Tíminn - 08.06.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.06.1963, Blaðsíða 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framtvæmdastjóri: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. FuHtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- íngastjóri: Sigurjón Daviðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur Bankastrætl 7: Af. greiðslusimi 12323. Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif- stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Kosningamar í Reykjavík Skrif stjómarblaðanna í gær eru ný sönnun þess, að stjórnarflokkarnir óttast nú mest af öllu, að Framsóknar- flokkurinn vinni þingsæti frá þeim í Reykjavík. Þau gera þetta öll meira og minna að umtalsefni sínu og benda á, að þetta geti vel ráðið úrslitum um það, hvort „viðreisn- inni“ verðus- hnekkt eða ekki. Svo óttaPull eru stjórnarblöðin orðin um þetta, að þau eru byrjuð á gamla söngnum um að Framsóknar- menn séu fjandmenn Reykjavíkur, þótt sá söngur sé löngu búinn að ganga sér til húðar. Fátt sýnir betur, hve lítið stjórnarblöðin geta fundíð af árásarefnum gegn Framsóknarmönnum. Fyrir alla andstæðinga íhalds og kjaraskerðingar- stefnu, er þessi ótti íhaldsblaðanna ljós vísbending. Hún sýnir, að stjórnarflokkarnir álíta, að þeim stafi ekki nein hætta af því, að Alþýðubandalagið vinni frá þeim þingsæti í Reykjavík. Það er líka alveg rétt ályktað. Stjórnarflokkarnir gera sér hins vegar ljóst, að Framsókn- arflokkurinn á svo vaxandi fylgi að fagna, að hann er líklegur til að vinna í Reykjavík fra stjórnarflokkunum það þingsæti, sem getur ráðið úrslitum á næsta Alþingi — úrslitum um það, hvort áfram verður fylgt kjaraskerð- ingarstefnu og hvort ísland verður innlimað í EBE. í dag er það vitanlega engan veginn víst, hvort þetta muni takast, þótt líkurnar séu góðar, Þetta mun hins vegar takast, ef frjálslyndir menn og vinstri sinnaðir fylkja sér um Framsóknarflokkinn en kjósa ekki Al- þýðubandalagið eða stjórnarflokkana af einhverjum misskilningi. Með því að fylkia sér um Framsóknar- flokkinn geta þeir örugglega tryggt, að stjórnarflokk- arnir missi það þingsæti í Reykjavík, er getur ráðið úrslitum í kosningunum. Með því tryggja þeir Reykvíkingum líka ágætan ungan fulltrúa á Alþingi, en óhætt má segja, að allir andstæð- ingar Framsóknarflokksins öfunda hann af að hafa jafn glæsilegt foringjaefni í baráttusæti sínu og Einar Ágústs- son er. Framsóknarmenn og aðrir frjálslyndir menn og vinstri sinnaðir! Herðið baráttuna. Hnekkið kjaraskerðingar- stefnunni og innlimunarstefnunni með því að tryggja kosningu tveggja Framsóknarmanna í Reykjavík! Einar Ágústsson á þing! Glundroðinn Af hálfu stjórnarflokkanna hefur mjög verið kapp- kostað í kosningabaráttunni að mála Grýlu á vegginn. Þessi Grýla er sú, að hér verði upplausn og glundroði, ef stjórnarflokkarnir halda ekki meirihluta sínum áfram. í tilefni af þessu er ekki óeðíilegt að spyrja: Getur glundroði og upplausn í efnahagsmálum verið meiri en nú? Eru ekki allir kaupgjaldssamningar lausir og eru ekki stórar kaupdeilur framundan? Hefur ekki gripið um sig eins konar kaupæði vegna þess, að menn óttast gengislækkun á næstu grösum? Reikna ekki svo að segja allir með því í áætlunum sínum, að verðbólgan muni magnast áfram, að óbreyttri stjórnarstefnu? Hlægilegri öfugmæli er því vart hægt að hugsa sér en að menn eigi að kjósa stjórnarflokkana til