Tíminn - 22.07.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.07.1961, Blaðsíða 5
TIMINN, laugardaginn 22. júlí 1961. 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PramKvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit stjórar: Þórarmn Þórarinsson lábi. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrú) rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsmga stjóri: Egili Bjarnason - Skriístofui | Eddubúsmu — Slmar: 18300—18305 Auglýsmgasimi: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda b.í. Gleyma afsalinu Morgunblaðið reynir að gylla það enn á ný, hve vitur- lega ríkisstjórnin hafi farið að ráði sínu, þegar hún samdi við Breta um landhelgina og opnaði hana þar með fyrir togurum allra Evrópu-þjóða, sem hér vilja veiða, og telur, að með þessu hafi hin ómetanlega viðurkenning á fisk- veiðilandhelginni fengizt, en veiðiréttindatíminn innan hennar sé svo stuttur, að ekki muni skaða. Þegar talsmenn ríkisstjórnarinnar eru að gylla þetta, stinga þeir ætíð langhættulegasta atriði þessara brezku nauðungarsamninga undir stól, en það er afsal sjálfs- ákvörðunarréttar til frekari útfærslu á landhelginni, til- kynningarskyldan og sjálfdæmi annarra þjóða um að vísa slíkum ágreiningi til alþjóðadóms. Þar er um svo geigvænlegt tilræði við sjálfstæði þjóðarinnar að ræða, að talsmenn stjórnarinnar finna, að ekki er til neins að reyna að bera þar fyrir sig villandi falsrök og kjósa því þögnina eina og vona, að hún sé bezta skjólið. En eitt er víst, að það verður ekki þagað um þessi mál, þegar að því kemur að sæmileg ríkisstjórn reynir að stækka landhelgina á ný, og íslendingar verða þá að til- kynna það með drjúgum fyrirvara einum eða tveim tug- rnn þjóða og lúta vilja þeirra um dómskot, ef einhverri þeirra þóknast, síðan að fresta framkvæmdum tvö til þrjú ár, meðan málið er þæft fyrir alþjóðadómi. Þá mun þeim vandræðamönnum, sem sömdu af okkur sjálfsákvörðunarrétt í málinu, ekki verða þakkað * Oinnheimt útsvör Borgarstjórinn og íhaldsmeirihlutinn í Reykjavík hafa hækkað útsvör borgaranna um nær 12 millj. kr. og segist þurfa að vinna upp kostnað af kauphækkunum. Bent hefur verið á, að hagsýn og velviljuð bæjaryfirvöld mundu hafa ýmsar leiðir til þess að komast hjá því að leggja þennan aukabagga á borgarana. Áður en aukabagginn er á lagður er t. d. ekki úr vegi að spyrja um, hvernig standi á hinum miklu afföllum álagðra útsvara 1 Reykjavík. Óinnheimt útsvör hafa verið 10—12 millj. kr. á ári hin síðustu ár og farið vaxandi. Aldrei er nein greinileg skýrsla gefin um það í bæjar- reikningum eða í bæjarstjórn, hvernig standi á þessum miklu afföllum, eða hverjir það eru, sem ekki borga út- svör sín, eða eiga þessi óinnheimtu útsvör, og hvaða ástæður eru til þess, að þau eru ekki greidd. Það er opin- bert leyndarmál, að ýmsir öndvegisgæðingar íhaldsins í bænum skjóta sér með þessum hætti undan útsvars- greiðslum til bæjarins. Það er lágmarkskrafa, að borgar- stjóri geri jafnan nákvæma grein fyrir þessurr Aínn- heimtu útsvörum, og birt sé i reikningum skrá u ; i, sem ekki greiða. Væri betur á þessum málum haldið, er ekki ólíklegt, að afla mætti nokkurra milljóna, svo að komast mætti hjá áminnstri útsvarshækkun. Ýmist í ökla eða eyra Skrif Morgunblaðsins um samvinnufélögin eru jafnan eins og óráðshjal. Annað misserið er SÍS t. d. kallað