Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 18
' Smjörvatnsheiffi hefur komiÖ á dagskrá með þjóðinní í vetur. Nokkrir framtakssamir menn á Héraði, fengu/því til leiðar kom- ið, að byrjað var að ryðja veg yflr hana austan frá á siðasta haosti, og kom reynsla á það, að þetta gekk vel, og þótti sanna, að hér væri í efni nauðsynleg og heppileg framkvæmd. Þetta kom eugum á óvart, sem þekkir Smjðr- ▼atnsheiðL Hvað er Smjörvatnsheiði? Flestra skilningur er það, að Smjörvatnsheiði sé aðeins vegur- jim, sem liggur yfir hana milli Vopnafjarðar og Héraðs, og öðru kyrmast fæstir, sem þó vitna tfl, að þeir hafi kunnleika af Smjör- vatnsheiðl. En Smjðrvatnsheiði er nokkuð meíra en þessi vegur, og þdr sem ekki kynnast henni að ððru, en fara þennan veg, vita lflið um heiðina. Þetta sést náttúr- lega bezt á því, að víða heitir að fara yfir SmjðrvatnsheiðL Þannig heitir það að fara yfir Smjörvatns- heiði frá bæjum 1 Sunnudal hln- um forna í Vopnafirði og af yztu bæjum á JökuldaL án þess að koma nærri veginum. Smjörvatns- heiði er nefnilega alls staðar veg- ur. Hún er nálega vatnsfallalaus, ekki mjög grýtt, nema í flákum, hér og þar, víða hinn bezti skeið- völlur, giljalaus og hættulitil, eink um innarlega. Brekkurnar eru lág- ar, og kemst þó vegurinn i afl- mikla hæð um miðbik, „flóatetur fífusund" koma þar lítt til greina. í stuttu máli má segja að Smjör- vatnsheiðl er allt annað en veg- urinn og það var á veginum, sem Árni frá Múla kvað vísuna. „En sá heiðar andskoti.“ Annars stað- ar hefði hún kannski ekki verið kveðin. Tfl þessa Uggja ástæður. Vegur- Þetta kort er af Smj6rvatnshel5i. Punktalfnan sýnlr veglnn, elns og hann llggur nú, en strlklS sýnlr veglnn elns og grelnarhöfundur leggur tll aS hann verSL Benedikt Gíslason frá Hofteigi: inn Bggur í vinkil fyrir Smjðr- fjallaenda og þangað vilja menn komast sem fyrst og hefur vegur- inn teygzt upp í undirhlíðar eða undiröldur Smjörfjalla, og liggur þar miklu hærra en flákarnir við Sunnudalsbrúnir, en vegurinn liggur að fjallaenda samsíða Sunnudal og Smjörfjölliun. Þama er eniklu snjósælla og illviðrasam- ara, en nær brúnum í Sunnudal, en þar virðist vegurinn alveg eins geta legið, unz snúið er fyrir fjallaenda, enda var þannig farið áður, og lagt upp af bæjum í SunnudaL Af þessari legu vegar- ins þykjast allir geta talað illa um Smjörvatnsheiði, enda hefur margur fengið þar stríðsama leið af veðrum og snjó og jafnan þarf lengi að bíða þess, að vegurinn verði fær á sumrum. H1 marks um þetta er það, að vegurinn, eem þama var lagður, stóð þar ekki fyrir ísingu og byljum og vissu það kunnugir menn, að hann þurfti að standa 5-7 km innar á heiðinni og mundi hann standa þar enn í dag, ef hann hefði ver- ið lagður þar. Þama era veðra- skil, og hef ég oft reynt. Norðaust- anáttin, sem stendur utan með fjöllunum, með rökum snjó, sem hleðst niður, gengur til norðan- áttar þarna innar á heiðinni og er snjórinn rakasamur, og rífur betur burt. Þama verður snjólag- ið miklu minna, en nær fjöllun- um, en þó allmikið. Inn frá