Tíminn - 08.06.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1963, Blaðsíða 3
NJÓSNIR FLÆKTAR PROFUMOHNEYKSL NTB-Lundúntmi, 7. júní Forvígismenn brezka verka mannaflokksins ákváðu í dag, að krefjast þess af brezku stjórninni, að hún láti fara fram ítarlega rannsókn á Profumo-hneykslinu svo- nefnda, sem miði fyrst og fremst að því að komast að raun um, hvort samband hins fyrrverandi hermálaráðherra og hinnar rauðhærðu fyrir- sætu Christinar Keeler, hafi getað leitt til þess, að einhver hernaðarleyndarmál hafi síazt út, en vitað er, að skötuhjúin höfðu mikinn samgang við fyrrverandi starfsmann rúss- neska flotamálaráðuneytisins, Ivian, höfuðsmann, sem verið hefur í Lundúnum. Athugasemd út af kosninga- gráglettu Vísir birti í gaer greinarstúf eft- ir Einar M. Einarsson, fyrrum skipherra á ÆgL Þar segir hann, ag mér muni hafa verið kunnugt um, að honum hafi verið sagt upp starfi fyrir tregðu sína við að greiða fé í kosningasjóð Framsókn- arflokksins. Eg hefi aldrei, hvorki fyrr né síðar beðið Einar M. Ein- arsson um fé í kosningasjóð Fram sóknarflokksins né til nokkurra annarra mannúðarframkvæmda. Veit heldur ekki til að Hermann Jónasson eða Eysteinn Jónsson hafi leitað til hans eftir framlög- um. Saga Einars M. Einarssonar, sem skipherra á Ægi, líkist degi og nótt. Annars vegar nokkurra ára glæsileg frægðarsaga, en síðar varð framkoma hans í störfum ó- viður'kvæmilega stirfin í skiptum við menn, innlenda og erlenda. Jónas Jónsson, frá Hriflu Þá hefur verkamannaflokkur- inn og krafizt þess, að Profumo- málið verði tekið til umræðu í neðri deild brezka þingsins, er það kemur saman tfl- fundar hinn 17. júnL Stjórnarandstaðan leggur á- herzlu á, að komið verði á hreint, hvort einhver leyndarmál, er varða öryggi ríkisins hafi síazt út. Full vissa er nefnilega fyrir hendi um, að Christine Keeler átti einnig vingott við fyrrnefndan rússneska starfsmann og hittust þremenningamir oft, en það var einmitt Ivanov, sem fyrst kynnti Keeler fyrir Profumo. Orðrómur hefur verið á kreiki KJÓSUM GEGN UPPLAUSN Framhald af 1. síðu. þeir segja að menn geti þó gengið að því vísu, hverju þeir megi eiga von á, ef þeir framlengi völd „við- reisnarstjómarinnar”? Það er áframhaldandi vöxtur dýr- tíðar. Nýjar gengisfelEngar. Meiri vinnuþrældómur. Minnkandi framkvæmdir. Hægarl hagvöxtur en í nokkru öðru menmingarlandi. Ranglátari skipting þjóðartekna. Aukin hætta á óeðlilegum af- sklptum úflendinga á íslenzkum ut- anrfkismálram. Og hvemig er ástandið nú, sem þeir endilega vilja að vari áfram? Það er aiger gltmdroði í öllram launa- og kjaramálum. Allir kjara- sanmmgar lausir. Verkföll þegar haf in eða eru að skella á. Ranglát tekjuskipting. Nýjar holsikeflur dýr tlðar á næsta leiti. Gengislækkun- arótti og kaupæði. Húsnæðlsvand- ræði. Þetta er nú það, sem þeir nefna „öryggi”. Bezta orðið um þetta ástand er glundroði, — nema ef væri það al- ger upplausn. Frá þessari glundroða- og upp- lausnarstefnu verður að hverfa, en það verður ekki gert, nema fram hjá Framsóknarflokknum verði ekki komizt eftir kosningamar á sunnudaginn kemur. 