Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 6
Nýtt þing kemur saman í miðri vikunni, sem leið, var Alþingi sett. Það eru ætíð merk þáttaskil í viðburðasögu hvers árs, þegar þing kemur saman, en þó óneitanlega meiri, þegar um er að ræða nýkjörið þing, sem sezt á rök- stóla. Oftast er það svo, enda eðlilegt, að á eftir samkomu nýkjörins þings fara breyt- ingar á stjórn landsins og stjórnarstefnu. Engin sólar- merki sjást um það við þessa þingsetningu, enda hafa stjórnarflokkar þeir, sem með völd fóru síðasta kjörtíniabil, meirihluta enn, þótt naumari sé en áður, og hafa lýst yfir, að þeir muni stjórna landinu og það væri goðgá að segj,a, að þeir heföu boðað ný úrræði. Þrátt fyrir þetta eru þó meiri vonir bujidnar við þetta nýkjóma þing vegna þess, að Framsóknarflokkurinn er þar öflugri en áður. Hann var óumdeilanlega sigurvegari í síðustu kosningum, eini flokk urinn, sem bætti við sig þing- sætum, og kom fram i þvl vantraust þjóðarinnar á stjórnarstefnunni. Framsókn- arflokkurinn hefur nú 19 þingmenn í stað 17 áður, og sú aukning veitir miklu meiri áhrif á þingstörfin ekki sízt vegna aukinnar hlutdeildar flokksins i nefndum þingsins. Fylgisaukning flokksins með þjóðinni í þessum kosningum var svo mikil, að flokkurinn fékk nú stærra hlutfall at- kvæða en hanmhefur nokkru sinni haft siðusíu þrjátíu ár- in. Helztu einkenni kosninga- úrslitanna voru þau, að það kom í ljós, að stærri hluti þjóðarinnar en nokkru sinni áður skildi það, hve fram- farasinnuðum mönnum er það nauðsynlegt að samein- ast í einn stóran umbótaflokk til andófs gegn íhaldi og kommúnisma. Þessi breyting var svo skýr, að miklar líkur eru til, að þar sé um að ræða straumhvörf í íslenzkum stjórnmálum. Þrátt fyrir meirihluta ríkis- stjórnarinnar hefur Fram- sóknarflokkurinn meira bol- magn á þessu þingi en áður, til þess að berjast fyrir stefnu málum sínum, -htf þess mun hann neyta, svo sem kost- ur er. „Vandinn í dag” En að sjálfsögðu bíða menn þess með mestri óþreyju, að eitthvað bóli á úrræðum frá ríkisstjórninni í þeim vanda, sem að kreppir, og er að allra dómi — einnig stjórnarflokk- anna — svo mikill og augljós, að meiri en litil björgunar- tæki þarf til. í aðalmálgagni stjórnarinnar ríkir grafar- þögn. í Alþýðublaðinu er imprað á því, að stjórnin ætli að verja krónuna — en hvern ig, það er hulin ráðgáta. Vísir einn hefur birt rödd frá stjórn inni sjálfri. Sú rödd á að heita viðtal við forsætisráð- herrann, og menn hafa vafa- laust búizt við þvi, að nú fengist einhver bending um stefnuna, þegar þeir sáu í fyrradag stórfyrirsögnina, hafða eftir forsætisráðherra: „Vandinn í dag minni en 1960“. En það mun óhætt að segja, að aldrei mun íslenzk- ur ráðherra hafa látið hafa eftir sér það, sem þynnra var í roðinu, og það mun sama, hvort spjall þetta er lesið aft- ur á bak eða áfram, að menn eru jafnnær um úrræði stjórn arinnar. En þó að þunnt væri, tókst ráðherranum að setja fram nokkrar augljósar rang- færslur um ástandið, rang- færslur, sem bæði stangast við það ástand, sem blasir við allra augum, tölulegar stað- reyndir og fyrri