Tíminn - 28.02.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.02.1961, Blaðsíða 3
 s Rafmagnsofn kveíkti í eimnum frá dúkalíminu Stórbruni í Bankastræti á sunnudagsmorguninn Kl. rúmlega hálfnfu á sunnu dagsmorguninn kom upp eld- r f húsi Lárusar G. Lúð- víkssonar í Bankastræti. Þar voru iðnaðarmenn að leggja gólfdúk með mjög eldfimu lími, og er talið, að kviknað hafi í eimnum af því út frá rafmagnsofni. Eldurinn breiddist út á svipstundu, svo að þeir, sem voru þama að vinnu, komust með naumind um út og gátu engu bjargað nema sjálfum sér. Á annarri hæð í liúsi Lár- usar G. Lúðvíkssonar var Hinn nýstofnaði Verzlunar- banki íslands að innrétta sér húsnæði, og átti það að vera tilbúið mjög bráðlega, svo að mikið lá á að fullgera það. Þess vegna var verið að leggja dúkinn í býtið á sunnudags- morguninn. Púsningin ekki þornuð. Gólfið var nýpússað, og var pússningin ekki fyllilega þorn |uð úti við dyr. Til þess að þurrka þann blett sem skjót- ast settu dúklagningamenn- irnir rafmagnsofn hjá blett- inum og kveiktu á honum. Síð an sneru þeir sér að dúklagn ingunnú i. . ...... .... Nýr dúkur og nýtt lím Sá dúkur, sem þarna var lagður, var af nýrri gerð, svampgólfdúkur, franskur að uppruna, og var notað nýtt franskt lím til þess að festa hann niður. Utan á dósinni, sem þetta lím var í, stóð út þrykkilega á frönsku, að lím ið væri bráðeldfimt. En lím af þessari gerð hefur ekki ver ið notað hér áður, og þeir, sem að þessu unnu, eru lítt lesnir á franska tungu. Upp á næstu hæð. Þegar dúkleggjararnir voru svo sem 5—6 metra frá ofn- inum að smyrja líminu á gólf ið og dúkinn, læstist allt í einu eldur um allt, svo skjótt sem hendi væri veifað. Það var með naumindum, að mennirnir gátu bjargað sér út, og einn þeirra fór upp á næstu hæð fyrir ofan og þar út á vinnupall. Boðum um brunann rigndi yfir slökkvi- stöðina úr öllum áttum, og fór allt liðið á vettvang. Þvi tókst fljótlega að slökkva eld inn, en miklar skemmdir urðu á hæðinni og næstu hæð fyrir ofan urðu einnig miklar skemmdir af sóti og hita.x Það er talið fullvíst, að ekk ert annað en rafmagnsofn- inn hafi getað valdið þessum bruna. — Verkið var vátryggt. Myndin sýnir hús skóverzlunar Lárusar G. Lúðvikssonar í Bankastræti, er slökkviliðið hefur reist við það stiga sinn og brotizt inn. í hornið er felid mynd af brúsa msð hinu franska dúkalími. Ljósmynd: TÍMINN —■ GE. Handritamálið enn til umræðu í Kaupmannahöf n Einkaskeyti frá Kaupmanna- höfn, 27. febr. — Berlingske Tidende skýrir frá því á sunnudaginn, aff Ólafur Thors hefði ekki átt neinar viffræff- ur við dönsk stjórnarvöld um afhendingu handritanna, nema hvaff þetta mál ber af tilviljun á góma í fundarhléi á ráðstefnu Norffurlandaráðs ins í samtali á milli hans og Jörgens Jörgensens, mennta- málaráðherra Dana. Oröaskiptin voru á þessa leið: Ólafur Thors: Mér virðist eiginlega, að nú sé svo komið, að hér í Danmörku sé mjög hagstætt andrúmsloft til þess að leysa handritamálið. Jörgen Jörgensen: Þar held ég, að yður skjátlist ekki til muna. Ólafur Thors: Ég get þá , Jitið