Tíminn - 06.06.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.06.1964, Blaðsíða 15
Hvítá er tær nú Stjas-Vorsabæ, 5. júní. Hér hefur verið mikil veður- blíða að undanförnu. Grasspretta hefur stöðvast að mestu, því að ekki hefur komið dropi úr lofti í langan tíma. Vegna þurrkanna er vatnið 1 Hvítá mjög lítið og að rennslið úr skurðakerfi Flóaveit unnar með minnsta móti. Fyrir nokkrum dögum var jarðýta að störfum hjá skurðakerfinu að ýta upp varnargfarði. Við þessa fram kvæmd óx vatnið nokkuð í aðal- skurðinum. Vatnið í Hvítá er tært eins og bergvatn og telja kunnug ir að síöastliðin 40 ár hafi vatns borð árinnar ekki verið svo lágt sem nú. Hinn nýi framkvæmda- stjóri Flóaveitunnar, Erlendur Daníelsson, sér um vatnsmiðlun Flóaáveitunnar að þessu sinni. í þurrkatíð er mikilsvert, að vatns •miðlunin sé í góðu lagi svo að allir geti vel við unað. „HINDRUД BÖRN Framhaló aí 16 siðu gefna, lata þá ganga í skóla með börnum, sem ekki hafa þessa á- galla og læra af því að umgangast þau, og láta heilbrigðu börnin læra að umgangast hin og koma eðlilega fram við þau. Hins vegar er oft á tíðum nauðsynlegt, að þessi hindruðu börn séu í sér- bekkjum. Fyrir starfsemi dr. Bentsze hef verið ákveðið að koma upp 10 mið stöðvum í Danmörku, skólum þar sem hindruð börn eiga að geta fengið kennslu, en þar sem önnur börn stunda einnig nám. Þangað verða börnin flutt á hverjum degi frá nærliggjandi bæjum, héruðum eða þorpum og síðan aftur heim til sín á kvöldin, þannig að þau rofna a’ldrei úr sambandi við heim ilin, sem eru þeim svo mikilsverð. Dr Bentzen sagðist halda því fram, að kennarar sem kenndu einungis hindruðum börnum væru sjálfir hindraðir, þ. e. af því að umgangast ekki og kenna jöfnum höndum börnum, sem ekki eru hindruð — og hvers vegna á að láta hindraðan kennara kenna hindruðu barni? sagði hann. Sé öllum þessum börnum kennt í venjulegum skóla má koma í veg fyrir þetta með að láta kennarann kenna bæði þessum börnum og sömuleiðis öðrum heilbrigðum börnum til skiptis. Um ailt þetta ræðir læknirinn í fyrirlestrinum, sem hann heldur fyrir almenning í Háskólanum n. k. mánudag. iþróitir með glæsilegu skoti. sem fór í stöng og inn ... „Wanderers“ jafnaði syo á 25 mín 2:2, er hægri innherji liðsins Fay, komst í sendingu í vítateig KR og skoraði auðveldlega fram hjá Heimi. — Bond, fyrirliði ,,Wanderers“ náði forystu fyrir lið sitt a 32. min með gðu skoti, eftir að hafa fengið sendingu frá vinstri. Síðasta mark leiksins, jöfnunar markið, skoraði svo Ellert úr víta spyrnu, sem Magnús Pétursson dæmdi á 35. mín., að því er virtist fyrir hindrun en fyrir hindrun er ekki hægt að dæma vítaspyrnu! Nokkur harka færðist í leikinn síðustu mínúturnar, en ekki voru fleiri mörk skoruð. KR náði oft ágætum leikköflum og liðið virðist gerbreytast við afturkomu Ellerts. Heimir Guð- jónsson sýndi prýðisleik í markinu og bjargaði oft vel. Þess má geta, að þrír íeikmenn KR urðu að yfir gefa völlinn vegna meiðsla, Jón Sig., Gunnar Felixson og Ellert. NTB-Beirut. — Ungfrú Holland var (kjörin Ungfrú Evrópa i Beirut í dag. NÝ KJARVALSBÓK Framhald af 16. síðu. af