Tíminn - 06.06.1964, Side 2

Tíminn - 06.06.1964, Side 2
FBstudagur, 5. júní. NTB-StokkhólmL — Baltísku flóttamannahreyfingarnar í Skandinavíu hófu I dag áróS- ursherferð sína gegn heimsókn Krústjoffs forsætisráðherra með því að krefjast að allir stjómmálafangar verði látnir lausir í Austur-Evrópu. NTB-Ankara. — Utanríkisráð- berra Tyrklands sagði, að ef þrðunin á Kýpur héldi áfram í sömu átt og verið hefur, þá myndi Tyrklandsher ganga á land á eyjunni. NTB-Faversham. — Brezki Verkamannaflokkurinn vann stórglæsilegan sigur við auka kosningamar í Faversham í Kent og bætti við sig 5% at kvæða. NTB-Stobkhólmi. — Desiree Svíaprinsessa giftist I dag sænska baróninum Nicols Silv endkjöld. NTB-Moskvu. — Sovétríkin hafa samþykkt pólsku tillöguna nm undirbúningsfund sex ríkja um Laos, og leggja til að hann verð! haldinn í Sviss mjðg hráðlega. NTB-VIentiane. — Pathet Lao- bomúnlstar gerðu í dag árás á Iherlið hlutlausra á Kruld-u- sfðtu. lfTB-Dovres la Delivrande- — Þelr, sem sluppu lifandi úr ftmráslnnl f Normandie 8. Jfinf 1944, hófu í dag 24 tíma hðtfðahöld á ýmsum stöðum í Normandle. NTB-Vínarborg. — Alþjóðlega póstssambandið samþykkti í dag, að reka Suður-Afríku úr sambandlnu. 30 ríki vora á móti og 26 sátu hjá, en 58 ríki greiddu atkvæði með tillög- unnl. NTB-Bonn. — V-þýz1:a ríkis- stjómin ætlar að leggja til í þinginu að lækka toll á inn- flutningi frá EBE-landi um helming, eða niður í 20%, frá 1. júlf. NTB-Kaupmannahöfn. — Ein- ar Gerhardsen, forsætisráð- herra Noregs, skoraði í ræðu f Kaupmannahöfn í dag á sína dönsku skoðanabræður að koma í veg fyrir klofningu innan verkalýðshreyfingarinn- ar. NTB-Nassau. — Leiðtogi kúb anskra flóttamanna, Manuel Ray, var einn af átta mönnum sem komu fyrir réttá Bahama eyjum f dag, ákærðir fyrir að hafa komið til eyjarinnar á ólöglegan hátt. NTB-Þrándheimi. — Menning- arnefnd Norðurlandaráðs hóf fundi í Þrándheimi f dag. For maður nefndarinnar er Ólafur Jóhannesson, alþingism^ður. NTB-París. — George Ball, varautanríkisrkðherra Randa- ríkjanna, ræddi í dag við de Gaulle forseta um Suðaustur. Asíu. Segja þá njósna NTB-Moskvu, 5. Júní. i étska varnarmálaráðuneytisins, tvo bandaríska sendifulltrúa fyrir „Rauða stjaman", málgagn sov-1 ákærði í dag einn brezkan og njósnir. 40 LOG 14 FÓST" BRÆÐRA ' r LIKAN I NYJA HUSINU BÓ—Reykjavík, 5. júni. Loftleiðir eru nú að flytja í hina nýju skrifstofubyggiaigu á ReykjavíkurflugveUi, en það er fyrri álman af tveimur. Þessum á- fanga er nær lokið og búið að steypa kjal'Iara síðari álmunnar. Teikningarnir gerðu arkítektam ir Gísli Halldórsson, Ólafur Júlíus son og Jósef Reynis. Byggingar meistararnir Þórður Kristjánsson son og Ragnar Bárðarson önnuðust framkvæmdina samkvæmt útboði. — Forráðamenn Loftleiða buðu fréttamönnum að skoða þessi glæsi legu húsakynni í dag, en stærð þeirra er 10 þús. rúmm,. þrjár hæðir og kjallari. — Myndin er tekin í húsi Loftleiða, Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi, annar frá hægri, og Jóhannes Einarsson, verkfræðingur, yfirumsjónarmaður félagsins með byggingaframkvæmd um, fjórði frá hægri, ásamt frétta mönnum við líkan af Leifi Eiríks syni, Rolls Royce 400. (Ljósmynd: Tíminn, GE) Að sögn blaðsins fóru þeir í marz í bilferð suður fyrir Moskvu. Þeir óku á miklum hraða, en