Tíminn - 25.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS jnawwg.g ' mæta hverjum sem var og hvar sem var. „Okkur finnst oft vel til fallið, að fara í orlofsferð til útlanda og hvflast í sólinni". segir Cle- mentine. „Þegar völd og ábyrgð eru lögð til hliðar losnar maður einnig við allt annað, sem íþyngir manni. Orlofsferð er afar góð og ánægjuleg skemmtun, en þó jafn ast ekkert á við það að koma heim aftur.“ 22 STJÓRNANDí HEIMILISINS Churchillfjölskyldan flutti i nýja húsið sitt í október 1945. Það var nr. 28 við Hyde Park Gate. Það var á friðsælum stað nálægt Kensington-görðunum og tók aðeins fimmtán mínútur að aka þangað frá þinghúsinu. Með pví að stytta sér leið gat bifreiðar stjórinn ekið leiðina á sjö mín- útum, en það hæfði Winston vel, einkum cf skyndilega var kallað til atkvæðagreiðslu í deildinni. Húsið var látlaust en rúmgott. í því eru tólf herbergi, sem Cle- mentine skreytti í daufum bleik um og gulum litum. Flest gólfin voru úr gljáborinni eik. Þegar komið er inn í forstofuna er ens og komið sé inn á svalir. Þaðan liggur stigi niður í borð- stofuna fyrir neðan. Hún sér allt af um, að litli garðurinn á bak við húsið sé þakinn blómum. Tuttugu gestum má hæglega koma fyrir umhverfis fagurt eik arborðið, sem prýðir borðstofuna Út úr borðstofunni opnast fransk ir gluggar út í garðinn, girtan háum veggjum. Þar er grasflöt í skugga hárra trjáa og skemmti- legra klettamynda. Þó að hundarn ir hefðu gaman af að leika sér þar, eyddu Winston og Clementine aldrei miklum tíma í garðinum. Hann var of lítill og of þröngt um þau til þess að þeim líkaði dvölin. Clementine skipti húsinu í átta svefnherbergi og þrjú móttökuher bergi, þar á meðal borðstofu. Eins og í öllum húsum Churchills er þar stórt bókasafn og vistarverur fyrir ritara. Höfuðmunurinn á húsinu í Hyde Park Gate og á öðr um heimilum þeirra er, að þar hefur Clementine búið allt með meiri nýtízkubrag og í mörgum herbergjum eru nýtízku húsgögn. Hún breytti afkáralegu litlu herbergi í notalegt, yndislegt her bergi, þar sem hún setti langt borð og skemmtilega stóla Herberg ið varð cins og þægilegustu Pull manjárnorautarvagnarnir, en bjó samt yfir eigin þokka. Clementine drakk te með gestum sínum í þessu herbergi síðdegis dag nokk urn, þegar Winston kom allt í einu vaðandi inn í herbergið, jakkalaus og með uppbrettar skyrtuermar. Hann hrópaði: „Clemmie! Clemmie!, hvar ertu?“ Um leið og hann kom inn reis Clementine þegar á fætur til að kynna hann íyrir gesti sínum, en Winston varð hálfvandræðalegur yfir að ryðjast svona hálfklæddur inn á gesti hennar. „Þetta er eigin maður minn,“ sagði Clementine blátt áfram, eins og þörf væri á að kynna hann. Winston hneigði sig lítillega en kurteislega, fékk það, sem hann hafði verið að leita eftir — upplýsingar um, hvenær þau ættu að mæta í samkvæmi um kvöldið — og síðan hvarf hann aftur á braut eftir að hafa hneigt sig aftur. Maður veit alltaf, hvenær Churc hillhjómn eru að heiman, því að þegar komið er inn um aðaldyrn ar, leggui á móti manni reykels isilm. Ciementine kveikir á reyk elsinu, strax og þau koma heim á Hyde Park Gate. Það brennur í stigaganginum með litlum, flökt andi loga og ónáðar engan, en Winston er hrifinn af þessu, kann- ski vegna þess að þetta er óvenju legur ilmur á ensku heimili. Hann hefur mætur á öllu óvenjulegu. Sjálfur er hann fullur af þver- sögnum. Hann er vanafastur og samt ann hann öllu óvenjulegu og ekki síður