Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 6
Hrossamál Húnvetn- inga og Skagf irðinga Greinargerð frá Hrossaræktar- sambandi Norðurlands vegna blaða- skrifa um töku og sölu stóð- hesta. Miðvikudaginn 8. ágúst sl. birt- ist í Morgunblaðinu grein eftir Guðbrand ísberg fyrrverandi sýslumann á Blönduósi, undir fyr- irsögninni „Taka og sölumeðferð stóðhesta“. Sama grein birtist einnig í Tímanum fimmtudaginn 9. ágúst s*l. undir fyrirsögninni „Stríð út af stóðhestum á heið'um." Greinar þessar eru í mörgum atriðum villandi og fjarstæðu- kenndar, og verða því gerðar hér nokkuð að umræðuefni. Tilefn; þessara skrifa fyrrver- andi sýslumanns virðist vera það að húnvetnskir stóðhestar, sem gengu lausir á afrétti, voru teknir og afhentir hreppstjóra, svo sem lög gera ráð fyrir. Telur greinar- höfundur, að hér sé um að ræða eitthvað herhlaup nokkurra Sauð- kræklinga, sem aðeins hafi á bak við sig einhverjar hugdettur káup staðarbúa viðkomandi hrossaeign og hrossarækt. Er því ástæða til að rekja nokkuð gang þessara [ mála á undanförnum árum. Á aðalfundi Hrossaræktarsam- bands Norðurlands, er haldinn var \ í Húnaveri 29. júní 1960, var m. a. samþykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Hrossaræktarsam- bands Norðurlands, haldinn að Húnaveri 29. júní 1960, felur stjórn sambandsins að gera rót- tækar ráðstafanir til að hindra að stóðhestar gangi lausir á sambands svæðinu." Nokkru eftir þennan fund var birt í dagblöðunum eftirfarandi orðsending frá Hrossaræktarsam- bandi Norðurlands: „Hrossaeig- endur á sambandssvæðinu eru hér með varaðir við því að láta stóð- hesta ganga laus-a. Að 10 dögum liðnum frá birtingu þessarar orð- sendingar verður unnið að því að handsama þá hesta sem finnast utan öruggrar vörzlu og farið með þá skv. gildandi lögum. Hinn 31. júlí 1960, fóru sex menn á vegum Hrossaræktarsam- bandsins á Eyvindarstaðaheiði og handsömuðu þar 8 s-tóðhesta. Varð nokkur úlfaþytur út af þeirri ferð. Hinn 5. ágúst sama ár óskuðu fjall- skilastjórar þeir, sem Eyvindar- staðaheiði heyrir undir eftir við- ræðufundi við stjórnarnefndar- memn á vegum Hrossaræktarsam- Norðurlands. Var sá fundur haldinn í Húna- j veri samdægurs með þessum [ fjallskilastjórum, og þeim stjórn- arnefndarmönnum sem til náðist. j Óskuðu fjallskilastjórarnir eftir því, að ekki yrðu farnar fleiri ferðir á Eyvindarstaðaheið'i það sumar af hálfu Hrossaræktarsam- bandsins, og léti hún mál þessi kyrr liggja í réttum þá um haustið. Enn fremur óskuðu þeir eftir að gefinn yrði eftir helmingur kostn aðar við handsömun hestanna. Var orðið við þessum óskum fjallskila- stjóranna og þar í móti lofuðu þeir að hlutast til um að þeim hestum, sem þegar voru í vörzlu, yrð'i ekki sleppt lausum, og teknir yrðu í vörzlu þeir stóðhestar, sem vitað var að gengu lausir í byggð. Enn fremur hétu fjallskilastjórarn ir því að vinna að því að koma þessum málum i það horf sem lög mæla fyrir um, á n. k. vori (þ. e. vorið 1961). Jafnframt var því lýst yfir af þessum fjallskilastjór- um, að ef svo færi að menn slepptu stóðhestum á afrétt eð'a létu þá ganga lausa annars staðar á n.k. vori (þ. e. vorið 1961) teldu þeir réttmætt að þeir hestar yrðu handsamaðir og afhentir hrepp- stjóra til meðferðar. Fullvíst er að gjörbreyting varð á til batnaðar á þessu svæði, og þar ganga nú ekki lausir