Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 3
T t MI N N, sunnudaginn 16. júlí 1961. I 3 Deilur austurs og vest- — KJALARNESI urs a Það liggur viS, að Esjan sé heilagt fjall í augum Reykvík-, inga, líkt og Fúsíjama meðal Japana. Þeir vitna til Esjunn- ar, hvenær sem fagurt fjall er, nefnt, og bregðast reiðir við, ef einhverjir telja sig sjá á henni lýti. En einmitt þarna undir Esjunni, þessu stolti Reykjavíkur, hefur nú undarv^ farin misseri allt logað í deil-| um, sem ekki virðast ætla að hjaðna í bráð. Deiluefnið er, þó Reykvíkingum óviðkom- andi, því að það eru Kjalnes- ingar, næstu nágrannar Esj- unnar og raunar eigendur hennar að mestu leyti, sem þar eigast við. Átökin eru út af byggingu félagsheimilis. Hitinn út af þessu félagsheim-j ili er svo mikill, að jafnvel bún- aðarfélag sveitarinnar hefur. klofnað, einhver hluti hreppsbúa hefur neitað að greiða útsvör sín I að því hlutfalli sem svarar fram-j lagi hreppsins til félagsheimilis- ins, og tólf bændur hafa krafizt þess, að hrep.nnum verði skipt. Kléþerg eða Kollaf jörður? í Kjalarneshreppi hagar svo til, að 24 bújarðir eru á Kjalarnesi vestan Kleifa við Kollafjörð, en tólf austan Kleifa, og eru þessir hreppshlutar talsvert aðgreindir frá náttúrunnar hálfu. Að sjálf- sögðu eru þag þeir, sem búa í austurhluta hreppsins, sem vilja fá félagsheimilið í Kollafjörð, en hinir á Kléberg. Þeir, sem vestan Kleifa búa, færa Klébergi það til gildis, að þar hafi verið þingstaður i þrjá- tíu ár, og æskilegt sé að skammt sé milli félagsheimilisins og barna skólans, sem byggður var á Klé- bergi 1928, pinkum vegna leik- fimikennslu. Þeir telja þar góða aðstöðu fyrir lítinn leikvang, en meira þurfi ekki við í því efni á Kjalarnesi, og þeir ætla, að ekki verði mikill munur á kostnaði, hvort félagsheimilið verður hitað með jarðhita, eða olíu og raf- magni. íbúar austurhlutans lelja Kolla firði hins vegar til gildis jarðhit ann og sjálfrennandi vatn, nóg landrými til íþróttavallargerðar og aðstöðu ti] þess að byggja sund laug, auk þess sem staðurinn sé mjög miðsvæðis og miklu veður- sælli en gerist úti á Kjalarnesi. Fjögurra ára stríð Þetta er orðin langvinn deila. Á almennum hreppsfundi í jan- úarmánuði 1957 var samþykkt ein róma að reisa félagsheimili í sveitinni, þótt ekki allir hafi talig þess brýna þörf vegna nágrennis við Hlégarð. En sundurþykkjan kom upp fyrir alvöru, þegar velja skyldi félagsheimilinu stað. Vildu sumir að það yrði reist á Klébergi, en aðrir í Kollafirði. Heiftarsfríö um félagsheimili, er hefur jafnvel klofið búnaSarfélag sveitarinnar og leitt af sér kröfu um skiptingu hreppsins Ég man þetta ekki eftir öll þessi ár, segir Eichmann oftast, þegar saksóknari spyr hann í hinum ströngu yfirheyrslum, sem nú standa yfir Kom þá til kasta félagsheimilis- nefndar, sem skipug var hrepps- nefndarmönnum og fulltrúum frá þeim félögum, sem aðild skyldu eiga að byggingunni, og greiddu þá sex atkvæði með Klébergi, en þrír með Kollafirði. Næst var þetta borið undir al- mennan hreppsfund í maímánuði 1958, og greiddi 41 Klébergi at- kvæði við leynilega atkvæða- greiðslu, en 21 Kollafirði. Fyrir þennan fund höfðu Kolla- fjarðarhjón boðizt til að láta stórt land til ' félagsheimilisins, gegn þeirri greiðslu einni, að jafn stórt land yrði ræktað annars stað ar og tún það, sem tækist af. Hlutafélagið Reginn bauðst og.til þess að láta í té heitt vatn til félagsheimilisins fyrir 2500 krón ur á ári næstu tíu ár, og bóndinn á Mógilsá hafði einnig boðizt til þess að gefa land undir fólags- heimilið. Vatnið þarna er 77—80 stiga heitt. Eftir þetta var málinu skolið til íþróttanefndar rikisins. Lét hún fyrirtækið Traust h.f. framkvæma rannsókn á staðháttum, og vetur- inn 1959 samþykktu fræðslumála stjóri og íþróttanefnd ríkisins, að