þeirri sölu. Önnur bókin er síð- ara bindið af þýðingum Helga Hálfdánarsonar á leikritum eftir Shakespeare. Hátíðarútgáfan af þeirri bók áritaðri er í 100 tölu- s'ettum eintökum og kostar eintak- ið 500 krónur. Útgefandi er bóka- útgáfan Heimskringla. Hin bókin er ný Kjarvalsbók og að sögn þeirra, er séð hafa, ein hin fegursta bók að gerð, sem hér hefur verið út gefin. Hún er í rauninni tvær bækur í einni. Sýn- isbók af lístamannsferli Kjarvals, með yfir hundrað myndurn, þar af 25 litprentuðum, frá hálfrar aldar málaferli. Hins vegar er hið ritaða mál bókarinnar út af fyrir sig á við væna bókarlengd, og er höf- undur Thor Vilhjálmsson. Hann sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að texlinn væri ekki í sam- talsformi, heidur persónulegar hugleiðingar um manninn Jóhann- es Kjarval og feril hans sem lista manns. Bókin hefur lengi verið í undirbúningi og hafa þeir fylgzt mikið að og ræðzt við á borgar- strætum og í óbyggðum og yfir- leitt hvar sem er. Kjarval hefur ekki enn lesið bókina sjálfur, en fær eintak með sér um helgina, þegar hann leggur upp í enn eina ferðina austur í Hjaltastaðaþing- há. Bókin kemur út á vegum Helgafells. Hátíðarútgáfan er árit- uð og í 300 tölusettum eintökum, kostar eintakið þúsund krónur. — Sögðu þeir Thor og Ragnar í Smára á blaðamanafundinum, um nýjustu myndina í bókinni, að Kjan'al hefði sjálfur lagt á hana síðustu hönd fyrir hálfum mánuði, og hefur hún síðan verið send úr landi sem afmæliséjöf til Norska stórþingsins. Var unnið að því dag og nótt að litprenta hana áður. — Verður Kjarvalsbók ekki fullbúin úr bókbandi fyrr en á aðfaranótt opnunardags hátíðarinnar. Myndarleg dagskrá er gefin út fyrir hátíðina, þar sem m. a. birt- ist ný ritgerð eftir Sigurð prófess- or Nordal, og á kápu er litprentuð mynd eftir Kjarval. Síðast, en ekki sízt skal þess get ið, að gerð hafa verið Listamanna- hátíðarmerki til að bera í barmi, gerð eftir teikningu Kjartans list málara Guðjónssonar, og verða þau seld á götum á morgun, Vettvangurinn Iðgjald hins tryggða á að vera 4% af tekjunum. Iðgjald fyrir þá, sem ekki eru laun- þegar, á að hækka jafnt og þótt fyrstu 10 árin, frá 4,5% af tekj unum í 11,5%. Bændur og fiski menn greiða einnig 4% af laun um sínum sem beint iðgj. Auk þess er lagt til, að lagður verði sérstakur skattur á framleiðsl- una, sem verði 0,5% af tekjum bænda og fiskimanna fyrsta árið, en hækki síðan og nái hámarki sínu eftir 10 ár, þ. e. 7,5%. Hefur ríkisstjórnin skip- að sérstaka nefnd til þess að athuga þetta atriði sérstaklega. Atvinnurekendur greiða einn ' ig iðgjald, sem hækka m1in smám saman og ná hámarki sínu eftir 10 ár. Verður það gjald 5,5% af tekjunum fyrsta árið en 12,5% af tekjunum tíunda árið. Samkvæmt áætlun norsku ríkisstjórnarinnar mun frum- ^ . varp til laga um lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn koma fyr- ir Stórþingið árið 1965. Það má þvi ætla, að lífeyriskerfið komi til framikvæmda frá og með 1. janúar 1967. KAUPFÉLAGSSTJÓRN Framhald af bls 6. vinnumenn a3 eðlisfari, því að þei' eru engir jafnaðarmenn. Það furð- ar því engan