Tíminn - 11.01.1962, Síða 7

Tíminn - 11.01.1962, Síða 7
 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas - Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523. — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmið.ian Edda h.f. — Áskriftargjald kr. 55 á mán innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. Lömun framtaksins Eitt hið hættulegasta við stefnu og aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er lömun framtaksins með þjóðinni, lömun og hömlur á framtaki einstaklinga og félaga þeirra. Það er sárasti fleinn samdráttarstefnunnar, sem kemur þó víða fram og illa við. Síðan íslendingar fengu fullt og óskorað sjálfstæði og olnbogarými til framfara, hefur það verið og er enn brýn- asta viðfangsefni þeirra að hafa þróun í uppbyggingu, jafnt atvinnuvega sem almennra lífskjara, hraðari en í öðrum löndum, svo að við náum þeim. í þessu efni hafði okkur skilað vel áfram og náð mörg- um áföngum, einkum eftir 1950. Uppbyggingin var mikil og ör, lífskjörin stórbötnuðu, og meginundirstaða þessara framfara var dugnaður einstaklinganna, og framtak hags- munafélaga almennings, sem komið var til liðs við af opinberri hálfu,' einkum með skynsamlegri dreifingu þjóð- arfjármagnsins. Fleiri og fleiri eignuðust atvinnutæki, fleíri og fleiri byggðu sér hús eða stofnuðu bú og eignuð- ust báta. Dugnaður og framtak hinna mör^u einstaklinga naut sín æ betur. En hins vegar voru af þeir tímar, þegar hinir fáu, ríku gátu einir staðið í framkvæmdum, bvggt fyrir hina mörgu og selt á leigu. Þeirra gömlu góðu daga hafði íhaldið á íslandi saknað um sinn. Með tilkomu núverandi ríkis- stjórnar, fyrstu hreinræktuðu íhaldsstjórnarinnar um langan tíma, kom tækifæri til að, breyta stefnunni, hverfa að gömlum og góðum sið og færa framkvæmdamáttinn úr höndum almennings til hinna fáu og stóru. Það var ekki látið bíða. Hendur fólks voru bundnar með samdrætti lána, vaxtaokri, frystingu sparifjár og ýmislegum aðgerð- um öðrum — dregið úr neyzlu og fjárfestingu. Áhrifin létu ekki á sér standa. 1960 mun t. d. hafa verið byrjað á þriðjungi færri íbúðarhúsum að minnsta kosti en árið áður. í grein, sem Eysteinn Jónsson ritaði hér í blaðið fyrir nokkrum dögum, bregður hann skýru ljósi yfir þessa óhugnanlegu lömun framtaksins með þjóðinni. Hann sagði m. a.: „Eftir þriggja ára búskap þessarar valdasamsteypu ber mest á tvennu, þótt á hvorugt væri minnzt í áróð- ursdembu ríkisstjórnarinnar nú um áramótin í Ríkis- útvarpinu og blöðunum: Vegna dýrtíðar verður alls ekki lifað mannsæm- andi lífi af því kaupi, sem almennt er afiað á venju- legum vinnudegi, og þá ekki heldur af þeim tekjum, sem bændum eru ætlaðar. Ýmsir reita þó saman aII- miklar tekjur með ofboðslegum þrældómi, en á slíku byggist ekki til lengdar farsælt líf né þjóðarbúskapur. Kostnaður við framkvæmdir, byggingar, ræktun, bústofn, bátakaup og vélakaup til framleiðslu og iðnað- ar, svo fátt eitt sé nefnt, er svo gífurlegur orðinn, sam- anborið við tekjuvonir manna og lánsfé það, sem gef- inn er kostur á, að nærri stappar lömun einstaklings- framtaksins og þeirrar uppbyggingar á vegum mörg þúsund heimila í landinu, sem íslenzka þjóðin hefur byggt á sókn sína úr örbirgð í bjargálnir." Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn, sem kallar sig fvrst og fremst málsvara einstaklingsframtaksins lamað það og heft. Sannleikurinn er sá, að hann er aðeins mál- svari einstaklingsframtaks hinna fáu, ríku og stóru. Stefna hans miðar að því að skerða einkaframtak allra annarra, eins og nú sést líka bezt i verki. om hentar Macmillan vel Aðalhlutverk hans a<S halda hægri armi Ihaldsflokksins ánægtSum * 1 I BLÖÐUM enskra jafnaðar- manna hefur þess verið krafizt mjög eindregið undanfarnar vikur, að Macmillan láti Home lávarð hætta störfum sem utan- ríkismálaráðiherra. Af hálfu for vígismanna frjálslynda flokks- ins hefur þessi krafa verið studd. Orsök þessarar kröfu er fyrst og fremst sú, að Home lávarður hefur oft undanfarið látið það í Ijós, að hann er í hjarta sínu fylgjandi hinni gömlu nýlendustefnu Breta. Þetta kom hvað skýrast í ljós, er hann réðst nýlega mjög harkalega á Sameinuðu þjóðr- irnar fyrir aðgerðir þeirra í Katanga. Af hálfu jafnaðarmanna og frjálslyndra er því haldið fram, að þessi málflutningur Home ;pilli fyrir Bretum í Asíu og Afríku, en sé vatn á myllu kommúnista þar. Þá veiki hann sanrheldni vestrænna