að afstýra glundroða. Glund- rcðinn er í algleymingi og mun halda áfram, nema breytt verði um stjórn og stjórnarstefnu íhaldið tók lamb fátæka mannsins fhaldiið er ekki flokkur og hefur aldrei verig neitt í átt til að vera það. Það hefur aldrei haft neina hugsjón, eða þrá til þjóðfélagsumbóta. Það er ekkert annað en samtök stór gróðamanna. Kjami þess er betint framhald af dönsku sel- stöðukaupmönnunum sem Iitu á fslendinga eins og mjólkurkú sem ætti að mjólka vel en þyrfti lítið fóður. Það lítur á þjóð sína eins og veiðiland, þar sem nokkrir út- valdir eigi að hafa vedðiréttinn. Þetta er sami hugsunarháttur- inn og hjá íhaldii allra landa og allra tíma. Það er baráttan við þennan draug, sem vinstri menn og alþýða allra landa hafa háð og munu heyja í fram tíðinni. Þessi íhaldsöfl eru hvarvetna á flótta í heiminum. Það hefur miikiff áunnizt frá nýlendukúgun og þrælahaldi, en það er eins og þar stendur „það er hátt til himins og langt til keisarans". Það er enn óra langt þar til þeim sameiginlegu verðmætum, sem allir eiga jafn an rétt til, verður skipt rétti- lega milli manna. En baráttan fynir betra þjóðfélagi og betri heimi mun halda áfram og íhaldsöflin munu fara á flótta eins og nótt víkur -fyrir björt- um degi. Hvernig stendur á því að við íslendingar búum við harð- dræga ihaldsstjórn, sem hefur eðlilega einræðisleg vinnu- brögð á löggjafarþinginu og í öllum stjórnarathöfnum? Það er sama hvað gott mál eða góð tillaga kemur frá andstæðlngi, það er ekki hlustað á hana. Það er fyrir fram dauðadæmt. Þessu stjórnarfari er svo gefið nafnið lýðræði? Jónas H. Haralz, lýsir fedmnislaust hmum ,4ög- verndaða þjófnaði“ sem hefur verið mál málanna hjá ríkis- stjórn peningavaldsins, sem hefur hirt helming af sparifé þjóðarónnar og afhent það stór eignamönnum «og skuldakóng- um íhaldsins. Lýsing Haralz er skráð í pésann: „Vísindi efla alla dáð“. Hún hljóðar svo: „Verðbólgan skapar atvinnu rekandanum ný tækifæri til gróða sem edga ekkert skylt við þann árangur, sem hann nær í skipulagsstarfi sínu. Með því að afla sér lánsfjár og nota það til þess að komast yfir fast- eignir og vörubirgðir, getur at- vinnurekanddnn hagnýtt sér verðbólguna sem gróðalind. Því meiri sem verðbólgan er, og umfram allt því lengur sem hún stendur, því öruggari verð ur þessi gróðalind. Því meir sem atvinnurekandiinn beitir sér að hagnýtingu hennar, þvi minna máli skiptir um hag- kvæmni í rekstri fyrirtækösins og fjárfestingu. Svo getur far- ið, að honum finnist í raun og veru ekkert skdpta máli neraa að komast yfir lánsfé með ein- hverju móti og koma því fyrir í einhverjum eignum hvort sem þær eru nauðsynlegar fyrir atvinnurekstur hans eða ekki.“ Svo mörg eru þau orð, þarna lýsir þjónn verðbólgustjómar- innar hreinskiilnislega hver var méiningin með gengisfalli tvö ár í röð, tvöföldun á toll- heimtunnd. Lofaft var stöðvun verðbólg- unnar, bættum lífskjöram, verndun sparifjár. Efndirnar urðu: Verðhólgifáninn dreg- inn að hún krónan skrifuð nið- ur um helming, vöruverð hækk- að að sama skapi, húsaleiga og verð fasteigna tvöfaldað. Hver er svo niðurstaðan? Allar launa stéttir rændar miklu af kaupi sinu, helming af sparifénu sömuleiðiis rænt og eftir form- úlu Haralz afhent þeim ríku, sem eiga atvinnufyrirtækin og fasteignirnar. Og skuldakóng- arair sleppa vdð að greiða hálfa skuld sina. Þannig er íhaldsréttlæti og íhaldsstjórnarfar. Það er