Tíminn - 22.07.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.07.1961, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, laugardaginn 22,-júlí 1961 að vteu dýru verði keypt. En| hugsaSu þér. Nú lægi ég á banabeði, hefðir þú ekki gef-1 ið það, sem þú gafst. Þú tókst j dauðann frá mér. Þú hleyptir lífi í helstirða limi. Nær dauða en lífi kom ég loks heim. Ef þú vissir hvað ég lagði hart að mér. Eg reif mig áfram, villtur og veður- barinn. Sortinn var óskapleg ur, þegar svo myrkrið bætt- ist við. Var því líkt sem ég væri með bundið fyrir aug- un í skollaleik. Eg var í skolla leik og hefði áreiðanlega far- izt, ef stafurinn góði hefði ekki þumlungað fyrir mig. Hann bjargaði mér fyrst við Háisána. Það liggja ekki hamrar að henni nema á ein 'jm stað, og ég þurfti endilega að hitta á þann eina stað. Þar lægi ég nú limlestur eða dauð ur, ef stafurinn hefði ekki varað mig við hættunni. Á hálsinum er á einum stað foraðssund með botnlausum afætum. Eg rakst á þetta sund þó að þaö sé úr leið og þar hefði ég orðið til I ein-j hverjum pyttinum, ef stafur-j inn góði hefði ekki gengið á( undan og sannað mér, hvar( ég var. Þannig gæti ég haldið | áfram að telja. Verst af öllu; var þó klakastorkan, sem sett ist í skeggið og lagðist fyrir augun. Hennar vegna týndi ég vettlingnum af annarri hendinni. Loks var ég farinn að sjá ofsjónir. Dauðinn sner ist i kringum mig eins og skopparakringla. „Gefstu upp“, öskraði hann í stormin- um. „Þetta er vonlaust. Þú ert ekki sá fyrsti, sem fellur fyrir mér á þessum villu- gjarna hálsi. Sjáðu þessa.“ Og ég skynjaði fremur en sá ótal skuggamyndir, afturgöng ur hinna ógæfusömu; börn, konar og gamalmenni sveim- uðu! kringum mig og buðu samfylgd. Eg vissi, að sam- fylgd þeirra var leiðin út í opinn dauðann. Eg fór hægt, þumlungaði mig áfram og loks fann ég sjóinn. Þá vár mér borgið, ef ég hefði þrek til þess að hafa mig heim. Sem betur fór, var ég skammt frá túninu. Og heim náði ég. En dauðinn elti mig. Hér inn an baðstofuveggjanna hefði ég farizt. Mér fannst aftur og aftur, að ég væri úti í sortan um. Það var nálægð þín, sem bjargaði. Þú varst lífið, sem hreifst mig úr heljargreipum. Þú rakst dauðann á dyr. Hann hopaðl, er þú hitaðirl mér, en beið þó í skúmaskot- inu, og ógnaði látlaust. Ef ég hefði misst Þig, hefði það kost að mig lífið. Eg gat ekki beðið þig með berum orðum. En þú last bæn mína, komst til mín heil og óskipt. Þá fékk ég málið. Þú mátt ekki halda að ég hafi sagt annað en hjartans mál. Og þú svaraðir máli hjartans. Og er þú lagö- ir allt fram, ástúð og stærsta — Mig hryggir það, að þú skulir eiga bágt. Eg vona, að það verði ekki nema stundar fyrirbrigði. Innan fárra daga lítur þú á liðna nótt eins og ævintýri. Ævintýri, sem að vísu gleymist ekki, en ber þó ekki með sér neinn voða. Og einhvern tíma áttar þú þig á kraftaverkinu, sem gerðist í nótt. Kraftaverkinu, sem ég get ekki fullþakkað. Eg elska þig frá þessari stundu. Og eng BJARNI ÚR FIRÐI: / | ÁSTi í MEINUM 13 munað lífsins, tapaði dauðinn iinn gerir þeim* vísvitandi leiknum og hvarf frá. Eg er tjón, sem hann elskar. ekki með neinar skáldagrill- ur. Þetta var svona. XVI — Nú er nýr þáttur hafinn í lífi okkar beggja. Eg geng með barni