í persónulegum sökum. Clementine er mjög nákvæm, hvað útiit og klæðaburð snertir og hún reynd. stöðugt að bæta Winston í þessu tilliti einnig. Hún stjanaði í kringum hann, snyrti hann og snurfusaði og í fyrstu let hann sér þennan munað vel líka, en að lokum fannst hon- um bezt fara á því, að hann færi að sínum eigin geðþótta í klæða- vali — cins og svo mörgu öðru. Innan veggja heimilisins leyfði hún honum að fara sínu fram, hvað þetta snerti án þess að and- mæla. Hann fékk að klæðast eins afkáralega og hann vildi og fékk að vera í skærlitum sloppum, en þeim hafði hann sérstakar mæt ur á, en hún reyndi sitt ýtrasta til að fá hann til að klæðast eins og miklum stjórnmálamanni sómdi þegar hann þurfti að koma fram einhvers staðar út á við. Oft tókst henni að breyta klæðnaði hans, en hann hafði hins- vegar afai gaman af breyta því, sem hún breytti. Og árangurinn varð venjulega ómótstæðileg sjón, sem skar í augun. Clementine gat ekki stillt sig um, að fylgja honum til Neðri málstofunnar, einn þeirra daga, er hann var „betur til fara“ til að sjá sjálf, hver árangur þess yrði. Þetla var á heitum júlídegi Þau gengu saman inn um dyr heilags Stefáns og Clementine gekk til sætis síns í áheyrenda- stúkunum til að sjá hann koma inn í málstofuna. Winston var lýtalaust klæddur í svart og hvítt. Hann var ekki í vesti og hálsbindi hans skar sig úr við skjannáhvítá skyrtu undir velsniðnum svörtum jakka. Silfur gráar buxurnar voru listaverk með víðum stifstroknum skálmum. Það datt hvorki af honum né draup, pegar hann kom inn, en það varaði ekki lengi. Þingmennirnir urðu bæði undr andi og -glaðir, þegar þeir sáu hann og tóku á móti honum með háværum fagnaðarhrópum. Þeir ráku upp heillaöskur til viður- kenningai á snyrtilegum klæða- burði hans. Winston roðnaði — og gekk beint á göngustaf sessu nautar síns á frambekkjunum. Þetta litla óhapp varð til þess að rúsínan í pylsuendanum kom í Ijós, — svartir skór með silfur festingum í stað skóþvengja. Fagnaðarópin urðu enn hávær ari ef unnt var. Winston var nú auðsjáanlega ekki lengur í full lcomnu sálarjafnvægi, þegar hann I settist mður. En síðan glotti hann : breitt og leit upp í stúkuna til Clementine. Hún brosti jafnvel enn breiðar. Oft varð árangur hennar við til raunir hennar til að bæta klæða burð hans vægást sagt einkenni- legur. Dag nokkurn árið 1922, þegar hann var forystumaður Frjálslyudra Sambandsinna í Neðri málstofunni, lét Winston eftir henni og kom í fyrsta sinn til Wescminster með silkihatt á höfði. Austen Chamberlain, sem þá var forseti deildarinnar var eini ráðgjafinn, sem bar pípu- hatt. Á síðasta andartaki heyktist Winston á að halda til streitu þessari nýju stertimennsku og gekk berhöfðaður inn í þingdeild ina til að svara spurningum. En þá varð honum litið upp í áheyr endastúkuna og gafst upp fyrir kuldalegum svip Clementine. Hann gekk því út úr salnum og birtist andartaki síðar með pípuhattinn, sem hann skellti síðan kæruleysis lega aftarlega á höfuð sitt, svo að hann hallaði aftur á hnakkann. Það er brot á reglum þingsins, ef þingmaður hefur hatt á höfði, á meðan hann talar eða gengur til sætis síns eða frá því. f sæti sínu má hann gera það, sem honum þóknast hvað þetta snertir, þó að fáir þingmenn kjósi að sitja með hatt á höfði. Chamberlain kom í þingstofun» 20 minnið aftur? Átti hún að eyða því sem eftir var ævinnar með því að fálma sig áfram í kæfandi myrkri í leit að sjálfri sér, sem