Alþýðublaðið - 19.08.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.08.1948, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. ágóst 1948 6 Leonhard Frank: Vöðvan Ó. Sigurs FEGRUM BÆINN. Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! Fjöldans heróp víða berst. Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! Fegrum, skreytum allt, er er sést! Sú óprýði, sem ekki blasir vegfarendum við vitanlega þolir fremur bið. Og einhversstaðar verður líka allt ljótt að hafa rið! Fegrum b'æinn! Fegrum bæinn! Semjum prógröm geyst og glæst. Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! IMeð hrópum sigur hálfur næst. Vor menning þarf að sjást allt veltur á, að hún auglýst sé á áberandi ! stað en dyljist það, sem dyljast skal, — já, það er einmitt það. Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! ■Skreytum húsin hátt og lágt. Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! Gult og rautt og grænt og I blátt! Sé Hafnarstrætissjoppan máluð utan eins og slot verður ekki talið fregrunar brot þótt drasli menn þar innan veggja og drekki sig í rot. Fegrum bæinn! j Fegrum bæinn! Drögum merkið hæst við ! hún! I Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! Höggmynd við torg og tún. Hvað gerir til þótt borgar- æskan drekki dauða úr j otút og jitterbuggi sál og sinni i í kút, ef íturvaxnar torglíkneskj- , taka sig vel út? Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! Meiri ljóma, meira glit! Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! Berum gljáa á stríð og strit. Ef braggaskriflin bronsuð væru, þau gæfu frá sér glans sem gullin hvolþök Indía- lands, — Og slompaða Esjutúrista ræki í rogastans. Fegrum bæinn! - Fegrum bæinn! Flest þó ljómi, fagurlitt, — Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! Ilmurinn gerir einnig sitt. Síldarstöð í Örfirisey með grútargeym og þrær yrði vorri háborg helzt til fjær. Heisum hana á Austurvelli, •— ó, sá blíði blær! Fegrum bæinn! Fegrum -bæinn! Strengjum nógu stórorð heit. Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! Skömm sé þeim, er skert úr sveit. Ef Ísafoldar-Gunnar kemur enn með eina grein sem vinnur okkar áætlunum mein vér látum bara Ásmund Sveinsson steypa hann í stein! Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! Fjöldans heróp víða berst. Fegrum bæinn! Fegrum bæinn! Fegrum, skreytum allt er sést Og fari allt á hausinn fyrir síldarleysi og svall svártamarkað, flokkadrætti og brall verður hrunið glæstara og flottara vort fall! Leifur Leirs. Púsningasandur Fínn og grófur skeljasandur. KARL KARLSSON, súni 26, Grindavík. I. Hún var þrettán ára, fín- gerð eins og grasstrá og jafn ákveðin að vaxa. Þar sem hún gekk ein þröngan engja- veginn iuppi í fjallinu líktist hún mest einni dísnni úr rauðu ævintýrabóknni, sem hún var að lesa. Andlit henn- ar, umvafið mjúbu, jósu hári, með örlítið rauðum blæ, var hvítara en grófa léreftstreyj- an hennar. Varir hennar voru fölar, en freknumar fyrir neðan stálgrá augun bentu á, að einhvern tím ayrðu varir hennar blómlegar. Hún gekk dreymandi í áttina til furu- skógarins, grasið náði henni upp í mitti; hún var enn ekki vöknuð fyllilega til lífsins, hátt, sakleysislegt enni henn- ar hallaði örlítið. Þar sem gatan breikkaði og lá meðfram læknum, nam hún staðar hjá blómunum, sem vindurinn hvískraði við oig bærði, og horfði á slepj- ugan, brúnan snigil, sem var að basla við að komast gegn- um rykð með alla búslóð sína á bakinu yfir á hinn enda jarðarinnar. Matthildur, sem alltaf var nátengdari dýrunum heldur en mönnunum, fann til sam- úðar, tók snigilinn og setti hann varlega niður í grasið hinum meginn vegarins, en í þá átt sitefndu þreifiangar hans. „Hann hlýtur að halda, að það hafi skeð