eins í dag og það var í gær og hefur alltaf verið. Það er virðingar- vert að okkar ílialdsstjórn skuli hafa ránfuglsmerkið í fána sín mn. En væri nú ekkd kominn tími til, að stjórnarliðið, sem í rauninni er einn flokkur gengi undir sínu rétta nafnd Eigin- hagsmunabandalagið. Kosninga fáninn ætti að sýna ránfuglinn ráðast á rjúpnahóp þ. e. laun- þega og sparifjáreigendur. f gamla Varðarhúsinu voru letruð hin gömlu einkunnarorð íhaldsins, þau voru: „Gjör rétt þol ei órétt“. En það er með þennan „flokk“ eins og „þann gamla“, þegar hann „les bibl- íuna“. Þeim er snúið við og hljóða nú svo: „GJÖR ÓRÉTT, ÞOL EI RÉTT. xc. KOSNINGARNAR1908 OG1963 Um síðustu laddamót var aðal- stjórnmálabaráttan hér á landi sókn og vörn í sjálfstæðisbar- áttunni igagnvart Danmörku. Með komu Danakonungs og margra danskra ríkisþing- mianna til íslands sumarið 1907, varð að samkomulagi, að sjö manna neínd forustumanna í stjiónnmálum fslendinga færi til Danmerkur til að semja þar um framtiðarsamband land- anna. Þeissi nefnd fór svo utan síðla næsta vetrar oig settdst að samningaborði við Dani, er sýndu þehn m.a. gestrisni sína í miklum veizlufagnaði, þar sem glóði nóg vín á skálum. Þarna fæddist svo hið fræga SAMBANDSLAGAUPPKAST, er allir nefndarmenn urðu sam mála um, nema Skúli Thorodd- sen, er reis gegn því og mót- mælti. Hófst þá brátt upp haiðvítug barátta um uppkastið hér inn- anlands — hörð blaðaskrif og stórir og heitir fundir um allt Iand. Með danska málstaðnum eða innlimun fslands í danska rík- ið, urðu nær því allir kaup- menn og meiri háttar embætt- ismenn, og yfirleitt þeir, sem vildu sjálfir tedjast til yfir- stéttar. Mjög likt fólk og nú skipar sér mest í hinn svo nefnda „Sjálfstæðisflokk", en sem þá var eitraðast á móti hinum þáverandi Sjálfstæðis- flokki. En á móti reis íslenzka alþýðan um allt land og ýmsir færir andans menn, sem áttu þá öruggu lífshugsjón, sem Stein- grímur orðaði svo um ættjörð- ina: ,Aldrei, aldrei bindi þig bönd nema Máfjötur ægis við klett- ótta strönd.“ Þegar þetta var, voru 34 þjóðkjömir þingmenn á Al- þinigi ísdendinga. Mikill meiri hluti þeirra var fylgjandi upp- kastinu, sem á stóð meðal ann- ars, að innlimast í hina dönsku ríkisheild (,J)et samlede danske rige“). En við kosn- ingarnar, sem voru undir haust ið 1908, náðu aðeins 9 upp- kastsmenn kosniugu, en 25 and- stæðingar uppkastsins. Vtarð þar með innlimunaruppkasti® úr sögunni. Þessar kosnjngar voru þær heitustu, sem nokkrir nútíðar íslendingar hafa lifað. Ekki er ótrúlegt að kosniug- amar á morgun verði þær næst heitustu. Það hefur enn þá komið í Ijós, undanfarið, að ráðamenn þjóðarinnar hafa reynzt slapp- ir á verðinum fyrir ásælni er- lendrá afla. En þjóðernisneist- iun, „sem liggur innst“ er við- kvæmur, þegar um hlekki eða frelsi ættjarðarinnar er að rjcðs. Ef íslenzkt alþýðufólk rfs upp og sameinast nú, svipað og það gerði 1908, þá gæti það enn þá velt iaf sér óíslenzkum kaupahéðnum, og eflt þjóð- rækdnn umbótaflokk, er yrði x hreinum meiri hluta — sem hefði öll vöddin og gæti unnið trútt, skv. hinu gamla kjörorði vormannanna; ÍSLANDI ALLT! ' Kosningadagsins 1908 minn- umst við, er þá lifðum, sem eins bjartasta diags á lífsleið- inni. Gæfa fslands gefi að slíkur verði dagurinn á mongun í huga íslendinga komandi ára. Vigfús Guðmundsson. # TÍMINN, Iaugardagurlnn 8. júní 1963. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.