Tíminn - 31.08.1962, Qupperneq 1

Tíminn - 31.08.1962, Qupperneq 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaða- lesenda um allf land. 198. tbl. — Föstudagur 31. ágúst 1962 — 46. árg Teks® er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 SKRÚÐ GANGA AÐ KVÖLDI afmælisdags Ak- ureyrar voru fjölmenn útihá- tíðahöld á Rá'ðhústorgi, og var veður milt og þurrt. Dans var stiginn á torginu til kl. 2 mcð almennri þátttöku. Enginn drykkjuskapur hefur veriö til leiðinda viS þessi hátíSahöld, hvort sem þa'ð er aS þakka því, aS áfengissölunni var lokaS á þriðjudagsmorgun og ekki opn uS, fyrr en undir helgi. I gær söng Muntra Musikanter í Nýja Bíói, og í gærkvöldi áttu þeir aS syngja ásamt karla- kómum á Akureyri á Ráðhús- torginu. Kl. 22,30 átti að verða blysför Léttis, sem margir hafa beðið eftir meö mikilli eftir- væntingu. Myndina tók G. P. K. Akur- eyri af hinni fjölmcnnu skrúS- göngu á sjálfan afmælisdag- inn. nytt SKIP í fyrradag, 29. ágúst, hljóp af stokkunum í Elmshorn í V.-Þýzkalandi nýtt olíuflutn- ingaskip, sameign Sambands ísl. samvinnufélaga og Olíu- félagsins. Frú GuSrún Hjartar gaf skipinu nafn. Heitir það Stapafell. Stapafell er 1100 smálestir að stærð og ætlað til olíuflutn- inga með ströndum fram. Heimahöfn þess verður Kefla- vík. Skipið verður afhent fyr- ir októberlok. Kaupmenn kommr i sjoppustríð Mjög hefur færzt í vöxt undanfarið, að reykvísk- ir matvörukaupmenn, sem hafa kvöldsjoppu við hlið ina á verzluninni, selji þar á kvöldin ekki aðeins sjoppuvarníng, heldur einnig alla algenga mat- vöru. Mörgum gleymnum neytanda hefur þótt mikið hagræði af að geta skot- izt út í búð að kvöldlagi til kaupa á ýmissi nauð- synjavöru. Þessi kvöldsala nokkurra kaup- maTina á matvöru hefur valdið talsverðri úlfúð og deilum innan félags matvörakaupmanna. Vilja margir kaupmenn, sem ekki hafa kvöldsölu, láta banna þetta, enda mun salan ekki vera í samræmi við lagafyrirmæli. Tíminn átti í gær tal við Svavar Guðmundsson, verzlunarstjóra Ás- verzlananna, en hann hefur kaup- manna mest barizt fyrir kvöldsöl- unni. Sagði Svavar það vera sjálf- sagga þjónustu við neytendur að hafa matvörur til sölu fram eftir kvöldinu, því að margir ættu erf- itt með innkaup á daginn og oft vildi hitt og þetta gleymast. — Þeir, sem hvorki hafa hliðar- sjoppu eða sölulúgu, sagði Svavar, öfundast við okkur hina, því að þeir nenna ekki að standa í kvöld- sölu, sem óneitanlega er fyrirhafn- armeiri heldur en dagsalan. Þess- Framhald á 15. síðu. FENGU NJÓSNA TÆKI í NETIN ? NTB—Stokkhólmi, 30. ágúst. Sérfræðingar sænska sjóhers- ins rannsaka nú gaumgæfilega dularfull málmhylki, sem áhafnir tveggja sænskra fiskibáta drógu úi djúpi á Eystrasalti á miðviku- dagskvöld. Meðal þessara ókenni- legu hluta eru nokkrir málmsívaln ingar og fíngerð tæki, auk mörg hundruð kíló'gramma tækis úr málrni, sem sérfræðingar hafa enn ekki komizt að raun um, hvaða tilgangi þjónar. Jafnskjótt og fiskibátarnir komu til lands með þennan óvenjulega fund, tók sænski sjóherinn hlut- ina í sínar vörzlu og er nú hafin rannsókn í málinu. f dag voru málmstykkin flutt til flotastöðvarinnar í Karlskrona, þar sem frekari rannsóknir fara fram. Fiskibátarnir fundu hluti þessa skammt frá landi, eða sem nemur um einnar klukkustundar siglingu. ENN VEHiI VEIKIR AÐ BI0A í Reykjavík er unnið að viðbyggingu tveggja sjúkra húsa og byggingu eins, enda ber nauðsyn til, að sjúkrahúspláss aukist veru- lega á næstunni. Tíminn hefur spurzt fyrir um gang þessara mála hjá viðkom- andi aðilum, og hafa þær fyrirspurnir leitt í Ijós, að verið er að byggja sjúkra- húsnæði, sem fjölgar sjúkrarúmum um a. m. k. f jögur hundruð og f jörutíu frá því sem nú er. Þó verð- ur frádráttur á þessari tölu, þar sem Hvítabandið og Farsóttahúsið flytja starf- semi sína í Bæjarsjúkra- húsið. Þessi aukning verð- ur á næstu þrem til fjórum árum. Systir Hildegard, príorinnan á Landakoti, sagðist vonast til, að viðbótarbygging Landakots- spítala, sem hafin var 1956, yrði tekin í notkun um næstu áramót. Landakotsspítali verður 60 ára í október n.k., gamla timb- ur'núsið, sem verður væntan lega rifið á næsta ári, var tek- ið í notkun árið' 1902. Viðbót- arbygging úr steini var tekin í notkun árið 1934, og urðu þá sjúkrarúmin 200. í nýju bygg- ingunni verða um 110 rúm, svo að alls verða sjúkrarúm um 220, þegar gamla timburhúsið hefur verið rifið. Á sjúkrahús teikningunni er gert ráð fyrir þriðju álmunni, en ekki sagðist systir Hildegard geta sagt um, hvenær bygging hennar yrði hafin, en full þörf væri á að bæta við sjúkrarúmum, þar sem oftast væru 80—90 sjúkl- ingar á biðlista. Hjálmar Blöndal, fram- kvæmdastjóri byggingarnefnd- ar Borgarsjúkrahússins í Foss- vogi, kvað vonir standa til, að hægt yrði að taka þann hluta sjúkrahússins, sem nú er í smíðum, í notkun 1964—65. Hafizt var handa um byggingu sjúkrahússins árið 1954, og hefur fram á þennan dag verið veitt um 52 milljónum króna alls til framkvæmdanna. í þeim hluta sjúkrahússins, sem nú er í smíðum, er gert ráð fyrir um 185 sjúkrarúmum, en auk þess verður rúm fyrir 35 sjúklinga á efstu hæðinni, ef ekki þarf að taka hana undir starfsfólk Byggingin er mestöll á sex hæðum, og kjallari undir því sumu. Turninn er orðinn 15 hæð'ir, og verður hann ekki hærri. Þegar fram líða stund- ir, verður byggð ein álma í við bót, og verða þá sjúkrarúm alls um 400. Þegar sá hluti sjúkra- hússins, sem nú er í smíðum, verður tekinn í notkun, þá flyzt þangað' starfsemi sjúkra- húss Hvítabandsins og Farsótta- hússins, auk lyflæknisdeildar- innar, sem nú er til bráða- birgða á Heilsuverndarstöð- inni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.