Alþýðublaðið - 19.08.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1948, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 19. ágást>.1948- - i ^iiVhJiwJwwii wrg^pw.1' i f i|iinwi iii.ni .i ’[|»yw|, » Útfefanðl: AIJ)ýðuflokknrlna Bitstjórl: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Heigi Sæmundsson Bitstjómarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. .r Aðsetur: Alþýðuhúsið. r Alþýðnprentsmiðjan hJ. ,Þar, sem engin æi er lil, ekki er von að blæði' Á KOMANDI HAUSTI eru liðin tíu ár frá því að Kommúnistaflokkurinn ís- lenzki breiddi yfir nafn og númer og .tók upp hið langa og fj arstæðukennda nafn Sameiningarflokkur albýðu Sósíalistaflokkurinn. Hefur Þjóðviljinn tilkynnt, að hald ið verði upp á afmælið með mikilli viðhöfn og flokks- mönnunum gert í tilefni þess að vinna kraftaverk á sviði fjársöfnunar í þágu flokksins. , Þjóðviljinn segir. að tíu ár séu ekki langur tími í flokks ævi venjulegra flokka, en um Sósíalistaflokkinn gegni öðru máli. Þetta eru orð að sönnu. ,,Sósíalistaflokkurinn hefur á liðnum tíu árum sannað til- gang sinn á svo óyggjandi hátt, þótt góðu heilli' hafi honum ekki tekizt að fram- kvæma það. sem fyrir hon- um vakir, að enginn þarf leng ur að vera í vafa um, hvers konar flokk hér er um að ræða. Fer naumast illa á því. að þessi atriði séu tekin tií tpokkurrar athugunar í til- efni af afmæli flokksins, enda vonandi, að ekki verði ásfæða til slíks að liðnum öðr um tíu árum. Þjóðviljinn segir. að Sósíalistaflokkurinn hafi þeg ar í upphafi orðið forustu- flokkur íslenzkrar alþýðu og tæki hennar í sókninni til betri lífsskilyrða, og að á þessum tíu árum hafi ótrú- lega mikið áunnizt. Þetta eru fögur orð, en hvað kem- ur til þess, að Þjóðviljinn reynir ekki að telja upp hin bættu lífsskilyrði alþýðunn- ar og aðra sigra í hennar þágu. er fengizt hafi að frumkvæði „Sósíalistaflokks ins?“ Þau skyldu þó ekki eiga við í þessu sambandi orð skáldsins. að ,,þar sem engin æð er tiþ ekki er von að blæði“. ,,Sósíalistaflokkurinn“ var ekki stofnaður til þess að bæta lífsskilyrði alþýðunnar, enda hefur honum ekkert orð ið ágengt í því efni. Hann tók við hlutverki Kommún- istaflokksins sáluga í íslenzk um stjórnmálum og á sviði íslenzkra verkalýðsmála. Á vettvangi st.jórnmálanna hef ur hann ekkert lagt af mörk um nema óstjórn Brynjólfs Bjarnasonar og Áka Jakobs- sonar. meða.n þióðin var svo ógæfusöm að hafa þá fyrir ráðherra. En þjónkun hans og þjónusta við erlent stór- veldi hefur verið hin sama og Kommúnistaflokksins í Eigum við að kaupa nýjar vegavinnuvélar frá Bandaríkjunum? — Forseti slysavarnafélagsins skrifar bréf að gefnu tilefni. ÞAÐ ERC UPPI umræSur um það hvort við eigum að kaupa nýtízku xmdraverkfæ til að Iegg-ja vegi, frá Bandaríkj unum. Bandarískur iðjuhöldur hefur rætt við íslenzka áhrifa- menn og hann vill selja. Ekk- ert hefur heyrzt frá íslenzku áhrifamönnunum, en Þjóðvilj- inn vill ekki kaupa. ÉG VEIT EKKI hvort við -þurfum að kaupa vegavinnuvél ar fyrir 300 þúsund dollara, hef ekkert vit á því. En vegavinnu- vélar vil ég láta kaupa sem steypa vegi eins og örskot, því að okkur vantar slíkar vélar, steypta vegi og góðar brautir. Vonandi verður Þjóðviljinn ekki á móti þessu nauðsynja- máli. GUÐBJARTUR