræðst á dönsk hjón og slasar þau Páii Zóphóníasson yfirbugaði tilræðismann- inn, sem er íslandsmeistari i hnefaleik Sá atburður gerðist í fvrra- kvöld að loknu hófi, sem Bún aðarfélag íslands hélt full- trúum á þingi Bændasamtaka Norðurlanda í Framsóknar- húsinu, að drukkinn maður réðist að einum donsku full- trúanna og konu hans á göt- unni utanvið húsið Leikurinn barst síðan inn í andvri húss- ins. Páll Zóphóníasson, albing- ismaður, sem þarna var stadd- ur, hafði árásarmanninn, Jens Þórðarson, fyrr hnefaleikara og síðast íslandsmeistara í þungavigt 1953, undir. en Páll er 73 ára gamall. Kona danska fulltrúans hlaut mikið höfuðhögg frá árásarmannin- um, maður hennar fótbrot og Páll skurð af brotnum gler- augum undir augabrún Árásarmaðurinn sem er fyrsti vélstjóri á Herðubreið, sat í huldi í gær, en samkvæml upplýsingum lógreglunnar var talið koma til greina, að honum yrði sleppt um slundar sakir þar eð ííinars þyrfti að þinda skipið. Fréttatilkynning frá sakadómaraembættinu u:n þetta mál. útgefin í gærkveldi, fer hér á eftir: „Búnuðarfélag íslánds hélt í gærkvöldi veizlu í Framsóknarhús (Framhald á 2. síðu). Bandarísk kona varnarliðsmanns tekin ölvuð undir stýri - slapp við blóðpróf vegna ofríkis herlögreglunnar Síðast liðið miðvikudagskvöld gerðist sá atburður á Kefla víkurflugvelli, að foringi í bandaríska varnarliðinu kallaði vopnaða herlögreglu á vettvang, sem umkringdi varðskýlið ið hliðið inn á völlinn og bil íslenzku lögreglunnar. Tilefnið var það, að íslenzka lögreglan hafði tekið bandaríska konu ölvaða undir stýri á bíl. Konan neitaði að láta gera á sér blóðpróf, svo sem skvlt er samkvæmt íslenzkum lögum og staðfest hefur verið með úrskurði Hæstaréttar Á miðvikudagskvöldið voru ís lenzkur lögregluþjónn og banda- riskur á éftirlitsferð um flugvöll inn, eins og venja er til. Komu þeir að bjórskemmum varnarlið; ins, sem eru í nánd við aðalhliðið inn á völlinn, um klukkan hálf tólf um kvöldið og sáu þá Volks- vvagenbíl st:nda meg fullum jós um við eina skemmuna. Bíll þessi var með R-merki. Lögreglumenn irnir héldu að eitthvað væri að og gengu þvi nær til að athuga mál- ið. Þegar lögreglumennirnir komu að bílnurn, -sáu þeu- í.ð kona sat undir stýri, en karlmaður við hlið hennar. Duldizt lögreglumönnun um ekki að konan var undir áhrif um áfengis og fluttu þeir því þæði hjúin í varðskýlið við aðpl hliðið inn á völlinn. Þa,. tók ís- lenzki lögregluvi'rðstjórinn við konunni, sem er bandarísk og gift manni í varnarliðinu. Varffetjór inn fór þess á feit við konyna, að hún leyfði blóðpróf á sér, þar sem hún hefði verið ölvuð vifi akstur. Ágreiningur um blóðprófið Konan óskaði eftir fá að hafa (Framhald á 2. síðu). FuEltrúarttir sammála um aS ríkin Forðist undir- boð á markaði Norræna bændafundinum lauk í gærkveldi * Norrænu bændaráðstefn- unni í Reykjavík lauk síðdegis ■ 1 gær. í morgun lögðu fulltrú- 1 arnir upp í boðsferð austur yfir Fjall og koniu við í Hvera . gerði. Á Selfossi skoðuðu þeir Mjólkurbú Flóamanna og . munu snæða hádegisverð að Laugarvatnji. Þá munu þeir líta á búskapinn á Efri-Brú í ' Grímsnesi. Kvöldverð snæða rulltrúarnir í Valhöll á Þing- _ völlum og koma samdægurs til Reykjavíkur. Fundir bændaráðstefnunnar ■ liafa verið lokaðir og litlar frétt- ir borizt þaðan enn sem komið er. Verzlunarsamvinna á grund- velli landbúnaðarins mun hafa verið mjög til umræðu á fundun- um og munu allir fulltrúanna hafa verið sammála um að ríkin forð- uðust að undirbjóöa hvert annað á markaði, fyrst og fremsl hvað snertir kjötafurðir. Hvort nokk- ur samþykkt hefur verið gerð um þetta atriði er blaðinu ekki kunn- ugt. Steingrímur Steinþórsson, bún- aðarmálastjóri, ávarpaði ráðstefn- una, en um aðra ræðumenn af ís- lands hálfu er ekki vitað. Nánari fregnir af ráðstefnunni eru vænt anlegar í næstu viku. Kemur Krústjoff tlE Reykjavíkur? Blaðið hefur fregnað, að ef tii vill geti komið til greina, að Nikita Krustjoff, forsætis- ráðherra Ráðstjórnarríkjanna, hafi viðkomu hér á land'i, er hann heldur vestur um haf til viðræðu við Eisenhower Bandaríkjaforseta hinn 15. sept. Verði af þessu. er senni- legast, að þjóðarle'ðtogi Rússa verði hér á ferð 13.— 14. september og komi á flug völlinn í Keflavík. því að vænt anlega flýgur hann í stórri og fullkominni. rússneskri far- þegaþotu. Hefur blaðið fregn- a.ð, að ef af þessu vrði myndi Krustjoff ef til vill staídra hér við í heilan dag. Mætti þá þykja sennilegt, að hann litaðist um í Revkjavík og skoðaði Þing'velli í leiðinni. Óvenjumikið var um dýrbít á Síðuafrétt í vor. Gengur alltaf erfiðlega að hafa hemil á honum, jafnvel þótt mikið sé skotið af tófunni. Þessir tveir menn, Stein- þór Jóhannesson frá Dalbæ og Arnar Sigurðsson frá Hrauni, skutu marga refi á Síðuafrétt í vor og hirtist frétt um það hér í blaðinu á sínum tíma. Þarna eru þeir með tvo yrðlinga, sem þeir náðu er þeir lágu á grenj- um. (Ljósm.: V. V.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.