vold- ugasti auðhringur landsins og lýst svo, að það dragi óspart fé frá almenningi sjálfu sér til auðgunar. Hitt misserið er það kallað skuldugasta fyrirtæki landsins — og það er einmitt sú árstíð núna — og því lýst sem bónbjargarstofnun í þjóðfélaginu. Þetta fer að- eins eftir því, hvorri myndinni íhaldinu þykir álitlegra að bregða upp í áróðursþvættingi sínum. t 't t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t 't 't 't 't 't 't 't i j ) ) ) ) ) ) ) ‘t t ) ) * ) ) ) / / < / t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 'i 't 't t 't t 'i 't 't ) t 't 't 't ) ) r 't ‘t 't 't 'i 't 't 't t t 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't Brandenborgarhliðið í Berlín KENNEDY KRUSTJOFF Tjaldið hefur verið dregið frá. Síðasti þátturinn í hi'num ógurlega margþætta og mjög svo kveljandi örlagaleik innan stjórnar Kennedys, vegna Ber- línarvandamálsins er hafinn. Almenningur hefur auðvitað ekki fengið aðgang að sýning- unni, en maður skynjar hina mi'klu hörku, sem svo hefur leitt af sér þá skjótu ákvörð- un, er nú hefur verið tekin. Fyrsta atriði síðasta þáttar var fundurinn í Hvita húsinu s.l. fimmtudag, þar sem forset- inn kynnti sér gang mála í Berlínardeilunni frá fyrsta degi til þessa dags. Niðurstaöa fundarins var ’siðan eins konar bráðabirgðasamkomulag um flest atrið'in varðándi Berlínar deiluna, en þau höfðu verig tek in saman af fyrrverandi utan- ríkisráðherra, Dean Acheson, að beiðni Kennedys forseta. Þetta þýðir bráðabirgðaá- kvörðun þess efnis, að laga sig eftir því, sem nefna' mætti hina hörðu stefnu. Þetta þýðir víðtækan hernaðarundirbúning, þar sem Sovétríkin hafa hótað styrjöld, ef menn setja sig upp á móti því hlutskipti, er þau hafa ætlað Berlín. Þetta boðar, að reynt verði að gera Krust- joff ljóst með öllum tiltæki- legum ráðum, að allt glefs utan í Berlín sé stórum háskalegra en hann virðist nú ætla. En þrátt l'yrir allt, kann svo að fara, að þessari hörðu stefnu verði vikið til hliðar eða hún a.m.k mildug að nokkrum mun Á fundinum í Hvíta hús- inu voru nefnilega ekki allir á einu máli um hina hörðu stefnu. Þessum sömu mönn- um var skipað af forsetan- um að leggja fram sínar áætl- anir, svo að forsetinn gæti kynnt sér þær. Mestu efasemdarmennirnir um ágæti hinnar hörðu stefnu eru í utanríkisráðuneytinu. — Fremstur í flokki og áhrifa- mestur er Abram Chayes, einn af ráðgjöfum Chesters Bowles aðstoðarutanríkisráðherra. — Aðrir efasemdarmen'n þekkjast ekki með vissu. Ekki verður þó talið útilokað, að sjálfur utanríkisráðh., Dean Rusk, að- hyllist áætlun efasemdar- manna, ef þeim má takast að gera einhverja, sem .talin verð- ur nægilega sannfærandi. Vit- að er, að Rusk er fullur kvíða vegna þeirra afleiðinga. sem aukin spenna, einskorðaður metnaðúr og stóryrtar orðsend ingar í Berlínardeilunni stofna sameiginlega til. Fram hjá af- leiðingum þessum yrði tæplega komizt. ef hinni hörðu stefnu yrði endanlega fylgt. En hvar svo sem Rusk stend ur ag lokum í þessu máli, reikna andstæðingar hinnar hörðu stefnu með verulegum stuðningi af hálfu rikisstiórn- arinnar sjálf’-ar og ekki síður einstakra ráðvjafa forjsetans Mistökin á Kúbu hafa haft var anleg áhrif á marga þessara rnðajafa. sem líta á það sem dtt æðsta hlutverk að stuðla að velgengni forsetans. Þeir le<?gia sérlega við hlustirnar þegar forsetinn ráðleggur „ver- djarfir" Þes.sír ráðqiofar fnrsetans láta ng ekk' orð and- stæðinga hörðu stefnunar í •X'X' V' v> • V»V* V* V ’ Berlín Berlínarmálinu sem vind um eyrum þjóta, einmitt vegna þess, að þeir, sem nú vara við hörðu stefnunni í Berlín eru þeir hinir sömu, sem vöruðu við Kúbuglapræðinu á sínum tima. Herforingjaráðið virðist állt fylgjandi hinni hörðu stefnu og fer sjálfur landvarnaráðherr ann McNamara í broddi fylk- ingar. Einnig í utanríkisráðu- neytinu er stór hópur fylnU andi hörðu stefnunni, sem svo hefur verið nefnd hér á und- an, en mætti eins nefna jafn- vægisstefnu Achesons. Hún byg'gist á því að mæta hverri hótun Sovétrí'kjanna með gagn hótun. Meða! utanríkisTáðu- neytismanna, er hörðu stefn- unni fylgja, eru margir hæfir og áhrifarikir menn eins og t.d. Alexis Johnson og Loy Kohler. Margir áhrifamiklir ráðgjafar forsetans fylgja og hinni hörðu stefnu eins og t. d. Maxwell Taylor. Eins og sjá má af þessari tilraun til þess að kynna ein- staka leikendur og hlufcverk þeirra í þeim örlagaleik, sem nú fer fram innan veggja Hvíta hússins, er Ijóst, að margt ligg ur ekki á hreinu, en vilji menn veðja um leikslok, teldi ég vit- urlega ag leggja á si'gur hörðu stefnunnar að lokum. Astæðan til þessa er þó hreint ekki hið herskág skap forsetans. Forseti.nn er ekki svo herskár, heldur er hann þvert á móti augljóslega angr aður vegna þeirrar grimmdar, er býr í ákvörðun þeirri, sem hann hefur verið að velta fyrir sér, og sem nú hefur verig upp tekin til bráðabirgða Forset- inn er og smeykur við að koma sovézka forsætisráðherranum í svo alvarlega klípu, að hann geti ekki bjargað heiðri sínum nema með því að gera alvöru úr hótunum sínum. Því mun forsetinn líta svo á, að harða stefnan skuli þannig fram- kvæmd, að orðin skuli mild en athafnirnar harðvítugar, ef til þeirra þarf á annað borð að koma. En hin raunverulega ástæð'a til þess að fremur má reikna með því, að harða stefnan verði ófan á, er sú, að andstæðing- um hennar mun ganga erfið- lega að koma saman annari á- ætlun en harða stefnan gerir ráfj fyrir. Það er að vísu auð- velt að vara við afleiðingum aukinnar spennu og benda á þann möguleika, að vestrænir bandamenn okkar kunni að vera annars sinnis, og muni skerast úr leik. En það er erf- itt að gera áætlun um aðgerðir, sem bá ekki væru í samraomi við hörðu stefnuna, því að tæp- lega hefðu aðrar aðgerðir, en þar er rág fyrir gert. minnstu möguleika til bess að vernda aðstöðu Veriurveldanna f Ber- línardeiiunni. Það skynsamlegasta, er fram til bessa hefur komið frá and- stæðingum hörðu stefnunar, er áætlun um efnahagsbvinganir oagnvart Austur-Þvzkalandi. — Sendiráð okkar f Moskva hefur hins veear tjáð okkur. að Krust ioff hafi begar gert ráð fyrir þessu og sé albúinn að mæta slíku svari við hótunum sínum. Þetta mun því til einskis duga Það virðist þvi fullljóst, að harð'a stefnan verður ofan á, ef andst.æðingar hennar geta ekkí fundið unn á einhverju betra ráði en ef.nahagsþving- unum. X-W.V'V.V.V*X.V.>,I-V. i 'i 't 'i 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 'i 'i 't 'i 'i t / / / / / / / / / / / / / / / / ! ) 't t t 't 't t 't 't t 't 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't 't t ‘t t ‘t t J ) ) ) t ) ) ) ) ) 't 't 't 't 't ) 't ) ) 't 't 't ) 't 't t t 't 't 't ) 'i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.