þótt ýmsir samvinnu- menn elgi auðvelt með að finna hæfari menn en íhaldskrata í stjórn féiags sfns. 12 ÁRA STÚLKUR Framhalcf af 16. sfðu. líkur til að sú tala geti hækkað í 320 um það lýkur. Kristján Benediktsson minnti á, að á árunum 1954 til 1960 hefði fjöldi unglinga í skólanum verið um 300, 1961 um 400, 1962 yfir 700 en lækkað s. 1. sumar niður í 300. Nefnd, sem kosin var af borg arstjórn haustið 1962 til að at- huga og gera tillögur um starf- semi Vinnuskólans komst að þeirri niðurstöðu, að föst verkefni, • sem hægt væri að láta ungmennin vinna að væru nægileg ,fyrir ca. 360, 180 dnengi og 180 stúlkur. Þá benti Kristján á, að þar sem aðsókn væri ekki meiri en nú kæmi til álita að breyta aldurs- lágmarkinu til inngöngu í skólann, en það hefur verið frá upphafi þannig: Drengir, ef þeir verða 13 ára fyrir næstu áramót og stúlkur ef þær verða 14 ára fyrir næstu áramót. Eldri en 15 ára eru ekki teknir í skólann. — Það aldurstig, sem einna verst væri á vegi statt með sumarstörf eins og nú væri taldi Kristján vera 12 ára stúlkur. Bar Kristján fram æmhljóðandi til- lögu: „Borgarstjóm beinir þeim til- mælum til stjómar Vinnuskóla Reykjavíkur, að hún athugi, hvort elcki sé fært að breyta reglum um lágmarksaldur til inntöku í skól- ann þannig, að 12 ára stúlkur fái þar inngöngu á sama hátt og 12 ára drengir. Tillagan var sam- þykkt samihljóða með þeirri breyt- ingu frá borgarstjóra, að borgar- ráð láti athugun fara fram í sam- ráði idð Vinnuskólann, hvort fært sé að lækka aldursmarkið hjá stúlkum í 12 ár.“ BORGARFULLTRÚAR (Framhald af 2. sfðu) séu 27 talsins.' Einar sagði, að fjöldi bæjarfull trúa í Reykjavík hefði staðið ó- breytt frá 1908, er Reykjavík var aðeins lítill fiskimannabær. Gífur leg fjölgun hefði orðið í borgihni síðan eins og kunugt væri og f jöldi nýrra stétta og starfsgreina og væri æskilegt að fulltrúar sem flestra hópa borgarbúa ættu setu í borgarstjórninni. Ekki kvað Ein ar nauðsynlegt að stíga sporið svo langt sem lög heimiluðu, en nefndi töluna 21. Ótækt væri að allir flokkar ættu ekki fulltrúa í borgar ráði, þar sem allra veigamestu á- kvarðanír væra teknar, en borg- arráð væri helzti framkvæmdaað- ili borgarinnar. Undanfarin tvö ár hefur Alþýðuflokkurinn ekki átt fúlltrúa í borgarráði og væri æskilegt að fjölga borgarráðsmönn um í 7, en a.m.k. ætti að gefa öllum flokkum tækifæri til að ei'ga áheymarfulltrúa með mál- frelsi og tillögurétti í borgarráðl. Sagðist Einar myndu bera fram tillögur hér að lútandi við síðari umræðu um samþykktina. AÐALFUNDUR SÍS Framhald af 1. síðu. Erlendur Einarsson, og flutti skýrslu um reksturinn á árinu 1963. Launahækkanir urðu miklar á árinu og komu þungt niður á Sambandinu, einkum seinnihluta ársins. Heildar- launagreiðslur námu 128.3 millj ónum króna og er það 35% hækkun frá því árinu áður. Af þessari upphæð voru greiðsl ur til fastráðins starfsfólks 103 milljonir. Þessar hækkanir auk ýmissa annarra hækkana af völdum dýrtíðar og verðbólgu á öðrum rekstrarliðum, hafði mjög neikvæð áhrif á rekstur Sambandsins. Velta helztu deilda Sambands •ins á árinu 1963 var sem hér segir: Búvöradeild 459,7 milljónir 42.7 miilj. kr. auknig. Sjávarafurðadeild 437.7 millj. 