stóðhest- ar, svo að vitað sé. Þá voru þessi mál rædd af hálfu Hros-saræktarsambandsins við odd vita og fjallskilastjóra í Austur- Húnavatnssýslu, vestan Blöndu, en án árangurs. Haustig 1960 gefur sýslusjóður Austur-Húnavatnssýslu út Opið bréf frá hestamannafélaginu Neisfa á Blönduósi. (Guðbrandur ísberg er formaður þess félags). í því biéfi er m. a. lagt til að á svæð'inu milli Blöndu og Miðfjarð argirðingar verði notuð heimild í 39. gr. búfjárræktarlaganna um undanþágu frá vörzlu stóðhesta að sumrinu. Þetta bréf er síðan sent öllum hreppsnefndaroddvitum á svæðinu milli Blöndu og Héraðs- vatna og þeir beðnir að hlutast til um að mál þetta verði tekið fyrir á almennum sveitafundum og sköp uð sams'taða um það. Á svæðinu milli Blöndu og Miðfjarðargirð- ingar var samþykkt að sækja um áðurnefnda undanþágu, og málið sent Búnaðarfélagi íslands til stað festingar. Á svæðinu milli Blöndu og Héraðsvatna var mál þetta tek- ið fyrir á almennum sveitafundum í Lýtingsstaðahreppi og Skefils- staðahreppi. Á báðum þeim fund- um þóttj ekki ástæða til að' sækja eftir þes'sari undanþágu. Mál þetta var einnig tekið fyrir og rætt á fundi í Hestamannáfélaginu Stíg- anda, en það félag nær yfir 9 hreppa í Skagafirði, og telur á annað hundrað meðlimi. Á þessum fundi var samþykkt eftirfarandi til laga: „Fundur í Hestamannafélaginu Stígandi, haldinn að Varmahlíð 15. janúar 1961 telur að ekki sé ástæða til, að svo stöddu, að óska eftir því að gerðar verði breyt- ingar á þeim ákvæð'um búfjárrækt- arlaganna er fjalla um vörzlu stóð hesta.“ Þá mun mál þetta einnig hafa verið rætt af hreppsnefndum Skarðs og Rípurhreppa, en ekki tekið þar fyrir á almennum sveita- fundum, sökum þess að hrepps- nefndirnar töldu sig vita ag bænd ur í þes'sum hreppum sæju enga ástæðu til að óska eftir undan- þágunni. Auk þess sem hér greinir fiá, hafa verið gerðar ýmsar fleiri sam þykktir varðandi þessi mál, og skal hér getig nokkurra þeirra: Á aðalfundi Búnaðarsambands Skagfirðinga árið 1951 var m. a. gerð eftirfarandi samþykkt: „Vegna framkominnar tillögu frá Búnaðarfélagi Seyluhrepps varðandi framkvæmd laga um hrossarækt ályktar aðalfundur B S.S. haldinn á Sauðárkróki 22. og 23. api'íl 1951 að fela stjórn sam- bandsins og búfjárræktarráðunaut að hlutast til um að í öllum hrepp um sýslunnar verði starfandi kyn bótanefndir er sjái um að fullnægt sé ákvæðum nefndra laga.“ Á sýslufundi Skagafjarðarsýslu árið 1952 var samþykkt eftirfai- andi ályktun: „Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu felur oddvita sínum að skrifa öl! um hreppsnefndum í sýslunni og skora á þær að hlutast til um, í fullri alvöru, að í heiðri verði höfð og vel haldin ákvæði 26. gr. laga nr. 19 frá 22. marz 1948 um bú- fjárrækt. Auk þess verði hrepps- nefndum bent til þes-s, að þeir sæti vítum og fullri ábyrgð sem gerast sekir um brot á ákvæðum nefndra laga. Sömuleiðis felur sýslunefndin oddvita sínum að senda sýslunefnd Austur-Húna- vatnssýslu erindi, þar sem skýrt verði í aðaldráttum, hve þessum málum sé komið hér í sýslunni og óskað eftir samvinnu við sýslu- nefnd Austur-Húnavatnssýslu um að koma þessum málum í öruggt horf, svo sem lög þessi mæla fyrir um. Er þá einkum vænzt þess, að sýslunefndin húnvetnska beiti á- hrifum sínum í þeim sveitafélög- um, sem nota upprekstur á fjöll eða heimalönd sameiginlega Skag firð'ingum, eða á önnur afréttar- lönd samlæg afréttum Skagfirð- inga.