Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 13
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN ? rramkræmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jómas Kristjánss.on. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Rltstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. _____________________________________________ Mikilvægasta vopnið í kjarabaráttunni 1 1. maí ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, sem einróma samkomulag varð um hjá við- komandi aðilum, er það rakið, að á seinustu árum ,,hafi ▼erð á vöru og þjónustu vaxið stórum meira en kaup- haekkunum nemur og verkafólkið enga kjarabót fengið íyrr ct. það hefur búið mánuðum saman bótalaust við skertan hlut. “Af þessari staðreynd, er síðan dregin sú rökrétta ályktun, að „kauphækkanir verkafólks eru því afleiðíng dýrtíðarinnar, en ekki orsök.“ Sú öfugþróun, sem hér er rakin, hefur átt sér stað, þót verkalýðssamtökin hafi hvað eftir annað gripið til verkfalla seinustu árin til þess að fá kjör sín lagfærð, því að með öðru móti hefðu engar lagfæringar fengizt. Án þessarar verkfallsbaráttu hefðu kjörin orðið enn lak- ari, misskipting þjóðarteknanna eru hrikalegri. Það sýn- ir hve mikilvægt það er launastéttunum að hafa óskertan samtakarétt og verkfallsrétt, þótt slíkum rétti beri hins vegar að beita með varúð, eins og líka hefur vissulega verið gert seinustu árin. Framangreindar staðreyndir sýna hins vegar, að verk- fallsrétturinn er ekki einhlítur, þótt hann hafi komið að verulegum notum. Árangrar verkfallssigranna hafa fljót- lega verið ónýttir og verðhækkanir orðið meiri en kaup- hækkanir. Hver er skýringin á þessu fyrirbæri? Skýringin er sú, að með völd hefur farið ríkisstjórn, sem er óvinveitt launastéttunum, og vill auka meira hlut- deild annarra en launastétta og bænda í vaxandi þjóð- artekjum. Meginstefna þfessarar ríkisstjórnar hefur verið sú, að kaupgeta launastétta og bænda mætti ekki aukast. Því hefur hún beitt gengisfellingum, sölusköttum og öðr- um verðhækkunaraðgerðum til þess að gera kauphækk- anir hjá launastéttunum að engu og oft meira en það. Það sannast hér, að samtakamáttur og verkfallsvald launþegasamtakana er takmarkað, ef ríkisvaldið er laun- þegunum óvinveitt. Þótt mikilvægt sé að efla stéttasam- tökin og gæta réttar þeirra, er það þó enn mikilvægara að tryggja sér vinveitt ríkisvald. í lýðræðisríkjum er þvi atkvæðaseðillinn, þegar kosið er til Alþingis. mikilvæg- asta vopnið í kjarabaráttunni. Hin bitra reynsla, sem launþegar hafa öðlazt seinustu árin, má vissulega þykja þeim lærdómsrík. Hún sýnir. að það er mikilvægt að treysta eininguna innan stéttar- samtakanna og standa vel vörð um samtakaréttinn. Mikil vægast af öllu er þó að nota atkvæðaseðilinn rétt i þine- kosningum. Atkvæðaseðillinn er mikilvægasta vopnið i kjarabaráttunni. Toynbee og Mbl. Mbl. tekur í gær undir þau ummæli sem það hefur eftir þekktum brezkum sagnfræðing' Arnold J. Tovnbee að hvorki kommúnismi eða kapitalismi muni verða ráð- andi í heiminum í framtíðinni. heldur muni hagkerfi þjóð anna verða meira og minna blönduð kerfi, sem að ýmsu leyti muni ákvarðast af tækniþróuninni. Þetta er mjög ánægiuleg yfirlýsing af hálfu Mbl. Hinc- að til hefur það kallað þá menn stefnnlausa. sem ekki aðhyllast annaðhvort kommúnisma eða kanítalisma. t þeim efnum er skemmst að minna á hin stöðugu skrif þess um stefnuleysi Framsóknarflokksins. Ávörp samtaka Saunþega 1. maí Avarp Alþjóðasam- bands frjálsra verkalýðsfélaga Verkamenn allra landa. