Alþýðublaðið - 04.01.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.01.1949, Blaðsíða 3
þ Þriðjudagur 3. janúar 1948. ALÞÝÐUBLAÐiÐ 3 í DAG er þriðjudagurinn 4. janúar. Þann dag árið 1891 lézt Konráð Gíslason, xnálfræðingur, og sama dag árið 1785 fæddist Jakob Grimm, frægur þýzkur þjóðsagnasafnari (Grinuns æv- intýri). — Úr Afbýðublaðinu fyrir 18 árum: Ungur maður kom til læknis í Kaupmanna. höfn og bað hann að hjálpa sér | við. hræðilegum .hlustarverk.' Læknirinn sprautaði út úr eyr- anu, og kom þaðan stórt muan. tóbaksstykki. Ungi maðurinn j skyldi ekkert í því, hvernig ' munntóbakið hefði komizt inn í eyrað á honum, en rak þó minni til þess, að þegar hann var fermdur, fyrir átta árum, hafði hann fengið hlustarverk og einhver ráðlagt honum að láta munntóbak í eyrað. Sólarupprás er kl. 10,22. Sól- arlag verður kl. 14,36. Árdegis- háflæður er kl 8,30. Síðdegis- háflæður er kl. 20,48. Sól er í hádegisstað í Reykjavík kl. 12,33. Næturvarzla Reykjavíkur. apótek, sími 1760. Næturakstur: Bifreiðastöð Hreyfils, sími 6633. Veðrið í gær Klukkan 14 í gær var norðan og norðaustan átt um allt land, hvassast á Dalatanga, 8 vind- stig og snjókoma víða um norð- ur hluta landsins. Um allt land var 4—12 stiga frost og kaldast á Nautabúi í Skagafirði. í Reykjavík var 7 stiga frost. Fiygferðir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Gull- faxi fer til Prestvíkur og Kaupmannahafnar kl. 8 í morgun; kemur aftur annað kvöld. LOFTLEIÐIR: Geysir kom frá Ameríku kl. 7 í gærmorgun. AOA: í Keflavík kl. 22,23 í kvöld frá Helsingfors, Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn til Gander og New York. AOA: í Keflavík kl. 5—0 í fyrramálið frá Gander og New York til Kaupmanna- hafnar, Stokkhólms og Hel- singfors. Sklpafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 7,30, frá Borgarnesi kl. 12, frá Akranesi kl. 14. Foldin fer frá Reykjavík í dag vestur og norður, Iestar frosinn fisk. Lingestroom er í Amsterdam. Eerstroom fór á miðvikudag frá Vestmannaeyj um áleiðist til Amsterdam. Reykjanes er í Reykjavík. Esja var á Vopnafirði síðdeg is í gær á norðurleið. Hekla fór. frá Siglufirði i gærmorgun á austurleið. Herðubreið fer frá Reykjavík í kvöld til Vest fjarða. Skjaldbreið var á Skaga firði í gær á norðurleið. Þyrill er í Reykjavík. Súðin er í Reykjavík. Hjóíiaefni Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hansína M. Bjarnardóttir, Benedikts. sonar frá Húsavík, og Jón V. Bjarnason, Ásgeirssonar frá Reykjum. Ungfrú Magnea Jónatana dóttir og Friðbert Halldórsson stýrimaður, Súðavík, opinber. uðu trúlofun sína um jólin. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðrún Sigríður Ingimarsdóttir (Jóns- sonar bakarameistara) og Vig- fús Ingvarsson gullsmíðanemi frá Vestmannaeyjum. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína Guðbjörg-Hjálms- dóttir, verzlunarmær, og Sigurð ur Sigurjónsson rafvirki. Á gamlaárskvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristín Kristjánsdóttir; skrifstofumær, Efstasundi 72, og Pétur Jóns son, bifreiðarstjóri, Seljavegi 21. Söfn og sýningar f>jóðminjasafnlð: Op-ið kl. 13 —15. Náttúrugripasafnið: Opið kl. 13,30—15. Skemmtanir K VIKMYND AHÚS: Gamla Bíó (sími 1475): — „Sindbað sæfari“. Douglas Fair banks, Maureen O’Hara, Walter Slezak, Anthony Quinn. Sýnd kl. 5 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — „Geymt en ekki gleymt" (ensk). John Mills, Martha Scott, Pat- ricia Roo. Sýnd kl. 5 og 9. Austurbæjarbíó (sími 1384): „Monsieur Verdou.x“ (amerísk). Charl.ie Chaplin, Martha Raye, Isabel Elson. Sýnd 1. og 2. ný- Isabel Elson. Sýnd kl, 9. —■ „Sussie“ (sænsk). Sýnd kl. 5 og 7. Tjarnarbíó (sími 6485): — „Rót alls ills“. Phyllis Calvert, Michael Rennie, John McCall- um. Sýnd kl. 5, 7 og 9. — „Jól í skóginum“ (áströlsk). Sýnd kl. 3. Tripolibíó (sími 1182): — „Söngur hjartans“ (amerísk). Um ævi tónskáldsins Tchai- kovsky. — Frank Sundström Audray Long, Sir Cederic Hard- wick. