Tíminn - 08.06.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.06.1963, Blaðsíða 9
Magnús Krist jánsson . trésmiður, Olafsvík. ÞIUÐJUDAGINN 30. apríl blökbi f'ánax vi8 hálfa stöng í Ókrfsvfk, Ólafsvíkurbúar voru a5 bveBja einn af sínum mætustu sonum, Magnús Kristjánsson tré- smið. Hann lézt að heimili sonar sfns í Reykjavík hinn-22. apríl s.l. á 88. aldursári. Magnús var af merkum enæ- fellákum og húnvetnskum ættum kominn, fæddur í Ytra-Sk6gamesi í Miklaholtshrepp 1. dag október- roónaðar 1875. Faðiir hans var Kristján Gíslason, hreppsnefndar- oddviti Miklaholtshrepps, fæddur í Ytra-Skógamesi 3. febrúar 1831, dáinn 16. júní 1886. Gísli faðir Kristjéns í Ytra-Skógamesi, var Þorvaldsson (Þórðarsonar) stóra í Skógamesi um 1880. Kona Kristjáns og móðir Magn- úsar vax Jóhanna Gísladóttir, þre menningur við Magnús Stephen- sen landshöfðingja. Móðir Jóhönnu var Þorbjörg Þórarinsdóttir Jónssonar á Reykj- um í Hrútafirði (Þórkötluætt). — Foreldrar hans voru fjarskyld. Kristján faðir hans var tvíkvænt ur, fyrri kona hans var Oddný Sig- urðardóttir, fædd í Amarstapa- plássi, móðir hennar hét Kristín og var lengi í þjónustu Ásgríms Vigfúasonar „illa“ Hellnaprests á Laugabreíkku. Synir Oddnýjar og Kristjáns, háMbræður Magnúsar voru Daníel er flutti til Kanada og bjó lengi (í Winnipeg, en fluttist síðaf vest ' ur að Kyrrahafsströnd, stundaði lemgst af skipasmíðar, nú löngu látinn, og Sigurður er lengi var oddviti M3klaholtshrepps og bóndi í Syðra-Skógarnesi d. 1933, kvænt- ur Guðríði Magnúsdóttur Jónsson- ar Þórðarsonar (stóra), og Krist- ínar Sigurðardóttur Guðbrandsson- ar. (Kristín í Skógarnesi). Með seinni konu sinni, Jóhönnu Gísladóttur átti Kristján 10 böm, þar af komust fimm til fullorðins- ára, þau voru 1. Gísli f. 1860, dó í Reykjavík 3953, kvæntur Jóhönnu Ólafsdóttur frá Sviðnum á Breiða- firði Teitssonar. Móðir Jóhönnu var Björg Eyjólfsdóttir úr Svefn- eyjum (Einarssonar eyjajarls). Heimili beirra stóð alla tíð í Ytra-Skógaraesi. Gísli var þjóð- hagssmiður völundur hinn mesti á tré og málma. 2. Oddný, f. 1865, dáin í Reykja- vík 1936, giftist Guðmundi Jóhann- essyni frá Álftavatni í Staðarsveit Kristjánssonar frá Elliða, bjuggu lengst af í Straumfjarðartungu í Miklaholtshrepp. 3. Steinunn, f. 1869, dáin 1944, gift Jóni Þorsteinssyni frá Hrauns múla í Staðarsveit. Þau vom alla tíð búsett hér í Ólafsvík og voru foreldrar Jóhanns Jónssonar skálds er ungur dó 1 Þýzkalandi. 4. Kristján f. 1872 dáinn 1944. Kvæntist Elísabetu Brandsdóttur frá Snoppu í Ólafsvík, mikilhæfri og góðri kor.u. Kristján var smið- ur góður og stundaði lengst af bátasmíði 5. Magnús er var yngstur þeirra systkina f. 1875. í Ijúfri bernsku ólst Magnús upp hjá foreldram sínum í Ytra-Skógamesi á góðu og efnalega sjálfstæðu heimili í hópi mannvænlegra og dugmikilla systkina. Faðir hans var mikill at- hafnamaður og sveitarhöfðingi, af- bragðs búhöldur og smiður góður, sem og kom fram hjá þeim