yfirlýsingar ráðherrans sjálfs. Af þeim á- stæðum eru efni til að vikja nokkru nánar að grautargerð ráðherrans. Á kafi í feninu Fyrsta svar Ólafs Thórs við spurningu Vísis er þetta: „Alþingi mun að venju fjalla um mörg og mikilvæg mál. En mestu varðar að ráða fram úr þeirri hættu, sem vofir yfir efnahagslífi þjóðar- innar í dag“. Ólafur telur efnahags- ástandið nú vera „hættu, sem vofir yfir“. Hér er reynt vit- andi vits að villa um. Stjórn- in reynir að láta líta svo út, sem hættan sé aðeins yfirvof- andi enn ,en slysið sé ekki orðið og unnt að koma í veg fyrir það. Þjóðin veit, að þetta er rangt. Slys óðadýr- tíðarinnar er orðið. Stjórnin er ekki á barmi fensins, held- ur sokkin ofan í það. Björg- unaraðgerðir þær, sem gera þarf, eru bví ekki í því fólgn- ar að koma í veg fyrir fall í fen óðadýrtiðarinnar, held- ur að draga upp úr því. Því miður er ekki um það að ræða að koma í veg fyrir slysið, heldur að gera að sárum eftir slys og græða að nýju. Sárið, sem þessi ríkisstjórn hefur veitt efnahagslífinu, er hækk un dýrtíðarinnar um 50—60 af hundraði. Þetta veit þjóð- in, þó að forsætisráðherrann reyni að varpa ryki i augu hennar. „Vandinn í dag“ er lœkning en ekki heilsuvernd. Því er nú verr og miður. Og það er slysavaldurinn sjálfur, sem býðst til að gerast græð- Feimmo viðmetið Og næst segir forsætisráð- herrann: ; „Allar ríkisstjórnir i öllum löndum eiga við erfiðleika að etja, og ég viðurkenni fylli- lega, að rikisstjörnin á að eiga frumkvœðið i þvi að að benda a úrrœðin. Mér er auðvitað Ijóst, að við tals- verðan vanda verður að etja, en mér er líka Ijóst, að hann er heimatilbúinn. Og mér er enn fremur Ijóst, að vandinn i dag er miklu minni en þegar stjórnin tók víð völdum". Ekki verður nú hjá því kom izt að kveða upp úr með það, að ýmislegt er missagt í fræð um þessum, hvort sem for- sætisráðh. telur sér skylt að hafa það, sem sannara reyn- ist. Ólafur reynir fyrst að læða þeirri rangfærslu inn, að önnur ríki eigi við svipaðan vanda að etja í efna hagsmálum, að það hafi svo sem ekki farið verr fyrir ís- lenzku ríkisstjórninni en öðr- um. Þetta er víðs fjarri sanni. Meðaldýrtíðaraukning í Ev- rópulöndum s.l. ár varð 5— 6% en hún varð þrefalt meiri á íslandi að minnsta kosti. íslenzka ríkisstjórnin á algert met í Evrópu í óðadýrtíð síðustu misseri, og þess vegna er hér við miklu meiri og allt aðra erfiðleika að etja. Er Ólafur eitthvað feiminn við metið? Ólafur viðurkennir, að „við talsverðan vanda verði að etja“ og er það víst ekki of- mælt. Hann segir einnig, að vandinn sé heimatilbúinn og það er líka rétt, ef hann á við stjórnarheimilið, sem vart er ag efa. Þetta er nærri lagi hjá honum, en hins vegar hallast heldur en ekki, þegar hann segir, að vandinn núna sé miklu minni en þegar stjórn- in tók við, og það er barna- legt af Ólafi að reyna að snúa svona við einföldu talnadæmi. í tíð vinstri stjórnarinnar hækkaði dýrtíðin um 16 visi- tölustig, en það svarar til 8 núgildandi stiga. í tíð núver- andi stjórnar er hækkunin um 40 stig að minnsta kosti, eða 80 gömul stig. Dettur nokkrum í hug, að það