Alþýðublaðið - 19.08.1948, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.08.1948, Blaðsíða 7
Fimmíudagur 19. águst 1948 ALÞYfUJBtAfllÐ Minningarorð: nús MAGNUS TORFASON var fæddur hér í Reykjavík '12. maí 1868. í dag er hann 'kvaddur síðustu kveðju. Þegar saga íslendinga þessi 80 ár verður skráð, mun Magnúsar oft getið og hans jafnan minnzt á einn veg. vizkusemi og óslökkvandi Vitsmunir hans, atorka, sam áhugi skipuðu honum jafn- an'í fremstu röð þeirra, sem um opinber mál fjölluðu, eftir að hann hafði náð full um þroska.og meðan kraft- ar hans entust. í full fjöru- tíu ár var hanln tvímælalaust í hópi þeirra, er mest komu við sögu lands og þjóðar. Magnús var ungur settur til menr.ta. lauk istúdents- prófi við Latínuskólann í Reykjavík um itvítugsaldur og lögfræðiprófi við Hafnar- háskóla árið 1894. Sama ár, þá hálfþrítugur tók hann vi'ð sýslumannsembætti í Rangárvallasýslu. Þótti hann brátt skörungur mikill, bæði isem dómari og héraðshöfð- ingi, og bjó þar við mikla rausn næstu 10 árin. Árið 1904 var hann skip- aður bæjarfógeti á ísafirði og sýslumaður í ísafjarðar- sýslum og gegndi því emb- ætti í full 14 ár, en þá hvarf hann aftur til Suðurlands og ’tók við sýslumannsembætti í Árnessýslu. Gegndi hann því til ársins 1936. er hann fékk lauisn frá störfum, 68 árá að aldfi. Alþingismaður var Magn- ús Torfason um langt skeið; 1916—1919 fyrir ísafjarðar- kaupstað, 1923—1934 fyrir Árnessýslu og 1934—Í937 isem landkjörinn þingmaður. Forseti sameir.aðs alþingjs var hann árin 1927—1929. Magnús Torfason var frá- bær starfsmaður mikilvirk- ur. nákvæmur og reglusam- ur. í full 42 ár gegndi harui' hinum vandasömustu og um fangsmestu embættum með islíkri pi'ýoi, að lengi mun verða til jafnað. Ungir menn og framgjarnir sóttu eftir því að gerast starfsmenn hans. Reyndist þeim veran þar jafnan hinn bezti skóli. Á alþingi þótti og brátt kveða mjög að Magnúsi. Þegar í öndverðu skipaði hann sér í þann flokk, sem mestan og beztan vildi gera rétt Íslend inga í hverju alriði í skipt- um þeirra við Dani. Og oft- ast ve.r það svo, þegar Al- þýðuflokkurinn leitáði líðs hjá þir.gmönnum annarra flokka til þess að koma fram hagsmunamálum verka- manna og allrar alþýðu, að þá var beztra undirtekta að væhta frá Magnúsi Torfa- syni. enda þóttist Alþýðu- flokkurinn og alþýðusamtök in jafnan eiga þar hauk í horni sem Magnús var. Margar sagnir hef ég heyrt um skörungsskap Magnúsár Torfasorar, er hann ungur að aldri gerðist höfðingi Rangæinga. Og lengi munu Árnesingar minnast leiðsagn ar hans og forustu hin síðari starfsárin. En mér verður Magnús Torfason jafnan minnistæð- astur frá þeim tíma, er hann í blóma lífsins, var oddviti ísfirðinga og fulltrúi þejrra Barnaverndarmál í góðu horfi á Attræ®ur ‘ áa&- ^ Guomundur Siguros- Islandi samanborið við önnur lönd Magnús Torfason á alþingi. Landsmáladeilur voru þá harðar vestur þar og valt á ýmsu hvor flokkur inn hafði betur. Þá voru á- tökin um málefni og stjóm bæjarins mun snarpari með an Alþýðuflokkurinn var að ná þar öruggum meirihluta. Magnús Torfason reyndist þar sem annars staðar hvort tveggja: ágætur foringi og hinn öruggasti liðsmaður. Hann var í senn kappsfullur og hófsamur djarfur og var færinn, framsýnn og örugg- ur til allra framkvæmda. Honum var jafnan ríkast í huga að gæta réttar þess, sem minni máttar var, og bæta aðstöðu hans, en ribb- alda og ofstopamenn tók hann ómildum tökum, ef til- efni gafsit. Hann var skap- mfikill og hjartahlýr og kunni vel að gleðjast í vina hópi. Magnús Torfason var kvæntur Camillu. dóttur Stefárs Bjamasonar sýslu- ma.nns, hinni ágætustu konu. Var heimili þeirra á Isa- firði