þessa skoðun mína í ljós, þegar ég kem heim til íslands. Jörgen Jörgensen: Já — ég held, að það sé ekki neitt við jþað að athuga. | Síðan skýrir blaðið frá því, jað það muni koma í ljós á jnæstu mánuðum við samn- ingaumleitanir milli Dana og íslendinga, hvort tímabært sé að íslendingar beri opinber- lega fram tilmæli um afhend- ingu handritanna. „Það yrðu síðustu tilmælin af mörgum, sem borin hafa verið fram síðan 1918,“ segir blaðið. Að lokum getur það um ýms vandkvæði, sem eru á af- hendingu handritanna, eink- um hvort danska ríkið getur látið af hendi eign Kaup- mannahafnarháskóla, án þess að samþykki hans komi til. — Affils. Ágætur fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur I fyrra kvöld hélt Fram- sóknarfélag Reykjavíkur fund í Framsóknarhúsinu. Formað- ur félagsins, Einar Ágústsson, lögfræðingur, setti fundinn og stjórnaði honum, Jón Pét- ursson, vélstjóri, flutti fróð- legt og skemmtilegt framsögu- erindi um kjarabaráttu laun- I þega. Að framsöguræðu lokinni hófust l.iörugar umræður og tóku eftir- greindir menn til máls: Einar Ágústsson, Kristján Friðriksson, Þórarinn Þórarinsson, Jóhann Ein- Múhameð Marokkó konungur látinn Múhameð V. konungur í Marokkó, andaðist s.l. sunnu dag, 51 árs að aldri. Konung ur þjáðist af nefstíflu og gekkst undir uppskurð þess vegna. Hanrt þoldi hins vegar ekki uppskurðinn og lézt á skurðarborðinu. Banamein konungs var hjartabilun. Múhameð konungur var vinsæll meðal þegna sinna. Hann hóf afskipti af stjórn- málum meðan Marokkó laut Frökkum og barðist hatram lega fyrir sjálfstæði lands- ins. Var hann um langt skeið illa séður af Frökkum. Mú- hameð konungur barðist fyrir samstöðu Afrikuríkja og er skemmst að minnast ráð- stefnu Afríkuþjóða i Casa- blanca, en konungur var upp hafsmaður hennar. Tilkynnt hefur verið, að elzti sonur konugs taki við völdum eftir arsson, Sveinn Gamalíelsson, Páll Þorgeirsson, Hörður Gunnarsson, Jón D. Guðmundsson, Kristinn Finnbogason, Jónas Jósteinsson, Hannes Pálsson frá Undirfelli og E;nar Eysteinsson. Mikil grózka er nú í Framsókn- arfélagi Reykjavíkur og starfar það af atorku undir stjóni þeirra áhugasömu manna, sem þar fara íyrir liði. hann. Sá er talinn hliðholl- ur Frökkum og fremur óvin- sæll í Marokkó. Hins vegar hefur hinn nýi konungur herinn á sínu bandi og öfl- ugur hervörður er við allar opinberar byggingar í land- inu og aðra mikilvæga staði. Útför Múhameðs konungs j verður gerð á morgun og mun margt stórmenni verða viðstatt hana, svo sem Bres nev, forseti Sovétríkjanna; Hussein Jórdaníukonungur; Búrgíba, forseti Túnis og Ferrhat Abbas, forsætisráð- herra útlagastjórnar Serkja. Jafnframt hefur Kennedy, jforseti Bandaríkjanna, til- : kynnt, að Averell Harriman, jsem nú dvelst í Lundúnum, J muni fara til Marokkó til þess |að vera viðstaddur útförina. Ekki Magnús í Pfaff Magnús Þorgeirsson, for- stjóri í Pfaff, lætur þess get- ið, að hann er ekki höíundur greina, sem birzt hafa í Tím- anum um landhelgismál og fleira, heldur alnafni hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.