Alþýðublaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. ágúst 1350. Útgefandi: Alþýðuflobkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttirí Helgi Sæmundsson. Ritstjdrnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. ; Áfgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Miklir, en illa nof- aðir möguieikar. SÍÐASTLIÐIÐ VOR fékk ríkisstjórnin í samvinnu við Marshallstofnunina amerískan fiskifræðing, Edward H. Cooley til að koma hingað til lands og gera atnugun á fiskiðnaði ís- lendinga. Gerði hann all ýtar- lega rannsókn, sérstaklega á frystihúsunum, og hefur nú skil að ríkisstjórninni skýrslu sinni. Þessi skýrsla er í senn sorg- legur og hughreystandi lestur. Hún er sorgleg fyrir þá, sem ekki hafa gert sér ljóst, hversu ábótavant fiskiðnaðinum er hér á landi og hversu ófullkom- in vara íslenzki fiskurinn oft er, þegar hann er boðinn á er- lendum markaði. En skýrslan er hughreystandi að því leyti, að Cooley telur ísland hafa stór- kostlega möguleika til að verða ein mesta fiskmiðstöð verald- ar og íslenzka fiskinn hinn bezta, sem fáanlegur er. Gagnrýni Cooleys kemur þeim mönnum, sem kunnugast ir eru fiskiðnaðinum í landinu, sennilega ekki á óvart. Þeim er mörgum Ijóst, að ýmsu er á- bótavant, og þeir hafa oft varað við hættum og gert tillögur um endurbætur. Þó er fengur að þessari skýrslu, af þ'ví að glöggt er gests augað, og slíkur útlend- ingur verður varla ákærður um hlutdrægni eða sérhagsmuni. Þá getur slík skýrsla, sem tryggt er að ráðherrar og aðrir Valdamenn lesi með athygli, Drðið til þess að opna augu manna fyrir þeirri nauðsyn sem er á fullkomnari og vandaðri framleiðslu og meira átaki til afurðasölu. Þannig gæti þessi skýrsla orðið til þess að lyfta undir baráttu þeirra manna, sem vinna að framförum á þessu sviði hér á landi. Skýrsla Cooleys hefur fram að færa margvíslegan fróðleik og athugasemdir. Þó virðast þrjú meginatriði koma fram í skýrslunni, en þau eru þessi: í fyrsta lagi telur hann, að fiskiðnaðurinn hér á landi sé hvergi nærri nógu vel skipu- iagður. JÞað eru allt of mörg, en lítil, frystihús, oft í sama bæ. Fyrir bragðið er kostnaður of mikill og bæði mannafli, vél ar og húsnæði notast illa, af- köst verða og lítil, kostnaður of mikill. Hann telur að' skipu- leggja megi útgerðina þannig, að skipin notist betur árið um kring, og frystihús og önnur fiskiðjuver þurfi s& ^starfa ár- ið um kring aS einhverjum verkefnum, en hann telur þau nægileg fyrir hendi. Þá bendir Cooley á, að núverandi skipu- lag sé þannig, að fiskurinn sé seldur í einu lagi, léleg vara með hinni góðu, allt á sáma vefði. Hann sýnir fram á, að með þessu skipulagsleysi sé ver- Borgfirðingafélagið efnir til skemmtiferðar á Snorrahátíðina í Reyk- holti n.k. sunnudag kl. 10 árdegis. — Farseðla þarf rr ■ áðíi viéjan'i -Skáhúþ rRéykjavíkuf fyrir miðviku- dagskvöld. ST.tf'mviv Reiður sjóiraður skrifar um fiskiðnað. — Hvað hafa ungu mennirnir lært? — Eða eru þeir skap- lausar dulur, sem ekki hafa þorað að brjótast á móti viðtekinni hefð og vankunnóttu? — Bornar frara