mjög rómað fyrir gest- risni og híbýlaprýði. Tvö börn þeirra hjóna eru á lífi: Jóhanra lyfjgfræðingur og Brynjólfur fulltrúi, bæði hér í Reykjavík. í dag er Magnús Torfason kvaddur hinnstu kveðju. Ég hygg að hann hafi verið gæfumaður, þótt hann hafi ekki ailtaf bundið bagga’sína sömu hnútum og samferða- menn hans. Hann lifði lar.ga ævi og lauk istærra og þýð- ingarmeira dagsverki en samtíðarmenn har.s. Og hon urn auðnaðist að sjá ríkuleg an ávöxt verka sinna meðan hann ern var í fullu fjöri. íslenzka þjóðin mun lengi minnast hans og verka hars. Karlmennsku hans dreng- skap og vináttu mun ég aldrei gleyma. Haraldur Guðnumdsson. mnprspið Bamaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzl. Augustu Svendsen, Aðalstræti 12, og í Bókabuð Austurbæjar, nefndur af Sambandi ís- ler.zkra barnakennara. Stefnt að því í Noregi og Svsþjóð, að hafa barnaheimilá mörg en fámenn. ----- ■ i ■■■■■ ÞÁTTTAKENDUM í norræna barnaverndarmótinu í Osló þótti heilsuvernd barna á íslandi vera komin í gott horf. Vakti einkum athygli þeirra, að sund er hér skyldu- námsgrein í barnaskólum og einnig það, að veikluð börn í flesíöllum kaupstöðum geta notið ljósbaða að vetrinum. Á hinn bóginn eigum við íslendingar við erfiðar aðstæður að búa að því leyti að hér er ekki hægt að flokka, nema að litlu leyti, þau börn, sem af einhverjum ástæðum verða að dvelja á barnaheimilum. Stefnan virðist vera sú á Norðurlöndum að hafa barna heimili mörg, en fámenn, og með isem hkustum blæ og fyrirkomulagi og heimili. Er í Svíþjóð itallð að barna heim ili með 12 börnum séu ódýr- ust í rekstri, en Norðmenn hafa komið upp barnaheimil um með aðeir.s 7 börnum. 6. Búrnaverndarmótið í Oslo stóð yfir frá 5 til 8. ágúst sóttu það um 800 man.ns frá öllurn Norðurlönd um og f jórir . frá íslandi. Þátttakendur héðan voru Arngrímur Kristjánsson skólastjóri. en hann er for- maður baímjavemdarráðs, Jónas B. Jónsson fræðslu- fulltrúi, sem er formaður bamavemdtamefndarinnar í Reykjavík, Valborg Sigurðar dóttir, skólastjóri uppeldis- skólans og Sólveig Jónsdótt- ir, barnahjúkrunarkona, er stundað hefur nám í Noregi að undanförnu. Fundir mótsins voru haldn ir í Samfundshuset. Flutti G&rhardsen forsætisráðherra setningarræðu, en áður flutti ávarp Ingvald Carlsen sókn- arprestur, formaður undir búningsnefndarinnar norsku. Fulltrúi frá hverju landi flutti skýrslu um ástand og horfur í barnavemdarmálum í sínu Landi. Höfðu öll er- indin, verið prentuð en síðan var rætt um ákveðin mál. Arngrímur Kri&tjánsson fhxtti’ skýrslu af hálfu íslend inga. Talsverðar framfarir hsfa orðið á Norðurlöndum í tesurn efr.um eftir stríð brátt fyrir slæmar aðstæður. Til dæmis hafa tífaldazt í Noregi þær stöðvar, sem fylejast með heilsu barna og ráðleggja um meðferð þeirra, enn fremur hefur tífaldazt rúm á Barnasiúkrahúsum frá því fyrir stríð. Venjan er sú, að halda nor ræn barnavemdarmót á 5 ára frestf; er.. ekki hefur þó neitt slíkt mót verið haldið síðan árið 1936. Aðilar, sem. fara með barnverndarrnál af hálfu ríkis bæja og félaga, standa að mótinu. Næsta mót verður haldið í Stokkhólmi, en íslendingar létu á bví brydda, að þeim væri ljúft, að slíkt mót yrði haldið hér áður en lar.gt liði. Barnaverndarráð var skip að hér í sumar. Eru í því þessir menn: Arngrímur Kristjánsson, formaður, til- nefndur af fræðslumála- stjómi. séra Jakob Jónsson, tilnefndur af prestafélaginu, og Ingimar Jóhannesson, til son verkamaður ÁTTRÆÐUR ER í DAG Guðmundur Sigurðssoni verkamaður, Grjótagötu 12 hér í bæ. Fyrir nokkrum árum varð Guðmundur að hætta al« gengri ,'vexkamanna vinnu fyrir aldurssakir, e,n um fjöl mörg ár vann hann hér í