Tíminn - 06.06.1964, Qupperneq 6

Tíminn - 06.06.1964, Qupperneq 6
% ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA Ritstjóri: Elías Snæland Jónsson. Lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn er helzta baráttumál Norska Verkamannaflokksíns í dag: i VID SJÖTUGSALDUR ERU ÖLLUM TRYGGD 67% AF TEKJUM SÍNUM ÁRLEGA Riklsstjórn Verkamannaflokksins í Noregi hefur nú lagt fram í Stórþinginu frumvarp um lífeyriskerfi ffyrir alla landsmenn, og fer þar aS miklu leyti eftir sænska lífeyriskerfinu, eins og bent var á hér í Vettvangi æskunnar nýlega. Það er nú eitt helzta baráttumál Verkamanna- ftokksins að koma þessu lífeyriskerfi í fram- kvæmd, en þeir hafa mætt andstöðu meðal norskra íhaldsafla, alveg eins og Framsóknar- flokkurinn hefur mætt andstöðu íslenzku íhalds- flokkanna, þegar alþingismenn flokksíns hafa borið þetta mál fram á Alþingt. Við höfum áð- ur gert grein fyrir sænska kerfinu, og bendum því hér á helztu atriðin á áætlun norskra stjórn- arvalda um lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn. Eitt aðalatriðið í norsku áætluninni er, að grunn- tryggingin og viðbótartryggingin (A.T.P.) eru samein- aðar í eina þjóðartryggingu (folkepensjon), þ. e. einn allsherjar lífeyrissjóð, og skal hún reiknuð út eftir tekjum og tíma þeim, sem veitir rétt til lífeyris, þó þannig, að allir hinna tryggðu fá vissa lágmarksupphæð. Lífeyriskerfið er í beinu sambandi við vísitöluna, og breytast greiðslurnar því sjálfkrafa ef verðlagið breyt- ist. Einnig hækka tryggingabæturnar, ef kauphækkan- ir verða í landinu. Einstaklingur með venjulegar tekj- ur, munu fá í lífeyri um % af meðáltekjum sínum þau 15 ár, sem hann fékk hæst laun. Lífeyririnn er hlut- fallslega meiri fyrir þá, sem hafa lágar tekjur, en þá, sem hafa háar tekjur, og lífeyrir er ekki greiddur fyrir laun, sem fara yfir 42.000 norskar krónur. Tryggingaraldurinn er ákveðinn 70 ár og þarf 40 ára starf til þess að eiga rétt á fullum lífeyri. Þó er lagt til, að fyrst um sinn skulu allir, sem eru 50 ára eða eldri, geta unnið sér inn fullan lífeyri en þeir, sem eru 50-70 ára, vinna sér inn 1/20 af lífeyrinum ár hvert. Hér fyrir neðan sjáum við upphæð þá, sem lífeyriskerfið veitir manni, sem náð hefur sjötugsaldri og starfað hefur í 40 ár. Grunnupphæðin er 4.200 norskar krón- ur fyrir ógifta og 6,300 fyrir gifta. Ellilaunin fara síðan eftir launum viðkomandi. Ógiftur einstaklingur Hjón Laun sem Laun sem Lífeyris- Laun sem Lífeyrfs- starfsmaSur lífeyrisþegn prósentan lífeyrisþegn prósentan 4.200 4.200 100,0 6.300 150,0 5.000 4.600 92.0 6.700 134.0 7.000 5.600 80.0 7.700 110.0 9.500 6.850 72.0 8.950 94.2 12.500 8.350 66.8 10.450 83.6 16.000 10.100 63.1 12.200 76.2 20.000 12.100 60.5 14.200 71.0 24.000 14.100 58.8 16.200 67.5 28...000 16.100 57.5 18.200 65.0 42.000 23.100 55.0 25.200 60.0 Lágmarkslífeyrir er ákveðinn 4,200 krónur norskar fyrir ó- gifta og 6,300 fyrir gifta. Lagt er til, að lífeyririnn verði ekki í algjöru hlutfalli við tekjur þess tryggða. Það er ljóst, að miklu auðveldara er að lækika 40.000 króna tekjur niður í 20,000, en að lækka 10.000 kr. tekjur niður í t. d. 5.000 (ath. allar krónutölur í þessari grein • eru norskar krónur). Þess vegna hefur verið ákveðið að lífeyrir þeirra, sem hafa lágar tekjur, verði fyrir ofan meðal- talið, en þeir, sem hafa háar tekjur, fá í lífeyri, sem er lægri en meðaltalið. Aftur á móti verður tryggingaiðgjaldið reikn að út hlutfallslega. Lagt er til, að ekknalaunin verði greidd á þennan hátt: • Fullan lífeyri til ekkju, sem ekki er búizt við að komist í launað starf, eða sem ekki myndi fá meira en % af venju legum tekjum í starfi, sem hæfði henni. Ekkja, sem mun fá meira en %, en ekki meira en helming venjulegra tekna skal fá 2/íj fuils lífeyris. Til annarra ekkna skal greiða % lífeyrisins. Við lát mannsins skal ekkj- unni greidd viss upphæð til þess að komast yfir þau efna- hagslegu vandræði, sem oft skapast, þegar fyrirvinna heim ilisins fellur frá. Sá styrkur er sá sami fyrir alla, og á að vera % af grunntryggingunni. Fyrst mn sinn eftir lát manns ins, skulu ekkjunni greidd laun sem samsvara fullum lífeyri, ef maðurinn hefur verið fyr- irvinna heimilisins. Þessi bráða birgðalaun skulu greidd þar til ekkjan hefur fengið viðunandi