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó (sími 6444): — „Elskhugi drottningarinnar“. Bette Davids, Errol Flynn, Oliva de Havilland, Donald Crips. Sýnd kl. 5 og 9.- Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184): „Tosca“ (ítölsk). Imper io Argentina. Sýnd kl. 7 og 9. kl. 9. „Gosi“. Sýnd kl. 7. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): „Vörðurinn við Rín“ (amerísk). Bette Davis, Paul Lukas. Sýnd 1. og 2. nýársdag kl. 7 og 9. — „Gosi“. Sýnd 1. og 2. nýársdag kl. 3 og 5. SAMKQMUHÚS: Breiðfirðingabúð: Jólatrés- skemmtun Eyfirðingafélagsins kl. 3 síðd. Hóíel Borg: Danshljómsveit leikur frá kl. 9—11,30 síðd. Ingólfseafé: Hljómsveit húss- ins leikur frá kl. 9 síðd. Iðnó: Jólatrésskemmtun Sjó- mannafélagsins kl. 3,30 síðd. Sjálfstæðishúsið: Jólatrés- skemmtun Ármanns klv 3 síðd. Tjarnarcafé: Jólatrésskemmt- un Hreyfils kl. 3 síðd. OtvarpiÖ 20.20 Tónleikar (plötur). 20.55 Erindi: Um elztu bæja- nöfn á íslandi; fyrsta er- indi: Bæjanöfn og ör- nefni (dr. Hans Kuhn prófessor. Þulur flytur). 21.20 Tónleikar (plötur). 21.35 Úr dagbók Gunnu Stínu. 22.00 Fréttir og veðubfregnir,- 22.05 Tónleikar: Kvartett í c- moll op. 18 nr. 4 eftir Beethoven (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Or ööurri áttum Albýðuflokksfélögin í Hafn .arfirðL halda grímudansleik á þrettándanum kl. 9 síðd. Grím an felld kl. 11. Kvennaskólinn í Reykjavík. Vegna jarðarfarar Guðna Guð jónssonar magisters verður kennsla felld niður í Kvenna- skólanum miðvikudagiína 5. janúar. vantar á Hótel’ Borg nú begar. Herbergi getur fylgt. Uppl. í skrifstofunni. Áreiðanllegur maður ósikast til að bera út Aliþýðub'Iaðið. Kaup kr. 1200,00—1500,00 á mán. Upplýsingar í Afgreiöslu Alþbl. Sími 4900. Laus sfaðt Ein 'lögregluþjónsstaða í Hafnarfirði er laus ta umsóknar. Vœntanlegir umsækjendur sendi eiginhand- ar um'sóknir til bæjarfógetans í Hafnarfirði fyrir 12. ian. n. k. I umsókninni skal greint frá fvrri itörfum, menntun og aldri. Nánari upplýsingar hjá yfirögregluþjóní. Haínarfirði, 3. janúar 1949. Guðmundur í. Guðmundsson bæjarfógeti. nr. 471941 frá skðmmlunarsfjón Samikvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu- og afhendingu vara, hefur verið ákveðið að taka upp skömmtun á smjöriíki og annarri matarfeiti 'framleiddri úr erlendu 'hráefni, frá og með 1. janúar 1949. Fyrir því er hér með lagt fyrir alla þá, -er hafa undir höndum umræddar vörur eða erlent hráefni til írain- ieiðslu á þeim, að senda hingað til s'krifstofunnar skýrslu um þirgðir sínar af slíkum vörum, eins og þær voru 'hinn 31. des. 1948 kl. 6 e. h. eigi síðar en 6. janúar 1949. Undanþegnar þsssu eru þó heimilishirgðir einstak- linga, sem ekki eru ætlaðar til. sölu eða notkunar í at- vinnuskyni. Verzlanir, sem framkvæma almenna birgðatalningu samkvæmt auglýsingu skömintunarstjóra nr. 45/1948 eru beðnir að tilfæra birgðir sínar af þessurn vörum á birgðaskýrslum ssm nýjam lið í matvöuflokknum. Reykjavík, 31. desember 1948. ’ SKÖMMTUNARSTJÓRI. til útgerðarmanna í REYKJAVÍK ■ Hér með ti'lkynnist ú'tg’erðarmönnu'm skipa, s'em gierð eru út frá Reykjavík, að við áramóta- Skráningu skipshafna ber að greiða til Lögskrán- ingarinnar í Mjólkurfélagshúsinu við Tryggva- götu, vegna þeirra skipa, sem lögdkráð verður.á, eftirfarandi gjöl'd: liö'gskráningargj öld, lestar- gjald og vitagj'ald fyrir árið 1949, eftirstöðvar slysatryggingargjalda frá 1948, ef um þær er að ræða, svo og slysatryggingagjöld fyrir fyrsta árs- fjórðung 1949. Skipsskjölum verður haldið eftir þar til greiðsla hefur farið fram. Tollstjórinn í Reykjavík, 30. des. 1948. Nekkrar reilusamar sfúlkur. vantar okkur nú þegar. Upplýsingar í skrifstofunni. KEXVERKSMIÐJAN ESJA H.F. Þverholti 13.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.