hún þekkti ekki? Mundi hún ckki með tímanum venjast því að lifa lífi, sem raunar var ekki hennar, með fólki sem sagðist vera tengda- fólk hennar — með manni sem var kynntur fyrir henni sem eig- inmaður hennar? Lenora kom í heimsókn kvöld eitt með bróður sínum David og Giles Conway, sem var í helgar- heimsókn öðru sinni. Tracy drakk með þeim eitt sherríglas, svo hvarf hún eins hljóðlega og hún gat. Nan og Brett gátu haft ofan af fyrir gestunum, vingjarnlegt hjalið skipti hana engu máli. Hún hefði kannski ekki verið svo mjög utangátta, ef Lenora hefði ekik sýunt og heilagt snúið sér' að* henni og spurt glaðlega? j „Manstu eftir því, Tracy?“ og bætt j síðan við með uppgerðarafsökun- artón: „Fyrirgefðu, Tracy, ég gleymi alltaf að ég má ekki spyrja þig um þetta“. Það var léttir að getá lokað dyrunum að baki sér. Ilmur vor- blómanna steig upp til hennar við kannski farið í gönguferð í frá garðinum. Hin sálu úti á illa hirtum blettinum. Hún heyrði óm af röddum þeirra. Lenora sat í garðstól við hliðina á Brett. Tracy sá að hún fór ofan í jakkavasa hans til að ná í sígarettu. Vegna þess að enginn hafði eldspýtu hallaði hún sér nær honum og kveikti í sinni með þeirri sem hann var að reykja. Tracy sá að höfuð þeirra snertust og hún gat ímyndað sér dökk augu Lenoru stara á Brett. Hún var mjög að- laðandi.. . því skyldi Brett ekki . . hann hafði þekkt hana árum sam- an . . . það var einkennilegt, þau höfðu ekki gifzt . . . Brett ogí Lenora . . . hún ætti að vera glöð hans vegna, því að hann virtist stundum svo undarlega einmana Lenora . . . Allt í einu mundi Tracy eftir dálitlu, sem Nan hafði sagt fyrir fáeinum dögum, en sem ekki hafði vakið athygli hennar þá. Nú heyrði hún rödd Nans fulla beizkju og niðurbældrar reiði . . . „HÚN er eina manneskjan, sem þú hefur nokkurn tíma kært þig um . . .“ Og hún var að tala við Brett . . og um mig. Tracy settist í stól- inn bak við gluggatjöldin, svo að þau sæju hana ekki utan úr garð- inum, þegar þau risu upp. Hún mundi orðin greinilega, en hvað hafði Nan eiginlega átt við? Ekki að hann — að ég . . . ég hafi valið Mark, ef ég hefði getað fengið . . . Brett? Hún greip höndum fyrir andlit- ið. Var það ástæðan fyrir því að Brett hafði farið alla leið til New York að sækja hana? Var það ástæðan til þess að hann virtist stundum svo einmana? Hún þrýsti höndum að gagnaugum eins og hún vildi hemja tilfinningarnar og hugsanirnar sem ætluðu að sprengja höfuðið á henni. í reiði hafði Nan sagt eitthvað sem hún hélt að væri rétt, en það gat ómög- ulega verið satt. Eða ef svo var — og það var vissulega ótrúlegt — hlaut að vera þýðingarmikill og stór sannleikur að baki þess alls. Þá hlaut hún að hafa elskað Mark svo innilega að hún hafði gifzt honum, en ekki Brett. Hvernig gat nokkur fundið skynsemi í því? Og henni fannst hún raunveru- lega heyra ókunna, kalda rödd hvísla innra með sér: —Það er tilgangslaust að þú reyn- ir að hugsa eða finna til. Ég tók allar ákvarðanir fyrir þig fyrir MARGARET FERGUSON löngu. Þú kynnist rnér ef til vill aldrei, en ég hef skipulagt líf þitt fyrir þig og sú ákvörðun verður óhagganleg . . . óhaggan- leg . . Þú, Tracy Sheldon verður bara að sætta þig við það sem ég, Tracy Sheldon, ákvað að þú ættir að gera . . . Það þýddi ekki að þrýsta hönd- unum fast að höfðinu, hún gat engar vonir gert sér um að brjóta niður hinn ósýnilega múr sem lokaði hana frá fortíðinni. Hún fann til svima og ógleði. Iíún