Tíminn - 25.06.1964, Síða 7

Tíminn - 25.06.1964, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriitargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasöiu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Tollakjör og lánskjör fiskiðnaðarins Fundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, sem nýlega var haldinn, samþykkti að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því á næsta Alþingi, að afnema með öllu tolla af vélum og tækjum til fiskvinnslunnar. Enn- fremur skoraði hann á ríkistjórnina að gera stofnlána- deild sjávarútvegsins kleift að aðstoða fiskframleiðend- ur til vélvæðingar og kaupa á fiskvinnslutækjum. Saltfiskframleiðendur hafa þannig tekið undir þær kröfur, sem áður hafa komið frá hraðfrystihúsaeigend- um um þessi efni. Eins og nú er háttað, verða fiskvinnslustöðvarnar að greiða 35% toll af öllum vélum og tækjum. Á þennan toll leggst svo söluskatturinn. Þetta eykur stofnkostnað- inn alveg gífurlega, enda var það upplýst á Alþingi í vetur, að útilokað væri að láta hina fyrirhuguðu kísil- gúrverksmiðju bera sig, ef hún ætti að greiða sömu tolla af vélum og tækjum og fiskiðnaðurinn. Þessir tollar væi;u líka svo háir, að hliðstæð dæmi fyndust ekki annars staðar. Það er í samræmi við þetta, að Framsóknarmenn beittu sér fyrir því á seinasta þingi, að tollar á vélum og tækjum til framleiðsluatvinnuveganna yrðu lækkaðir úr 35% í 4%. Þeir Helgi Bergs og Karl Kristjánsson fluttu um þetta ýtarlegar tillögur í efri deild, þegar frumv. um léiðréttingar á tollskránni var þar til meðferðar. Helgi Bergs gerði í framsöguræðu mjög nána grein fyrir þess- um tillögum. Jafnhliða því, sem létta ber þessum óeðlilegu tollum af fiskvinnslunni og hliðstæðum atvinnugreinum, þarf að tryggja henni stórum betri lánskjör. Davíð Ólafs- son fiskimálastjóri vakti athygli á því á norrænu sjávar- útvegsráðstefnunni, sem nú er haldin hér, að fiskiskipa- stóllinn hefði aukizt hér hlutfallslega miklu meira en fiskiðnaðurinn og því væri aflinn fluttur út meira og minna lítið unninn. Þetta stafar m. a. af því, að meiri og hagstæðari lán er hægt að fá iil skipakaupa en til að reisa eða endurbæta fiskvinnslustöðvarnar. Á þessu þarf að verða breyting. Fiskiðnaðinn þarf að efla og stórauka hagræðinguna í rekstri hans. J>etta kostar mikið fé. Þess vegna þarf jöfnum höndum að leið- rétta tollakjör hans og tryggja honum aukið lánsfé. Ef rétt er á haldið, er fiskiðnaðurinn sú atvinnugrein, sem getur átt hér einna mesta og bezta vaxtarmöguleika. Hann er jafnframt sá iðnaður, er öðrum iðnaði fremur getur treyst jafnvægið í byggð landsins. Fátt er skað- legra efnalegri afkomu þjóðarinnar en að þrengja óeðli- lega aðstöðu hans með ranglátum tollakjörum og láns- fjárskorti. Það er nú upplýst, að menntamálaráðherra er farinn að hafa veruleg afskipti af fréttum útvarpsins. Það þekk- ist ekki í nágrannalöndum okkar, að ráðherrar hafi slík afskipti. Þar er þvert á móti stefnt að því, að fréttastofur útvarps- og sjónvarpsstöðva séu sem óháðastar ríkis- stjórnunum. Allir réttsýnir menn þurfa að sameinast um, að þeirri stefnu verði einnig fylgt hér enda er það eitt í samræmi við útvarpslögin. Annars er stefnt í óefni og deilur, sem gætu reynzt skaðlegar starfsemi útvarpsins. S. P. Chambers, abalforstjóri í.C.I.: Kostir og gallar iðnaðar og tæknimenntunar í Sovétríkjunum Sumt er til fyrirmyndar, en annað ekki Nýlega vair S.P. Chambers, aðalforstjóra hitns mikla enska efnaiðnaðarhrings ICI, boðið til Sovétríkjanna Eftir heimkom- una skrifaði haim grein í „The Suinday Times“, þar sem hann segir kost og löst á rússneskum iðnaði og vísindum. Girein þessi sem hefur vaklið verulega at- hygli, fer hér á eftir: HEIMBOÐIÐ var óvenjulegt Það stóð ekki í neinu sambandi við samningaumleitanir um efnaverksmiðjur. Rudenoff að- stoðar-forsætisráðherra, formað ur samvinnunefndar um vísinda legar rannsóknir, bauð mér að dvelja mánaðartíma í Rússlandi, ásamt konu minni og dóttur, til þess að hitta menn að máli og kynnast því, sem kostur væri og við hefðum hug á. Við hlutum hvarvetna hinar ágætustu viðtökur, Fyrst var rætt við ýmsa menn í Moskvu og