bræðr- um öllum Einnig stundaði hann mikið sjóróðra var lengi formaður fyrir hákarlaskipi á Amarstapa. Jóhanna, móðir Magnúsar var mikil gáfu- og trúkona, og var með afbrigðum íróð og langminnug á forna hætti og sögur og hugleikin voru henni þau fræði, er lúta að ættum manna, sem var títt um fróðleiksfúst fólk fyrr á tímum. Enda hefur liún ríkulega uppskor- ið það sáðkorn, er hún sáði í ungu bamssálina, að halda til haga öll- um þjóðíégum f róðleik og láta ekk- ert fara forgörðum, kem ég að því siðar. Ekki naut Magnús föður síns lengi, hann andaðist 16. júní 1886, fimmtíu og íimm ára að aldri, mun Magnús þá hafa verið 10 ára, minntist hann þeirrar sorgarstund- ar ávallt siðan er sóknarprestur- inn, séra Oddgeir Guðmundsson í Miklaholti (1882—1886) jarðsöng föður hans Mun þetta hafa verið með síð- ustu prestsverkum séra Oddgeirs í Miklaholtsprestakalli. Missir eiginmannsins var sár og erfiður fyrir ekkjuna er þá stóð ein uppi með mjög stórt bú og tvo yngstu synina í æsku,, eldri bömin vora flutt að heiman í sjálfsmennsku. Varð hún þá að láta gera upp bú sitt og afhenda bömum sínum föðurarfinn. Hálfa jörðina fól hún elzta syni sínum, Gísla, en bjó sjálf á hinum helm ingnum. Dvaldi Magnús lengst barna hennar hjá henni eða fram yfir tvítugsaldur Þá réðst hann til smíðanáms í Stykkishólmi, fyrst til Jóhannesar Lárussonar, síðar hjá Sveini snikkara Jónssyni, bróður Bjöms ritstjóra og síð’ar ráðherra. í Stykkishóimi var Magnús í tvö gr við nám, kaup var ekkert, en fæði, þjónusta og húsnæði var greiðslan. í fóram Magnúsar má finna þátt ailmikinn af þessum Stykkishólms árum hans. Stykkishólmi síðustu ára nítjándu aldarinnar, mörgum afbragðs mcnnum þar, er þá settu hvag mestan svip á daglegt líf Snæfellinga og Breiðfirðinga. — Nærri má geta að lítið hefur orðið úr skólagöngu hjá alþýðu á upp- vaxtarárum Magnúsar. Þfratlaus verkleg vinna var eini skólinn, er æskan átti völ á, þá var þó farið að fá farkennara í sveitina og naut Magnús þar framsýni móðir sinn- ar, er fékk kennara á heimili sitt, í þrjár vikur til að segja yngstu drengjunum til í helztu fræðum, sem vora lestur, reikningifr og skrift. Það var Ágúst Þórarinsson bróðir séra Árna á Stóra-Hrauni, þá var Magnús ellefu ára, það þætti æði stutt skólaganga nú á tímum, og litill undirbúningur fyr- ir lífsstaifið. Að loknu smíðanámi í Stykkis- hólmi árið 1900 snýr Magnús aftur heim að Ytra-Skógarnesi, en árið 1901 flyzt hann til Ólafsvíkur og er þá heitbundinn annarri heima- sætunni í Eöfða í Eyjahrepp, Kristínu, dóttur Þórðar Þórðarson ar dannebragsmanns og alþingis- manns á Rauðkollsstöðum Jóns- sonar ríka Föðuramma Kiistínar var Ásdís Gísladóttir frá Hraun- höfn í Staðarsveit. Kona Þórðar í Höfða og móðir Kristínar var Kristín Þorieifsdóttir frá Bjarnar- höfn. Magnús og Kristín giftust 23. marz 1902. Þeirn varð sjö bama auðið, þijá elztu drengina misstu þau kornunga, þeir hétu, Þórður fæddur 1902, Kristj'án, fæddur 1903 og Sigurjón fæddur 1904. 