hægðu ferðina verulega þegar þeir nálguðust eldflaugnastöð og efnaverksmiðju. Þar dvöldu þeir í 45 mínútur og notuðu myndavél- ina mikið. Þeir eiga einnig að hafa dvalið á bannsvæði við flug- völl nökkurn. Þeir voru staðnir að verki, og reyndu þá að koma sér undan í öðrum bíl, að því er blað ið segir. í gær kom á markaðlnn ný- stárleg hljómplata, því á henni eru hvorki meira né minina en fjörtíu lög. Eru þetta átta lagasyrpur, sem fé- lagar úr Fóstbræðrum syngja. Söngur þeirra í útvarpsþátt- um Svavars Gests féll I mjög góðan jarðyeg hjá útvarps- hlustendum. Hér á myndinni eru „Fjórtán Fóstbræður" á æflngu ásamt Magnúsi Ingi marccuni níannloil/ara BLÚMAMERKI FB—Reykjavík, 5. júní Póststjómin gefur út fjögur ný blómafrímerki 15. júní. Blóma- myndirnar eru í eðlilegum litum. 50 aura merkið er með mýnd af holtasóley, 1 kr. er jöklasóley, 1.50 er horblaðka, og 2 krónur smári. Frímerkin era prentuð í Sviss. TK—Reykjavík, 5. júiní. Á fundi boirgarstjórnar Reykja víkur var tillaga að samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar t!il fyrri umræðu. Samþykkt þessa hyggst borgarstjóim gera skv. nýjum lög um um sveitarstjómir. AU langur aðdragamli er að samþykkt þessari og flest ákvæði hennar eru um staðfestingar á því fyrirkomulagi, sem tíðkast hefur um stjórn og störf bargarstofnamna. M. a. er gert ráð fyrir því að fjöldi borgar fulltrúa verði óbreyttur, fimmtán Kinar Ágústsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði nauð- fjölgað, en skv. hinum nýju sveit arstjórnarlögum er heimilt að þcir Framhald á 15. siðu. H.K.I. sagt upp 1. júní Húsmæðraskóla íslands var sagt upp. 1. júní s.l. og útskrifaðir 9 ^iúsmæðrakennarar að þessu sinni Fremri röð (frá vlnstri): Aðalbjörg Ingvarsdóttlr, Syðra-Lóni, Þórshöfn, frk. Bryndís Stelnþórsdóttlr kennarl, frk. Vlgdfs Jónsdóttir, skólastjóri, frk. Benný Slgurða rdóttir kemnari og Sigríður Halldórsdóttir, Keflavfk. Aftari röð (frá vlnstri): Halldls Gunnarsdóttlr, Reykjavtk, Aðalheiður Auðunsdóttlr, Dalatanga í S-Múl., Emilía Kofoed Hansen, Reykjavík, Guðríður Eiríksdóttir, Kristnesi í Eyjafirði, Guðný Sigurjónsdóttir, Traðarkotl á Vatnsleysuströind, Guðrún Guðmundsdóttir, Hafnarfirði. Á myndina vantar Þórhildi Sigurðardóttur frá HaH- ormsstað. Fröken Vigdís Jónsdóttir, skóla- stjóri ávarpaði hina nýju hús- mæðrakennara og afhenti þeim skírteini. Hæstu einkunn hlaut Að albjörg Ingvarsd. frá Syðra-Lóni v. Þórshöfn, 8,81, og hún hlaut einn ig verðJaun fyrir bezta námsárang ur úr sjóði frú Elínar Briem. Auk þess voru fjórum námsmeyjum veitt bókaverðlaun fyrir grasasöfn un. Þá skýrði skólastjórinn frá sjóðstofnun, sem nemendasam- band skólans hefur gengizt fyrir til minningar um fr. Helgu Sigurð ardóttur. fyrrverandi skólastjóra, og er tilgangur sjóðsins að veita námsstyrki í skólanum. Tuttugu ára húsmæðrakennarar gáfu skólanum tvo fagra silfur- kertastjaka, og hafði Halldóra Eggertsdóttir, námsstjóri, orð fyr ir gefendum. Tíu ára húsmæðra- kennarar gáfu skólanum stóran og vandaðan blómavasa, og hafði Guð rún Hrönn Hilmarsdóttir orð fyrir þeim. Frú Anna Gísladóttir, fyrr verandi kennari við skólann, á- varpaði einnig 20 ára húsmæðra- kennara. 2 TlMINN, laugardaginn 6. fúni 1944

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.