Tíminn - 25.06.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.06.1964, Blaðsíða 4
MTSfJÓRI: HALLUR SÍMONARSON Leikur hinna glöt- uöu tækifæra Keflav.—Þróttur 0:0 PJ-Keflavík, 24. júní. A miðvikudagskvöld mættu Keflvíkingar Þrótti á Njarðvíkurvellinum í 1. deild. Veður var prýðilegt til keppni, suðvestan gola, sem var hagstæð þehn, er höfðu hana í bakið. Lið- in skiptu með sér stigunum, því hvorugum aðilanum tókst að skora. Þetta var leikur hinna glötuðu tækifæra, og langt er sfðan maður hefur séð slík firn tækifæra renna út í sandinn. Þrisvar sinnum björguðu varnarmenn Þróttar á línu og oft bjargaði Þórður Ásgeirsson, markvörður Þróttar, snilldarlega. Hann var tvímælalaust bezti maður vallarins. A síðustu mínútum leiksins fékk Þróttur „stóra tækifærið“ þegar Ingvar, innherji, var í dauðafæri fyrir opnu marki, en skaut yfir. Þróttur vann hlutkestið og kaus að leika undan golunni 'í fyrri hálfleik. Það voru samt Keflvík- ingar, sem áttu allt frumkvæði í íyrri hálfleik — og mestur hluti ieiksins fór fram á vallarhelm- ingi Þrot.tar —. en þessi mikla pressa gaf enga uppskeru. Fjar- vera Jóns Jóhannssonar, mið- herja, virtist hafa miður góð á- hrif á íið Keflavíkur í heild, og eftir að hafa átt ógrynni tækifæra, sem runnu út í sandinn, varð leik- ur liðsins smám saman ein „kata- strófa", sem jókst eftir því, sem lengra leið. Þróttarar börðust hressilega og jókst áhugi þeirra, er þeir urðu þess varir, að Kefl- víkingar voru ekki á skotspónum. Sennilega var þetta „toppleíkur“ Þróttar baráttulega séð, en ekki hvað samleik snerti, því allt of oft var .knött.urinn sendur í blindni fram á yölíínn, þar sem allt var látjð páðast hvað úr yrði, — Sem sagt, íeikurinn í heild var af þeirri tegund, sem varðveitist í sögunni fyrir allt annað en góða knatt- spyrnu. Þróttur bætti hag sinn örlítið með þessum leik, og hefur nú hlotið 3 stig. Með svo öruggan markvörð o'g baráttuvilja, að viðbættri betri skipulagningu liðs- ins í heild, ætti Þróttur að geta lagað stöðu sína til muna í deild- inni. Öruggir og sigurreifir mættu Keflvíkingar til leiks að þessu sinni. Þeim hafði gengið vel í mót inu til þessa, sigrað í öllum 3 undangengnum leikjunum. Á knatt spyrnusviðinu getur vissulega brugðið til beggja vona, björtustu vonir að engu orðið og sigurvissa snúizt í örvæntingarfulla baráttu. Svona fór einmitt fyrir Kefla- vík. Taugaspennan virtist yfir- sterkari yfirvegun og skynsemi. Fjarvera eins manns á ekki að hafa veruleg áhrif á svo jafnt lið, sem Ksflavíkur-liðöð er. Aðeins einn leiKmaður í Keflavíkurliðinu sýndi svipaða getu og í fyrri leikj um, en það var Högúi Gunnlaugs- son, fyrirliði. Dómari í leiknum var Steinn Guðmundsson, og fannst mér hann ekki vera nógu ákveðinn. — pj. ÁRSÞING B.f. | Ársþing Bridgesambands Islands var haldið 30. maí s. 1. i Mættir voru fulltrúar frá félögunum í Reykjavík og einnig komu fulltrúar frá félögunum í Hafnarfirði, Akureyri, Kópa- vogi, Keflavík og Selfossi. Samþyk;kt var. á þinginu að bjóð Forseti Sigurjón Guðmundsson, rit ast til að hálda í Réýkjávílt Norð- --s • urlandamóyð árið 1966 ög athuga með að séhdá spilara á Evrópu- meisitaramótið í Briissel 1965. (Þess má geta, að ákveðið var í Osló nýlega, að Norðurlandamótið verði háð hér). Stjórn sambandsins var endur- kjörin, en hana skipa: ári Þórðúr H. Jönsson. gjaldkeri Kristjana ■ Steingrímsdóttir Fyrir Norðurland Hörður Arnþórsson og Mikael Jónsson, fyrir Suðurland Björn Sveinbjörnsson og Óskar Jónsson. Framkvæmdastjóri sam bandsips er Brandur Bi-ynjólfs- son. Staðan í 1. deild er nú þessi: Keflavfk 4 3 1,0 12:6 7 3 KR Akranes Vaiur Þróttur Fram 0 1 0 2 0 3 1,3 0 4 9:5 6 11:10 6 14:14 4 5:10 3 11:17 2 UNGLINGAMOT F.R.I. Unglingameistaramót ísiands í frjálsum íþróttum fer fram á Laug ardalsvellinum í Reykjavík dag- ana 11.