ÓLAFSSON, forseti Slysavarnafélags ís- lands hefur skrifað mér eftir- farandi bréf að gefnu tilefni: ,,í Alþýðublaðinu 13. ágúst s. 1., er bréf frá Sjómanni birt í dálk um þínum, sem ég vil svara með nokkrum orðum, og upp- lýsa sjómanninn um þau af- skipti, sem stjórn Slysavarna- félags íslands hefur haft af þessu máli, sem hann gerir að umtalsefni. Á SÍÐASTA Landsþingi Slysavarnafélags íslands, kom fulltrúi frá Slysavarnadeild- inni Bræðrabandinu sem stöð einna fremst í hinni frækilegu björgun við Látrabjarg — fram með þá hugmynd að Slysavarna félagið léti kvikmynda þá björg un sem fram-fór í Látrabjargi, þegar b.v. Dhoon, strandaði þar síðastliðinn vetur. Margir þingfulltrúanna tóku undir þetta, svo að samþykkt var á- lyktun þess efnis, að Slysa- varnafélag íslands beitti sér fyrir því að láta kvikmynda þetta björgunarafrek og aðra slíka atburði ef það yrði álitið tiltækilegt. AÐUR EN NOKKUÐ var að gert, seridi ég símskeyti til stjórnar Bræðrabandsins og spurðist fyrir um afstöðu henn- ar til þessarar myndatöku, og !gat þess um leið, að stjórn Slysavarnafélagsins væri hik- andi í þessu máli. Þar sem það yrði nokkuð kostnaðarsamt og gæti aldrei orðið þannig að það sýndi raunverulega það sem þarna hefði farið fram. Svar við þessu símskeyti barst mér svo nokkru síðar, og virtist vera mjög mikill áhugi vestra fyrir þessari kvikmyndatöku. VAR SVO ÞETTA RÆTT á stjórnarfundi í Slysavarnafé- lagi fslands, þar sem mættur var Óskar Gíslason myndatöku maður, og var samþykkt að senda Óskar vestur til að athuga allar aðstæður og möguleika til að taka þessa kvkmynd og hefja verkið ef það þætti til- tækilegt, sem hann og gerði. ÞAÐ ER ÖLLUM LJÓST, sem um þetta hafa rætt, að þessi mynd verður ekki að öllu leiti eins og sú björgun sem þarna fór fram, en ætti þó að geta sýnt björgunarstarfið í að alatriðum, og þar með orðið góð fræðslumynd við björgun, þar sem líkt stendur á. Enn fremur er ætlunin að hafa fleira á þess ari mynd, sem viðkemur starf- semi Slysavarnafélagsins, fyrir þá sem á því hafa áhuga, og vona ég að þessi mynd verði þeim til gagns. Þó þeir verði margir, sem finni hvöt hjá sér til að hnýta í þá, sem að þessu verki standa.“ gamla daga, anda eru forustu menn „Sósíalistaflokksins“ hinir sömu og hans fyrrum, og þeir hafa ekkert lært og engu gleymt. Á sviði verka- lýðsmálanna hefur ,-Sósíal- istaflokkurinn1 ‘ unnið kapp- samlega að því einu að kljúfa alþýðuhreyfinguna og mis- nota samtök hennar í flokks- pólitískum tilgangi. Verka- lýðurinn hefur lært að þ ekk.j a ,, S ósí alis taf lokkinn1 ‘ á -þessu sviði af fenginni reynslu, og nú er svo kom- ið. að forráðamenn hans ótt- ast ekkert meira en þing A1 þýðusambandsins í haust og undirbúa klofningu þess daga og nætur. Þeir vita til hvers þeir hafa unnið og hvernig dómur alþýðunnar yfir þeim muni hljóða. Það er skiljanlegt, að Þjóð viljinn reyni að gefa í skyn, að flokkur har.s eigi framlíð með íslenzku þjóðinni. Slík- ur málaflutningur er atvinnu skylda skriffinna blaðsins, og viðleitni þeirra er afsök- unarverð í fyllsta máta. En orð þeirra breyta ekki stað- reyndum. , Sósíalistaflokkur inn“ hér á landi bíður sama dóms og kveðinn hefur verið yffr kommúnistaflokkunum á hir.um Norðurlöndunum og á