Alþýðublaðið - 04.01.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.01.1949, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐ8Ð 6 Þriðjudagur 3. janúar 1948. Tiikynning um söluskatt Hér með er athygli atvinn-urekenda og þeirra, sem stunda sjálfstæða atvinmi, vakin á fyrirmæl- um varðandi söluskatt í 21.—28. gr. iaga nr. 100, 29. des. 1948 um dýrtíðarráðstafanir vegna at- ^innuveganna. Er sérstaklega vakin. eftirtekt á þeirri breyt- inigu að frá 1. jan. 1949 er söluskatturinn 2% af smásölti og 3% af annarri sölu, á vöru, vinnu eða þjónustu. Enn frernur skai á það bent samibvæmt B-lið 23. gr. laganna, að enda þótt menn séu ekki bók- haidíSiS'kyldir, er þeim skylt að greiða söluskatt, ef sölusfcattskyld ársvelta þeirra nemur yfir 30 þúsund krónurn. Nú leikur vafi á því, hvort einhver njóti unídanþágu samkvæmt þessum lið, vegna þess að fyrir fram verður ekki vitað, hvort söluskyld velta muni nema ofangreindu lágmarki, og skal aðiii Ieita úrskurðar skattstofunuar um, hvort söluskatti skuii bætt við verð vörunnar. Hafi söluskatti verið sieppt með leyfi skattstofunnar, feliUr leyfið jafnskjótt niður, ef í Ijós kemur, að veltan muni ná skattskyldu lágmarki. Vanræki einhver að leggja sölúsbatt á vöru án léyfis skattstofunnar, verður veltan eigl að síður öll skattskyld, ef hún fer yfir skattskylt Iagm'ark, nema sérstakar málsbætur séu. Skattstjórinn í Eeykjavík. Aualýsin nr. 45 194S frá skömm!usiarst|éra Samkvæmt heimil-d í 15. gr. reglugerðar fró 23. sept. 1947 um vöruskömmtuin', takmörkun á sökt, dreiifingu og afhjendingu vara, er hér rneð iagt fyrir alla 'þá, er hafa undir hörudum skömmtunarvörur kl. 6 e. h. föstudaginn 31. desember þ. á., að framkvæma birgoakönnun á þess- um vöxum öJlum, svo og gildandi skömmtunarreitíum. Undanþegnar þessu eru þó heimilisbirgðir einstaklmga, sem ekfcf eru ætlaðar til sölu eða notkunar í atvinnu- skyni. Birgðakönnunin sfcal fara fram áður en viðskipti hefjast 3. januar n.k. og skal tilfæra verð og magn var- anna, svo og rnagn skömmtunarreita, aJlt greinilega sundusriiðað ens og segir til á hinum þar til gerðu eyðu- blöðum, sem send hafa verið út. Ef einhverjir eru, sem enn ekki bafa mótteikið þessi &yðub!öð, eru þeir beðnir að athuga, þegar þeir fram- tvæma birgðatalninguna, að vefnaðarvörur og fatnaður jru sundurliðaðar miklum mum nákvœmar en verið hef- ír við birgðatainingar áður. Birgðaskýrslunum skal skilað greinilega útfyltum g umdirrituðum til bæjarstjóra eða oddvita (í Reyfcja- tk Skömmtunarskrifstofu ríkisins) eigi síðar en fimmtu- agimi 6. janúar n.k. Jafnframt er lagt fyiir bæjarstjóra og oddvita að E?enda í símsilxeyti eigi síðar en iaugardaginn 8. janúar n_k. tíl skömmtunarskrifstofu ríkisáns i Reyikjavík skýrslu um heildarbirgðir af skömmtumarvörum í hverju umdæmi, sundurliðað þannág að fram komí aðeins sam- tölur vörubirgða í hverjum aðalflokki. Matvörur, hrein- iætisvörur, vefnaðarvörur og fatnaður, búsáhöM, skó- fatnaðúr. Sjálfar birgðaskýrslurna eiga þeir svo að senda himgað í ábyrgðarpósti með fyrstu póstferð. Reykjavík, 31. desemJber 1948. SKÖMMTUNAKSTJÓRI. Ávarp forsefans Frh. af 5. síðu. manna, hefur fyrir nær 2000 árum sagt ótalmargt, sem heMur fullu gildi enn þann dag í dag. Hann sagði m. a-, að kærleikuriim væri mestur í heimi- Sáðkorni kærleikans er sáð í brjóst hverrar ein- ustu manneskju. Vér hlúum misjafnlega að þessu sáð- korni. Það er ekki hægt að fá neitt tjl að vaxa á jörðinni nema með alúð, aðhlynningu og elju mannanna. Það er þetta sáðkorn kærleikans, sem vér öll berum í brjósti, þótt vér gefum því ekki þann gaum sern skyldi, sem á að greiða götuna fyrir þeirri hugarfarsbreytingu, sem ég hef talað um, ef vér íemjum oss að hlúa að því og rækta það- Oð gleymum því aldrei, að það er til. vér eigum það í oss, hver einasta manneskja. íjc * Áður en ég lýk máli mínu vjl ég segja dálitla sögu, sem þið munið mörg kannast við. Það var einu sinni smá- bóndi, sem áiti lítið býli- Hapn átti tvo sonu, sem voru fýknir í perjnga og skemmt- anir, en höfðu lítinn áhuga á því að yrkja land býlisins og voru latir við það. Er fað- irinn fann dauða sinn nálg- así kallaði hann synina fyrir sig og sagði þeim að hann hefði grafið fjársjóð í jörðu í landi býljsirs en sagði þeim ekki hvar fjársjóðurinn var falinn. En þeir væru vísir um að finna hann, ef þeir leituðu vel. Faðirinn dó- Synjrnjr tóku skóflur og önn ur áhöld, því