Tíminn - 05.03.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.03.1960, Blaðsíða 8
|i, Of. " Vt. 53. Wa3. Latorardaginn 5. marz 1969. ÁskriftarverS kr. 35.00- HAM SkAL HEÍrA foí/uM ktUtJ É0 f/Ar*Í{) VBÍTA Eyjafjörður á is út að Krossanesi Akureyri, 4. marz. — Poll- urinn og Evjaf jörður er nú ein samfelld ísbreiða alla leið út að Krossanesi og þar þvert austur yfir fjörðinn. Er þetta næsta fátítt, að svo samfelld ísbreiða og vakalaus sé á firð- inum, og veldur erfiðleikum 1 sambandi við siglingar. Hekte kom hór við í gær í strandferS, og braut sér leið gegn mri fsinn alla leið inn að Torfunes- bryggju. Nokkur togskip lágu hér inni, og voru þau að týnast út í gærkvöldi, eftir að hafa tekið kost og Heklan hafði opnað rennu í ís- inn. Hafþór fór á móti Um það íeyti, sem Hekla tók að ryðjast gegn um ísröndina að ut- Engin mjólk nema frá Dalvík Akureyri, 4. mraz. — Hér hríðar enn, og samgöngur á landi eru af- leitar orðnar. í morgun kom engin mjólk hingað nema frá Dalvík, mjólkurbílar þaðan brutust hingað eftir langa og stranga ferð. Þetta þýðir það, að leiðimar frá Árskógs- strönd, Öxnadal, Hörgárdal, Höfða- hverfi og Svalbarðseyri eru lokað- ar. Þó er nóg neyzlumjólk á Akur- eyri, því bærinn notar ekki nema 20% þeirrar mjólkur sem berst hingað til drykkjar. Allar ýtur og önnur tæki, sem að gagni mega koma til þess að rvðja snjó af vegum á Akureyri og í sveitunum í kring, eru í gangi og hafa meira en nóg að gera. Heldur uppi ferð- um til fsaíjarðar Tryggvi Heigason flugmaður hefur haldið uppi flugsamgöngum við í'safjörð frá því Katalínubátur F f. hætti förum þann 27. febr. s. 1. Katalínubaturinn gamli er nú í viðgerð sem mun taka 3—4 vikur. Á meðan hefur Tryggvi tekið að sér póst- og farþegaflutninga til ísafjarðar með tveggja hreyfla Piper Apaehe-vél sinni. Hefur hann flogið daglega þegar veður hefur leyft. Hann getur flutt allt að 4 farþega í einu og kostar farið 450 krónui. Flugfélag íslands ann- ast alla fyrirgreiðslu í Reykjavík og á ísafirði. Einnig hefur Tryggvi farið tvisvar í sjúkraflug á þessum tíma, til Kópaskers og Rlönduóss. — Katalínubáturinn mun taka til við ísafjarðarferðir strax að við- gerð lokírni. anverðu, lagði togskipið Hafþór af stað út. Gekk báðum skipunum fremur vel að brjóta frá sér, og gátu svo skipzt á rennum, er þau höfðu mætzt. Var þá allgóð braut opin fyrir þau sltip sem eftir lágu. Snjór á ísnurn ísinn er fremux meir, og kemur það til af því að stöðugt hefur snjóað á hann, svo að hann hefur ckki fengið frið til þess að harð- frjósa eins og hann hefði verið auður í hreinviðri. Hefði snjórinn ekki verið svo mikill á honum, hefðu skipin hvorki komizt lönd né strönd. ED. V/0/?E/SA/A% - BRu '/RA . Einn af lesendum blaðsins sendi þessa mynd og kvaðst hafa rissað hana meðan hann niýddi á úfvarpsrasðu forsætisráðherra á dögunum. Brúðurin í Póllandl en brúðguminn á hótel KEA Fáir munu hafa tekiS snjókomu með meiri fögnuði að þessu sinni en Reykvíkingar, þegar langvarandi gjósti og ryki lauk skyndilega í fyrrinótt í kyrrlátri, hvítri og hreinni ofanhríð. Og fæsfir töldu eftir sér að moka af gangstígnum í gær- morgun. En vonandi styttist bráðlega á milli þeirra þótt þau hafi gift sig með höf og lönd á milli í fyrradag voru gefin saman í hjónaband fr. Tamara Philip- enku, fyrrverandi eiginkona Philipenko samgöngumálaráð- herra Póllands, og Jakob Árnason, fyrrverandi ritstjóri Verka- mannsins á Akureyri. Gifting þessi væri ekki líkt þvf eins sér- lega athyglisverð, ef ekki Kefði svo undarlega til háttaS, aS brúðurin stóS ein frammi fyrir prestinum úti í Póllandi, en brúSguminn sat skartbúinn aS veizlu í hótel KEA á Akureyri. Upphaf þessarar giftingar verð- tsr rakið til alþjóðaþings Esperant- ista, sem haldið var í Póllandi í fyrrasumar. Var Jakob staddur á þingi þessu og kynntist þá Tamöru, sem nú er eiginkona hans. Þótt þau töluðu óskyldar tungur og gætu ekki ræðst við nema með aðstoð túlks, tókust með þeim ástir góðar, sem leiddu til tryggða- betta. Skilríkin út Eftir heimkosnuna sendi Jakob nanðsynleg skörfki til Pól- lands. Síðan leið nokkur tími, unz honum bárust boð frá Póllandi, að giftingin færi fram á ákveðinni stund í Fóllandi. Og á þeirri stundu, sem kona hans lét vígjast í Póllandi tók Jakob á móti vinum, heillaóskum og gjöfum á hótel KEA. Sendi .farmiða Heyrzt hefur, að brúðguminn hafi brúðinni að gjöf farmiða til hafi gefið brúðinni fanmiða til síns nýja heimalands áður en langt um líður. Attu fótunum fjör að iauna NTB—Bergen, 3. marz. — 12 ára gamall drengur, sem hefur fengið hárið til að grána á höfðum iög- reglumanna hér í borg, vegna sí endurtekinna þjófnaða úr dömu veskjum, sem skilin haía verið eft- ir í gáleysi, fór í dag á nýjan leik á stúfana. Lagði hann ai stað með stolna peninga í vasanum og tók sér far með næturlestinni til Osló, ásamt öðrum dreng fjórtán ára. En þeir komust ekki lengra en til Voss, þar sem lögreglan tók á móti þeim og voru þeir síðan fluttir með lög- reglubíl í fylgd fíleflds lögreglu- manns til lögreglustöðvarinnar í Bergen. Er „löggan" sté þar út úr bílnum, voru strákai' ekki seinir á sér og tóku til fótanna og hurfu von bráðar sýnum hins ruglaða varðar laganna. Báðir hafa dreng- irnir gert tilraunir til að stinga af frá bænum bæði á báti og með lest. Hláka Hlákan mun haldast. SpáS er breytllegri átt og slydduéljum, en hiti mun verða svipaSur og í gær, 1—2 stig. Menn munu því verSa aS vaSa vatnselginn á götunum í dag. 3'/>//,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.