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga sendir ykkur enn einu sinni innilegar bróðurkveðj ur í tilefni 1. maí, hins alþjóð- lega hátíðisdags verkalýðsins. A liðnu ári hafa orðið miklar framfarir verkamönnum til hags bóta. Laun hafa hækkað og vinnuskilyrði batnað fyrir til- stilli stöðugrar baráttu hinna frjálsu verkalýðsfélaga. En sig ur er samt ekki unninn í barátt- unni fyrir félagslegu réttlæti í heimi friðar og öryggis. Það er augljósara í dag en nokkru sinni fyrr, að velmegun, — eins og friður og frelsi —, verður að vera fyrir alla. Svo getur ekki haldið áfram um alla framtíð, að eyjar velmegunar og tækniframfara verði umflotnar úfnu hafi fátæktar, hungurs og þjáninga. Það er ekki aðeins sið ferðilega æskilegt að hraða þró uninni í hinum fátækari löndum heims, heldur er það efnahags leg og stjórnmálaleg nauðsyn. Á alþjóðavettvangi hefur Ai- þjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga jafnan verið skjöldur þeirra sem verst eru settir. Það hefur ætíð verið þess hvetjandi, að reynt verði að leysa alvar- legasta efnahagsvandamál ver- aldarinnar, — tilveru fátæktar mitt i allsnægtum —, með sam- einuðu átaki. Við skulum láta framleiðslutæki iðnvæddu land anna, sem ónotuð eru fullnægja innflutningsþörfum vanþróuðu landanna. Iðnvæddu löndin eiga að skapa hjá sér aukna markaði fyrir hinar nýju framleiðslu- greinar vanþróuðu landanna, svo og fyrir matvælaframleiðslu þeirra og hráefni. Við heitum á verkalýð um veröld víða að styðjá eftir mætti allar raunhæf ar samþykktir ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um viðskipti og þróunarmál. Efnahagsaðstoð, þótt mikil sé, léttir ekki fátækt- arbyrðina, sem heimurinn nú ber, nema til séu öflug og sjálf- stæð verkalýðsfélög í þeim lönd um, sem efnahagsaðstoðina þiggja. Verkamenn hinna ný- frjálsu ríkja vilja taka virkan þátt i sköpun þjóða sinna. Slíkt geta aðeins gert sem frjálsir menn: þann sannleik verða þeir að gera sér ljósan, sem vilja láta einræðisstjórn, fremur en lýðræðislega stjórnarháttu, fylgja í kjölfar nýlendustjórnar. Við í Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga munum halda áfram að aðstoða hin ungu verkalýðsfélög í vanþróuðu lönd unum til að þjálfa þá leiðtoga. sem þau þurfa á að halda til að leysa ný verkefni. sem við blasa. Eigi munum við heldur bregð ast þeim, sé þeim ógnað með sviptingu grundvallarréttinda verkalýðsins. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur með ráð- um og dáð stutt kröfur uni lausn undan nýlendustjórn. Nú hefur sigur nær alls staðar unn izt á þeim vettvangi. Við meg- um samt ekki gleyma því. að enn er við lýði nýlendustjórn og kynþáttamisrétti í Suður-Afríku, Suður-Rhódesíu og í nýlendum Portúgala. Við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en íbú- ar þessara landa hafa öðlazt fuli- lýðréttindi. Grundvallarskilyrði þess að öðlast velmegun og alhliða frelsi, er að friður haldist í heiminum. Þær vonir, sem vökn uðu við undirskrift samningsins um takmarkað tilraunabann með kjarnorkuvopn, mega ekki dofna Verkalýðshreyfingin krefst þess, að þegar í stað verði gerðar raun hæfar ráðstafanir til að koma á almennri afvopnun undir eftir liti. Verkamenn heimsins! Fyrir þessu höfum við barizt. Þetta munum við vinna með samein- uðu átaki. Eflið hin frjálsu verkalýðsfé- lög! Fram til sigurs með AI- þjóðasambandinu í baráttunni fyrir brauði, friði og frelsi. r Avai p Bandalags starfsmanna ríkis og bæja Á hátíðis- og baráttudegi laun þegasamtakanna sendir stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja meðlimum samtakanna og öllum launþegum landsins kveðj ur og árnaðaróskir. Á síðast liðnu ári kom til fram kvæmda hinn nýi samningsrétt- ur, og fengu opinberir starfs- menn þá nokkra leiðréttingu kjara sinna til samræmis við aðra. í desember s. 1. urðu almennt 15% launahækkanir og gerði þá stjórn B.S.R.B. kröfu um launa- hækkun til samræmis. Það varð mikið áfall fyrir traust opinberra starfsmanna á hinni nýju skipan mála, er meiri hluti Kjaradóms synjaði þeirri