2. vél. urn, að stjómarandstaðan beri fram vantraustgtiSlögu á stjórn Macmillans, en sá ofðrómur er ekki talinn eiga við rðk að styðj- ast. Það var ungfrú Keeler sjálf, sem upplýsti, að hún hefði tvlsvar feng ið heimsókn Profumo á sama tíma og Ivanov var hjá henni, en þetta þarf þó ekki endilega að benda til þess, að njósnir séu flæktar í málið. f dag var Profumo formlega veitt lausn frá embætti, en hins vegar varð ekki af því, að hann gengi sjálfur á fund drottningar, eins og venja er, þegar ráðherra biðst lausnar, og er ástæðan sú, að Profumo baðst undan því að ganga fyrir drottningu, eftir að fjöldi fólks hafði mótmælt því, að Profumo yrði veitt áheyrn, þar sem afsögn hans ætti rætur að ‘Hann fæddist fátækur og dó fátækur1 NTB-Vatikaitríkinu, 7. júnf. í DAG var birt efni erfðaskrár Jóhannesar páfa, sem stíluS var á áttræðan bróSur hans, bóndann, Isa- verlo Ronealt), en erfSaskráln er dagsett 3. desember 1961, þá skömmu eftir aS páfi varS áttræSur. f erfSaskránni hvetur páfl fjöl. skyidu sina til aS lifa áfram i fá- tækt, þótt aillr keppist nú eftir ðfl- un penlnga og lífsþæginda. HeiSur páfa er ekkl fólglnn i þvl aS reyna aS auSga ættingja sina, heldur aS hjálpa hverjum og einum eftlr þðrf um hans segir I erfðaskránni. Um mlg vil'ég að sagt verS) þaS sama og um fyrirrennara minn aS hon um látnum: Hann fæddlst fátækur og dó fátækur. í dag streymdu pílagrímar og aSr ir kaþólskir menn til grafhýsls und Ir klrkju heilags Péturs í Róma- borg, en þar hvílir páfi nú. GULLFOSS HEFUR ÁÆ TLUNARFERD/R AÐILS, — ó. júnf. KLUKKAN rúmlega 3 I dag sigldi Gullfoss inn á hiS gamla legupláss sitt viS Strandgötu hár I Kaupmannahöfn, eftir gagn- gera viðgerð f sklpasmíSastöð Burmeister og Wain. — Sam- kvæmt ferðaáætlun, sem upp hef ur verið gefin mun Gullfoss halda áleiöis til íslands á laugar dag (þ. e. í dag) og verður það fyrsta ferð skipsins eftlr að brunlnn mikli varð. Eftlr viðgerðina lltur skipið mjög vel út, allt liýmálað og ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á þv£ i sambandi við sjálfa \ viðgerðina. Talið er að kostnað- ur við viðgerð skipsins fari ekiki fram úr þeirri hámarksupphæð, sem áætluð var og skýrt var frá skömmu eftir að bruninn varð, en sú upphæð var 4 milljónir danskra króna. í dag náði ég tali af Ásberg Sigurðssynd, sicrifstofustjóra, sem skýrði frá ýmsu í sambandi við viðgerðina og auk þess skoð- aði ég skipið. Allur afturendi skipsins er endurnýjaður og aft- urlest hefur verið einangruð með steinull í stað koriks, en kork- einangrunin átti einmitt sinn stóra þátt í því, hve ilia skipið fór í brunanum, þar sem mikl- um örðugleikum var háð, að kom ast fyrir eldinn í einangruninni. Miklar breytingar hafa verið gerðar á fynsta farrými og er það nú miklu rúmbetra en áð. ur með nýjum, léttum húsgögn Á morgun verður salurinn teppalagður og mun þá líta mjög nýtízkulega út og verða glæsi- legasti verustaður á skipinu. Þá hafa herbergin á 2. farrými tekið algerum stakkaskiptum og íverustaðir skipverja endurbætt- ir og eru vistarverurnar nú miklu haganlegrl en þær voru fyrir brunann. Skipaverkfræðingurinn Maack