Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 13
ÁFENGISMÁL Framhald af 9. síBu. tfriði á samkomum eða setja annan ómenningar-svip á þær. Hcimilisbölið. Þó að samkomuspjöllin séu mik- ið umtöluð, eru þau vitanlega smá- imunir hjá því heimilisböli, sem of- drykkjan veldur, og oft er þyngra en tárum taki. Enginn veit tölu þeirra heimila í landinu, sem þjást meira og irninna undir fargi drykkjuskapar- ógæfunnar. Mörg eru í rúst'um, önnur lömuð. Fjármunum er kast- að á glæ. Vinnukraftur fer for- görðum. Hæfileikar glatast og og verða að engu. Börn eru alin upp eins og skuggaplöntur. Slysin og i^lysahættan. Aldrei hafa slys á vegum ís- llands orðið jafn mörg af völdum ölvunar á sambærilegum tima, eins og þau eru orðin það, sem af er þessu ári, að því er skýrslur lí*>'ma. Sagt var frá því í fyrra mánuði í dagblaði, að lögreglan í Reykja- vík væri þá búin að taka rúmlega 400 ölvaða ökumenn frá stýri á þeim 8 mánuðum ársins, er liðnir vorú, eða um 50 bílstjóra til jafn- affar á má.nuði. Hvað ætli margir ölvaðir hafi þar að auki komizt fram hjá iögreglunni? Af því#að ástandið er svona, getur í raun og veru hver maður, sem stigur inn í bíl, átt von á því, að einhver ölvaður ökuþór, keyri á hann. Þetta er óhugnanlegt. Alls st'aðar þar, sem Bakkus hefir hönd í bagga hjá þeim, er stýrir för, er hættan yfirvofandi. Sömu lögmál gilda um það á landi, í lof i og á sjó. Slys, er varða almenning, er að óttast á ótal vettvöngum: Hvaff getur leitt af því, ef lækn- ið eT drukkinn við að gegna skyldustörfum? Eða ef lyfjafræðingur er ölvað- ur við að setja saman lyf? Eða ef fulltrúi landsins gerir gefur mikilsverð fyrirmæli um tæknileg atriði stórframkvæmdar? Eða ef fulltrú landsins gerir milliríkjasamning undir sterkum áhrifum „sjússa'-? Með þessu er að engum einstök- um mönnum sneitt. Það skal skýrt ÍBÚÐIR íFrambald al 9 síðu ) bílnúmerunum að dæma, virðist annar hver maður eiga bíl; þau eru yfir tvö hundr- uð þúsund, en íbúar borgar- innar ekki nema um fjögur hundruð þúsund. Bílarnir á götunum eru eins og mý á mykjuskán. — Ég sé, að þú ert lika bú- inn að eignast bil þar. — Það er nú kærastan mín, sem á hann, og það var forríkur frændi hennar, sem gaf henni hann. En hún er alls ekki rík, þó að hún sé af aðalsættum. — Ég heyri að þið talizt við á ítölsku. Er hún þá ekki ítölsk? — Nei, hún er þýzk, fædd í Svartaskógi. En við kynnt- umst i Flórens, þar sem hún stundar háskólanám í róm- önskum málum og heim- speki. rlún er mesti tungu- malahestur, er talandi á fimm tungumálum. Ekki hef- ur hún lært að tala íslenzku þennan stutta tíma, sem við höfum verið hér, en hún skil- ur þó nokkuð. — Hvað ætlarðu að gera að að loknu námi í listaháskól- anum? Setjast að úti, halda sýningu hér heima, eða hvað? — Ég hef ekki ákveðið það enn. Þó vona ég, að ég komi heim að sumri og hafi þá meðferðis nóg af myndum, sem ég er ánægður með, og setji þá saman sýningu. 