Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 9
T íMINN, laugardaginn 8. ágúst 1959. 9 h *KY ROBERTS RlNEHARTi ^JJuaföLL Kannske hún hafi skotizt inn í herbergið þitt á þriðjudags kvöldið og séð bakkann. Hitt gefur auga leið, að það er ekki ósennilegt, að hún hafi átt ákveöið erindi, þegar hún fékk þig til að hleypa sér inn. Eg held engu fram. Eg gef að eins í skyn. FREON frystfvökvi frá biúhrunarh ona — Eg gaf þó nokkrar spraut ur frá því á þriðjudagskvöld. —Já, en hún getur hafa séð þá, hvað þú notaðir. Á 47. fór ekki lengra en niður í stig anh til þess að vekja þjónana, heföi hún varla komist hjá að sjá hann ef hann hefði farið þá leiðina. Hún var því nærri viss um, að hann hefði farið út á þakið. En þótt hún þekkti morð ingjan, sagði hún engum frá því. Hugo hélt í fyrstu, að þetta væri sjálfsmorð, og ef svo væri myndi það ógilda líf tryggingu Herberts, og vildi færa líkið frá borðinu, En hún bannaði það. Svo sneri hún aftur til herbergis síns, með aðstoð Maríu. Ein hefði hún aldrei komist alla leið. Það var Hugo, sem uppgötv aði, að ekkert púðuðr var um hverfis skotsáriö, og kvað upp úr með það, að annað tveggja væri þetta morö eða slysaskot. Svo tók hún í skýrsl uririi að halda uppi vörnum fyrir framkomu sína í þessu máli. Hún hafði gert hvað hún gat fyrir Herbert, gcfið hon um heimili og hvaðeina, en hann hefði launað henni með köldu vanþakklæti. Hún kvaðst ekki finna til sorgar vegna fráfalls hans, eða að veröldin hefði misst neins. Alia nóttina var hún gagntek in af hugsuninni um það, sem hún hafði séð og heyrt. Svona hneyksli hafði aldrei áður skeð í Mitchell fjölskyld unni. Mitchellarnir höfðu að vísu stigið sín víxlspor, en hún þóttist viss um, að hefði Her bert verið myrtur, lægju til þess góðar og gildar ástæður. Hún skelfdist tiihugsunina um að komast á hvers manns varir, og þá athygli, sem fregn in um þennan atburð myndi draga að húsinu, og hnekkinn sem nafn hinnar gömlu og virðingaevrðu ættar myndi bíða. Hún ákvað með sjálfri sér, að beita öllum brögðum, til þess að koma í veg fyrir slíkfj Einnig kom önnur ástæða til greina: Hún hafði þekkt manninn. Hann var frá góðri f jölskyldu, og hafði á tímabili verið mikið með Paulu Brent, sem var barnabarn gamals vinar hennar. Hún ákvað, þarna um nóttina, að halda sinni vitneskju aðeins fyrir sjálfa sig. Næst stökk hún frá aðalmál in'u, til þess aö skýra frá því, að hún vissi ekki, hvenær Hugo hefði opnaö gluggann á neöri hæðinni. Hún heyrði aðeins á skotspónum síðar meir, að þar hafði fundist op inn gluggi, og hún hélt, að hann hlyti að hafa gert það vegna þess, hve mikið honum var í mun, að láta þetta ekki lita út sem sjálfsmorö, vegna tryggihgarihnar. Hún vissi heldur ekki, hvenær hann sendi eftir lögreglunni. Hún hafði beðiö hann að hringja í Glenn, sem kom stuttu á eftir löereglunni. En henni gafst ekki tækifæri til að tala við hann þá um nóttina. María hafði sent eftir Stew ard lækni, sem skipaði Júlíu að halda kyrru fyrir í rúm inu. Þá kom hún aftur að sögu sinni. Undir morgun þessa sömu nótt, hafði henni allt í einu dottið í hug maðurinn á þakinu, og skyldi hann nú ekki komast burt. Þar hallaði hún sér út um gluggann og kallaöi á'manninn, en hann hlýtur að hafa komist undan, því hann gegndi ekki þótt hún kallaði á hann með nafni. Nafnið var Charlie Elliot. 22. kafli. Breytt viðhorf. Þetta var innihald játning arinnar í stófum dfáttum, annað voru alger aukatriði. Það var ekki fyrr en hún komst að því, aö Herbert var líftryggður fyrlr háa upphæð og dauði hans leysti hana frá fjölmörgum fjárhagsvandræð um, að henni fór að skiíjast, hvað henni bar að gera. Henni varð Ijóst, að hún gat ekki bæöi hagnast á morði haris og haldið hlífiskildi yfir morðingjánum. Og þegar hún sá í blöðum, að Pauia Brent var bendluð við málið, ákvað hún hvað gera skyldi. Þetta var furðulegt skjal, sem þýddi það, að rafmagns stóllinn var óumflýjanlegt hlutskipti Elliots. Dauðadóm ur yfir ungum, geðþekkum