tjáði mér, að Gullfoss hefði far ið reynsluferð i gær og hefði allt reynst f fulikomnasta lagi. Sa-gífst voricfræðingurinn vera mjög ánægður með fram- kvæmd viðgerðarinnar og þá sér staklega, að henni hefði verið lokið á tilsettum tíma. rekja til hneykslanlegrar hegðun- ar hans, sem væri móðgandi fyrir brezka ríkið. í morgunútgáfum brezku blað- anna var mikið rætt um Profumo- hneykslið, sem svo er þar nefnt og kemur þar fram, að blöðin leggja aðaláherzlu á hig pólitíska áfall, sem íhaldsflokkurinn hefur orðið fyrir vegna málsins. Þar kemur og fram, að brezku upp- lýsingaþjónustunni hafði verið fullkomlega kunnugt um þá heldri menn, sem átt hafa vingott við' Keeler og á þeim lista eru m. a. Evgenij Ivanov, höfuðsmaður og hernaðarráðunautur og Profumo, hermálaráðherra. í einkaviðtali við Daily Express sagði Keeler, að hún og Profumo hefðu bundið endi á samband sitt, þar sem þeim var ljóst, að það myndi fyrr eða síðar komast upp og enda með pólitísku hneyksli og eyðileggja hinn glæsilega stjórn málaferil Profumo. Þá bera blöðin fram þá spum- ingu, hve mikið Macmillan hafi vitað um samband Profumo og fyrirsætunnar, áður en Profumo gerði játningu sína í þinginu, en sum blaðanna fullyrða, að brezka leyniþjónustan hafi löngu áður gefið skýrslu um málið. Hér sé um mikilvægt atriði i málinu að ræða og því verði ekki komizt hjá því að allir málavextir verði krufnir til mergjar. 2 SKOTMENN „ Framhald af 12. síðu. Ég hef hins vegar haft hjí mér Scheffershund síðastliBm þrjú ár. Hann bmd ég ndðri á akrinum, og læt hann gæta hans. Ef hann er í nógu löngu bandi gerir hann mikið gagn, því hanm geltir þegar gæsirnar koma og fælir þær burtu. Þetta er enginn fjárhundur, en aft ur á móti veiðihundur og því á- gætur til þessa. Bændur á Héraði hafa orðið fyr ir miklu tjóni af völdum gæsar- innar undanfarin ár, og hafa þeir gripið til flestra löglegra ráða til iþess að fæla hama burt af ökrum sínum og nýræktum, en alltaf virðist það hafa verið unn- ið fyrir gýg. Eftir nokkurn tímá hafa gæsimar jafnivel verið fam- ar að venjast skotum sjálfskjótandi byssa, sem notaðar hafa verið til þess að stugga við þeim, og þær taka heldur ekkert mairik á hræð- unum, sem settar hafa verið upp í saima augnamiði. Telja bændur að ekkert nema útrýming gæs- anna geti leyst vanda þeirra. Enn eitt bólu- sóttartilfelli NTB-Stokkihólmi, 7. júní. f gaer var 85 ára göonul lcona lögð inn á sjúkrahús í Stokkhólmi með mjög sterk einkenmi bólusóttar og sýnir þetta nýja tilfelli, að bólu- sóttin í Svíþjóð, sem þegar hefur kostað 3 mannslíf, ætlar að verða erfiðarii vlð- fangs en búizt var við. Heil- brigðisyfírvöldin segja þó, að ekki sé ástæða til svart- sýni, því að hér hafi yfir- leitt verið um að ræða tak- mörkuð tilfelli. MATSTOFA K E A (cafeferfa) Hafnarstræti 89, Akureyri, býður yður heitan mat allan daginn. Einnig kafH, mjólk, öl, gosdrykki og smurt brauð. Ekkert þjónustugjald. — Engin biS. Verið velkomin í MATSTOFU KEA (cafeteria) Hafnarstræti 89, A k u r e y r i T í M I N N, laugardagurlnn 8. júní 1963. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.