1 « KAUPFfiLAG EYFIRÐINGA AKJIRKYRI SMJORLIKI VORT GULABANDIÐ og FLÖRA ásamt KÓKOSSMJÚRI og KÖKUFEITI. Heildsölubirgðir hjá SÍS, afurðasölunni Reykjavik. — Simi 32678. Smjörlíkisgerð KEA Akureyri — Sími 1700 Ui • •• jíí Ss: ««G «00 • •• «S0 «KO iii J*0 «0 Joo «0 ««« i:: • 00 f •• 20« • • 09 S«e • • ::: ::: sis SUÐURNES — ÞORLÁKSHÖFN Húsnæði óskast fvrir veitingastofu á Suðurnesj- um eða Þorlákshöfn. Tilboð sendist í Box 921, Reykjavík. FRAMTÍÐARSTARF Viðskiptafræðángur — Endurskoðun Óskum eftir að ráða v’ðskiptafræðing eða mann með reynslu í hókhalds- og endur- skoðunarstörfum til stárfa á endurskoðun- arskrifstofu vorri. STARFSMAN NAH ALD fram tekið. En hættusvæði eru nefnd, og þó aðeins fá, því þau eru í öllum áttum. Aðflutningsbann og fram. Ieiðslubann. Ef skynsamlega er með vín far- ið og af fullri gát, hefir það kosti. Aftur á móti er það svo vandmeð- fariff og reynist mörgum svo háska legur ofjarl, að ef hægt væri að útrýma því, væri sjálfsagt að gera það. En vínandanum er ekki hægt’ að útrýma úr ríki nátt- úrunnar. Aðflutningsbann áfengis væri að sjálfsögðu hægt á pappírnum að lögleiða á íslandi og fram- leiðslubann um leið innan lands. En þau bönn mundi ekki takast að framkvæma, svo til heilla yrði. Sú löggjöf myndi l'eiða af sér lög- brotahringiðu. Um slíka úrlausn er því að mínu áliti tómt mál að tala. Þaff er hart' að verða að slá því föstu, að ekki sé vinnandi vegur að gera þannig allt áfengi útlægt og uppræta með þeim skjóta hætti áfengisbölið. En sér nokkur ráð til þess í alvöru að tala? Verða menn ekki í þessu sem mörgu öðru að glíma við van- þroska sinn og reyna að sigra , hann á þeim velli, sem lífið hasl- I ar, og leitast félagslega við að hljálpa hverir öðrum í þeirri glímu með tiltækum ráðum, þó ekki séu alvirk? Verzlun ríkisins með áfengi. Ýmsir hafa að því fundið, að ríkið skuli flytja inn áfengi og framleiða áfengi. Víst er það fljótt á litið öfugsnúið, að þjóðfélagið skuli hafa þennan tjónvald fyrir tekjulind. Á fjárlögum þessa árs er áætl- affur rekstrarhagnaður fyrir ríkis- sjóð af Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins: kr. 324.500.000,00. Er það nálega sjöunda hver króna af fjár- lagatekjunum, sem þannig er feng- in. Líklega eru um 3/5 fúlgunnar tekjur af áfengissölunni. (Eg hefi ekki við höndina sundurliðun á því). Tóbaksnautn er fánýt nautn og skaðvaldur einnig, þó að ekki fylgi henni jafn stórfelldur og bráð- verkandi háski og vínnautninni. En úr því að áfengi og tóbak er til og verður ekki með allsherjar- banni tekið af „óvitunum“, — er þá annað réttara, en samfélagið taki til sín hagnaðinn af sölu þess- ara vara, eins og íslenzka ríkið gerir? Það tekur allan hagnað áfengisverzlunar og heildsöluhagn að tóbaksverzlunar? Ættu aðrir frekar að fá þann hagnað. Nei, — auðvitað ekki. En miklar skyldur fylgja þessari fjáröflun rikisins. Skaði þjóðfélagsins og skyldur þess Að' sjálrsögðu er bölið og tjón- ið, sem menn hljóta af ofnautn áfengis og tóbaks, fyrst og fremst persónulegt — og fjölskyldulegt. En um le/ð bitnar það líka á þjóð félaginu. Cidrykkja gerir þá, sem henni lúta, bagaða þjóðfélags- þegna, sóunarmenn, brigðula me.in sem ekki standa undir sínu í sam félagi-iu, hvað þá meiru, — og suma hætiulega umhverfi sínu vegna slysrn' og afbrota. Það er óumdeilanleg skylda pjóðfélagí’.ins, að gera allt, sem i þess vald; stendur, til þess að hjálpa í þfssum efnum eigi síður en öðrum þeim, sem eru hjálpar þurfar. Búa drykkjusjúkum skd- yrði til .