manni, dauðadomur, sem ég hafði skrifað undir. Þarna var skjálfandi rithönd Júiíu, til gerðarleg undirskrift Flor- ence óstyrk rithönd Hugos, og mitt eigið hrafnaspark. Þarna stóð ég, með skjalið í höndunum og starblindu. Svo Paula hafði vitað það allan tímann, að Júlía hafði séð Ell iot í herberginu, og gæti kveð ið upp yfir honum dauðadóm, þegar henni sýndist. Og þarna var Florence, gjammandi það framan í hvern sem heyra vildi, að Paula hefði verið ein í herberginu mínu um morgun inn. Lögregluforinginn horfði á mig, með einkennilegum svip. — Nú veiztu, hvað ég hef verið að tala um, sagði hann. Eg er ekki að halda því fram að ég hafi vitað, að gamla kon an sá Elliot í herberginu. En hitt staðhæfi ég, að ég hef alltaf vitaö, að þessi Paula Brent vissi meira en hún lét uppi. En hvað gerir þú? Þú lileypur heldur harkalega á þig, gieymir skyldum þínum gagnvart lögreglunni, og seg ir stelpunni, að Júlía sé í þann veginn að fara aö gera játningu sína! Og ég skal segja þér nokkuð, sem þú ef til vill veizt ekki: Paula er ást fangin af þessum Elliot strák. Sama hvort hún veit það sjálf eöa ekki. Það er jafn auðséð og að sólin skín. Hún er ástfang in og örvæntingarfull. — Hvernig gat hún vitaö að ég gaf Júlíu nitroglyserín? —Finnst þér það skrítið? Hver veit, nema þú hafir sagt henni það. Þú virðist hafa sagt henni sitthvað. Kannske líka Steward læknir, hann er fjöl skyldulæknir heima hjá henni bakkanum voru aðeins tvö hylki. í öðru var morfín, en það hylki hafði ekki verið opn að. Svo það má hafa veriö auðsætt, úr hvoru þú gafst henni sprautur. Og ég býst við, að Paula hafi vitað, hvaö gekk aö Júlu, hversu veik- burða hjarta hennar var og brigðuit. Nú datt mér nokkuð í hug: — Heyrðu nú, sagði ég á- kveðin. — Þú gætir ekki keypt stryknin í töflum, uppleysan iegum fyrir sprautur, svo sterk um, að tvær nægðu til bana. Ef þessar tvær sprautur urðu Júlíu að aldurtila hefur það eingöngu verið vegna veikintía henriar. Sá sem skipti um töflur lilýtur að hafa vitaö þaö. Finnst þér liklegt, að stúlka eins og Paula Brent hafi vitað það? — Ertu viss um þetta? — Spyrðu lækninn. Hann þagði um hríð, og hugsaði málið. Svo stóð hann upp, gekk að borðinu og skoðaði það sem á því var mjög vandlega: Hárburstinn minn úr silfri og greiðusam- stæða, bakkann, tómlegan að sjá, þar sem ekkert var á honum, púðurdósina mína. — Heldur þú, að þú hefðir ekki tekið eftir, þótt átt hefði verið við hylkiö? spurði hann án þess að snúa sér við. —■ Þetta var nýct hylki. Eg hafði opnaö það, en ekkert notað úr því. Hann Sneiiist hvatlega á hæli. — Nýtt hylki? Nú, ef tvær töflur áttu aö komast í það, hefði oröið að taka tvær úr í staðinn. — Rétt er það. Þó hafði mér ekki dottið það í hug. Hann litaðist um. Eins og í flestum öðrum gömlum hús um, varð ekki komizt inn i baðherbergið öðruvísi en framan af gangingum. Hann ! lét augun hvarfla yfir vegg fóðrið, beygði sig niður til þess að skoða púðrið, sem Florence hafði misst á gólfiö, fann ekkert athugavert. Þá reis hann aftur á fætur og leit til gluggans, sem var opinn. — Var þessi gluggi opinn í morgun? — Já. — Lofaðu mér að sjá eina af þessum töflum. — Eínafræðingurinn tók þær. Hann tuldraði eitthvað milli tanna sér, fór svo þegjandi út og niður stigann. Eg leit á klukkuna, og hélt henni upp að eyranu, til þess að fullvissa mig um, að hún væri ekki hætt að ganga. Frímerki Norskur frímerkiasafnari, 18 ára, óskar að komast í sam- band við íslenzkar. frímerkja- safnara. BréfaskiDti á norsku, dönsku eða ensku. Carl Christ- ian Coek-Johnsen, Lybckkvcý- en 22, Holmen Oslo, Norge. Orsakar ekki sprengingar er ekki eldfimur er ekki eitraður tærir ekki málma er næstum lyktarlaus Frystivekvi skemmir ekki matvæli skaðar ekki hörundið Avallt fyrirliggjandi. Einkaumboðsmenn: I þvott'avélina LTýi tíöaiamvill þýofctóLvéL JvottaYéliQ. gí]öj[ar ' ta-uinu fallegui3tu, U]oegar :notað er -Jpvotfcachjffc.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.