Tíminn - 07.01.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.01.1962, Blaðsíða 16
\ Sunnudagur 7. janúar 1962 5. tbl. 46. árg. STJÓRNARBLAÐI — Stjórnin stökk í sjó- inn, stjórnin stökk í sjó- inn, hrópuðu blaðasölu- drengirnir á götum Reykjavíkur í fyrradag eftir hádegið hver í kapp við annan: — Vísir — Stjórnin stökk í sjóinn. Þeir ætluðu heldur betur að selja blaðið. Menn stungu við fæti og sögðu: — Ha, hvar fór hún fram af? Hefur kafari verið sendur niður? — Og Vís- ir rann víst út eins og bráðið smjör, enda var þetta forsíðufregnin á stjórnarmálgagninu, eins og myndin að ofan sýnir, og auðvitað gat ekki verið nema um eina stjórn að ræða, þegar svona var til orða tekið — stjórnina okkar, ís- lenzku ríkisstjórnina — og var nokkuð eðlilegra en Vísir væri fyrstur með fréttina. Kaupmannahöfn. Einkaskeyti til Tímans. Aage Roussel, þjóð- minjavörður Dana skýrði nýlega frá því, að þrír danskir sjóðir hefðu veitt danska þjóðminja- safninu 100.000 kr. hver með það fyrir augum, að safnið héldi áfram rann- sóknum á sex grjóthlöðn- um víkingaskipum, sem einu sinni var sökkt sem farartálmum í Hróars- kelduf jörð. Síðar verður tekin afs'taða til hugsanlegrar endursmíði skipanna og sýningar þeirra. Fornleifarannsóknir þessar hófust 1957 og var haldið áfram í tvö ár. Þegar í Ijós kom, að skipin höfðu varð- veitzt vel, taldi þjóðminja- safnið æskilegt að kanna þau til hlítar og freista þess að bjarga þeim. Þessi ríku- legi fjárstyrkur gerir þetta nú kleift, og þjóðminjasafn- ið hefur ákveðið að hefjast nú handa um áframhald- andi rannsóknir með það fyrir augum að ljúka þeim í haust. —Aðils. Klúhbfundur Klúbbfundur Framsóknar- manna verður haldinn rnánu- daginn 8. jan. n.k. kl. 8,30 síðdegis á venjulegum stað. Nemendur stjórnmálaskólans mæta á fundinum Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi flyt ur stutt framsöguerindl um bæjar- og sveitarstjórnarmál. Framsóknarmenn eru beðnir að mæta vel og stundvíslega. Félagsmálaskóli Mætið á Klúbbfundi á mánu- dagskvöldið kl. 8,30. Kveldúlfs-dollararnir j Margt er skrítið í kýrhausnum', er gamalt orðtak. Og margt er skrítið , í Faxa, verður monnum að orði, þegar litið er á reikninga þessa skil- | getna íhaldsafkvæmis og táknræna dæmis um fjármálastjórn íhalds- (ins í höfuðborginni. Eitt hið skrítnasta í Faxa er það, að Kveldúlfur, annar eigandi fyiirtækisins, er talinn meðal erlendra lánadrottna Faxa, og skuldin við Kveldúlf rúm 24 þús. doilarar. Nú munu menn spyrja: Hvernig hefur Kveldúlfur fengið erlendan gjaldeyri til að lána Faxa eða láta í té? Hvernig er þessi skuld til komin? Hvað er hér að baki? Vilja ekki stjórnendur Faxa gera svo vel að svara? — Indriði G. Þorsteinsson INDRIÐIG. ÞORSTEINS- SON FRÉTTA RITSTJÚRI TÍMANS Sú breyting verður um þessar mundir á ritstjórn Tímans, að Indriði G. Þorsteinsson, rithöfund- ur, verður fréttaritstjóri blaðsins. Indriði hefur, eins og lesendum blaðsins er kunnugt starfað lengi við Tímann, fyrst sem fréttamaður og síðar stundum sem fréttastjóri l og ritað fasta þætti hér í blaðið. 1 Þegar Timinn varð 16 síður fyrir ; tveim árum átti hann mikinn hlut að þeim breytingum, sem gerðar voru á uppsetningu blaðsins og hefur að vcrulegu Ieyti undirbúið sams konar breytingar, sem nú eru gerðar. Siðustu þrjú missirin hefur Indriði verið ritstjórnarfulltrúi við Alþýðublaðið. Ritstjórn Tímans býður hann velkominn til starfa að nýju og væntir mikils af starfi hans við blaðið. Ljósadýröin á gamlárskvöld hafa löngum verið áhugamönnum um Ijósmyndun kærkomið viðfangs efni, og er árangur þeirra að koma fram langt fram á nýja ár ið. í gær var þrettándinn, og þá lauk þessari Ijóshátið skammdeg islns, og þvf er ekki úr vegi að birta þessa mynd Snorra Karls sonar, sem hann tók frá Kársncs brautinni í Kópavogl yfir að Öskjuhlíðinni á g^mlárskvöld. — Lengst til hægri á myndinnl sést í kirkjugarðinn í Fossvoginum VIKINGASKIP RANNS0KUD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.