15.8 inillj. kr. aukning. Innilutningsdeild 333.2 millj 10.4 millj. kr. aukning. Véladéild 232.3 millj. 69.6 millj. kr. aukning Skípadeild 94.4 millj. 16.8 millj. kr. aukning Iðnaðardeild 186.4 millj. 14.9 millj. kr. aukning. Að viðbættri veltu ýmissa smærri starfsgreina varð heild arvelta Sambandsins 1.830.2 milljónir króna og hafði aukist um 181.8 milljónir frá árinu á undan. Vaxandi rekstrarfjárskortur kom í veg fyrir frekari aukn- ingu á umsetningu innflutnings deildar. Tekjuafgangur ‘ á rekstrar- reikningi varð 2.5 milljónir á móti 7.7 milljónum árið áður Afsknftir voru hins vegar nokkru hærri árið 1963, eða alls 17.5 milljónir. Afsláttur færður í reikninga kaupfélaganna var 710 þúsund krónur. Tekjuaf- gangur afskriftir og afsláttur vora því til samans 20.8 millj- ónir. Sem bein aðleiðing verðbólg unnar og vegna mikilla fram kvæmda og kaupa á vélum og bifreiðum,. versnaði mjög hag- ur vlðskiptamanna kaupfélag- anna. Sömuleiðis versnaði mjög hagur kaupfélaganna við Sam- bandið. Sömu erfiðleikarnir og fyrr stöfuðu af því, að rekstr ar- og afurðalán landbúnaðar ins hafa undanfarin ár staðið í stað að krónutölu, þrátt fyrir stórum hærri reksturskostnað bændanna og hærra afurðaverð Kaupfélögin hafa hins vegar ekki minnkað fyrirframgreiðsl ur afurða í hlutfalli við minnk andi afurðalán. En fjárbinding in í því að brúa þetta bil hef ur verið mjög tilfinnanleg. Er nær óhugsandi að samvinnu- félögin geti haldið því áfram. f niðurlagi skýrslu sinnar lagði forstjórinn áherzlu á nauðsyn þess, að gæta fyllstu varúðar f fjánnálum, hefja ekki nýjar fjár- festingar, koma í veg fyrir skulda söfnun viðskiptamanna við félög in, takmarka fjármagnsbindingu í vörubirgðum gæta sparnaðar og hagsýni í rekstri og ná því marki að gera samvinnuhreyfinguna fjár hagslega sjálfstæða. Auka þarf skilning unga fólksins á samvinnu félögunum, og sérstaklega að efla samvinnustarfið í Reykjavík og þéttbýlinu við Faxaflóa. Þá mælti forstjórinn á þessa leið: Stærst era verkefnin í verzl uninni. Fyrir Sambandið er aukin verzlun nauðsynleg. Um leið og lagfæring fæst á'fjármálum eykst verzlunin af sjálfu sér. Eitt af stærstu verkefnunum í heildsölu verzluninni er nýtt skipulag á vöru útvegun fyrir félögin með vörumið stöð, aukinni sölutækni, fullkomnu rafeindabókhaldi. En undirstaðan undir öllu þessu er traustur fjár hagur félaganna og Sambandsins. Við skulum ganga vígreifir til verks, bjartsýnir á mátt óg styrk samtakanna, en \ raunsæir á nauðsyn þess að treysta undir stöðuna. Við höfum miklar Skyld ur að efla samvinnustarfið og gera það að stærri máttarstólpa i efnahagslífi okkar fámennu þjóð ar. Að lokinni skýrslu forstjóra Sambandsins, Erlendar Einarsson ar fluttu framkvæmdastjórar Sam bandsins skýrslur um starfsemi hinna ýmsu deilda þess, og að þeim loknum hófust umræður pm allar skýrslurnar. Aðalfundi Sambands ísl. sam- vinnufélaga verður svo fram hald ið á morgun og lýkur þá. Szhingaðó SÍLDARVERKAFÓLK Framhald af 1. sfðu. mánuði eða lengur hjá sama vinnuveitanda, fær