þínu, sagði Hall- fríður. Oft hugsaði hún til þess síðar, að hún skyldi geta sagt þetta á þessari stundu, eftir að hafa hlýtt á Óskar. Þá ásakaði hún sig. En Óskar svaraði: — Ekki er það; víst, Hallfríður mín. Hitt tel ég sönnu nær, að svo sé ekki. — Ekki þori ég að vænta þess, sagði hún. — Þú ert hrygg og reið, sagði hann. — Hvað get ég gert fyrir þig? Þú gafst mér það, sem ég hefi aldrei fund- ið áður, en alltaf þráð og leit- að að. Nú gæti ég dáið sáttur við guð og menn. Eg hefi með mér, með gjöf þinni, notið hins fullkomnasta, sem lífið hefur að veita. — Talaðu ekki meira um þetta, sagöi Hallfríður. — Eg á bágt með að sætta mig við orðinn hlut.-Eg er kannski illa sofin. Eg kem til þín er í nauðirnar rekur. Hvernig er veðrið? Eg heyri ekki storm- inn berja eins og í nótt. — Hríðinni er létt, sagði hann. Upp úr hádeginu kom kirkju fólkið. Ásrún hafði verið leidd í kirkju, og presturinn lofað að taka Óskar litla um tíma og athuga möguleikann á fermingu næsta vor. Það hafði því allt gengið að ósk- um. En skaplyndi húsfreyj- unnar hafði ekki batnað við kirkjuferðina, nema síður væri. Og lágu að því þessar orsakir helzt: Ásrún var eftir sig eftir ferðina. Óskar hafði orðið sannspár um veðrið. Dimman verið svo mikil, að þau hafði boriÁ af leið, þó að' lítið væri. Nóg til þess, að hún varð hrædd. Eftir að hríðin skall á, vildi hún, að þau gistu ,öll á prestssetrinn, en Óskar var ósveigjanlegur. Lögðu þó allir fast að honum. Út í hríðar- myrkrið brauzt hann, hvað sem hver sagði. Séra Þórður var svo reiður, að hann óð um bæinn og gerði alla leiða, Ás- rúnu sem aðra. í fyrsta sinn í sambúð þeirra hjóna, hafði hún orðið hrædd um eigin- manninn. Og í stað þess að sækja huggun og styrk til prestsins, skítyrti hann hana fyrir það, að vera völd að þessu ferðalagi. Það hafði hún sjálf sagt þeim prests- hjónum, fyrir guðsþjónust- una. svo að prestur fengist til þess að fara í kirkjuna með sárafáu fólki í tvísýnu veðri. — Ef þið verðið hér öll í nótt, skal ég messa,“ sagði hann. — Hann gerir mann- drápsbyl með kvöldinu. Óskar sagðist fara heim á hverju sem gengi. Þá vildi prestur, að hann færi undir eins, meðan slóðin sæist og von væri um lognið. En Óskar vildi biða átekta. Sér væri enginn hætta búin, sagði hann. Prestur messaði. Hríðin skall á, meðan fólkið var í kirkjunni. Og Óskari héldu engin bönd. Þeir, sem á horfðu, sögðu, að þeir hefðu næstum því flogizt á, Óskar og prestur, í bæjardyrunum, þegar Óskar rauk á dyr. Prest ur hefði gripið til hans í ör- væntingu, en Óskar slitið sig lausan og horfið út í sortann. Séra Þórður stóð eftir hrædd- ur og ofsareiður. Maddömunni þótti nóg um þau orð, er prestur lét falla í garð Ásrúnar, og reyndi að sefa og draga úr sárustu beiskyrðunum. — Hann Þórður minn er svo veðurhræddur," sagði hún. — Hann er alltaf hálf- sturlaður maður, þegar veðr- ið hamast eins og núna. Eg er 1 ekki hrædd um Óskar. Þetta var að sönnu leiðinlegt, að hann skyldi fara. En hann I treysti sér, og börnin mörg heima og smá. Eg skil þetta svo vel. Guði er ekkert ómátt- ' ugt. 1 Það voru lokaorð maddöm- unnar. Bles^uð sé hún, hugsaði Ásrún. Sjálf var Ásrún frekar reið en hrædd. Hún var reið Ósk- ari. Hann skyldi fá á bauk- inn. Hún