félagsheimilig skyldi reist á Klé- bergi. Krafa um skiptingu Þegar hér var komið, skrifuðu allir bændur í austurhluta hrepps ins hreppsnefndinni bréf, þar sem þess var farið á leit, að hæt.t yrði við byggingu félagsheimilisins á köldum stað, þar eð mikill ágrein ingur hefði orðið um málið og myndi verða enn alvarlegri, ef þessi vlðvörun yrði ekki tekin til greina. Hreppsnefndin taldi hins vegar cngra svara þörf að svo stöddu. í nóvembermánuði sama ár báru þessir sömu bændur austan Kleifa fram formlega kröfu um. að hreppnum yrði ski.pt, þar eð þeir vildu ekki lengur vera í hreppsfélaginu. Hafði fundur ver ið hajdinn ujn málið í þessum hreppshluta og fulltrúar verið kosnir til þess að fylgja því fram. Var þá safnað undirskriftum í vesturhluta hreppsins, þar sem mótmælt var skiptingu hreppsins og krafizt framkvæmdar þeirrar samþykktar, sem gerð hafði verið um félagsheimilisbygginguna. Síð- an vísaði meirihluti hreppsnefnd: 9 þúsund mál bíða löndunar NTB—Jerúsalem, 15. júlí. Hinar ströngu yfirheyrsluri yfir nazistamorðingjanum Ad- olf Eichmann standa enn yfir.j Er Eichmann farinn að þreyt-j ast, enda ekki alveg heill heilsu. Mikils vonleysis gætir í svörum hans, eins og hann sé búinn að leggja árar í bát og sjái nú sína sæng út breidda. Er Eichmann mjög loðinn í svörum og ber oft við minnisleysi. En saksóknar- inn, Gideon Hausner, er þolin- móður og gengur fast á Eich- mann að svara spurningunum, svo að allur sannleikurinn megi verða dreginn fram í dagsljósið, komandi kynslóð- um til viðvörunar. Við réttarhöldin í gær spurði saksóknarinn Eichmann um af- stöðu hans sjálfs til Gyðingaof- sókna nazistanna í síðustu styrj- öld. Eichmann svaraði um leið og hann andvarpaði: Allt stendur í skjölum — ef það kemur fram af þeim, ag ég hr.fi verið f.ylgj- andi aðgerðum nazistanna, þá er það rétt.. Eg man ekki greinilega j hvernig þett> fór fram í einstök-; um löndum, núna eftir nær tutt- ugu ár. Þá var sakborningur að því spurður, hvort það hefði verið hann, sem ákvag refsinguna yfir þeim Qyðingum, sem neituðu að bera gulu Davíðsstjörnina (en eins og kunnugt er voru allir Gyðingar skyldaðir til þess að bera slíkar stjörnur, mismunandi litar, eftir þvi, hvort um póli- tíska fanga var að ræða, afbrota menn eða borgara). Eiehmann svaraði: Ef það stend ur í skjölunum, þá er það sjálf sagt rétt, ég man það ekki eftir öll þessi ár. Þeir Gyðingar sem neituðu ag merkja sig á þennan hátt, voru sendir beint í gasklef- ana. Eichmann var spurður að’ því, hvort það væri satt að hann hefði árið 1941 gefig út skipun í gegnum síma um það, að hundr uð Gyðinga frá Serbíu skyldu skotnir. Á þessu skjali, sagði saksóknar inn, stendur: Eichmann l.eggur til að fangarnir verði skotnir Þessari ákæru neitaði Eich- mann og sagði að .félagi hans, Franz Radenacher, hefði gefið skipunia* Eg þori að sverja, að ég segi satt. Vopnafirði 15. júlí. Hér bíða nú 15 skip í höfn- inn, flest hlaðin, og eru í þeim um 9 þúsund mál síldar. Verið er að landa, bæði í bræðslu og salt. Söltunarstöðvarnar eru þrjár: Hafblik, sem Kaupfélag Vopnfirð- inga og Óli Hertervig reka; þar hefur verið saltað í 2000 tunnur fram að þessu. Austurborg, sem Gunnar Halldórsson og Jón Árna- son reka; sú stöð er nýtekin til starfa og hefur saltað í 500 tunn- ur. Hin þriðja er Auðbjörg, sem Kristinn og Aðalsteinn Jónssynir frá Eskifirði hafa nú á leigu. Þar hefur verið saltað í 3000 tunnur.j Samtals eru 5500 tunnur komnar; í salt á Vopnafirði. i í bræðslu eru komin 25 þúsund mál. Vinnslan gengur vel, og er brætt fast að 4 þúsund málum á sólarhring, en þetta gengur seinna vegna þess, hve síldin er feit. Ann ars er verksmiðjunni ætlað að geta unnið úr 5000 málum á sólarhring. Hér vinna 150 manns eða meira, þegar söltunin er í fullum gangi, og hefur aldrei