Tíminn - 05.03.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.03.1960, Blaðsíða 4
4 T f M I N N, laugardaginn 5. marz 1969. Sextíu ára i dag: Skúli Jóhannesson á Dönustöðum Sextugur er í dag Skúli Jóhann- esson bóndi á Dönustö&um í Lax- árdal í Dalasýslu. Hann er fæddur að Sauðhúsum í sömu svei-t, sonur hjónanna Ingihjargar Þorkelsdótt- ur og Jóbannesar Jóhannessonar, er síðar bjuggu í Pálsseli og víðar i Laxárdal. En uin tveggja ára ald ur fluttist hann til þeirra hjóna Viktoríu Kristjánsdóttur frá Vig- ur í ísafjarðarsýslu og Daða bónda Halldórssonar á Dönustöðum. Ólst hann upp hjá þeim frá þeim tíma, en þau voru sjálf barnlaus. Þegar þau hættu búskap, tók Skúli við jörðinni og hefur upp frá því rekið þar hið mesta mynd- arbú. Dönustaðir, hið forna óðal Steindórs Ólafssonar pá, eru ein af mestu og beztu jörðum í Dala- sýslu. Túnstæði fagurt og víðlent en beitilönd mikil til fjalla og heiða. Er því ekki heiglum hent að nytja hana svo vel sé. En Skúli hefur setið hana af dugnaði og stór hug, byggt að nýju öll hús jarðar- innar, gripahús og heyhlöðu fyrir fjölda fjár, auk kúa og hrossa, eru {)ær byggingar úr timbri og járni. Á Dönustöðum var forn torfbær, mikill og vandaður. Það slys vildi til, að eitt sinn er bóndi var fjar- verandi, kviknaði í honum og brann hann til kaldra kola ásamt nær öllu sem í honum var af dauð- um munum, þar á meðal allmiklu fágætra bóka. En Skúli lét sér ekki bregða, heldur byggði vandað íbúðarhús úr steinsteypu í stað bæjarins. Túnið sléttaði hann, girti það og jók við það geysimikilli nýrækt. Þá virkjaði hann bæjargilið og setti þar upp eina fyrstu heimilis- rafstöð í Dalasýslu til Ijósa og suðu. Á búskaparárum Skúla hafa sauðfjársjúkdómar herjað Dala- sýslu tvívegis, sem kunnugt er. j Hefur hann því, eins og fleiri bændur þar, orðið að koma upp fjárstofni sínum, ekki einu sinni, I heldur þrisvar. En í öll skiptin ; hefur Skúla tekizt að komast í röð ! fjárflestu bænda sýslunnar, og er ' hann það enn, þótt mikla örðug- ! leika hafi þurft yfir að stíga. 1 Árið 1925 kvæntist Skúli heit- mey sinni Lilju Kristjánsdóttur, en hún er dótturdóttir hins kunna atorku- og heiðursmanns Cýrusar Andréssonar frá Hellissandi. Eru þau hjón uppeldissystkin. Þau eignuðust sex dætur og og einn son, Daða, mikinn efnismann erj lézt um tvítugsaldur af slysi, er| bann var við nám og starf í Norra-i hammar í Svíþjóð. Varð hannj mjög harmdauði öllum er þekktu| hann, skyldum sem óskyldum. Syst' urnar eru allar uppkomnar, tværl þeirra giftar og býr önnur þeirra á nýbýli, sem byggt er úr landi Dönustaða. ein er kennari og i m 1 \ ! Jón Aðalsteinn Stefánsson, Möðrudal áttræðnr 22. febrúar 1960 í Möðrudal svo hátt til heiða heim til þín. Jón, er gott að ná. Af villustigum langra leiða ljós er brautingjum að sjá. Finnst ei neinn um frónið breiða frjálsar er menn heilsar á. Afbragðsmanni ísland sneyða óhöpp, loks þín hverfur brá. Færri mun þá fákur skeiða fram um veg og ljósa gljá. Úr þér seint mun Elli deyða íhugan og fræðaþrá. Áttræður þú enn munt seyða að þér fólk og skemmtun ljá. Tímir stöðugt tíma að eyða til að reyna að fræða þá. Ég vil því allra beztu beiða bæna og þér til handa fá, og þakka margan góðan greiða gerðan þínu húsi frá. Helgi Hóseasson. þrjár hinar yngstu dvelja enn að nokkru leyti á æskuslóðum. Heimili þeirra er rómað fyrir gestrisni, góðvild og myndarskap, þar er öllum gott að koma, enda mikið um gestaferð bæði fyrr og síðar, því aðalvegurinn fram hina fjölbyggðu .sveit, Laxárdal, liggur við bæjarvegginn. Má segja að þau hjón hafi byggt skála sinn yfir þjóðbraut þvera, í þess orðs beztu merkingu. Á hans ágæta kona sinn ríka þátt í reisn heim- ilisins. Þrátt fyrir umsvifamikinn bú- skap, önn hins sístarfandi