Smjör- fjallaenda ganga lágar öldur og liggur þar leiðin frá veginum á miðri heiði ofan í Hófteig og fleiri bæi á Jökuldal, því alls stað- ar má fara. Sunnudalurinn í Vopnafirði er alllangur og era rætur hans við Sandfell, sem er fjallbákn miklð á heiðamótum Jökuldals og Vopna fjarðar. Þaðan frá Sunnudalsá, era röskir 20 km ofan í Hofteig og til marks um snjóalög á þeirri leið er það að þegar vel viðrar á vetram, era hagar langt niður í heiðina, 7-8 km, og þegar smal- að er til sauðburðar, um 20. maí, þarf að vitja fjár miklu norðar. Þetta fer þó auðvitað eftír tíðar- fari. Þetta sýnir það að vegurinn á að liggja sem mest í undirlend- inu við Sunnudalsbrúnir, unz hann getur stefnt yfir heiðina, þar sem stytzt er ofan í undirlendi við Jökuldalsbrúnir, sem er breitt svæði. Frá Borgum í Sunnudal, en þangað Bggur vegur, era nær 30 km í Hofteig, og þar á að leggja veginn upp á heiðina. Þar renn- ur Fossá á vegi, en sú á heitir Steinká, á veginum og rennur 1 gildrag, taka þá við melöldur, við svokallaða Kálfadali, og gefast þær nær óslitnar, þar til stefna þarf upp á marsléttar flatir vest- an við Smjörvatn — vegurinn Bggur fyrir austan það. — Er þar sjálfgerður bílvegur. Er Smjörvatni sleppir, er nær hálfnuð leið í Hofteig, og liggur nú leiðin vestan við Hofteigs- öldur, þar sem leiðin liggur, sem á var minnzt ofan á Dal. Hofteigs- aldan er skorin sundur á tveim stöðum og djúpar lægðir á milli svo betra er að fara með veginn vestan við þær, og að Áfanga- brekku, fremst, en það er syðsta Hofteigsaldan og er þá komið í undirlendi heiðarinnar við Jökul- dalsbrúnir. Er leiðin frá Smjör- vatni að Áfangabrekku 7-8 km og jafnlangt niður i Dalinn. Þessa leið fór ég 3. júní 1928. Var þá kalt vor og snjóa leysti seint. En nú gengu hitar og voru örar leysingar. Töldu allir heiðina ófæra, en ég komst hrakfallalaust með þrjá hesta. Var gaddur og bládýpi, aðeins frá Áfangabrekku að Smjörvatni, og eiginlega bíl- fært eftir það. Hvergi var annars staðar fært nema við Sandfell, þar virtist orðið snjólaust. Á veg- inum við Vaðla og út frá þeim, iangt, var jökulbládýpisefja, og engum fært. Ég læt hér fylgja kort af Smjðr- vatnsheiði, gert eftir herforingja- ráðskortinu en eigi er það ná- kvæmt. Smjörvatn er aðeins eitt, sem nafnið á heiðinni vottar, en tangar liggja út í það frá austri og vestri, hér og þar, sem sýnast deila því í sundur og flæmist það yfir stórt stykld. Suðurendi þess er innar en vegurinn, enda renna Vaðlarnir úr því, á Jökuldalsvegi, stutt frá vegamótunum. Ég merki inn á þetta kort þar sem vegurinn á að liggja Vegurinn á Smjörvatnsheiði hef- ur jafnan ekki reynzt vera fær á hestum, fyrr en um mánaða- mót júní — júlí, og oft seinna, en þá höfðu Jökuldælingjar, hér fyrr, ' komið með ullarlestir í Vopnafjarðarkaupstað, alllöngu áð ur, og þurfti ekki að spyrja um veginn, frekar en verkast vildi. Hvergi rennur vatn á þetta veg- arstæði og vatnsföllin era smá- lænur, sem þó væri betra að brúa, einkum Fossá. Ég hef farið oftar yfir Smjör- vatnsheiði, en nokkur annar nú lifandi maður