kraftaverk.11 En snigllinn teygði úr sér jafn ósnortinn og svona skyndiferðír gegnum. loftið væru daglegur viðburður í lífi hans, og hélt ótrauður á- fram yfir grasið og blómin og skildi eftir sig slóð, sem glitraði í sólskininu. Rödd bónda nokkurs, sem var að tala við skepnurnar sínar, virtist koma langt að ofan úr heiðríkjunni, þar sem lsévirkinn söng, grafkyrr uppi í'lóftinu eins og morg- unstjafna. íf: Matthiidur hélt glöð áfram igötuná, sem hún hafði þekkt frá því hun var smabarn, beina_|ieið inn í skóginn, en þar var þykk mosaábreiðan skrýddýfjólubláum blettum. Hún íór úr öllum fötun- um, — af því að það er fal- legra, hafði hún sagt mömmu sinni. Híkami hennar, blá- hvítur, eins og gler, var grannur eins og blómleggur upp að breiðum, ávölum herð unum. Hún kraup niður, en skyndilega fór um hana hroll- ur, þegar hún sá gríðarstónt fiðrildi, sem settist á fjólurn- ar og saug hunang. Þráðmjór stöngullinn svignaði, bláa blómkrónan laut alveg niður að jörð og hristist undir þess- um hljóðlausa þunga, sem aldrei ætlaði að létta. Það fór hrollur um hana. „Það ætti að taka hunang úr stærri blómum,“ hvíslaði hún og var ómótt. Samt gagn tók hana einhver íilfinning, sem hún hafði aldrei þekkt fyrr, og hún fylgdi eftir þessu gullna dýri, þar sem það flögrað aftur og fram um leyndardómsfulla skugga skóigarins. Grænleit birtan lengra inni í skógarþykkninu breytti Ijósrauðu hárinu á henni, svo að það varð á- þekkt glitrandi mosabreiðu. Fiðrildið gullna baðaði vængjunum og settist á blá- klukku, svo að hún sveigðist til og frá.' Hún ímyndaði sér, að hún heyrði bjölluhljóm- inn og gekk nær. En fiðrildið flaug eftir sólargeisla og var á braut, flögrandi á furðuleg- um sveigum og hringjum milli mosagrárra furustofn- anna. Enn einu sinni glitti í það einhvers staðar inni í g'rænu þykkninu. Svo var það horfið. Hún heyrði hjartslátt sjálfrar sín, þar sem hún stóð á tánum og horfði á eftir þessu igullna skordýri. Dap- urleiki vonbrigðanna kom yfir hana einhvers staðar úr ókunnum djúpum sálarinnar. Hún gekk hægt að breiðu af skógar-anemónum, lagðist niður í þær og kældi arma sína og axlir við blómin. Síð- an lagðist hún á grúfu, and- varpaði og þrýsti heitum vöngum sínum að þeim. Augu hennar lokuðust- Konungur dverganna með skegg niður á tær sat á gríð- ar istórum trjárótum niðri í jörðinni Á vinstri hönd hon- um stóð öll dvergaþjóðin og hlustaði með athygli á löng unarfullan söng jurtanna, sem höfðu ekki enn þá borið blóm. Hvítar rætur þeirra héngu uppi yfir samkomunni eins og stjörnur. Nú skipaði konungurinn loksins, að fólk hans byggi til blóm að nýju, og með töfrasprota sínum benti hann á óteljandi lit- potta, sem stóðu á hægri hönd honum barmafullir og tilbúnir. Dvergarnir difu stór um burstum í pottana og drógu þá yfir ræturnar. Strax spruttu blómin upp úr moldinni allt í kring um Matthildi, örskjótt og breiddu úr krónublöðum sínum. í síðum blómakjól sveif hún yfir hæðir og dali, og hvar sem hún fór yfir spruttu blómin upp í breiðum. Á augabragði varð allur völlur- inn í kring um hana gullinn af sóleyjum, og þegar hún sveif í áttina að skóginum, spratt skyndilega upp belti af bláklukkum. í fyrstu gátu þær varla staðið uppréttar, en brát-t fóru þær að hjala við vindinn og sólina. Lækurinn gat varla rutt sér braut gegnum — dverg- MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINSs ÖRN ELDING ÖRN: Samferða í borgina, dreng- ir------? EINN VERKAM-: Þakka fyrir. Nú er maður á leiðinni til Nel- •m sons, til þess að hirða vinning- ingana. Við unnum veðmálin við kappreiðarnar, maður. — En, hvað er að sjá þig--------- þurrkaðu þér um munninn, karl minn. Annars verður hleg ið að þér í borginni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.