ákveðnar kröfur. SJÓMAÐUR SKRIFAR. „Ég ið að verðlauna skussana og refsa þeim, sem vel vinna, í stað þess að knýja þá, sem ekki hafa nægilega fullkomin tæki eða vandaða framleiðslu, til þess að gera betur eða sæta lægra verði. Eins og nú er hög- um háttgð, er^afurðunum öllum stór hætta buin á erlendum markaði, því að gæði vörunnar eru dæmd .eftir því versta,; en ekki því bezta, sem selt er. Þá gerir Cooley tillögur úm að Sölusamband íslenzkra hrað frystihúsa sé skipulagt þann- ig, að það geti haft meiri áhrif á framleiðsluna og gert meiri kröfur til framleiðenda, jafn- framt því, sem það geri meira til þess að greiða fyrir bættum framleiðsluháttum og skipulagi. Hann gerir einnig tillögu um það, að stjórnardeild fái það hlutverk að safna ýtarlegum skýrslum um allar fiski- eða sjávardýrategundir, sem finn- ast við landið, svo og möguleika á vinnslu þeirra, og sé fjöl- breytni framleiðslunnar aukin á grundvelli þess starfs. í öðru lagi telur Cooley, að markaðsleit og sölutilraunir ís- lendinga þurfi áð endurskipu- leggjast. Hugsar hann þar ein- göngu um Ameríkumarkað, enda mun rannsókn hans hafa átt að hafa í huga sérstaklega þann markað, sem alvarleg þörf er að auka, ef vörukaup þjóð- arinnar í Bandaríkjunum eiga ekki að stórminnka. Bendir Cooley á, að íslendingar séu á bessum markaði ávallt á eftir öðrum, ávallt að reyna að feta í fótspor keppinautanna. Þau ummæli um íslenzka fiskinn, sem hann hefur eftir kaupmönn um vestra, eru vissulega ugg- vænleg, og sýna að vöruvönd- un hér heima þarf að stórbatna. Þegar sú bót hefur á orðið, er sennilega rétt að ráða til að- stoðar við söluna þarlenda' tnenn, sem bezt þekkja mark- aðinn og hina tilvonandi kaup. endur. í þriðja og síðasta lagi kem- ur fram í skýrslu þessari mikil bjartsýni um möguleiha íslendinga til þess að framleiða betri og seljanlegri vörur en aðrar fiskveiðaþjóðir, og leggja undir sig ríflegan hluta heims- markaðarins. Cooley bendir á, að hér sé að finna margar teg- undir fiska og mörg önnur sjáv ardýr, sem ekki séu nýtt, en Éiafa mætti stórtekjur af. Hann sýnir fram ,á , ágæti áálenzka fiskjaríns, auð fiskimiðanna fmælir eindregið með friðun- arráfðstöfunum) og nálægð mið anna við verstöðvarnar. Loks fullyrðir hann, að laun verka- fólks séu ekki hærri héf á landi en í þeim löndum, sem við þurf um að keppa við, og mun hann þar eiga við ameríska markað- inn. Stingur þetta mjög í stúf við hinn eilífa barlóm íhalds- manna um það, að kaupgjald sé svo hátt á íslandi, af afurð irnar séu þess vegna óseljan- legar. Vonandi verður þessi skýrsla til þess, að hafizt verði handa um að bæta úr því, sem Cooley bendir á, og margir framsýn- ir menn hér á landi hafa ár,eft- ir ár bent á. Vonandi verður þesi athugun ekki látin gleym- ast án þess að nokkuð tillit sé tekið til þeirrar alvarlegu gagn rýni, sem þar er að finna, og þeirra ábendinga um stórkost- Lega möguleika, sem hún hefur einnig inni að halda. Þá væri verr af stað farið en heima setið. ---------..........