Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 5
T í MI N N, sunnudaginn 16. júli 196L 5 r Útgefendi: FRAMSÓKNARFLOKKURlNN Framkvæmdast.ióri' l'ómas Arnason Rit- stjórar- Þórarmn Þórarmsson 'áb >. Andres Kristjánsson. lón Helgason FuUtrii) rit stjómar: Tómas (Carlsson Auglýsmga stjóri; Egili Bjarnason — Skritstofui i Edduhúsinu — Simar- 18300- 18305 Auglýsingasimi: 19523 Afgreiösiusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h t Hleypir stjórnin fleiri þjóðum í lantíiielgina á bak við jiingiö? Eins og skýrt er frá á forsíðu blaðsins í dag, gerðust þau tíðindi í gær, að utanríkismálanefnd var kölluð fyrir- varalaust saman, og þar skýrt frá þeim boðskap ríkis- stjórnarinnar, að viðræður hefðu að undanförnu staðið milli fulltrúa vestur-þýzku stjórnarinnar og íslenzku ríkis- stjórnarinnar um það, að V-Þjóðverjar fái sömu fríðindi innan íslenzkrar fiskveiðilandhelgi og Bretar öðluðust með nauðungarsamningnum í vetur, þegar brezkum tog- urum var hleypt inn að sex mílum. Jafnframt kom fram á fundi utanríkismálanefndar, að ríkisstjórnin vildi veita Þjóðverjum þessi sömu fríðindi. Eysteinn Jónsson gerði þegar þá kröfu, að ekki yrði frá þessu máli gengið á bak við þingið, og það yrði þegar kvatt saman til þess að fialla um málið, ef ætti að afgreiða það nú. Hann lýsti og jafnframt yfir, að hann væri andvígur því, að fleiri þjóðum væri hleypt inn í landhelgina. í umræðunum, sem urðu um samninginn við Breta i vetur, var þráfaldlega á það bent, að yrðu Bretum veitt þau fríðindi, sem í samningnum fólust, mundu flestar eða allar þær þjóðir, sem fiskveiðar stunda að marki á ís- landsmiðum, krefjast hins sama. Talsmenn ríkisstjórnar- innar og samningsins gerðu þá lítið úr því og töldu litla hættu á því, og létu engar skoðanir uppi um það, að þeir vildu eða ætluðu að veita öðrum þjóðum sömu fríðindi. Við því mátti þó auðvitað búast, eins og nú er komið á daginn. Samningurinn við Breta var sem kunnugt er gerður, meðan herskipabeiting Breta átti sér stað innan íslenzkr- ar fiskveiðilandhelgi, og forsendur hans og eðli bera því augljóst mót nauðungarsamnings. íselndingar munu auð- vitað halda hann sem aðra milliríkjasamninga, en hins vegar hlýtur viðleitni þeirra fremur að beinast að því að fá hann afnuminn eða breytt til bóta en að opna landhelgina enn meira og hleypa fleiri þjóðum inn í hana. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að ríkisstjórnin hefur hvorki siðferðilega né stjórnlagalega heimild til að ráða því til lykta á eigin spýtur. Forsætisráðherra hét því í vetur, að ekki skyldi farið á bak við þingið í brezku samningunum, þótt það loforð væri illa efnt. Hið sama gildir að sjálfsögðu um samninga við Þjóðverja um sama efni. Þetta er mál þingsins. og ríkisstjórninni ber að kveðja það tafarlaust saman, eða láta samninga niður falla að öðrum kosti. Hvað átti ráðherrann við? Þjóðin hefur undrazt mjög ábyrgðarlaus skrif fjár- málaráðherra í Vísi undanfarið, þar sem hann krefst taf- arlausra ráðstafana „á næstu vikum“ til að vega upp á móti kauphækkunum, og „endurskoðunar á gengisskrán- ingunni". Svo ábyrgðarlaus skrif hefur enginn íslenzkur fjár- málaráðherra látið frá sér fara. Er augljóst. að þessi skrif hljóta að grafa undan trausti manna á gjaldmiðlinum inn- an lands og utan og eru því stórhættulegt skemmdarverk í efnahagslífi landsmanna. Nú þykist fjármálaráðherra aldrei hafa mælt með gengislækkun. en þá ber honum skylda til að skýra. hvað hann átti við með orðunum ,.end- urskoðun gengisskránin?arinnar“ Hér dugar ekkert nema skýlaus yfirlýsing, ef enn meira tjón á ekki að hljót- ast af þessu óráðshjali. Helgi Bergs verkfræðingur: Um framleiðsluauknin Fyrir nokkrum dögum birtu | öll stjórnarblöðin nýjar tölur _j um aukningu þjóSarfram- leiðslunnar. Öll láta þau þess