lét hendurnar síga og uppgötvaði nú að Nan og Giles Conway töluðu saman rétt fyrir neðan gluggann. David var horfinn, Brett og Len- ora sátu enn úti á blettinum. — Leicur þú golf, Nan? Hvern ig lízt þér á að við spilum á morgun, þegar þú ert búin í vinnunni. — Nei, ég leik því miður ekki golf — ekki lengur. Nan fitlaði við blóm og bætti við: Sannleikur- inn er sá, að ég iðka alls engar íþróttir. Ég get það ekki. — Ætlarðu að segja mér að þú sért ekki góð íþróttamanneskja, sagði Giles og hló glaðlega —-Þú hreyfir big eins og ólympíumeist- ari og ég er viss um að þú slærð alla út á tennisvellinum — Já, ég var alveg sæmilega góð bæði í tennis og golfi, meðan ég var í skóla. En ég varð fyrir því öhappi að sinarnar í hægri hendinni evðilögðust þegar ég lenti i áiekstri á hjóli. Og það hefur ekki gróið almennilega. Eg hef aðeins hálf not af hend- inni síðan. — Það var hræðilegt. Var það einhver pottormur sem keyrði á þig, eða hjólaðir þú ógætilega? — Nei, það var ekki mér að kenna. E1 svo hefði verið, hefði ég ekki tekið það jafn nærri mér. Stýrið á hjólinu mínu losnaði um leið og ég ók fyrir horn og ég hafnaði inn í búðarglugga. Tracy hefði stolizt til að taka hjólið mitt og hafði keyrt aftan á vöru- bíl svo stýrið bilaði, hún nefndi það ekki við nokkurn einasta mann setti bara hjólið á sinn stað og ég hjólaði af stað alveg grunlaus nokkru síðar um daginn. — Það var svei mér ómerkilegt af henni, hrópaði Giles upp. —Eg vona hún hafi fengið ærlega ráðn- ingu. — O, ég veit það nú ekki. Nan kastaði frá sér blóminu, sem hún hafði verið með í hönd- unum. Hún var bara þrettán ára og ég býst við hún hafi óttazt að ég yrði reið yfir að hún tók hjól- ið. Ég var mjög sparsöm á að lána það. Ég . . það eru margir fallegir staðir í grenndinni. Ef við getum ekki leikið golf gætum við kannski farið í gönguferð i staðinn? Feimnin í rómnum snart Tracy og hún sá að Nan forðaðist að líta á Giles. — Ja, ég tók nú með mér golf- kylfurnar mínar, svaraði hann fljótmæltur, —mig langaði til að I æfa mig fyrir meistarakeppnina í næstu viku. En ef ég kem ein- hvern tíma seinna .. . — Auðvitað. Eigum við að koma inn og vita, hvort ekki er meira að drekka? Fótatak þeirra dvínaði fyrir hornið. Nan sagði ekki meira og Giles var óþægilega snortinn. Tra- cylokaði glugganum gætilega. Svo að þetta var ástæðan fyrir að Nan lagði hatur á hana . . . Öll þessi ár síðan hafði beizkjan vax- ið innra með henni . . . og hver gat áfellzt hana fyrir það? hugs- aði Tracy þreytulega. Þegar hún var þrettán ára hafði hún verið ómerkileg og huglaus. Hún hafði stolizt til að taka hjól Nan og í stað þess að játa, að hún hefði eyðilagt það hafði hún. látið Nan hjóla af stað og lenda í óhappi, sem hefði getað kostað hana lífið. Hvað get ég gert í þessu núna? hugsaði Tracy æðislega. Ég geri ráð fyrir ég hafi sagt þá að ég harmaði það, en núna . . . ætti ég kannski að segja það aftur, vegna þess að hitt skiptið er ein- hvern veginn ekki talið með leng- ur. Ég man ekki eftir að ég hafi komið svona andstyggilega fram, en það hjálpar mér ekki til að losna við ábyrgðina á óhappinu. Nan hafði langað mjög mikið til að hitta Giles Conway aftur, nú hafði hún enga von um það leng- ur, jafnvel þótt hann kæmi um aðra helgi. Hún stóð enn við gluggann, þegar Brett og Lenora stóðu upp og gengu í áttina að húsinu. T í M I N N,' miSvikudagur 24- iúní 1964. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.