4. Kristín María, búsett í Ólafs- vík, ógift 5. Lovísa, gift Þórjóni Jónassyni verzlunarm í Ólafsvík. 6. Þorleifur, ókvæntur í Ólafs- vík. 7. Jóhann Guðni, búsettur í Reykjaví'k, kvæntur Olgu Konráðs- dóttur. Kristín léít eftir nítján ára sam- búð þeirra hjóna, 28. mai 1921. — Magnús "kvæntist aitur 23. des. 1922, Sigþrúði Katrínu Eyjólfs- dóttur, ættaðri úr Bjarnareyjum á Breiðafirði, Eyjólfssonar. Þeim varð þriggja barna auðið, sem öll em á lífi. Eyjólfur Aðalsteinn, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Sigur- rósu Jónsdóttur. Magnús, einnig búsettur í Reykjavík, kvæntur Mar gréti Gunnarsdóttur. Ingveldur, bú sett í Ólafsvík, gift Ríkharði Jóns- syni. Katrínu missti Magnús 26. maí 1949 Er Magnús fluttist til Ólafsvik- ur, bjuggu þau hjá svila hans, Al- exander Valentinussyni í Hlið- skjálf (Alexandershúsi). Alexand- er var kvæntur Ásdísi, systur Krist ínar. Árið 1904 byggði Magnús sér hús, er hann nefndi Aðalhól, er nú stendur á Ólafsbraut 28. Árið 1944 —1945 byggði Magnús, ásamt son- um sínum, hús, er hann nefndi Skógarhlíð, þar átti hann heima til dauðadags Þessum elsikulega, aldna vini mínum, kynntist ég ekki fyrr en hann var orðinn gamall maður, eða 82 ára Þá lágu leiðir okkar saman með því að ég flyzt hér vestur á Snæ- fellsnes, gat ég því ekki, svo vel sé, rakið ævistarf hans sem skyldi, það hefur og líka verði gert af þeim er hann hafa þekkt lengur. Þó vil ég reyna, í stómmdráttum að minnast þess helzta, sem mér er kunnugt um. Öll sín manndómsár starfaði hann hér í Ólafsvík, ým- ist við iðn sína eða við verzlunar- störf. Sæti i hreppsnefnd hins forna Neshrepps átti hann í tvö tímabil, eða i tíu ár samfleytt. Er hreppnum var skipt í þrjá hreppa, losnaði Magr.ús frá því starfi, sem honum mun hafa fundizt hvað ieiðinlegast af öllum störfum á lifsleiðinni, svo sagði hann mér pitt sinn, ar við ræddumst við, og veit ég fyri.- satt, að þeirri stund var hann fognastur, er hann losn- aði frá þeim kvöðum er seta í hreppsnefnd batt hann við, enda samrýmdusc þau lög ekki hugar arfari hans né velvild, er gömlu ’ireppalögin settu hreppsnefndat mönnum til framkvæmda fyrr á ámm. Minntist hann oft á hve sorg- legt það var, er fátæk og fyrir- vinnulaus heimili vom leyst upp, einmana mæður, forsvarslaus börn og örvasa gamalmenni vora flutt milli hreppi „fátækraflutningi“. Sannarlega vora það mikilmenni í hans augum, er þau ómannúð- legu lög námu úr gildi. Er bmna- bótafélag íslands var stofnað um 1916, gerðis> hann virðingamaður bmnabóta hér í Ólafsvík, og stefnu vottur var hann frá 1913. Þessum tveim embættum gegndi hann fram á síðustu ár. Þá era ótalin þau helztu áhugamál hans þijú, er áttu hug hans allan, en það voru kirkju- og trúmál, bindindisreglan og svo það afrek hans, er seint mun fyrnast yfir, en það vom rit- störf hans í áratugi. Árið 1902 gekk hann I þjónustu Góðtemplara reglunnar og staifaði þar æ síðan, heiðursfélagi í