getið, að með þessum tölum séu tekin af tvímæli um það að tala um vöxt þjóðarfram- leiðslunnar, sem birtist í grein eftir mig í Tímanum fyrir fjórum mánuðum, væri röng. Þykir mér rétt að gera við það örlitla athugasemd. Fyrst vil ég þá benda á það að allar tölur af þfessu tagi eru a. n. 1. byggðar á áætlun. Þeir hagfræð- ingar, sem fjallað hafa um útreikn- ing þeirra, hafa orðið að áætla í eyðurnar þar sem skýrslur ná ekki tÚ. Það liggur því í hlutarins eðli að niðurstöður geta verið eilítið mismunandi eftir því hver verkið vinnur og hvernig hann lítur á á- reiðanleik frumgagna og eftir mati hans á þeim atriðum, sem gögn skortir um. Þessir menn eru að vinna vandasamt verk. Þeir gera það vafalaust af samvizkusemi og leggja í það þekkingu sína og fag- legan metnað. Við megum vera þeim þakklátir fyrir þann fróðleik, sem þeir láta okkur í té og þeir eiga það ekki skilið að niðurstöður þeirra séu misnotaðar á þann hátt, að þær séu í meira og minna vill- andi búningi notaðar til framdrátt- ar óviðkomandi sjónarmiðum og af þeim dregnar viðtækar ályktanir, sem þær gefa ekkert tilefni til. Þetta hef ég reynt að forðast og mun halda því áfram. Talan 6,3 í grein, sem ég skrifaði í Tím- ann 14. marz s.l. birti ég töflu um árlega aukningu þjóðarframleiðslu í ýmsum löndum þ. á m. íslandi. Erlendu tölurnar tók ég úr ýmsum gögnum, sem ég hafði handbær, flestar úr skýrslum Efnahagsstofn- unar Evrópu. Töluna fyrir ísland úr Fjármálatíðindum Landsbank- ans. Nú er vöxtur framleiðshinnar í öllum löndum og ekki sízt á ís- landi, misjafn frá ári til árs og veltur því á miklu hvaða árabil er valið. Ég valdi 1954—1959 af tveim ástæðum. I fyrsta lagi voru flestar þær samanburðartölur sem ég hafði erlendis frá frá svipuðu tímabili og í öðru lagi hafði þessi tala birzt í 2. hefti Fjármálatíð- inda 1960 bls. 98, og það var hand- hæg og góð heimild. Ég birti þetta fyrst og fremst til fróðleiks og gerði mér ekki far um að leita uppi tímabil, sem gæfi sér- lega háa eða lága tölu. Ef ég hefði viljað sýna sérlega háa tölu hefði ég valið tímabilið 1952—’56, en þá ber mönnum saman um að vöxtur- inn hafi verið mestur. Talan sem ég tók eftir Fjármála- tíðindum var 6.3% árleg meðal- aukning á heildarframleiðslunni á árunum 1954—’59 Þær tölur. sem stjórnarblöðin birta nú og eiga að afsanna þetta, eru hins vegar frá allt öðrum tímabilum 1946—’58, 1946—’50, 1951--’55, 1956—’58, dg þær hljóta þegar af þessari ástæðu að vera allt aðrar Þær eru því ósambærilegar og sanna ekkert um að hin fyrri sé röng. Árið 1945 Það er rétt að benda á það að tímabilið 1946—’58 er þannig valið að það hlýtur að sýna mjög litla framför. Veldur þar mestu upphafsárið Byrjað er á fram- leiðsluaukningu ársins 1946, við- Þjóðin verður að geta treysi opinberum hagfræðitölum miðunin er því 1945, en það ár mælist þjóðarframleiðslan óvenju- lega há vegna þeirra geysihag- stæðu viðskiptakjara, sem við nut- um í lok stríðsins. Á árunum 1940 —’45 vex framleiðslan mjög mikið, meir en 10% á ári, en sá vöxtur er óraunverulegur, vegna þess að hann byggist að verulegu leyti á því sérlega hagstæða verðlagi, sem við nulum á stríðsárunum og hlaut að hverfa fljótlega eftir Helgi Bergs stríðið, enda fór það svo að fram- leiðsluaukningin mældist sáralítil frá stríðslokum og fram til 1952, enda versna viðskiptakjör um rúmlega 30% á þessum tíma. Viðmiðunin við 1945 gefur því óhagstæðari útkomu fyrir okkur en nokkur önnur. Hjá flesfum öðr- um þjóðum er þessu öfugt farið Framleiðsla þeirra flestra var í lágmarki 1945 og framleiðslutækin i rúst eftir stríðið. Samanburður á tímabilinu næst á eftir stríðið er því mjög ósanngjarn í garð okkar íslendinga. Við tókum út á árun- um 1940—’45 þann vöxt, sem flest- ar aðrar þjóðir tóku út 1945—50. Þess vegna ber þeim sem vilja meta