ækningar og verkefni við hæfi. Styðja aðstandendur ef þeir eiga vök að verjast. Og um fram allt verður þjóðfélagið að Vosta kapDS um að ala fólk sitt frá blautu öarnsbeini þannig upp aö það fái þroska til að geta lifað sómasamlegn lífi í heimi þar sem „sjóli hæða“ lætur angansterka tobaksjurt og ..fögur vínber vaxa“. ,.Lengi er guð að skapa menn“ Þessi orð Arnar skálds éru því miður sönn. Nú á síðari hluta 20. aldar er ástand þjóðar okkar um neyzlu og pieðferð áfengis ægilega uggvæniegt Afturkippur hefur orðið. Margar hefur af þeim sök um sannariega um sárt að þinda. Og útlit er helzt fyrir, að sárs- aukinn muni enn eiga eftir að vaxa áður en sá þroski næst, sem að haldi kemur fyrir þjóðina í þessum efnum. Hryggðarsagan úr Þiórsárdal í snmar orkar ekki íJraumhvörfum, þó að hún kæmi vj'k hjartað í mörgum. En sú ætti að geta komið tíð, að maðurir.n komist á það þroska stig sköpunar, að hann verði Bakk- usi yfirsterkari. Hver er sá, sem ekki vill að það verði — og sem allra fyrst? Hagnaður áfengissölunnar Það ætti að nota hagnað'inn af áfengissölu ríkisins. svo sem við verður komið, til þess að efla bind indisstarfsemi, kemur hófsemi í neyzlu áfengis og til að gera að sárum af ^völdum Bakkusar. Aðalfrarr.lagið á fjárlögum beint til þessara hluta af hagnað'i áfengissölunnar er tillagið í Gæzlu vistarsjóð 2,5 millj. kr. Þetta er lítil fjárhæð, þegar litið er á hina stóru gróðafúlgu og hin miklu við- fangsefni. (iæzluvistarsjóður á að standa straum af kostnaði við framkvæmd laga um með'ferð öl- vaðra manna og drykkjusjúkra (Nr. 55. 25 maí 1949) og reisa gæzluvista’-hæli. Auðvitað hefur ríkissjóður önn ur bein og óbein útgjöld í ýmsum greinum vegna áfengismála, t. d. í sambandi ”ið löggæzlu, dómstörf og fræðslu í skólum. Allt er þetta smávægilegur tilkostnaður, ef hann er borinn saman við heúd- artekjurnar Ákvæði 31. greinar Áfenglslaga (nr. 58., 1954) Greinilega kemur fram í áfeng- isiöggjöfinni að sú skylda er lögð skólum landsins á herðar að fræða reskuna um hættuna. er stafar af ofnautn áfengis og hver sé örugg- asta Ieiðin til að forðast hana. Ákvæði 31. gr. löggjafarinnar hl'jóða svo um þetta: „f öllum skólum, er opinbers styrks njóta, skal fara fram fræðsla um áhrif áfengisnamnar. Sérstaka áherzlu skal leggja á að upplýsa, hvaða áhrif ofnautn áfengis hefur á lík- ama mannsins, vinnuþreH, siðferð- isþroska hans og sálarlíf, á heim- iii manna, umgengnisvenjur og al menna siðtágun. á fjárhag einstak lmga og þjóðarinnar, á öryggi í vandasömu starfi og atvinnu manna almennt. Enn fremur skal veita fræðslu um það, hver sé ör- uggasta leiðin til að forðast of- nautn áfengis. Fræðslumálastjórninni skal skylt að sjá svo um, að skólarnir eigi þess jrfnan kost að fá hent- ugar kennslubækur og kennslu- kvikmyndir til fræðslu um áhrif áfengisnautnar eftir því, sem við á á hverju skólastigi. Ráðherra setur með reglugerð nánari fyrirmæli um fræðslu sam- kvæmt þessari grein, þar á meðal um fjölda kennslustunda í hverj- um skóla.1' Menntamálaráðuneytð gaf út reglugerðina 21. júlí 1956. En kvað svo? Hafa menn orðið varir um sterk áhrif frá skólunum til umbóta á þessu sviði? Skólarnir Bru réttir r.