bæni um hvers konar verkamanna vinnu er til féll. Leysti hanru jafnan hvert starf af hendi með dugnaði og af alúð. Guðmundur var um margra ára skeið starfandi félagi x Verkamanrjafélaginu Dags- brún. og einlægur Alþýðu- flokksmaður hefur hann allt af verið. Kommúnistar undirbúa Framh. af 5. síðu. þeir ætla sér í haust að byggja brottrekstur verkalýðsfélaga í heilum landsfjórðungi á því. að fé lögin fara eftir fyrirmæl- um Iaga Alþýðusambands- ins! Hann er svei mér ekki lít- ilsvirði fyrir framfaramál verkalýðssamtakanna, ein- ingaráhugi þessara pilta; að ekki sé nú á það minnst, versu mikill glæpur það er í augum hinnar kommúnist- isku Alþýðtxsambandsstjórn- ar hjá verkalýðsfélögunum á Suðurlandi að stofna með sér eigið fjórðungssamband. eins og verkalýðsfélögin í lands- fjórðungunum þremur höfðu þegar gert. Lög sín sneið Alþýðusam band Suðuylands eftir lög inn nýstofnaðs fjórðungs- sambands Norðurlands. Norðurlandssambandið hlaut þegar í stað viðnr- kenníngu Alþýðusambands ins, en Suðurlandssam- bandinu hefur verið neit að um sams konar viður- kenningu af sömu mönn- um. Alþýðusambandi Norðurlands er stjómað af kommúnistum, en Suður landssambandinu ekki. Það var þetta sem réði . himii mismunandi afstöðn einingarpostuianna til þessara tveggja f jórðungs- sambanda. Á þennan veg er hin hátt- hrópandi eining Jóns Rafr.s- sonar & Co. í framkvæmd. Það er svo sem ekki póli- tíkinnd fyrir að fara hjá slík um mönnum. Ætla ekki að hlýta löglegá,,klörrsym meirihlyta! Hinum kommúnistisku ráðamönnum Alþýðusam- bandsins er nú orðið ljóst, að dagar þeirra -sem slíkra eru taldir á komandi hausti, ef íulltrúakjörið á þing A.S.Í. yrði látið skera úr um það, hverjum verkalýðsfélögin óska að fela forustu heildar- samtaka siima í náinni fram tíð. En kommúnistarnir, sem nú fara með völd í Alþýðu- sambandinu, og óviljandi skopast á stundum að sjálf um sér með því að telja sig sérstaka vini lýðræðis, og um fram allt boðbera hinnar sörnu einingar í verkalýðs- hxeyfingunni, í ætla sér ekkj að láta Al- þýðnsambandið af hendi við löglega kjörinn meiri hluta Alþýðusambands- þingsins. Það sýnir fram- koma þeirra gagnvart verlcalýðssamtökunum á Vestfjörðunum, það sýnir hirðisbréf Jóns Rafnsson- ar. hins ópólitíska fram- kvæmdastjóra Alþýðusam bandsins, og það má marka af afstöðu þeirra til Al- þýðusambands Suður- lands. Þess vegna hafa þeir nú tvennnr reglur um full- trúaréttindi verkalýðsfé- laganna á Alþýðusam- bandsþingið í haust, þar sem þeim hópunum, er ekki fer að lögiim A.S.Í., er ætlað að sitja yfir rétti hinna. sem að lögum fer. Slíkum bolabrögðum og þeim, er kommúnistar hyggj ast beita verkalýðssamtökin á sambandsþinginju í haust er ekki hægt að svara betur á annan veg en þann, að láta hlut kommúnista við fulltrúa kjörið í haust verða sem minnstan. Þá gæti svo farið, að þei r hættu við að heimska sig á bví >að reka marga tugi fulltrúa frá þingsetu, unz -þeir iteldu sig vissa um að ráða þinginu, eir.s og allt bendir nú til að þeir ætli sér. En, ef þeir, þrátt fyrir allt, sýndu slíkt ofbsldi. að reka verkalýðsfélög í heilum lands fjórðurgi úr Alþýðusamband inu, íil þess að halda þar völdum, þætti mér ekki ó sennilegt, að þeim mörgu, er skapa nú mikinn meirihluta verkalýðshreyfingarinnar í landir.u og ekki lúta vald- boði kommúnista. þætti tími til þess komin að íhuga af- stöðu sína til þeirxar sam- bandsnefndar, er kommún istum hefði þá tekist að gera úr beildarsamtökum ís- lenzkrar alþýðu. Og illa væri þá verkalýðssamtökun um í lardinu farið aftur. ef slík íhugun yrði kommún- istum í hag. Helgi Hannesson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.