Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.04.1935, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.04.1935, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Scotland Yard - frægasta leynilögreglulið heimsins. HIN SVONEFNDU kistumorð virðast vera komin í móð á Englandi. Auk þeirra tveggja morða, sem framin voru á þann hátt í Englandi síðast liðið ár, hefir lögreglan nú fengið ennþá eitt mál til meðferðar. Um helmingur allra hinna frægu leynilögreglumanna, sem eru í þjónustu Scotland Yards og eru um 950 að tölu, hafa tekið iþátt í því að reyna að varpa ljósi yfir hin leyndardómsfullu morð, sem valdið hafa hinni víðtækustu lögregluleit, sem nokkurn tíma hefir verið hafin í Englanði. King- Cross-járnbrautarstöðin hefir ver- ið umsetin af fjölda leynilög- reglumanna, sem athugað hafa hvern einasta ferðamann, sem þar hefir farið um. Einnig hafa kistu- smiðir orðið að taka á móti heimsóknum Ieynilögreglumanna, sem hafa komið með myndir af hinum fundnu kistum', í von um að kistusmiðirnir þektu þær aftur. f vitund manna hvílir eitthvað rómantískt og dularfult yfir orð- unum Scotland Yard, og menn bera sérstaka virðingu fyrir hin- um stóru, rauðu húsum, sem liggja hérumbil í miðri Lundúna- borg, að eins örfá skref frá Par- lamentshúsinu, dómkirkjunni og stjórnarbyggingunum. f bygging- unum eru 2500 tonn af granit, sem fangarnir í Dartmoor-fang- elsinu hafa unnið. Stœrsta og merkastq glœp' m nna- skrá veraldarinnar. Á vorum dögum er glæpafræð- in orðin að vísindagrein, og kem- ur þó fyrir, að rannsókn glæpa- mála krefur mikils undirbúnings. Með margra ára viðfangsefnum og rannsóknum hefir Sootland Yard fengið þann skóla, sem veit- ir slíka fullkomnun í starfinu, sem raun ber vitni. Á síðustu 2—3 árum eru þó 3 stórglæpamál, sem Sootland Yard hefir ekki tekist að upplýsa, og er það ekki mikið, þegar þess er gætt, að í Lundúnaborg, sem tel- ur 8 milljónir íbúa, eru drýgð um 25 morð á ári, og það eru ekki ætíð beinlínis viðvaningar, sem drýgja morðin. Lögreglumenn frá öllum lönd- um veraldarinnar ferðast til Lundúnaborgar til þess að læra af Scotland Yard. Og þar eru færustu sérfræðingar í öllum þeim greinum, sem að glæpafræði lúta. Þar eru sérfræðingar i rétt- arlæknisfræði og réttarefnafræði. Þar eru menn, sem fást við rann- sóknir á tóbaki og konfekti, sér- fræðingár í andlitssnyrtingu og vopnasérfræðingar. En merkileg- ust er ef til vill sú deildin, sem heldur glæpamanna-albúmið, þar sem geymd eru ekki færri en 510 000 fingraför, og stöðugt bæt- ist við. Daglega fær þessi deild send utan úr heimi fingraför, sem hún er beðin að ákveða. Og oftast nær getur hún gefið fullnægjandi svör ásamt dálítilli lýsingu af mannin- um, sem orðið hefir svo óheppinn að skilja þessi fingraför eftir. Lýsingunni fylgir frásögn um starfsaðferðir glæpamannsins, og er lýsingin tekin úr spjaldskrá, sem fylgir fingrafara-albúminu. Verð viðtækja er lægra hér á landi, en í öðrum löndum álf- unnar. Viðtækjaverzlanin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæmviðskifti ennokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanirkoma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til reksturs útvarpsins.almennrpr útbreiðsluþessogtilhagsbótaútvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert heimili. Lækjargötu 10 B. Sími 3823. BARPiETT, einn af frægustu leynilögreglum'jnnum Scotland Yard. Lögreglumznn í bílum. Um leið og tilkynt er, að þjófn- aður, innbrot eða morð hafi verið framið einhvers staðar í borginni eða nágrenni, eru leynilögreghi- menn sendir út í bílum. Bílarnir eru að útliti ekkert frábrugðnir venjulegum einkabílum. Þeir eru bygðir eftir amerísku sniði og eru útbúnir með viðtækjum. Er leitinni stjórnað með aðstoð þess- ara viðtækja, eftir því sem þörf krefur. Einnig eru lögreglumenn- irnir vel búnir að vopnum og myndavélum. Glæpamenn eru ekki ónámfús- ari en aðrir menn. Þeir haga nú verkum sínum eftir amerískri fyr- irmynd og ráðast á opinbera starfsmenn og opinterar bygg- ingar um bjartan dag. Þetta var orsök þess, að farið var að senda leynilögreglumennina á staðinn sem allra fyrst, og hefir það mjög aukið á öryggi manna. Auk hinnar fyrstu eftirleitar starfar bílalögreglan ei.nnig að því að safna efni til rannsóknar, sem verða mætti til þess að gefa upp- lýsingar um málið. Menn, sem staddir eru á staðn- um, þar sem glæpurinn er fram- inn, eru yfirheyrðir, og grunsam- legir menn eru fluttir til Scot- land Yard og yfirheyrðir þar. Auðvitað hefir Scotland Yard' eins og önnur leynilögregla orðið fyrir árásum, ef mönnum fanst ganga seint að upplýsa eitthvert glæpamálið, eða þegar málið f .kst aldrei upplýst. En altaf hefir þó verið viðurkendur dugnaður og skarpskygni starfsmanna Scot- land Yards. Rétt áður en stríðið brauzt út voru drýgð nokkur morð, sem upplýst voru með miklum digur* aði. Menn muna kannske ennþá eftir „baðherbergismorðingjan- um“, sem hafði fjögur mannsmorð á samvizkunni, þegar Scotland Yard tókst að ná tangarhaldi á honum. Og ef til vill minnast menn ennþá hins óvenjulega glæpamanns, kvennamorðingjans Jack the Ripper, sem átti sér enga hliðstæðu, nema ef vera skyldi fianski kvennamorðinginn Landru- Einn hinna dýrslegustu glæpa- manna hét Kúrten. Hann lauk lífs- skeiði sínu á höggstokknum i. Þýzkalandi. Hjólspor leida til gálgans. t Nú skulum við taka nokkur dæmi úr glæpasögu Lundúna- borgar til sönnunar skarpskygni og dugnaði Scotland Yards. Sunnudeg nokcurn 1927 fanst Gutteridge lögreglumaður skotinn til bana á þjóðvegl í Essex. Menn höfðu enga hugmynd um morð- ingjann og enginn hafði heyrt skothvellina. J. Berrett leynilög- reglumaður fékk málið til með- ferðar. Hann hóf þegar rannsókn í því. Fyrsta sporið var það, að til- kynt var, að bíl hefði verið stol- ið frá lækni nokkrum í ná- gienninu. Bíllinn fanst, og á einni hjólhlífinni fundust blóð- blettir. Einnig fundust nokkur grasstrá á hjólgúmmiinu. Við rannsókn kom í ljós, að grasiðí var frá morðstaðnum. En hefði morðinginn farið í bílnum, hlaut morðið að hafa verið framið kl. 3,40 um nóttina, samkvæmt ben- zíneyðslunni og þeim hraða, sem bíllinn sýndi. Til þess að ákveða Jietta betur lét Beriet rannsaka betur vegina, sem lágu í grend við morðstað- inn. Kom þá í ljós, að bíllinn hafði farið eftir mörgum hliðar- •vegum í grend við morðstaðinn..

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.