þessi atriði af sanngirni að mæla vöxtinn annað hvort frá því fyrir stríð, áður en hin óeðlilegu viðskiptakjör hófust, eða frá því t. d 1951 eða 1952 þegar viðskipta- kjörin voru komin í eðlilegra horf. Eru nýju tölurnar réttari? Séu þessar nýbirtu tölur, sem stjórnarblöðin hafa kallað „nýj- ustu tölur Framkvæmdabankans" bornar saman við þær tölur, sem áður hafa verið birtar á vegum Framkvæmdabankans og sambæri- legar geta talizt, kemur í ljós að þær „nýju“ eru nokkru lægri. Ég sneri mér því til Framkvæmda- bankans til þess að fá staðfest- ingu á hinum nýju niðurstöðum og skýringu á því hvað rangt hefði verið í hinum fyrri. Mér tóksrt hvorugt að fá. Þær tölur sem bankinn hefur áður birt um þessi efni hafa kom- ið í tímariti hans „Úr þjóðarbú- skapnum" ásamt ýtarlegum grein- um eftir þá hagfræðinga, sem að rannsóknunum hafa unnið, þar sem þeir skýra nákvæmlega frá forsendum sínum og vinnubrögð- um. (Sbr Úr þj. 8 og 9. hefti). Nú skal þetta allt i ruslakörf- una. Nýjar tölur eru birtar í rammaklausum í tveim dagblöð- um án nokkurra skýringa á því hvað rangt hafi reynzt við margra ára slarf þeirra hagfræðinga sem áður hafa að þessu unnið. Ég skal ekki að óreyndu gera þvi skóna að sá hagfræðingur, sem þarna hefur unnið að enduiskoð- un á þeim tölum sem bankinn hef- ur birt, hafi ekki unnið starf sitt af vandvirkni. En honum ber að sjálfsögðu að gera grein fyrir vinnubrögðum síníim og í hverju hann telur fyrri aðferðum, sem leiddu til annarrar niðurstöðu, ábótavant. Þangað til það skeður má ekki ætla mönnum, að fleygja frá sér öllum þeim ýtarlegu gögnum, sem bankinn hefur birt, fyrir úrklipp- ur úr dagblaði. Ó'ov*ilegar ályktanir Mbl. á fimmtudaginn segir, að þessar nýju tölur sýni „svo ekki verði um villzt. að atvinnuvegirnir muni ekki með nokkru móti geta risið undir hinum miklu kaup- hækkunum, sem orðið hafa að undanförnu". Þetta er rangt. Um það segja tölurnar ekki neitt. Þær segja það eitt. að fram- leiðsla ársins 1958 var 68% meiri en ársins 1945. sem er um 29% meira á hvert mannsbarn. En þær segja ekkert um það. hvað laun- þegar hafa fengið í sinn hlut af þeirri aukningu og þaðan af síður segja þær neitt um það, hvað kaupsriald geti verið á árinu 1961. Bæði Vísir og Alþýðublaðið skýra frá bví, að ég hafi í nefndri grein í Tímanum 14 marz s. 1. látið í ljós þá skoðun. að stöðvun verðbólgu og hagkvæmari fjárfest- ing væru veigamikil atriði til að stuðla að örum efnahagsvexti. Þetta er rétt eftir haft og mér er það ánægjuefni. að blöðin láta það fvlgja með að ríkisstjórnin sé sömu skoðunar. Þess er þá kannske að vænta, að hún snúi sér að þessu af meiri alvöru en fram að þessu. Hitt hefur mér aldrei dottið í hug, að þetta tvennt nægði. ef dauð hönd svartsýnis- og kreppupólitíkur á að halda áfram að grúfa yfir landinu. Helgi Bergs. Slysavarnakonur •í langferð 1. júlí síðast liðinn fóru 40 kon- ur úr kvennadeild Slysavarnafé- lagsins á Akranesi í fimm daga ferðalag um Vestfirði. Farið var með bil frá Akranesi, en bílstjór- inn í þessari ferð var hinn kunni knattspyrnumaður Þórður Þórðar- son, traustur og góður ökumaður . Fyrsti áfangi á Vestfjörðum var Hrafnseyri. Þar voru skoðaðar merkar minjar. — Þaðan var hald- ið til Þingeyrar, en að hreppa- mörkum kom séra Stefán Eggerts- son ásamt fleirum til móts við þær, en séra Stefán er formaður slysavarnadeildarinnar „Vörn“ á Þingeyri. Þar var gist um nóttina en deildarkonur þar útveguðu komugestum húsnæði, auk þess buðu þær heim til kaffidrykkju. Næsta dag var farið að Núpi og staður og mannvirki skoðuð ásamt „Skrúð“, sem nú er mjög fagur gróðurlundur. og að sögn, er langt síðan hann hefur verið jafn fagur og nú. Frá Núpi var ekið til Flateyrar. Þar tóku konur úr kvennadeild- (Framhaid á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.