Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 3
T í ÍVII N N, laugardaglnn 8. ágúst 1959. 3 I Svifflugið getur orðið sýki - Sviffluga | ( Síamsprins - Steig niður úr gólfinu - ( I Neðra ,hangið‘ - Sólböð í Chanel nr. 5 | finiiiuiiiiiiiiiMiiiiiiiiiumimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiHiiiiimiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiimiiiimiiimuiiiiiiiiiiii Frá fyrstu tíð hafa menn litið fugla himinsins öfund- arauga og ekki að ástæðu- lausu. Gamlar sagnir greina frá ýmsum tilburð- um manna í.þá átt að svífa um loftin blá og fjallar ein sú elzta um Ðedalos nokk- urn grískan, sem endur fyrir löngu gerði sér vængi af svo miklum hagleik, að hann gat flogið. í bráðræði sínu varð Dedalosi það síð- an á að fljúga of nærri sól- inni, svo að vængir hans sviðnuðu. Hrapaði hann í sjóinn, lét þar líf sitt og fara ekki af honum fleiri sögur, en vafalaust hefur hann orðið mörgum harm- dauði. Ég lét það því verða mitt fyrsta verk, þegar mér gafst kostur á að skreppa upp á Sandskeið s.l. fimmtudag, til að líta á landið úr svifflugu, að iáta flugmennina lofa því hátíðlega að fara ekki of nærri sólinni. ,Termík“ Lagt var af stað úr Reykja- vik laust eftir hádegi, í norðan golu og sólskini, og var ekki laust við að vel lægi á svif- PÓRHALLUR - - 7 flugúr í unvferð flugmönnunum, þeim Þórhalli Filippussyni, bróður hans, Pétri og Birni Ölvar. Á leið- inni ræddu þeir af miklum á- huga um „termík“, ,,hang“, „kúmúlusa" og aiinað í þeim dúr, sem við kemur svifflugi, en undirritaður skildi vart nema eitl og eitt orð á stangli og því minna sem betur var reynt að útskýra þessi merku orð. Niðurstaðan varð sú, að „termík“ þýðir hitauppstreymi, „kúmúlus” einhvers' konar ský, en ,,hangið“ mun vei’a eins kon- ar hlíðauppstreynn við Vífils- fell, eða því sem næst. Þá var lengi útmálað fyrir mér, hversu hættulítið það væri að fljúga í svifflugu og hvílík frábær heilsubót það væri sál og líkama. — Þetta getur orðið hreinasta sýki á manni, sagði Pétur. — Þegar maður er á annað borð byrjað- ur á því að fljúga. þá er ekki nokkur leið að haldast við í bænum, ef gott flugveður er, og auðvitað kemur þetta niður á vinnunni. Ég má til dæmis alls ekki vera að þessu núna, ætti að vera að afgreiða vörur, en ég gat bara ekki stillt mig. Glásin hans Einars Þegar upp á Sandskeið kom, var vindurinn þar heldur minni en búizt hafði verið við. Ók- um við fyrst að skýli Svifflug- félagsins, en þar eru einnig hin vistlegustu svefnherbergi fyrir félagsnfenn, setustofa skreytt málverkum félags- manna, eldhús og borðstofa. Þar voru fyrir Einar Friðriksen og Vilhjálmur Baldursson, en þeir hafa dvalizt á Sandskeiði hátt á fjórða mánuð. — Kom.nir til að fljúga! sagði Einar. — Það gat svo sem skeð. Þá verður maður að hlaupa frá glásinni. bætti hann við og leit með söknuði á pott- inn þar sem „glásín“ kraum- aði og vall. Var síðan haldið út á Skeið, ' og hafinn undirbúningur að fluginu. Vegna þess að vind- áttin hafði breytzt frá því deg- inum áður, þurfti að draga spilið, sem notað er til að draga svifflugurnar á loft, út á hinn endann á vellinum, um kílómeters leið, eftir miklar tilfæringar við að koma því í gang. Settist Einar þar upp í spilið, en vírinn var dreginn yfir völlinn, þar sem tveggja sæta sviffluga beið, með nefið upp í vindinn. Þegar þessum undirbúningi var lokið, stigum við Þórhallur upp í farartækið, og vírinn var festur í fluguna. I lausu lofti — Þú skalt ekki láta þér bregða, þótt við klifrum dá- lítið skarpt, sagði Þórhallur og glotti. — Við förum nefnilega næstum beint upp í loftið. Vilhjálmur veifaði nú rauðu flaggi, og áður en varði var allt komið á fleygiferð, og Sand skeiðið minnkaði óðum, þang- að til mennirnir, sem eftir stóðu virtust eins og tindátar til að