sé létt ara að glíma við 40 stiga hækk un núna heldur en 8 stiga hækkun, þegar stjórnin tók við? Forsætisráðherra, sem reiðir sleggjuna til dóma á þennan hátt hefur ekki næga sjálfsvirðingu. Leyniráðin Þegar hér er komið við- talinu þykir Vísi tími til kom inn til þess að víkja beint að efninu, og hann spyr, hvaða úrræði sé nú um að velja, og Ólafur svarar: „Auðvitað hef ég í aðalefn- um gert mér grein fyrir þvi um hvaða leiðir er að velja, og ég hef llka gert mér grein fyrir því, hvaða leiðir ég te<l að eigi að fara og hverjum að hafna. Hins vegar vil ég ekki fara að skýra blöðunum frá því nú á samkomudegi Al- þingis’‘. Ólafur er sem sagt laun- drjúgur og þykist geyma ráð- in innan rifja, en hann ætlar ekki að segja frá þeim strax. Þetta eru einhvers konar leynivopn og leyniráð, sem stjórnin þykist eiga. Hún er í smáfeluleik við þjóðina og segir: Gettu. Hún er eins og krakki, sem veit ekki svar við spurningu en vill leyna því og segir: Jú, jú, ég 1æit þetta vel, en ég vil bara ekki segja ykkur það. Og enn segir Ólafur: „Meginatriðiö er að ná aft- ur því jafnvœgi, sem okkur hafði tekizt sio giftusamlega að ná og viðhalda allt fram á síðustu mán.u.ði". Já, misstu þeir jafnvægið, blessaðir. Eða voru þeir nokk urn tíma búnir að ná því? Þarna grípur Ólafur til lé- legrar skreytni. Getur hann bent á nokkurt misseri á öll- um stjórnartimanum, þegar jafnvægi hefur haldizt í dýr tíðarmálum? Hann veit að alltaf hefur hallazt meira og meira á ógæfuhliðina. Stjórn in lagði ön sín lóð á dýrtiðar skálina þegar i upphafi. Sam vinnumenn beittu sér fyrir nokkrum jafnvægisráðstöfun um 1961, og þá gafst stjórn- inni tækifæri til að ná nokkru jafnvægi. En hún ærðist og varpaði björgum á dýrtíðarskálina aftur með hefndargengislækkuninni. — Dýrtíðarnálin flaug upp. En nú segir Ólafur, að þeir hafi náð jafnvægi og melra að segja haldið því fram á síð- ustu mánuði!! Skyldi nokkur brosa? Er Ólafur búinn að gleyma því, að við síðustu áramót sagði hann svo í hátiðaræðu orðrétt: „Hins vegar játa ég hispurs laust, að enn hefur ekki tek- izt að ráða niðurlögum verð- bólgunnar.“ Þarna játar Ólaf ur blátt áfram, að jafnvægi hafi ekki náðst, hvað þá að tekizt hafi að halda því „fram á síðustu mánuði“. Það er leiðinleg slysni að hnjóta svona um sjálfan sig og fer einkar illa forsætisráðherra. Fylgið mér Og svo kemur að sjálfsögðu dagskipun herforingjans mikla til þjóðarinnar. Ólafur segir næst í viðtalinu: „Nú, sem ella, á þjóðin allt undir sjálfri sér. Vvlji hún hlita þeim úrræðum, sem ég tel vera fyrir hendi, og að öðru leyti sœtta sig við þau kjör, sem þjóðarbúskapúrinn bezt getur boðið, þá er henni borgið“. Fylgið mér, segir Ólafur, hlítið mínum ráðum, og þá er ykkur borgið. Þetta er stór mannlega mælt en bendir til þess, að Ólafur sé ekki á réttri hillu sem forsætisráðherra á íslandi, heldur hæfi svona orðalag og stefnuyfirlýsingar betur þar, sem vald stjórn- andans er einboðnara. En ef til vill er það eimu’*4- 1eyni- Framliaif 1. T í M I N N, sunnudaginn 13. október 1963. — t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.