og á öllum árstím- un og ákaflega oft og hvar sem verkast vildi. Ég þekki hana alla, og það er mikil þekking. Það er töfnandi fagurt að fara yfir Smjör- vatnsheiði í góðu veðri, og er það ekki frekar bundið við veginn, t.d, á Hofteigsöldu, sem er veg- Framhald á bls. 23. Sigurður Jónsson frá Brun: Birt var það 1.4. ’64 Helgi Sæmundsson ritaði í Alþýðublaðið fyrsta apríl síðast- Bðinn og sagði þar á meðal ann- ars: „Hundrað meðalmenn orka litlu um íslenzka listþróun. Tíu snillingar geta hins vegar látið hana sæta tíðindum í mannkyns- sögunni." Þetta væri frjósamleg athugun, ef fyrir lægi öraggt ráð til þess að framleiða heilan tug snillinga eða þótt aðeins hálfur væri og þetta úr ótíndum meðalmönnum og þó það væri úr heilu hundraði af þeim. En þótt þjóðin væri skoðuð sem eitt allsherjar býflugnabú, þá er ekki kunnug sú líking hieð mönnunum og skordýrstegund- inni, að smíða megi drottningu í ríki lista og auðríkis úr sérhverri vinnuflugu Bstfikts og mannaláta með því einu að bæta kjör henn- ar, óvíst jafnvel að dygði þótt í kjarabótunum væri tilskilin utan- ferð og uppihald erlendis ásamt þeim virðingarauka að háskóla- borgarar virtu skepnuna síðan viðhts og umtals. Ytri skilyrði era ekki ætíð til mikils. Hvar er nú auður og völd Langs ættarinnar? Hversu ríkir og voldugir eða bara þekktir era nú Erlendungar? Hvað er orðið um auð, völd og lærdóm Stephensena? Allar höfðú þessar ættir upp- runalega hæfni til metorðaöflun- ar og auðsönunar, og komust yfir mikið af hvora tveggja, ekki skorti heldur að reynt væri að blanda ættirnar búfræðingslega og hlaða svo undir ungviðið, dóm- stjóraböm og amtmanna- t.d. að það væri betur en almennt gerð- ist. Samt misstu áður nefndar ættir forystuna. Finsenamir, sem auk þess fluttu úr landi frá æðstu fáanlegum embættum hér og í önnur frægari eða févænlegri er- lendis, fengu ekki haldið þar stétt sinni svo ættliðum skipti, þótt í fjölbreyttara umhverfi lentu og úrkostafleira. Þeim skyldi þó aldrei hafa farið að vaxa smér- tennur einar i munni sökum áreynsluleysis og óttaleysis um af- komu sína og virðingu? Ýmsum virðist vera trúaratr- iði, að allt megi vinna með styrkj- um. Skáldskapur og Bstfengi á þannig að vera virkjanlegt eins og fossbuna og kynni að láta nærri með þá samlíkingu, ef foss- inn væri einhver ófundinn Gljúfra búi, sem orkaði tvímæBs hvort ekki væri ímyndun ein, því víst má auka afköst hugfrjórra manna en fátækra með fjárframlögum, svo að þeir gætu hungurs vegna setið við skrifborð eða hljóðfæri heldur en stritað við að fóðra svín eins og St. G. St. varð að gera. Vafaefnið er hversu hug- frjór viðtakandinn kann að reyn- ast En hver verða notin að styrk- veitingunni til afreksauka, ef henni er bætt við aðstreymi fjár úr öðram áttum og hlaðið ofan á margar og miklar fjáramsýslur svo sem málaferU út af ritlauna- rétti eða ritlaunaþjófnaði innan- lands eða utan? Hún skyldi þó aldrei verka elns og hænsnabús úmsvif til viðbótar við svínahirð- ingu og hafa þau áhrifin mest að fækka listaverkum styrkþega en fjölga Mammons