—13. júlí n. k. Keppt verð ur í eftirlöldum greinum skv. leik reglum FRÍ. Fyrsti dagur: 100 m. hlaup, há stökk, 110 m. grindahlaup, lang- stökk, 1500 m. hlaup, spjótkast og 400 m. hlaup. Annar dagur: 200 m. hlaup, kringlukast, stangarstökk, 3000 m. hlaup, sleggjukast, 800 m. RYDVÖRN Gransásveg 18, sfmi 19945 RvSverlom bílana með Tectyl SkoSum oq stillum bílana fliótt oq vel BÍLASKODUN Skúlagötu 32. Simi 13-100 PÚSNINGAR- SANDUR Heimkeyrður pússningar sanduT og vikursandur sigtaðureð a ósigtaður við húsdvrnar eða kominn upj á hvaða hæð sem er eftii óskum kaupenda Sandsalan við Elliðavog s í Sími 41920 hlaup, þrístökk og 400 m. grinda- hlaup. Þriðji dagur: 4xl00m. boðhlaup, 1000 m. boðhlaup og 1500 m. hindr unarhlaup. Þátttaka er heimil unglingum fæddum 1944 eða síðar, þó aðeins drengjum,sem fæddir eru 1946 eða síðar með leyfi hlutaðeigandi sér ráðs eða héraðssambands. Þátttöku tilkynningar sendist stjórn FRÍ, pósthólf 1099, Rvík í síðasta lagi viku fyrir mótið. (Frá FRÍ). BRIDGE I KVÖLD Guðmundur Kr. Sigurðsson, keppnisstjóri í bridge, hefur liald ið þrjú bridgekvöld undanfarnar vikur í Silfurtunglinu við allgóða þátttöku. í kvöid verður spiluð tví nienningskeppni hjá Guðmundi og er öllu bridgefólki heimil þátttaka. Guðmundur mun halda þessum bridgekvöldum áfram í sumar og hefur fengið fastan dag einu sinni í viku í Silfurtunglinu, það er fimmtudaga, og verður því spilað framvegis á þeim. Myndin að ofan tók Ijósm. Tímans, GE, á æfingu hjá ís- lenzka kvennalandsliðinu nú nýverið. Liðið hefur æft mjög vel tvo síðustu mánuðina fyrir keppnina. NorBurlandamótið hefst annað kvöld Alf-Reýkjavík, 24. júní. Á föstudagskvöld hefst á Laugardalsvellinum í Reykja- vík Norðurlandamót kvenna í handknattleik. ®r þetta í fyrsta skipti, sem slíkt mót er haldið hérlendis. Mikill viðbúnaður er í sambandi við keppnina, enda margt að- komumanna. Hingað er væntanleg á fimmtudag (þ. e. í dag) leiguflugvél frá Gautaborg með keppendur frá hin- um Norðurlöndunum, en með í förinni eru einnig forystu- menn handknattleiksmála á Norðurlöndum, fararstjórar, blaðamenn og fleiri gestir. Niðurröðun leikjanna er eins og hér segir: Föstudagur, 26. júní: ísland—Svíþjóð N oregur—Finnland Danmörk—Svíþj óð Laugardagur, 27. júní: ísland—Finnland Karl dæmir Alf-Reykjavík, 24. júní. Karl Jóhannsson, úr KR, verður eini íslenzki dómarinn á Norðurlandamótinu. Karl Jó- liannsson er óþarft að kynna. Hann hefur í mörg ár verið í hópi okkar snjöllustu hand- knattleiksmanna og margsinnis leikið með landsliðinu, síðar heimsmeistarakeppninni i fyrra. Kart hefur getið sér góðan orðs tír sem' handknattleiksdómari, og var hann gerðuir að m'illi- ríkjadómara i fyrra. Ákveðið er, að hann dæmi tvo leiki, leik Svíþjóðar og Dammerkur, og leik Finnlands og Danmerkur Aðni dórriarai verða Knud Knudsen, Oanmörku, sá, er dæmrli landsleiki íslands og Bandaríkjanna hér heima á sfð- tramhaio & lö síðu Noregur—Svíþjóð Danmörk—ísland Sunnudagur, 28. júní: Finnland—Danmörk Noregur — ísland Svíþjóð—Finnland Danmörk—Noregur Leiktími er 2x20 mínútur, en hlé á milli 10 mín. T í M I N N, fmmtudagur 25. júní 1964. — 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.