réttmætu kröfu. Sýnir þetta, að hvergi má hvika frá framtíðar- stefnu samtakanna, sem er al- ger samningsréttur um kaup og kjör og verkfallsréttur. Því hefur margsinnis verið lýst yfir af hálfu samtakanna, að gera verði raunhæfar ráðstafan- ir til að hefta verðbólguþróun, en á meðan svo er ekki fái iaun- þegar að fullu bætta þá dýrtíð- araukningu, sem raunverulega á sér stað. Þanníg telur B.S.R.B. óhæfu, að starfsmönnum sé synj að um leiðréttingu launa á sama tíma og upplýst er, að vísitala vöruverðs og þjónustu hefur hækkað um 23,5% frá miðju ári 1963. Sýnir þetta Ijóslega nauðsyn þess, að tekin verði upp þegar í stað verðtrygging á laun. Þróun í kjaramálum að und- anförnu hefur staðfest þá miklu nauðsyn, sem er á samstarfi og gagnkvæmum skilningi laun- þegasamtakanna í landinu og að fullt samráð verði haft við launþegasamtökin við lausn efna hagsmálanna. Stjórn B.S.R.B. skorar á ein- staklinga og félög innan sar>-- takanna að vinna ötullega að framgangi málefna sinna og styrkja samstöðuna um rétt sinn og hagsmunasamtök. (Samþykkt samhljóða á stjórnar- fundi B.S.R.B: 28.4 1964). Avarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík í dag 1. maf, á alþjóðlegtim baráttudegi verkalýðsstéttar heimsins, fylkja íslenzk verka- lýðssamtök liði sínu til einhuga sóknar fyrir bættum kjörum og betra lífi vinnandi fólks. Við minnumst frumherja verkalýðshreyfingarinnar heima og erlendis, þeirra, sem fyrstir kröfðust réttar hvers vinnandi manns t.il lausnar úr fátækt og kenndu stéttarbræðrum sínum að skilja og meta ósigrandi afl einhuga samtaka. Við minnum á, að hagsmunir verkalýðsins um heim allan eru sameiginlegir og möguleikarnir til mannsæmandi lífs allra bama jarðarinnar eru augljósir við þær aðstæður, sem nútíma vís- indi og tækni bjóða. Engu að síð ur situr bölvun skortsins enn við dyr nær tveggja af hverjum þrem fjölskyldum heimsins og storkar samvizku hvers heiðar- legs manns. Það er krafa hinn- ar alþjóðlegu verkalýðshreyfing- ar, að fátæktinni og því ólýsan- lega böli, sem henni fylgir, verði á okkar dögum bægt frá sér- hverju heimili þessa hnattar með þeim breytingum á þjóð- félagsháttum, sem til þess eru óhjákvæmilegar. íslenzk verka- lýðshreyfing • tekur undir þá kröfu af alhug. Við minnum á, að krafan um frið, útrýmingu allra kjarnorku- vopna og algera afvopnun er lífshagsmunamál allra manna. Við fögnum samkomulagi þjóð- anna um takmarkað bann við kjarnorkusprengingum, sem skrefi í rétta átt, en við leggjum áherzlu á að í alþjóðlegum sam skiptum verði trúin á valdið að víkja fyrir óhjákvæmilegri nauð syn friðsamlegrar lausnar vanda málanna. Við samfögnum hinum ný- frjálsu þjóðum með fengið sjálf- stæði og krefjumst þess, að allri nýlendukúgun verði aflétt og að hver þjóð fái fullt frelsi til að stjórna eigin málum. Við fordæmum alla kynþátta- kúgun ng höldum því ákveðið fram, að ailir menn, hvaða hör- undslit sem þeir hafa, eigi jafn- an rétt til lífsins gæða. orða og athafna. stöðu og starfs. íslenzk verkalýðshreyfing vill á þessum baráttudegi strengja þess heit. að standa trúan vörð um sjálfstæði íslenzku þjóðar- innar, vernda þjóðerni og menn ingu hennar og tryggja að ís- Iendingar hafi einir óskoraðan eigna- og yfirráðarétt yfir auð- lindum og framleiðslutækjum landsins og hafinu umhverfis það. 1. maí er í senn hátíðisdagur og dagur reikningsskila. Kröfuganga og útifundur Reykvískra' alþýðu hlýtur því fyrst og síðast að bera merki þeirrar óhjákvæmilegu kjara- baráttu sem fyrir dyrum stend- ur. í dag er öllu verkafólki það efst í h'.iga ,að vegna verðbólgu og hraðvaxandi dýrtíðar er ár- angur þeirrar hörðu kjarabar áttu sem háð hefur verið að Framhald á 17. síðu. T í M I N N, föstudapur 1. maí 1964. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.