stúkunni Ennisfjólu var hann frá 1952. Sannur og heill var hann í trúmálum, það duldist engum er ræddi við hann, mál kirkjunnar vora ofarlega í huga hans, enda gekk hann snemma í þjónustu hennar og vann sleitu- laust í þágu sóknarkirkju sinnar i fimmtíu og tvö ár. Sem sóknar- nefndaimaður starfaði hann í 16 ár, m. a. formað'ur hennar í nokk- ur ár. Meðhjálpari var hann í full 52 ár, man ég sérstaklega hve hann í hjarta sínu gladdist, er formaður sóknarnefndar Ólafsvíkurkirk j u færði honum silfurbúinn staf á 85. afmælisdaginn. Þá hrærðist hann yfir hve innilega samborgarar hans mátu störf hans í þágu bæj- arfélags síos, um árabil, íbúunum til heilla. Þakklátum huga minntist hann oft þeirra presta, er hann starfaði rneð, en þeir munu hafa verið þrír. Séra Helgi Árnason frá 1882— 3908, kvæntui Maríu Ingibjörgu Torfadóttur Thorgrímsén verzlun arstjóra í Ólafsvík. Séra Guðmundur Einarsson frá 1908—1923, síðar prestur á Þing- völlum og á Mosfelli í Grímsnesi. Kvæntur Önnu Guðrúnu Þorkels- dóttur prests á Reynivöllum Bjarnasonar og séra Magnús Guð- mundsson t'ra 1923 til þessa dags. Kvæntur frú Rósu Th. Einarsdótt- ur prófasts í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd Þorsteinssonar Thorlaci- us. Átti hann að vonum mikla sam- vinnu við bessar ágætu fjölskyld- ur, og min-itist þeirra með hlýju og virðingu. Árið 1892 var hin gamla sóknar- kirkja Neshrepps innan Ennis flutt frá Fróðá ti] Ólafsrvíkur, vakti sá flutningur sársauka og deilur með- al hreppshúa Svo djúp spor mark- aði þessi flutningur hinnar gömlu sóknarkirkju, er hafði staðið á Fróðá frá f-yrstu tíð, að sum sókn- arbörnin afbám ekki þann missi og fluttu vestur um haf. Þó átti eftir, að vísu löngu seinna, að rísa frá gmnni ný kirkja í sveitinni, sem þá var orðin sérstakt hrepps- félag (Fróðárhreppur). Nýju kirkjunni var valinn staður þar sem fólksfjöldinn var mestur, það var í landi Brimilsvalla og var byggð 1923 Magnús mun hafa átt mikinn þátt i þeirri byggingarsögu, ásamt fleiri góðum mönnum þar um slóðir. Með hvaða hætti þáttur hans i þeirri sögu var, er mér ekki kunn- ugt um, okkur vannst aldrei tími til að ræða um þau mál, má þó að sjálfsögðu finna það í ritum hans. Þetta sýnir að hverju góðu mál- efni, hélt hann til streitu og af einlægri trúarfestu. Þá er ótalið það ævistarf hans, er lengst mun halda nafni hans á loft, en það em ritstörf hans. — Magnús har'ði sérstaklega fagra og hreina rithond og hélt henni ó- skertri fram á síðasta dag. Minr.ið var óbilandi og afar sérstætt, frá- sagnaxigleðin sönn og heil. Á eng- an var hallað, hvorki í orði né skrifuðu máli. Ég gat þess í upp- hafi að sáðkorn það, er rnóðir hans gróðursetti í bamssálina hef- ur rí'kulega borið ávöxt. Strax á bemskuárunum fór að bera á hve hann unni og nam all- an þjóðlegan fróðleik. Lífssaga samtíðarfólisins varð honum hug- stæðari en gengur og gerist. Ættfræði, persónufræði og við- burðir daglegs lífs fyrri ára, urðu að