Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.04.1935, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.04.1935, Blaðsíða 6
6 Elnkennilegur tann- lœknir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þjóðvierji einn hefir reiknað pað mjög nákvæmlega, hvernig hann hafi eytt æfi sinni, en hann er nú 80 ára gamall. Hiann hefir sofið í 26 ár 312 daga 18 tíma og 20 mínútur. Unnið hefir hann í 21 ár, 95 daga, 14 tíma og 40 mín. Hann hefir borðað og drukkið í 5 ár, 346 daga, 16 tíma og 45 mín. í rúmlega 4 ár hefir hann verið í leyfi. 3 árum 234 dögum heflr hann eytt í að fara til og frá vinnu sinni, og blöð og bækur hefir hann lesiðj í 1 ár, 243 daga og 7 tíma. 28 dögum hefir hann eytt í að loka dyrum, 39 dögum og 18 mínútum í að taka af sér skóna og fara í pá, og loks hefir hann eytt töluverðum tíma í að neikna petta alt út. Einkennilegasti tannlæknir heimsins er nýlega látinn. „Se- guah“, sem var mjög þektur „læknir“ fyrir 30—40 árum, dó fátækur og yfirgefinn. Hið rétta nafn hans var Hannaway Rowe. 1.916 var skýrt frá því opinber- lega, að „Seguah" væri dáinn, en hann mótmælti fregninni sjálfur. Þegar Seguah" var á tindi frægðar sinnar, ferðaðist hann hringinn í kring um hnöttinn með stóra hljómsveit nokkurra oow- boys og Indíána. Hann var mjög ríkur í þann tíð og vann sér aðallega auð með því að draga tennur úr fólki. 1 þeim bæjum, borgum og þorpum, sem hann kom til, setti hann upp tannlækn- ingastofu í tjaldi sínu á torginu, og þar gátu menn með tannpínu fengið dregnar tennurnar út, og til þess að draga úr sársaukanum, eftir því sem hann sjálfur sagði, lét hann hljómsveitina leika há- vaðasöm lög! Meðan ófriðurinn mikli geysaði átti hann mjög erfitt með að komast af. Hann varð næturvörður í Southampton, og hið eina sem hann að síðustu hafði eftir til minningar um frægð sína og mikilleik var gullfesti, er hánn bar um hálsinn! Suartar miðaldir Nýlega bar það við í borginni Iluioe í Tjekkósióvakíu, að komið var með 18 ára gamla stúlku, Maríu að nafni, á sjúkrahúsið þar, og var hún mjög illa til reika. Við læknisskoðun kom í Ijós, að hún var með djúp og mikil bruna- sár víða á líkamanum. Stúlkan var yfirheyrð og skýrði hún þá frá því, að fóstra sín og mágur hennar hefðu brent sig með glóð- rauðri járnstöng til þess að hún gæfi upp nafnið á elskhuga sín- um, en frændi fóstrunnar vildi óður giftast henni. Frændinn hefir nú verið dæmdur til langrar fang- elsisvistar. Um daginn, þegar NaziSta- stjórnin þýzka ákvað að slíta Versalasamningunum og lögleiða almenna herskyldu í Þýzkalandi, kallaði Hitler alla útlenda blaða- menn í Berlín á sinn fund og skýrði þeim frá sínu sjónarmiði í þessum málum. Sést Hitler á myndinni, sem tekin var við þetta tækifæri, og er hann í miðið. Göbbels er þar og staddur, og er hnakkinn á honum auðþektur og hinn þvengmjói háls hans. Síðasta skotið í heims- styrjöldinni Nýlega er látinn í sjúkrahúsi í Englandi maður að nafni William Arthur Whitting. — 11. nóvember 1918 lá hann í fœmstu vígvallar- línu. Aljt í ei'nu heyrði hann kvein frá særðum manni, er lá einhvers staðar úti á vígvellinum. Whitt- ing þaut upp og hljóp af stað í þá átt, er hanm hafði heyrt veinið úr. Yfirforingi hans hrópaði á eftir honum: „Bíddu að eins nokkrar mínútur — þá er stríðið útí og engin hætta að hlaupa fram.“ En í því reið skot af og Whitting féll tii jarðar. —, Þetta var síðasta skotið, sem skotið var í heimsstyrjöldinni, því að á sömu mínútu kom hraðboði með til- kynningu um að ófriðnum væri lokið. Whitting beið þess aldrei fullar bætur, að hafa ekki viljað bíða. Góð laun. Busby Berkley heitir sá, sem samdi lögin, sem leikin voru í kvikmyndunum „42. gata“, „Allir leiðir liggja til Róm“, „Gullgraf- arar“ og „Undrabarinn". Busby Berkley fékk 100 þúsund dollara fyiir hvert lag. Þcegileg deyfing. Enskt vikubiað skýrir frá þvi, að þýzkir og enskir læknar séu nú farnir að nota nýtt deyfingar- lyf í staðinn fyrir „ether" og „klóröform". Heitir þetta nýja lyf „Ehripan“. Áhrif lyfsins koma þegar í ljós eftir 30 sekúndur, og er þá hægt að byrja á aðgerðinni. Þegar sjúklingurinn vaknar finn- ur hann engin áhrif af lyfinu. Hvernig notar pú tímann? Alexandrina drotning. Alexandrina drotning veiktist eins og kunnugt er mjög snögg- lega í Stokkhólmi, þar sem hún var í trúlofunargildi Friðriks son- ar' síns og Ingrid prinzessu. Drotningin var skorin upp, og er hún nú í þann veginn að verða albata. Á fimtudaginn fór hún heim til Danmerkur. Rðií d yðar á silfurpSðtnniiL Skemtilegasta raýnngin. Leitið upplýsinga i

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.