það greidda 3 veikindadaga, en sex daga, ef það hefur unnið í 4 mánuði eða leng- ur. ★ Þegar verkafólk hefur unn ið hálft ár eða lengur hjá sama atvinnurekanda, fær það greidd ar 8 klst. í dagvinnu fyrir hvern frídag, annan en sunnudag. ★ Lágmarksorlof er 21 virkur dagur fyrir 1 árs starf. Orlofsíé er 7% af greiddum vinnulaunum. ic Ræstingarvinna fer fram í ákvæðisvinnu, ef þess er óskað. Einnig var samið um ákvæðis- vinnu við síldarsöltun, losun og lestun skipa, fiskþvott og línu- vinnu. •fc Um verðtryggingu kaups fer sem hér segir í samningi ríkis stjórnarinnar, ASÍ, VSÍ og VSS. ir Samningur þessi gildir í eitt ár, eða til 5. júní 1965, og er uppsegjanlegur með mánaðar fyr- irvara. Verði gengisfelling á samningstímabilinu, er hann upp- segjanlegur með mánaðarfyrir- vara. 10 ÞÚS. MÁL Framhald af 16. s(Su. og yrði það fljótfyllt með sama áframhaldi. Enn hefur samt ekki verið hægt að byrja, þar eð ekki era komnir nægilega margir starfs men í bræðsluna til þess að ganga þar vaktir, en mjög mikill hluti sumarstarfsmannanna era skóla- piltar, sem era sem óðast að hætta í skólunum. ÍÞRÓTTIR tryggsson (Keflavik), Ámi Njálsson (Val), Högni Gunn- laugsson (Keflavík),' Jón Le- ósson (Akranesi), Hólmbert Friðbertsson (Keflavík) og Gunnar Felixson (KR). „Á að eyðileggja hann strax“, varð mér að orði, þegar ég sá, að Eyleifur frá Akranesi var valinn í liðið, en hann varð 17 ára fyrir sex dögum. Eyleifur er mjög efni- legur leikmaður, en hann er alger nýliði, og er rétt að byrja að mót- ast sem meistaraflokksmaður hjá liði sínu, leikinn, en ekki kraft- mikill og því allt of fljótt að vera að troða honum í úrvalslið. Hann hefur ekki líkamsbyggingu Rík- harðs Jónssonar, sem 17 ára lék í landsliði, sem þó var jafnvel of fljótt fyrir hann og þið munið, að Þórólfur Beck var næstum tví- tugur, þegar hann lék fyrst í lands liði. Og sama má reyndar segja um Magnús Torfason og Hermann Gunnarsson, þó þeir séu eldri, auk þess, sem þessir þrír piltar vora valdir í úrvalslið 2. flokks, sem leika á gegn FH á morgun. Þa'ð var leikur við þeirra hæfi, en með þessu vali sínu hefur landsliðs- nefnd eyðilagt slarf unglinganefnd ar KSÍ, því ef pilfarnir þrír leika í Hafnarfirði, verða þeir útilokað- ir frá síðari leiknum. Og maður skilur vel, að þeir velji leikinn við Bretana. Þannig stangast allt á — ein nefndin eyðileggur störf annarrar — og landsliðsnefnd ger ir einnig grín að síðasta ársþingi KSÍ. Þið munið, Siglfirðingar leika ekki í I: deild vegna þess að einn leikmaður liðsins var of ungur í leik við Þrótt í fyrrasum- ar og kannski launar næsta árs- þing landsliðsnefnd með því, að hafa ja'fn marga landsliðsnefndar- menn og knattspyrnufélögin era mörg í landinu? Eru Akureyring- ar eða Vestmannaeyingar eitthvað betur settir, þótt Akurnesing og Keflvíking hafi verið bætt í nefnd- ina? Varla, og því skyldu þeir ekki einnig heimta sinn fulltrúa. Nei, hættið þessari vitleysu: — Látið einn mann, færan þjálfara, annast þjálfun og val á landslið- fawt. — hnrfm TÍMINN, laugardagirui óT júní 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.