ómetanlegum gimsteinum í höndum hans og huga, anfur til ókominna kynslóða. Snæfellingar og ekki sízt við Ólafsvíkurbúar, megum vera minn- ugir þess, iwað hann skildi ómet- anlegan fjársjóð eftir sig, okkur til handa. Öliu var bjargað undan reka hins leiða gleymskufúa, slík björgunaratrek era því miður orð- in fágæt. Dagbók ntaði hann í samfellt 70 ár, skortir þar aðeins nokkra mánuði upp á. Síð'ast litaði hann í hana, sunnudaginn 7. apríl, þá var hann þrotinn kröftum. Hún er að vöxtum orðinn 17-18 bindi, þétt skrifuð og hlýtur, að hans fyxir- mælum, verðugan sess í Landshóka safni íslands. Ævisaga hans og endurminning- ar, em og líka stórar að vöxtum, eða 4—5 bindi, mun vera fyrir- hugað að gefa þær út. Því fyrr því betra. Frásagnir af löngu liðnum tím- um, þjóðsögur, sagnir af slysför- um og sérkennilegum atburðum, var vettvangur hans á ritvellinum, órjúfandi minnisvarði snæfellsks drengs, er uam fræðin um íslenzkt mannlíf við móðurkné. Átthögum sínum unm hann mjög og vildi hag þeirra sem stærstan, þó gleymdust ei bernskustöðvarnar við' Löngufjömr. Fæðingarstaður hans, Ytra-Skógarnes, stendur við iítinn vog við sjó fram, þaðan er útsýn fögur og tilkomumikil. — í vestri blaslr við Snæfellsjökull, hvelfdur og fagur, miðsveitis f jalla' hringurinn er umlykur Mikla- holtshrepp, Ljósufjöll, Hafursfell og fl. í austri hálendi Borgarfjarð- ar og í suðaustri og suðri, fjölíin umhverfis Faxaflóa og á haf út. Þessi ægifagra sýn greyptist inn 'i barnssálma og gleymdist aldrei, heldur mór. iði hana og styrkti. — Eftirfarandi staka sýnir vel, hvern hug hann bar til æskustöðvanna: Við Löngufjömr upp er alinn, oft þar skjól til hlés. Betri þá með byggðum talinn, bærinn Skógames. Magnús var vel hagmæltur, þó elcki væri í ailra eyrum, mun hann hafa farið fremur dult með það. Oft kom ég á heimili hans, eftir að kynni okkar tókust, mun þó ekki alltaf bafa verið venjulegur háttatími, c-r leiðir okkar skildu, tíminn hljóp frá manni, stund og stað gleymdust, frásögn hans var lífi gædd. Margir áttu erindi við hann, bæði gestir og heimamenn, gladdist haun mjög við heimsóknir vina sinna og kunningja. Hann var glaður og reifur, ræð- inn og skemmtilegur, hafði hann yndi af að' fræða aðra, jafnframt því að hlusta á góðar frásagnir ann arra. Síðustu æviár sín átti hann ró- lega ellidaga í skjóli barna sinna og tengdabarna, undi hann vel hlutskipti sinu og æðraðist ekki þótt elli sækti hann heim. Fyrir hér um bii tveimur árum varð hann að leggjast undir allmikinn uppskurð á sjúkrahúsi í Reykjavík, aftur Kom hann heim sæmilega hress. Á síðastliðnu hausti ákvað hann, samxvæmt læknisráði, að dvelja vetrarlangt 1 Reykjavík, meðal annars til að geta verið nær læknum sínum, ef á þyrfti að halda. Dvaldi hann á heimili sonar síns og tengdadMtur og hlaut þá beztu umönnun ei völ var á. Framhald á 11. síðu. T í M I N N, laugardagurlnn 8. júní 1963. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.