verið jafn margt aðkomufólk á Vopnafirði og nú. Veiði var fremur lítil á miðunum hér út af í nótt, og pr kominn aust an kvikusúgur. — E.D. Gjöf frá Rússlandi Verkamannafélaginu Dagsbrún barst í gær, föstudag, skeyti frá sambandi byggingaverkamanna í Sovétríkjunum, þar sem það til- kynnir fjárhagslegan stuðning til Dagsbrúnar vegna verkfallsins. Er tekið fram í skeytinu, að aðstoð þessj verði send í gegnum Lands- bankann. í morgun hafði Dags- brún ekki fengið tilkynningu frá Landsbankanum um þessa send- ingu, en er fyrirspurn var gerð til bankans, kom í ljós, að í gær höfðu honum borizt £ 5000 frá sambandi byggingaverkamanna í Sovétríkjunum til Dagsbrúnar. Stjórn Dagsbrúnar hefur ákveð ið að veita viðtöku þessari fjár- upphæð og þakkar sovézkum bygg ingaverkamönnum hina drengi- legu aðstoð. Peningar þessir verða lagðir í vinnudeilusjóð Dagsbrún- ar. ar kröfunni á bug og skírskotaði til þess, að hún hefði við lög að styðj ast í deilumálinu. Og enn engar sættir Nú er svo komið, ag búið er að verja hálfri milljón króna til félagsheimilisbyggingar á Klé- bergi, og er neðsta hæðin orðin fokheld. Auk þess hefur eitthvað af efni verið keypt, en gömul kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að húsið kosti 1.8 milljónir króna. Deilum hefur hins vegar ekki slotað. Kjalnesingar austan Kleifa skoruðu í fyrra á þingmenn Reykja r.eskjördæmis að flytja á alþingi frumivarp um skiptingu Kjalar- neshrepps. Boðað hefur ve.rið til sáttafunda, þar sem að sjálf- sögðu tókust engar sættir. Alþing ismennirnir héldu fund með deilu aðilum í fyrravetur, og prestur sóknanna hefur reynt að ganga á milli og miðla málum. En allt hefur komið fyrir ekki, og virð- ist einsýnt, að þessar hörðu deil- ur muni draga eftir sér langan slóða og lengi muni eima eftjr af þessum ófriði, hvemig sem leik- urinn fer. íbúar hreppsins vestan Kleifa segjast að vísu bjóðast til að styðja hverja framkvæmd aðra en byggingu félagsheimilis í austur- hlutanum, íbúunum þar til ávinn ings. Þeir, sem austan Kleifa búa, segjast á hinn bóginn líka vilja unna vesturhlutanum alls góðs — ef hætt verður við félagsheimilið. Og þar stendur hnífurinn í kúnni og haggast hvergi. Þannig er þráskákin hjá austr- inu og vestrinu á Kjalaraesi — ekki óáþekk því, sem er með stærri aðilum í heiminum. MIKID AF ALNUM DAUTT Þoldi ekki flugferðina í grisjupokum Hornafirði 15. júní. Hingað kom í gærkvöldi flugvél með ál frá Kirkju- bæjarklaustri, en í morgun var mikið af honum lagt hér inn í frystihúsið — dautt, og hefur greinilega ekki allt ver- ið sem skyldi um flutninginn á fiskinum. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, hefur áll þessi verið veidd- ur á Steinsmýrarflóðum í Meðal- landi, og var fiagnið á aðra smá- lest. í gærkveldi var állinn fluttur til skips í Hornafirði, Frá flugvellinum í Hornafirði var állinn fluttur í báti yfir fjörð- inn í hollenzka skipið, og sýndist fréttamanni TÍMANS állinn þá mjög dauðalegur, og var þá ekki kvik nema á einstaka fiski. Ekki var sérlega vandað til flutningsins, að því er virtist. Fisk unum hrúgað saman í grisjupoka og bundið fyrir. Úr þeim var svo kösmni hellt í bala og magnið veg : ið. Úr bölunum var síðan hellt nið- ur í lest skipsins, en hún er hólf- uð sundur, og dælt sjó gegnum hólfin. í morgun var svo farið að háfa álinn á nýjan leik upp úr lestinni til þess að velja úr, það sem lif- andi var, en hi.t var flutt í frysti- hús. Var það töluvert magn. Lítur helzt út fyrir, að álarnir hafi ekki þolað flugferðina í grisjupokunum. Loftur Jónsson, fyrirmaður þessa álaveiðifyrirtækis, er nú hér á Hornafirði. Gert er ráð fyrir, að flutningur álsins, sem veiddur hef ur verið í vor inni í Lóni, um borð í skipið hefjist eftir helgina AA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.