—- Skemmtiferð til Hélmavikur. UM verzíunarmannahelgina efnir Ferðafélag templara til hópferðar til Hólmavíkur. Far- ið verður héðan úr bænum á laugardag og komið til bæjar- ins aftur á mánudagskvöldið. Farið verður um Holtavörðu heiði, út Hrútaf jörðinn, um Borðeyri, Ospakseyri í Bitru- firði og Kollafjörð til Hólma- víkur. Á sunnudag verður svo farið á bát til Drangsness og jafnvel norður í Bjarnarfjörð, en haldið heimleiðis á mánu- dag um Steinadalsheiði, suður í Gilsfjörð og síðan um Dali. hugsa að fleirum hafi farið eins og mér, að þeim hafi sviðiff dá- lítið þegar þeir lásu ummæli bandaríska sérfræðingsins um meðferðina á fiskinnm hér á landi. Það fer ekki hjá því, að okkur finnist að við höfum hag að okkur eins og bÖrn eða van- kunnandi stritkarlar í öllu því, sem lýtur að meðferð hins mikla afla, sem hér berast á land. Ég geri nefnilega ráð fyrir því, að það megi taka mark á þessum manni, og að líkindum getum við treyst því, að hann segi að- eins sannleikann og ekkert ann að en sannleikann, enda ekki lík !egt, að hann hafi orðið sam- dauna neinum klíknm hér með- an hann dvaldi við rannsóknir sínar hér á Iandi. VIÐ EIGUM fullkomnustu at vinnutæki til sjávarins í heimi, og sagt er, að við eigum líka eina duglegustu sjómannastétt sem völ er á, en við kunnum lít ið að fara með aflann og stór- eyðileggjum hann í meðferð- Lnni. Þetta hlýtur að koma þjóð- Lnni á óvart. Margir menn hafa verið kostáðir til mennta, ein- mitt mðe það fyrir augum, að mitt með það fyrir augum, að hærra stig, e'n annað hvort hafa þeir ekkert lært, eða þá skortir framtak og dirfsku til þess að afnema gamlar hefðir og þyrja á nýjum aðferðum. ANNARS VIL ÉG segja það, að ég held að réttara væri fyr- ir okkur að beina ungum náms- mönnum meir inn á svið fram- leiðslunnar heldur en gert hef- ur verið. Ætli væri ekki heppi- Legra fyrir okkur að styrkja unga efnilega menn til þess að nema allt, sem hægt er að nema um meðfierð fiskjar og verzlun með hann, en að styrkja fólk til þess, til dæmis að læra þýzku í Noregi! Svo að eitt dæmi sé tekið. ÉG SÉ EKKI betur en að hinn bandaríski sérfræðingur hafi gefið öllum þeim, sem við fram Leiðslu fiskafurða fást, laglega utanundir, — og hafi hann þökk fyrir. Það þýðir lítið að vera að kaupa stórkostleg atvinnu- tæki og §tunda Veiðar árið um kring úti á hinum salta mar, ef lielmingurinn af aflanum er svo eyðilagður í höndunum á þeim sem fjalla um hann á landi, — og ef til vill er einnig mjög á- fátt í meðferð okkar sjómann- anna sjálfra á aflanum. Rússland og KóreustríÖiö. BLÖÐ UM ALLAN HEIM vestan járntjaldsins hafa hvað eftir annað bent á það, að það þyrfti ekki nema eitt orð frá sovétstjórninni til þess að stöðva stríðið, blóðsúthell- ingamar, í Koreu og koma aftur á friði í Austur-Asíu. En þetta orð þarf að vísu að vera fyrirskipun til lepp- stjórnarinnar í Norður-Kóreu um að kalla innrásarher sinn í Suður-Kóreu no^ður fyrir 38. breiddarbauginn og þar með burt úr Suður-Kóreu. En þetta orð hefur sovét- stjórnin enn ekki fengizt til að segja. Sýnir það betur en allt annað, hve einlægur, eða hitt þó heldur, friðarvilj- inn