sá ekkert athuga- vert við það, þó að Hallfríð- ur væri ein heima með böim- unum. Presturinn lét einn af vinnumönnum sínum fylgja Ásrúnu að Sjávarbakka. Hann vildi fá sannar fréttir þaðan. Hann hafði lítið sem ekkert sofið um nóttina. Ásrún var í slæmu skapi þegar heim kom. Hún veittist þegar að Óskari. Og er hún sá, að hann kímdi að þusi hennar, varð hún fjúkandi reið og lét sitthvað fjúka, sem betuf hefði ósagt verið. Eins og það, að hann hefði líklega ekki verið eins við- skotaillur og heimfús, hefði hann ekki vitað það, að á prestssetrinu liðist honum ekki sá hofmóður, að heita að sofa hjá húsfreyju sinni. — Hefði hann átt kost á að samrekkja þér, Hallfríður mín, og ég verið heima, hefði hann varla lagt sig í hættu, og valdið þeirri truflun, sem varð á prestssetrinu. Ekki óraði húsfreyju fyrir því, hve vel hún hitti nagl- ann á. höfuðið. Hallfríður ná- fölnaði, en Óskar strikaði út. Þannig lauk þessari hrið. Húsfreyja hafði enn Þá óafvit andi orðið til þess, að auþa erfiðleika hjónabandsins. Hyldýpið óx og hringiður mynduöust, svo að kunnugir hefðu séð háskann. En Ásrún sá hann ekki. Hún hugðist sjálf vinna í stóra slagnum. Hún þekkti ekki mótspilarann, og hafði aldrei þekkt hann innst inni, né sett sig í hans spor. Nú reiknaði hún með því, að hann væri bundinn í báða skó. Hún vissi, að hann unni börnunum, og hún var móðir beirra. Það tengdi allt saman. Hún þráði ást hans, í það minnéta undirgefni, fyrst ást- in var takmörkuð. Hún hafði oftar en einu sinni reynt það, að hann gekk frá, er hún fór hæst. Hún var farin að halda, að það væri lykillinn að yfir- ráðunum. En í raun og veru var það hún. sem meira leið Laugardagur 22. júlf: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Óskal'ög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.30 í umferðinni (Gestur Þor- grímsson). 14.40 Laugardagslögin. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Kórsöngur: Svend Saaby-kór- inn í Kaupmannahöfn syngur létt lög. 20.20 Upplestur: „Að leiðarlokum" smásaga eftir Friðjón Stefáns son. (Höfundur les). 20.45 Kvöldtónleikar. 21.25 Leikrit: „Haustblóm" eftir Elizabeth Dawson. Þýðandi: Ingibjörg Stephensen. Leik- stjóri: Indriði Waage. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. flRÍKUR VÍÐFFÖRLI Hvíti hrafninn 144 — Væri ekki bezt, að ég færi heim á þessu skipi og sendi þér nokkur, þegar heim kemur?, spurði Ragn- ar, en Eiríkur var honum ekki sammála. Ákveðin tilfinning hvatti hann til að fara heim sem fyrst, og þessi uppástunga Ragn- ars myndi seinka honum töluvert. Þess vegna steig Eiríkur um borð í hinn litla bát, sem Saxarnir réru, og lagði af stað. — Þú kemst aldrei alla leið á þessum koppi, sagði Ragnar alvarlega, en Eirík- ur brosti að honum. Áður en Eiríkur skildi við Althan, sagði gamli maðurinn við konunginn: — Þjóð mín er ekki rík, en þakklæti vort í þinn garð mun aldrei deyja. Engin sú gjöf' sem við gætum gefið þér, gæti sýnt þakklæti vort. En þú getur alltaf reiknað með aðstoð okkar, þegar þú þarft á að halda. Eirík- ur þakkaði honum ræðuna, og síð- an hélt Eiríkur heim á leið ásamt mönnum sínum, en geislar árdeg- issólarinnar helltust yfir höfuð þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.