“ Á aðalfundi Búnaðarsambands Skagfirðinga 1961 var m. a. gerð eftirfarandi samþykkt: „í tilefnj af því að bændur í Húnavatnssýslu, búsettir milli Blöndu og Miðfjarðargirðingar, hafa sótt um undanþágu frá vörzlu stóðhesta samkvæmt 39. gr. nú- gildandi búfjárræktarlaga, vill að- alfundur B.S.S. haldinn á Sauðár- króki 29. rhaí 1961 mótmæla Blöndu sem öruggri vörzlu milli afréttanna austan hennar og vest- an.“ Búnaðarþing 1962 afgreiddi er- indi sýslumannsins í Húnavatns- sýslu um lausagöngu stóðhesta þannig: Ályktun Búnaðarþing ályktar að' lýsa því yfir, að það geti ekki fallizt á, að ;taðfest verðj samþykkt sú, sem Jhr. 8 sT að sumarlagi á heiðunum milli Blöndu og Miðfjarðargirðingar. hér liggur fyrir á -þingskjali „Um lausagongu stoðhest. Greinargerð 1. Áin Blanda getur engan veg- inn talizt fullnægjandi vörn gegn samgangi hrossa, hvorki á heiðum eða í byggð, enda kemur það glöggt fram í bréfum þeim og vott orðum, sem Búnaðarfélagi íslands hefur borizt frá þeim mönnum, er æskja staðfestingar á umræddri s'amþykkt. 2. Það er mikill misskilningur, sem kemur fram í bréfi frá 30. maí 1961 ag hin „5 lögsagnar- umdæmi“, sem þar um getur, hafi sameiginlegt viðhorf til þessara mála. Sumar þessar sýslur hafa um langt árabil, og með ágæt- um árangri, framfylgt þeim kafla búfjío'ræktarlaganna, er hrossa- ræktina varð'ar undanþágulaust, annars slaðar er málið að komast í rétt horf, lögum samkvæmt. Væri síður en svo æskilegt að skapa fordæmið með því að veita nú á þessu stigi slíka undanþágu, sem hér er farið fram á. 3. Það skal ekki dregið í efa, að viðkoma hrossastofnsins minnki og hrossum kunni að fækka, fari hrossahaldið fram eftir núgildandi lögum og án undanþágu. Enn frem ur að um sinn muni minnka tekj- ur af hrossum hjá þeim bændum, sem árlega hafa 10—20 folöld til innleggs, og jafnvel 40—50 eins og segir í bréfinu sem vitnað er í hér að framan. Það skal ekki heldur dregið í efa, að hin „víðáttu miklu beitilönd" niðri { sveitinni notast þá ekki á sama hátt og áð- ur. Hitt er svo annað mál, að stóð í Húnaþingi, eins og annars stað- ar mun ag sjálfsögðu gera ærinn usla í afréttarlöndum, þar svíður það bezta haglendið og er búið að því áð'ur en sauðfé er rekig til afréttar. Má ætla, að af þessum sökum greiði bændur ærinn skatt. í lélegra sláturfé. 4. Búnaðarþing lítur ekki svo á, að hér sé verið að „kúga bænd- ur“ eins og stendur í bréfj sýslu- mannsins í Húnavatnssýslu frá 15. nóv. 1961. Hér er um að ræða að hlíta landslögum undanþágulaust — lögum, er samin hafa verið og sett til hagsbóta íslenzkri bænda- stétt og unnið hafa sitt gagn, þar sem þau hafa verið virt og hald- in. Þannig hljóðar nú ályktun og greinargerð Búnaðarþings. Á því sem rakið hefur verið hér að framan sést, að það er hrein firra að túlka þetta mál sem sérmál nokkurra Sauð.kræklinga, eða annarra kaupstaðabúa. Það at- riði í grein Guðbrandar ísbergs er því gersamlega út f hött og í fyllsta máta furðulegt. Hitt er það rétta, að hér er unnið af stjórn Hrossa- ræktarsambands Norðurlands, eft ir vilja megin-þorra bænda. Varðandi töku þeirra stóðhesta, sem um ræðir í grein Guðbrandar ísbergs skal geta þess að' teknir voru 5, en ekki 2 húnvetnskir stóð- hestar allir fullorðnir, og 3 af þeim