manns, hefur Skúli Jóbannesson tekið allmikinn þátt í öðrum störfum. Á unga aldri starfaði hann lengi í Ungmennafélaginu Ólafi pá, og var formaður þess um skeið. Hef- ur hann æ síðan verið hliðhollur félagsskap æskumanna og talið það hið bezta veganesti hvers ung- lings að verða þroskuð félagsvera. Bókasafn stofnaði hann ásamt ná- grönnum .sínum, og hafa þau hjón barizt mikið fyrir vexti þess og viðgangi, haldið samkomur á heim ili sínu til stvrktar því og léð húsa- kynni fyrir safn, en séð um útlán. Þá hefur hann og setið í stjórn Laxárdalshrepps. Skúli hefur lengst af átt sæti í stjórn Fisk- ræktar- og veiðifélags Laxdæla og lagt á sig mikil störf í þágu þess. Veiðiáin Laxá í Dölum rennur rétt við túnfótinn á býli hans og hafa laxveiðimenn víðsvegar af land- inu miklar sögur að segja af hjálp- semi Skúla bónda, dugnaði hans og drengskap í þeirra garð, er þei.m reið mest á, gestrisni og greiðasemi. íWb/ Skúli á Dönustöðum hafði mikið yndi af hestum, eins og fleiri Lax- dælingar hafa jafnan átt þátt í, meðan hestar og reiðmenn settu sinn skemmtilega svip á umferð- ina í dalnum. Atti hann oft góða hesta og var duglegur ferðamaður, enda þess jafnan brýn þörf, þar sem fremst úr dalnum voru við- skipti ætíð að miklum hluta við Borðeyri við Hrútafjörð og yfir heiði að sækja. Nú gegnir bíll- inn hlulverki hestsins hjá honum sem öðrum. En þótt við sveitungar Skúla á Dönustöðum vitum það sem hér að framan hefur verið sagt og viður- kennum, verður hann okkur þó jafnan, hugrakkur og bjartsýnn á hverju sem gengur, höfðingi heim að sækja, hrókur fagnaðar í vina- hópi, hýr við skál með vinum ef svo ber undir einstöku sinnum, en alltaf prúður. Framsóknarmaður hefur hann verið svo lengi sem ég man til, en manna sanngjarnastur í skoðunum, og samvinnumaður af lífi og sál. Og þó hann sé lipur- menni í samningum, getur hann verið svo þéttur fyrir að hvergi j fái haggazt. Hagorður er hann þótt dult fari með. Við, sem þekkt höfum Skúla fyrr og síðar, þökkum honum alla alúð og vinfestu, biðjum heimili hans og fjölskyldu sólríkra sumar- daga, gæfu og gengis, en honum sjálfum hressandi átaka, glaðra stunda og stórra sigra enn um langt skeið, enda mun það honum helzt að skapi. Kveðskap fer nú hrakandi víða, svo í Dölum vestur sem annars staðar, þó er rauluð staka þar sums staðar enn. Og gaman vairi að vera kominn fram að Dönustöð- um í kvöld. Gamall Laxdælingur. Auglýsið í Tímanum Baldvin Rúnar Gunnarsson Fæddur 6. febrúar 1957. — Dáinn 26. febrúar 1960. KveSja frá mömmu, pabba, systkinum, ömmu og afa. Það deyja tiðum lítil Ijós, sem lifa jörðu á. Og stundum fellur fögur rós, sem fær ei þroska ná. í skyndi lífs þíns brustu bönd, ó, Baddi, hér á jörð. Nú dýrðar sæl þín dvelur önd með drottins englahjörð. Þau liðu fljótt þín fáu ár en fögur minning er, og nú þig geymir herrann hár í himins dýrð hjá sér. Við áttum marga yndisstund já, ungi vin með þér. 1 skyndi hlauztu banablund það beiskur harmur er. Og þín var ung og óspillt sál til yndis hverja stund og vonum framar vit og mál sem vina gladdi lund. En ó, þú iitla blessað barn, sem beiðst ið harða stríð. Nú ert þú laus við heimsins hjarn og hættur alla tíð. Æ, vertu sæll, 6 vinur kær og víst skal minnast þín. Sá guð, sem öllu lífið ljær þig leiðir heim til sín. A. P. SAMKOMUR í Dómkirkjunni Kristilegt Stúdentafélag heldur almenna samkomu í Dómkirkiunni í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn: Frank M. Halldórsson, cand. theol., og sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup. Einsöngur og kórsöngur. Allir velkomnir. 4=^ Stjómln. •v ‘"V »-V •V*V»V*‘V«V»V»‘V»V«V«,V »v«v«v«v»v*v«v«v«v»v«v Síðasti dagur útsölunnar er í dag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.