ðilar að öllu leyti. Til þeirra er fullkomlega réttmætt að gpra miklar kröfur um viðleitni ti! uppeldislegra áhrifa gegn á- feugisbölinu. Þarna mun yfirleitt exki vel að verið. Kmdindlsdagurinn Dagurinn í dag — sunnudagur- inn 13. okt. — hefur verið valinn af „Landssambandinu gegn áfengis bo)inu“ til tess að vera sérstakur umræðudagur þessara stórkost- legu vandamála. Ætlazt er til, að á þessum degi láti enginn undir höfuð leggjast að skoða hug sinn og afstöðu til þess háska, sem þjóð ín er stödd t vegna ofneyzlu áfeng is Hver gelur verið áhyggjulaus. þegar dænusagan um drukknu músina, sein ögraði kettinum, er daglega að sannast á vitibornum mónnum? Bindindisdagurinn kem ur við þjóðlífskviku — og það á hann að gera. Sá, sem ekki finn ur til viff snertingu dagsins, er varla manniegur. Hitt er svo annað mál, að ráð til úrbóta, svo dugi, eru vandfund- in Sumir vona að vísindin finni iyf til að gera menn „ónæma“ fyr- ir áfengisástríðunni, er þjáir sumt fólk eins og óviðráðanlegur sjúk- dómur eða álög illra norna. Sú von er engín fjarstæða en þess konar bölvabót er enn ekki fyrir hendi, því miður. Almenningsálitið er mikill mátt- ur. Hér skortir á að það vinni gfgn ofdrykkjunni. Mundi ekki liggja næst, að hver maður iegði sitt lið, til þess að skapa í landinu þa* almenningsálit, sem telur merkjanlega ölvun til vansæmdar? Það almennmgsálit mundi miklu orka til lagfæringar. Sjálfsagt er að gera strangar kröfur tii skóianna um, að þeir vanræki ekki uppeldislegar skyld ur sína: á sviði þessara mála. Hiklaust verður að beita lög- regluvaldi og dómsvaldi til þess að aga ölæðinga og firra aðra ágangi þ’irra. Ekki má spara gróðann af Áfeng isverzluninni til skynsamlegra að- gerða í þágu þess fólks, sem ekki þolir sambúðina við vínandann. Skylt er af ríkisins hálfu að búa sem bezt í hendur fólki því, sem vinnur samkvæmt embættisskyldu eða sem sjálfboðaliðar að bind- indissemi í landinu. Karl Kristjánsson NÍRÆÐ Framhald af 7 síðu. höllinni minjasaftn sitt um ís- lenzkan heimilsðinað. Starfsdagur Halldóru Bjarna- dóttur er orðinn með fádæmum langur. Segja má sem sanni, að í milli 70 og 80 ár hefur hún unnið að uppfræðslu- og menn- ingarmálum, auk þess að hafa í æsku aflað sér haldgóðrar og fjölbreyttrar menntunar og þroska. Og hún er ekki af baki dottin enn, þótt hún eðlilega hafi nú dregið saman seglin. Nú situr hún við það norður á Blönduósi „að berja saman bók um vefnaðinn á öldinni, sem leið“, eins og hún segir sjálf, 90 ára gömul. Hún á að skila hand- ritinu núna um miðjan mánuð- inn. Hún ber aldurinn frábær- lega vel, er létt í spori og tein- rétt og ber íslenzka þjóðbúning- inn með tiginmannlegri reisn, eins og hún hefur gert alla ævi. Líf hennar og starf er á marg- víslegan hátt sígild fyrirmynd, sem þjóðin öll þakkar og dá- ist að. Páll H. Jónsson frá Laugum. T í M I N N, sunnudaginn 13. október 1963. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.