frá sama bænum. Allir voru hestarnir teknir á afrétti en ekki í heimahögum, sem þó skiptir hér litlu máli. Hitt er staðreynd, ag hestunum var sleppt á samliggjandi afrétt Húnvetninga og Skagfirðinga, og liggur það ijóst fyrir að tilviljun ein ræður því hvorum megin sýslu- markanna hestarnir eru þennan eða hinn daginn. Enda er ekki ó- algengt að húnvetnsk hross, meira ag segja stóðhestar, og það full- orðnir, hafa komið fyrir í réttum Skagfirð'inga að haustinu. Um gerðir þeirra hreppstjóra, sem hestarnir voru afhentir, úr- skurð fógeta varðandi sölu hest- anna, svo og andvaraleysi Alþing- is vig lagasetningar verður ekki rætt hér, er lítilsháttar rætt um önnur atriðj greinarinnar. Guðbrandur ísberg spyr: „Hvar má taka hestana?" Virð'ist hann vera þeirrar skoðunar að ekki megi taka þá nema með leyfi við- komandi landeiganda, ef um heima lönd er ag ræða, en viðkomandi fjallskilastjóra eð'a hreppsnefndar ef um afrétt er að ræða, þótt hvor tveggja löndin séu óvarin. í þessu sambandi vaknar sú spurn ing, hvort hægt sé lögum sam- kvæmt að skapa griðaland fyrir þessa gripi ef viðkomandi landeig- anda eða umráðamönnum afréttar þóknast, þótt tilviljun ein ráð'i því, hvar hestarnir halda sig þennan eða hinn daginn og með hvaða hrossum þeir ganga. Virðist þetta griðland vandfundig eftir búfjár- ræktarlögunum. í sambandi við töku hestanna hefur verið rætt um ónæði það, sem afréttarpeningur verður fyrir við ferðalög þeirra manna sem framkvæma töku hestanna. Er það hjal næsta barnalegt, því allir vita að ekki getur verið um næði fyrir skepnur að ræða á þeim af- réttum sem margir stóðhestar i ganga lausir. Þess eru líka mörg fleiri hross koma útþvæld og bit- fleiri hross koma útþvælt og bit- in af afréttum. Það að fjarlægja þessa gripi þaðan er því hvort tveggja í senn, hreint mannúðar- starf og til þess að' skapa aukig ör- yggi fyrir aðrar skepnur og næði á afréttum. Guðbrandur ísberg spyr: „Hverj ir. mega taka hestana?" Sjálfur hefur Guðbrandur ísberg látið fara frá sér á prenti, eftirfarandi: Löglega kosin stjórn þessa fé- lagsskapar (þ. e. Hrossaræktarsam band Norðurlands) hefur hafizt handa um ag ganga fram í því að ákvæðum búfjárræktarlaganna verði fylgt betur eftir en gert hef- ur verið hingað til. Er það beint í hennar verkahring, og ekkert að athuga við það. Því hefur verið haldið mjög á loft af nokkram mönnum að það væri stefna stjórnar Hrossarækt- arsambands Norðurlands ag tak- marka hrossaeign manna og jafn- vel gera þeim ókleift að eiga stóð hross til kjötframleiðslu og þar með afmá verulega tekjustofn margra bænda í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Því er einnig haldið fram að stjórn sambands- ins taki á engan hátt tillit til að- stöðu þessara manna og vilji ganga á þeirra hagsmuni, því sé óhugs- andi annað en eitthvert hagsmuna- stríð þurfi að ríkja milli þeirra bænda sem stunda vilja hrossa- kynbætur með ræktun reiðhesta Framhald á bls. 13. Þetta eru vinningarnir - dregið í kvöld í KVÖLD verður dregið í happdrætti Krabbameinsfélags íslands, en vinningar eru þrír, tvö vagnhús og landrov- erbíll. í dag eru síðustu forvöð að kaupa sér miða til þess að styrkja starf þessa mikilvæga félagsskapar og öðlast von um góðan vinning. 6 T í M I N N, föstudagurinn 31. ágsút 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.