þjóða, þar sem Home taki t.d. allt aðra afstöðu til aðgerða S. Þ. í Katanga en Bandaríkjastjórn. Með því hefur Home stutt að því að veikja aðstöðu Banda- ríkjastjórnar heima fyrir, þvi að íhaldsmenn eins og Gold- water og Nixon deila nú oi’ðið allhart á stefnu hennar í Kongó málinu. ENGAR LÍKUR eru taldar til þess, að Macmillan verði við þeim kröfum að láta Home h?stta6*rítÖrfum utanríkisráð- herra. Þetta stafar þó vart af því, að Macmillan sé Home að öllu leyti sammála. Það hefur oft komið fyrir eftir að Home hefur látið falla ummæli, sem vakið hafa andúð frjálslyndra manna, að Macmillan hefur ó- beint tekið þau aftur og látið aðra skoðun í ljós. Oft hafa ræður Home og Macmillan því hljómað eins og Bretland hefði tvær tungur út á við. Ástæðan til þess, að Mac- millan mun halda í Home sem utanríkisráðherra, stafar af öðr um ástæðum en þeim, að þeir séu alltaf skoðanalega sam- mála. Ástæðan er sú, að Home hefur þjónað vel þeim tilgangi, sem Macmillan hefur ætlað honum. Stór hluti brezka íhaldsflokksins, — ekki sízt þingflokksins, — er mjög aftur- haldssamur og heimsveldissinn- aður, og er því oft óánægður með þá stefnu, sem Macmillan hefur talið nauðsynlegt að fylgja. Til þess að friða þennan íhaldssama hluta flpkksins, hef ur Macmillan talið rétt að láta hann fá ákveðinn talsmann í stjórninni, en gæta þess þó jafnframt, að láta þennan tals- mann ekki fá of mikil völd. Það er Home, sem hefur hlotið þetta hlutverk. Það vakti á sínum tíma tals- verðan styr, þegar Macmillan skipaði Home utanríkisráð- herra, að hann átti sæti í lá- varðadeildinni. Um langt skeið hafði verið talið sjálfsagt, að utanríkisráðherrann ætti sæti i neðri málstofunni. Þetta var talið nauðsynlegt til þess að hann gæti verið máls'svari stjórnarinnar þar. Maemillan er talinn hafa br'otið þessa hefð af tveimur ástæðum Hann vildi ekki skapa þeim mqnni vrf?i Von^r HOME LÁVARÐUR maður hægri armsins of sterka aðstöðu, eða t.d. þá, að hann gæti komið til greina sem for- sætisráðherraefni, en útilokað er, að maður, sem á sæti í lá- varðadeildinni, geti orðið for- sætisráðherra. Jafnframt vildi Macmillan sjálfur jafnan geta komið fram sem aðaltalsmaður stjórnarinnar í þinginu varð- andi utanríkismál, og það er honum miklu auðveldara, þeg- ar utanríkismálaráðheri'ann á ekki sæti í neðri málstofunni. VALIÐ á Home sem utan- ríkisráðherra vakti einnig gagn rýni vegna þess, að hann hafði ekki sýnt neina þá hæfi- leika, er gerði hann sjálfkjör- in'n til starfsins. íhaldsflokkur- inn hefur tvímælalaust mörg- um mun hæfari mönnum á að skipa. Hins vegar fullnægði Home vel því hlutverki, sem Macmillan hafði ætlað honum., þ.e. að vera eins konar máls- svari afturhaldssamasta hluta íhaldsflokksins. Öll fortíð Home fullnægði vel slíku hlut- verki. Home var sem ungur þingmaður einn nánasti sam- starfsmaður Chamberlains, er hann samdi við Hitler. Hann var eindreginn fylgismaður inn rásarinnar í Egyptaland 1956 og ákveðinn talsmaður þess, að Bretar beittu þá neitunarvaldi í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir, að innrásin vrði fordæmd þar. Home hefur i'^fnan verið fvlsjandi því, að nýlenduhagsmunir Breta yrðu varðir í lengstu lög. Home hafði jafnframt annan kost, sem hentaði Macmillan vel. Þótt Home haldi öðru hvoru borginmannlegar ræð- ur, er hann jafnan reiðubúinn til að sætta sig við, þótt Mac- millan br’eyti í stjórnarathöfn- um á annan vfeg. í þeim efnum er hann ólíkur lávörðum Salis- bury og Hailsham, sem tví- mælalaust er honum miklu fremri, en fylgja líka skoðun- um sínum hiklaust fram og myndu heldur segja af sér en sveigja frá þeim. Ólíklegt er talið, að Macmillan þurfi að óttast, að Home sýni slíka ein- beitni. Það átyrkir og aðstöðu Home, að hann hefur oft reynzt láginn við samningaborð ið. Þar er hann hógvær í máli og oft slungnari en mótstöðu- menn hans álíta hann vera. Hann hefur því hvað eftir ann- að náð betri samningum en efni stóðu til, sbr. landhelgis- samninginn við íslands. HOME lávarður er kominn af einni elztu og ríkustu aðalsætt Bretlands. Fáir forfeður hans hafk þó getið sér frægð á sviði hernaðar og stjórumála, en margir verið snjallir fjárafla- menn. Home er sjálfur góður fjáraflamaður, enda sagður vel auðugur. Hann valdi sér stjórn- málabrautina eftir að hafa lok- Framhalrt a 15 siðu TÍMINN, flmmtudaginn 11. janúar 1962. 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.