sjá. Snyndilega sleppti Þórhallur vírnum með því að taka í handfang, og þá hófst hið raunverulega svifflug. Við snerum við, og flugum í áttina að Vifilsfelli í um það bil 300 metra hæð. Þessa stuttu stund sem við vorum á leiðinni að brún fjalls ins, gat ég ekki varizt þeirri tilhugsun, að við hengjum í lausu lofti. Hér var ekki háv- aði af mörg hundruð hestafla mótor, aðeins þægilegt hviss í vindinum. Ne<$ra hangií — Með þessum vindi kom- umst við víst 1 mesta lagi í „neðra hangið“ sagði Þórhall- ur, en „neðra hangið“ er neðri brún Vífilsfells nefnd á fag- máli svifflugmanna. Norðan- vindurinn blæs upp með fjalls- hlíðinni og rétt ofan við brún- ina svífa svifflugurnar líkt og fýlar við bjargbrún. Raunin varð líka sú, að við komumst aldrei upp fyrir „neðra hang- ið“, og urðum að lenda eftir rúmlega 10 mínútna flug. — Það er bezt að bíða og sjá, hvort ekki blæs betur á eftir, sag'ði Þórhallur, þegar við vorum lentir heilu og höldnu. — En það væri kann- ske reynandi fyrir Villa að fara upp á sinni vél, því hún er miklu léttari. „Villi“ lét ekki segja sér þetta tvisvar, og innan tíðar var hann „í loftinu", en allt kom fyrir ekki og hann varð að lenda vegna uppstreymis- leysis. Vantar aoeins herzlumiminn Þegar liann var lentur, var ge'rð enn ein tilraun á tvísæt- unni, og fóru þeir nú upp Þór- hallur og Björn Ölvar. Björn iðkaði svifflug talsvert á stríðs árunum, en síðan hefur það legið niðri og var þetta fyrsta ferð hans í rhörg ár. En allt kom fyrir ekki, og Þórhallur Spilið dregið yfir „Skeiðið". ÞÓRHALLUR og BJÖRN í lendingu. „Það vantaði bara herzlumuninn"! og Björn urðu að lenda eftir rúmlega 10 mínútna flug. — Það vantar bara herzlu- muninn, sagði Þórhallur. Það þarf ekki nerna eins og tvö vindstig til viðbótar, og þá myndum við fljúga eins og englar. Það væri sennilega ráð að skreppa heim í skýli, fá sér kaffi "og bíða eftir vindi. Einar getur þá líka hugað að glásinni sinni! Geríu upp flotann Yfir kaffinu gafst tækifæri til að spjalla um eitt og annað varðandi svifflug, og það fyrsta sem mér datt í hug að spyrja um, var hvort „útgerðin11 á svif flugunum væri ekú kostnaðar- söm. —• Við höfum 7 flugur í gangi, sagði Þórhallur, — og kostnaðurinn er ekki svo ýkja mikill. Vilhjálmur og Einar gerðu til dæmis allan flotann upp í vor, og það svo vel, að brezki skoðunarmaðurinn sagði að hann hefði sjaldan eða aldrei séð betri frágang á svif- flugvélum. — Iðka margir íþróttina? - — Um helgar eru hér oft um 30 manns, sem allir fljúga meira eða minna. Ilér koma til dæmis flugstjórar frá báðum flugfélögunum til að leita sér hvíldar og hressingar í svif- fluginu. — Hvað kom til að þú hættir að fljúga, Björn? — Það var ýmislegt, liða- gigt, húsbyggingar og hjóna- band, svo eitthvað sé nefnt. Ég hefi ekki flogið í 15 ár þangað til í dag. — Nokkuð að hugsa um að byrja aftur? — Ja, það er ekki gott að segja. Sviffluga Síamsprins Vilhjálmur Baldursson er ungur að árum, Akureyringur að ætt og uppruna, og er það mesta skemmtun Einars að kvelja har.n á því. — Hér voru einu sinni útlendingar á ferð, sagði Einar glottandi, — og þá sögðum við þeim. að Villi skildi okkur ekki vegna þess, að hann væri „að norðan“. Vilhjálmur byrjaði að fljúga svifflugu norður á Akureyri 1953, en síðan lagði hann flug- ið á hilluna í 2 ár meðan hann var í siglingum erjendis. Hann á nú svifflugu ásamt tveimur félögum sínum. — Þetta er merkileg fluga, segir Vilhjálmur. — Við keypt- Björn Ölvar — 15 ára hlé um hana í vor og gerðum hana upp sjálfir. Hún var upphaf- lega smíðuð sérstaklega a£ Wolf Hirt, sem nefndur hefux verið faðir sviffiugsins í Þýzka landi og heiðursfcrseta þýzka flugmálafélagsins. — Hirt kom hingað til fs- (Framhald á 8. síðu). Krækt í tvísætuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.