Bretlandi og þess dóms, sem alþýðan úti um heim kveður upp yfir kommúnist- um um þessar mundir. Til- gangur þessa flokks samrým ist ekki hugmyndum íslend- inga um frelsi og lýðræði. Þess vegna er hann með öllu óþarfur í íslenzkum stjórn málum og bíður pólitísks dauða. Kommúnistum er ekki of gott að halda upp á tíu ára afmæli flokksnefnu sinnar á komandi hausti. Það er ekki seinna vænna, því að þessi ó lánsflokkur verður vonandi búinn að ganga sig í jörð að öðrum tíu árum liðnum. Það er líka tímabært fyrir þá að hefjast handa um umfangs mikla fiársöfnun. íslending ar myndu að sönnu vafa laust tíma að leggja flokki þessum til líkkistuna, þegar jhann verður lagður í sína pólitísku gröf, en vilji f^okksmennirnir sjálfir leggja þann útfararkostnað á sig. þá er það gott og blessað. Auglýsing sm nr. 28 1948 Irá skömmhmarsfjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. september 1947 um vöruskömmtun, takmörk- un á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefur viðskiptanefndin samþykkt að heimila skömmt- un'arskrifsofunni að gefa út skiptireiti fyrir stofn- auka nr. 13 þannig, að afhentir verði til einstak- -linga (ekki ’ verziana né saumastofa) 30 skipti- reitir með árituninni „Ytri fatnaður, ein eining“ fyrir heilan stofnauka, en 15 fyrir hálfan, og eru hverjir 15 sa'mfelldir reitir yfirprentaðir í rauð- gu'lum lit með árituninni „% Stofnauki nr. 13“. Svo sem fram ,er tekið í áprentuðum skýr- ingum um gildi eininga á skiptiseðli þessum fyrir stofnauka nr, 13, þarf ytri fatnaðareiningar fyrir eftirtöldum ytri fatnaði eins og hér segir: Verarfrakki karls eða konu .... 30 einingar Rykfrakki karls eða konu .... 18 — Regnkápa karls eða konu .... 12 — Karlmannsjakki ............. 15 — Karlmannsbuxur ............. 10 — Karlmannsvesti .............. 5 — Kvenkápa ................... 30 — Kvenkj ólar, aðrir en sumarkj ólar 15 — Sumarkjólar (rósótt, röndót't sirz eða strigaefni) ........ 10 — Kvenjakki (við dragt) ...... 17 — Kvenpils (við dragt)...... 13 — Peysuföt (treyja og pils). 25 — Peysufatasvunta ............. 5 — Bæjarstjómum og oddvitum hafa nú verið sendir skiptireitir fyrir stofnauka nr. 13, og er heimilt að 'afhenda þá einstaklingum gegn skilum á stofnauka nr. 13, 30 reiti fyrir hvem heilan, en 15 reiti fyrir hvern hálfan stofnauka. Reykjavík, 18. ágúst 1948. Skömmtunarstj óri. Auglýsing nr. 29 1948 frá skömmfunarstjára Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. september 1947 um vöruskömmtun, takmörk- un á söíu, dreifingu og afhendingu vara hefur viðskiptanefndin ákveðið að heimila úthlutun á rúgmjöli til sláturgerðar þannig, að láta má í hvert lambssláur 2 kg., í hvert slátur úr fullorðnu fé 3 kg. og í hvert stórgripaslátur 16 kg. Sérstakir skömmtunarreitir, sem uota skal við þessa úthlutun, hafa nú verið sendir öllum úthlutunarstjórum. Reitir þessir, sem prentaðir eru með dökk- brúnum lit á hvítan pappír, eru lögleg innkaupa- heimild fyrir einu kg. af rúgmjöli til sláturgerðar á tímabilinu frá í dag til ársloka 1948. Um úthlutun á þessu rúgmjöli og skilagrein fyrir úthlutuninni fer á sama hátt og undanfarin haust. w Reykjavík, 18. ágúst 1948. SKÖMMTUNARST J ÓRINN .1101

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.