messum hans? Tilraunir og mælingar hafa farið fram til þess að leiða í ljós líkam- legt þol íslenzkra manna. Þá kom upp, að þeir árgangar, sem hér voru mældir stóðust ekki raun skyldra þjóða, þótt engu væru íslenzku kropparnir korkulegri eða minni að vallarsýn og næstu ættUðir á undan hefðu hér á landi sannarlega haft þrek og seiglu í rífara mæB en flestir. Má þar benda á Sprengisandsgðngur Fjalla-Kristins og Sturlu í Fljóts hólum auk mikils fjölda annarra afreka margra manna. Áðumefnd þrekrannsókn tók að vísu ekki nema til líkamlegra burða og heilar stéttir mun þar vanta t.d. flest alla erfiðismenn. Hún mætti því teljast ófullnægj- andi og einkum óviðkomandi Bst- þróun eða listhrömun. En slæm- an grun gefur hún, og um svipað leyti og sárasta erfiðinu létti af stritandi stéttum þjóðfélagsins og fluttist yfir á olíur og málma, þá léttu „listamenn" sumir hverjir af sér þrældómi bragliða, ríms og stuðla. Ekki skyldi þó hafa farið svip- að á báðum stöðum, þolið og kraft amir, þollyndið til elju, kappsemin við að skila mannbætandi verkum visnað upp með minnkandi æf- ingu við áreynslustörf hugar og handa? Illt er það að vangjalda og van- þakka vel unnin verk 02 verðmæt. Kaupendur Bstaverka ættu helzt að bera heiðurinn eða smánina af því, en síður er von að bUndir menn og daufir verðlauni myndir Framhald á bls. 23. Stráka- vegur í FYRRA gaf ríkisstjómin út bók, setn ber heitið „Þjóðhags- cg framkvæmdaáætlun fyrir árin 1963—1966“. Á bls. 55 < þeirri bók er málsgrein um Strákaveginn, og segir þar m.a.: „Lagning vegar úr Fljótum að göngunum mun halda áfram á þessu sumri og er áætlað að verja til þess 3 millj. kr. Sá vegur mun síðan fullbyggður sumarið 1964 og göngunum lokið í ágústmánuði 1965“. Þannig vora loforð stjómarinnar vorið 1963. Nú er hins vegar gefið i skyn, að frekari dráttur geti orð- ið á því að grafa göngin gegnum Strákafjall, og er þvi utn kennt, að ekki sé enn lokið nauðsynleg- um rannsóknum á berglögum f fjallinu. Hefði þó átt að vera mögu legt að framkvæma þær rannsókn- ir á imdanfömum áram, en á þessu sumri era liðin 5 ár síðan grafn- ir vora um 30 metrar af göngunum til reynsln. Auk þess sem horfur era á að ekki verði staðið við fyrirheitið um að ljúka göngunum í ágúst- mánuði 1965, er nú kotnið á dag- inn að ríkisstjómin er að hugsa um að standa ekki heldur við hitt loforðið, að ljúka vegagerðinni að fyrirhuguðum göngum sumarið 1964. f ritstjórnargrein í Morgun- blaðinu síðastliðinn sunnudag seg- ir, að, áformað sé „að ljúka und- irbyggingu vegarins að Strákum á þessu ári“. f fjárlögum fyrir 1964 er þó heimild til lántöku vegna Strákavegar, sem nægir til að ljúka að fullu vegagerðinni að göngunum. Það hlýtur að vera krafa allra Siglfirðinga og annarra, sem hér eiga hagsmuna að gæta, að staðið verði við loforðið frá f fyrra, að „fullbyggja" veginn að göngunum 1964. Ennfremur að lokið verði að grafa jarðgöngin gegnutn Stráka svo fljótt sem mögulegt ér. SkúU Guðmundsson. 18 T ( M I N N. föstudaaur l mai 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.