þá langaði mik ið í fjársjóðinn. Þeir grófu og byltu um jörðinni án þess að firna nokkurn fjársjóð og voru óánægðjr, héldu að fað- ir þeirra hefði dregið þá á tál ar. Þá segjr nágranni þeirra vtð þá: ,,Nú munið þið fá góða uppskeru eftir að hafa búið jörðina svo vel undir ræktun“- Þá rann upp fyrir beim birla. Þarra hafði þeim áskotnast nýr fjársjóður með því að fara að ráðum deyj- andi föður síns. Og um leið höfðu þeir kynnst nota- drýgstu gleðinni í lífinu, vinrugleðiimi- Þeir sáðu ak- urinn, fengu góða uppskeru og undu hag sínum hjð bezta á ljda býlinu, sem þeir höfðu enffan áhuga haft fyrir áður. Sá fjársjóður, sem var í huga beirra er þeir hófu leitjna, var ekkj eins mikils virði eirs og það sem þeir höfðu nú eignast. Þejr áttu þennan fjársjóð, en vissu ekki af því fvrr en bending föðursins fékk þá til þess að koma áuga á hanr. Og hann var allt ann ar en sá fjársjóður, sem þeir höfðu í huga er þeir hófu leitina- Ég á enga betri ósk íslenzku b ióðjnni til handa á þessum fyrsta degi ársjns en þá, að ! vér megum bera gæfu til þess að finra sem mest af þeim verðmæ'um, sem lífið hefur að bjóða umfram gull- ið, sem glóir um of í augum sumra. Þau munu vera nær- tækari en marga grunar. Þau eru íalin í okkur sjálfum- .,Leitið og þér munuð finna“, saffði meistarinn frá Nasaret. Með þessum orðum óska ég öllum þejm, sem heyra mál mitt, alls góðs á nýbyrjaða írinu, ekki eingöngu líkam- ’egra gæða, heldur engu síð- ur andlegra gæða — og sál- arfriðar- Aualýsino nr. 48 1948 frá skömmtunarstjéra Samikvæmt heimild í 3. gr. regiugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkxm á sölu, dreifingu og aíhendingu vara, befur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skönun'tunarseðli, er giMi frá 1. jan. 1949, „Fyrsti skömmtunarseðill 1949“, samkvæmt því er segir hér á eftir. Eru þeir prentaðir á hvítan pappír í tveim rauðum litum, Ijósum og dökkum. Reitirnir: Kornvara 1—15 (báðir meStaldir) (gildi fyrir 1 kg. af kornvörum hver heill reitur, eni honum er skipt með þverstrikum í 10 minni reiti, er hver gildi 100 grömm. Reitir þessir gilda aðeins til 1. apríl n.k. Við fcaup á skömmtuðum rúgbrauðum og hveiti- brauðum frá brauðgerðarhúsum ber að skila 1000 g. vegna íúgbrauðsins, sem vegur 1500 g., en 200 g. vegna bveitibrauðsins, sem wgur 250 g. Reitimir: Sykur 1—10 (báðir meðtaldir) gildi fyrír 500 gr. af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. apríl m.k. Reitimii-: Hreinlætisvara 1—4 (báðir meðtaldir) gíldí fyrir þessum hréinlætisvörum: Vz kg. blautsápa eða 2 pk. þvottaefni, eða 1 stk. handsápa eða 1 stk. stangasápa, hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. apríl mJk. Reitirnii-: Kaffi 1—4 (báðir meðtaldir) gildí fyrír 250 g. af brenndu kaffi eða 300 g. af óbrenndu kaffi, hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. apríl mJk. Jkómiðarnir 1—15 (báðir meðtaldir) gilda sem hér segir: 1 par karlmannaskór eða kvenskór 12 reitir 1 par unglingaskór 10—16 ára, stærðir 2 Vi—6 (35— 39) 6 reitir 1 par barnaskór að 10 ára, stærðir 0—2 (19—34) 4 reitir L par inniskór (allar stærðir), þar með taldir spartaskór, ledkfimiskór, fil'tskór og opnir sandalaskór 3 reitir Skómiðar þessir gildi til 31. des. 1949. Tekið verður til atbugunar á síðarl hluta 'ársins hvort ástæður þá leyfa, að gefið verði út eitthvað meira af skómiðum. Átkveðið hefur verið að frá og með 1. janúar 1949 skuli falla niður skömmtun á búsáhöldum úr öðru en leir, gleri eða postulínd. Jafnframt hefur verið ákveðið að tekin skuli upp sérstök skömmtun á sokkum. Gefim verður út sérstök auglýsing um gildi reita til kaupa á vefnaðarvörum, sokkum og búsáhöldum. I „Fjnsti skömmtunars'eðill 1949“ afhendist aðeins. gegn því, að úthlutumarstjóra sé samtímiis skilað stofni af skömmtunarseðli fyrir tímabilið október—desember 1948, með árituðu nafni og heimihstfanígi, svo og fæðing- ardegi og ári, eins og form hans' segir til um. Allir skömmtunarreitir fyrir hvei-s konar vörum, sem gilt 'hafa á árinu 1948, falla! úr gildi nú við árslokin', og er óheimilt eftir þanm tíma að 'afhenda nokkra skömmtunravöru út á slíka re'iti. Fólk er áminnt um að geyma vandlega þá reiti úr skömmtunarbók I, sem ekki hafa enni verið teknir í notkun, þar sem gera má ráð fyrir, að eitthvað' af þeim fái innkaupagildi síðar. Reykjavík, 31. desember 1948. SKÖMMTUNARSTJÓRI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.