er austur í Moskvu. ÞEGAR STJÓRNIR VESTUR- VELDANNA sneru sér til sovétstjórnarinnar, eftir að innrásin í Suður-Kóreu var byrjuð, og skoruðu á hana, að gera áhrif sín ^jldandi til þess, að stríðið yrði stöðvað og innrásarherinn kallaður til baka, svaraði sovétstjórnin því til, að það væri ekki vani hennar, að blanda sér inn í mál annarra þjóða(!), og því myndi hún engin afskipti hafa af stríðinu í Kóreu. En nokkru síðar sneri Nehru sér tií Stalins og Trumans cg skoraði á þá, að reyna sættir í Kóreustríðinu á þeim grund- belli, að kommúnistastjórnin í Peking fengi sæti Kína í öryggisráðinu og sovétstjórn- in léti síðan fulltxúa sinn einnig taka sæti í því á ný; og þá virtist allt í einu ekk- ert vera því til fyrirstöðu, að sovétstjórnin blandaði sér í málið! Að minnsta kosti tók Stalin vel í málaleitunNehrus, sem hins vegar fékk engan hljómgrunn hjá Vesturveld- unum. Þau vildu ekki kaupa frið í Kóreu með neinum pólitískum fríðindum fyrir Rússland. ÞESSI TVÖFELDNI sovét- stjórnarinnar í Kóreumálinu er einkar athyglisverð. Fyrst þykist hún ekki geta bland- að sér í málið af því, að það myndi þýða íhlutun um mál annars ríkis! En þegar hún sér sér þann leik á borði, að geta slegið sér stórpólitíska mynt úr því blóði, sem búið er að úthella á Kóreu, þ. e. komið fulltrúa frá hinni kín- versku leppstjórn sinni inn í öryggisráðið, þá er ekkert lengur því til fyrirstöðu, að hún blandi sér í mál Kóreu, þótt það þýddi að blanda sér inn í mál annars ríkis! EKKERT SÝNIR BETUR, en einmitt þetta, að í augum sovétstjórnarinnar er innrás Norður-Kóreu í Suður-Kóreu aðeins þáttur í útþenslupóli- tík Rússlands. Enda veit að vísu hvert mannsbarn, að innrásin er skipulögð og fyr- irskipuð af sovétstjórninni. Hún hefur látið þjálfa Norð- ur-Kóreumenn til hennar, lagt þeim til vopnin, látið þá hafa rússneska ráðunauta, og vafalítið einnig æfða rúss- neska hermenn af mongóla- kyni og reynda úr annarri heimsstyrjöldinni. Þannig er Rússland raunverulega ann- ar stríðsaðilinn í Kóreu, og það meira að segja árásarrík- ið, þótt það þykist hvergi koma þar nærri! ÉG HUGSA að ég mæli fyrir munn allrar þjóðarinnar, þegar I ég segi, að til þess sé ætlazt af riKisstjórninni, að hún taki þessi mál nú þegar mjög föstum tök- um, að hún fyrirskipi nýjar að- ferðir í vinnslu aflans og að beitt sé miskunnarlausri hörku gagnvart öllum þeim, hvað sem 'peir heita, og í hvaða stjórn- málaflokki, sem þeir eru, sem skki reynast starfi sínu vaxn- ir. Það er blóðugt að vita til þess að við skulum geta náð hvaða markaði, sem er vegna yfir- burða hráefnis okkar, en við skulum ekki gera það vegna heimsku og kunnáttuleysis þeirra manna, sem um þessi mál fjalla." ÞETTA SEGIR sjómaðurinn og býst ég við, að fleirum en honum hafi sviðið þegar þeir lásu frásagnirnar í blöðunum á sunnudaginn. Óneitanlega er því líkast í þessu efni, sem hér stjórni hálfgerðir skrælingj- ar. AMERÍSK KONA varð í gær langamma í 100. sinn, að því er útvarpsfregnir herma. Hún á nú 64 barnábörn á lífi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.