vinnu, eða umsókn hennar um ekknalaun samþykkt. Þó fær hún þessi bráðabirgðalaun greidd svo lengi sem nauðsyn legt reynist, ef hún getur ekki séð fyrir börnum sínum á ann- an hátt. Menntunarstyrkur er veittur ekkju, sem þarf fjármagn tU þess að búa sig undir eitthvert visst starf. Einnig fær hún styrk, 900 kr. norskar, ef hún, vegna starfs síns, þarf að láta aðra sjá um börn sín. Ekknalaun verða veitt ekkju, sem verið hefur,gift í minnst fimm ár ,eða ef hún hefur eign azt bam í hjónabandinu eða hefur bam á framfæri sínu. Full ekknalaun eru 60% af þeim ellilaunum, sem maður hennar hefði fengið við sjötugs aldur. Einnig er lagt til, að fjöl- skyldubætur, öryrkjabætur og aðrar slíkar tryggingar skuli falla inn í lífeyriskerfið eftir settuiú reglum. í áætlun norsku ríkisstjóm- arinnar er gert ráð fyrir, að í lífeyrissjóðinn borgi auk hins tryggða, atvinnurekendur, sveitarfélögin og rikið, og að þeir greiði viss mörg prósent af tekjunum. Framhald a 15 siðu Tvennólík Bandaríki Við höfum verið minnt á það all- óvaegilega undanfarið, að það eru tll tvenns konar Bandarikl. Það eru til göfug, framsýn og frjáÞ- lynd Bandaríkl, en glæsilegastl full- trúl þeirra fyrr og síðar var John F Kennedy. Og það eru til öfgafull, striðsæst og óheilbrigð Bandaríkl, sem um þessar mundir hafa Barry Goldwater, öldungadeildarþingmann frá Arizona, fyrlr æðstaprest. Barry Goldwater, sem vlll láta Bandar. segja sig úr Sam. þjóðun-1 um slíta Moskvu-sáttmálanum um takmarkað bann við tilraunum msð kjarnorkuvopn, nota kjarnorku- sprengjur í baráttunni vlð skæru- liða í Suður-Vletnam, láta Banda- rfkjaher gera Innrás á Kúbu og fleira af svlpuðu tagi, var eltt slnn einungis aðhlátursefnl. En nú er það alvara, þvi að komið hefur f Ijós, að Barry Goldwater stendur alls ekkl elnn. Hann hefur sigrað í hverju prófkjör'nu á fætur öðru, nú sfðast f Kaliforníu. Hann er nú liklegastur tll þess að vera fram- bjóðandi republikana við forseta- kosnlngarnar I haust. Sérhvern skyn saman mann hlýtur að hrylla dð hugsuninnl elnnl — Barry Gold- water forseti Bandaríkjannal Sem betur fer má telja öruggt, að Goldwater myndi biða lægri hiut 1 fyrlr Johnson forseta, því að frjáls- j lyndir og skynsamlr menn, sem hafna öllum öfgastefnum, eru se-n betur fer ennþá í meiri hluta f Bandarfkjunum. En ofstæklsfullir þjóðernissinnar og strfðsæslngamem á borð vlð Barry Goldwater erj allt of marglr f Bandaríkjunum, eins og atkvæðatölur slna, tll þess að hægt sé að líta fram hjá þeim. Stjórn kosfn í kaupfélagi ALÞÝDUBLADIÐ hamrar á bví þessa dagana, að Framsóknarmenn stjórni samvinnuhreyfingunni af pólitfsku fostæki og hafi hrakið menn úr öðrum flokkum úr stjórn- i um samvinnuféiaga. Nefna þeir í því sambandi, að Ragnar Guðlaugs- son, s'em verið hafl [ stjórn Kaup- félags Suðurnesja I „tvo áratugi". hafi ekki náð endurkjöri á síðasta aðalfundi félagsins. Segir blaðið, að Framsóknarmenn leltist við „a 3 hrekja jafnaðarmenn úr stjórn eða öðrum trúnaðarstöðum kaupfélag- anna". Þetta er auðvitað eintóm þvæla og á ekki við neltt að styðjast f raun- veruleikanum. Það er orðinn siður hjá íhaldskrörum að lifa við einræði, og þeir geta þess vegna alls ekki skilið að félagsmenn, hvort sem þelr eru i kaupféiagl eða öðru fé- lagi, geti fenglð að kjósa sjálfir Já menn, sem þeim finnst hæfastir til starfa, eða að til finnist hér á landi hæfari menn en íhaldskratar. f hvert slnn sem fhaldskrati er ekki endurkjörinn i stjórn ein- hvers kaupfélags, hrópa íhaldskrat- ar, að hér sé um pólitískt ofstæki Framsóknarmanna að ræða. Aftur á móti heyrist ekkert úr þeirra flokki, ef íhaldskrati ei kjörinn f stjóm kaupfélags, og t. d. Framsóknarmað ur hefur ekki náð endurkjöri! „Jafnaðarmenn eru samvlnnumenn að eðlisfari" segir málgagn íhaldv krata, og er það alveg rétt. Enda hafa jafnaðarmenn um allan heim 9tutt samvinnuhreyfinguna með ráðum og dáð, á sama hátt og Framsóknarflokkurinn hefur stutt samvinnuhreyfinguna hér á landi. En Alþýðuflokkurlnn, sem nú um skeið hefur verið algjör og oft næsta ofstækisfullur fhaldsflokkur, hefur alitaf reynt að óvingast við sam- vlnnuhreyfinguna og kasta í hana skít. íhaldskratar eru engir sam- Frsmnald s 15 sfðu. T f M I N N. laugárdaginn 6. júní 1964 — 6

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.