við vorum viðstödd hátíða- höldin fyrsta maí. Síðan fórum við tii Leningrad og nálægra staða, svo sem Pushkin og Riga í Lettlandi. Að því loknu vorum við aftur nokkra daga í Moskvu og fórum því næst til Sochi, sem er hressingardvalar staður austanvert við Svartahaf ið, og Tbilisi, höfuðborgar Ge orgíu. Þá fórum við enn til Moskvu og komum þar til nokk urra nálægra staða, til dæmis Klin, en þar er efnaverksmiðja. í Moskvu ræddi ég við Rudne og Kosygin en hann er einn af þremur aðstoðarforsætisráð herrum, Kostandoff, sem er efnaiðnaðarráðherra, Patolich- eff ráðherra utanríkisverzlun ar, — en hann hafði heimsótt verksmiðjur okkar í Wilton og Billingsgate í byrjun ársins. — og fleiri menn hitti ég að máli Þetta voru ekki á neinn hátt samningaviðræður, en fjölluðu þó um, á hvern hátt helzt mætti efla samskipti okkar, ekki að- eins að því er snerti sölu á búnaði efnaverksmiðja og af- urðum þeirra, heldur 'einnig framleiðslu nýrra vörutegunda sem kynnu að vera mikilvægar fyrir efnaiðnaðinn almennt og iandbúnaðinn. Umræðurnar voru mjög opin skáar og kunna að reynast af- drifaríkar í frajntíðinni. Eg er ekki ' neinum efa um einlægan vilja Rússa til þess að auka við skiptin við Bretland á sem flest um sviðum og eins víða og við verðui komið. hvað sem vern kann um önnur svið utanríkis mála SOVÉZK efnahagsstefna varð mér æ ljósari eftir því sem ég átti tal við fieiri menn og fór víðar Viðleitnin til bættra lífs kjara virðist koma fram á flest um sviðum. jafnt í kennslumál um, rannsóknum og byggingar málum. svo og flestu, sem áhrif hefir á það hvernig frítíman um er varið Eg kom í stutta heimsókn til Moskvu og Lenin grad árið ! 960 og framfarirnar hafa orðið töluverðar síðan Fólk er mjög greinilega betur klætt og aukið úrval plastleik fanga í vöggustofum, barna heimilum og verzlunum sýnir greinilega hneigð til notkunar nýrra efna, einkum þó afurða efnaiðnaðarins. Samanburður lífskjara í Bret landi og Rússlandi út frá skráðu gengi (2,52 rúblur móti sterlingspundinu) er ekki til neins, þar sem allar aðstæður eru svo gerólíkar. Út frá þess um verðmæli virðast þó sumar vera á hliðstæðu verði og ger- ist hjá okkur í Bretlandi, en verð annarra vara er mjög hátt. Matvörur virðast til dæmis þrisvar til fjórum sinnum dýr- ari en gerist hjá okkur og fatn aður fimm eða sexfaldur í verði. Húsaleiga er aftur á móti lág og fargjöld fyrir al- menning sérlega ódýr. FYRR1 HLUTI Ljósari mynd gefur að reyna að gera sér grein fyrir beim lífskjörum, sem unnt er að veita sér fyrir útborguð laun Á þessu eru þó alvarlegir ann markar. Óbreyttur verkamaður fær greiddar um 65 rúblur á mánuði í reiðufé og fyrir það getur hann fátt veitt sér. Þess ber pó að minnast, að nálega allar konur stunda fulla laun- aða vinnu, nema nokkurt skeið fyrir og eftir barnsburð. Starfs maður við tæknistörf fær um 160 rúblur á mánuði, auk um 60 rúblna aukaþóknunar (sem þó er mjög misjöfn) og býr við sæmileg lífskjör en þó án alls iburðar. ÞRENNS konar rannsókna- stofnanir vöktu áhuga minn. Ein greinin heyrir undir vís- indaráðið, önnur lýtur efnaiðn aðarnefnd ríkisins og hin þriðja háskólanum. Auðvitað er um fleiri rannsóknastofnanir að ræða, sem tengdar eru á- kveðnum iðngreinumi Vísindaiegar rannsóknir eru mjög yfirgripsmiklar og eftir tektarvert er, að samvinna um þær heyrir undir nefnd, sem aðstoðarforsætisráðherra veitir forstöðu. Þessi samvinna er verð sérstakrar athygli. Rann sóknunum er auðvitað ekki skipt beint niður og ákveðnum verkefnum uthlutað, en sneitt er hjá alvarlegum tvíverknaði mismunandi stofnana á á- kveðnu sviði. Meginlínurnar i rannsóknaráætlunum eru sarn þykktar í samvinnunefndinm um vísindalegar rannsóknir, en gengið er frá öllum minni hátt ar atriðum annars staðar Ráð stefnur eru svo haldnar til þess að samræma störfin og skiptast á upplýsingum. ÉG SKOÐAÐI þrjár rann- sóknastofnanii á vegum efna- iðnaðarins, hverja í sinni grein eina ■ Leningrad, aðra í Riga og þá þriðju ' Moskvu Yfirleitt var aðbúnaðurinn góður og enginn skortur á tækjum. Eric Bates aðstoðarmaður minn. sem sjálfur er sérfræðingur. staðfesti það álit mitt, að störf in væru vel af hendi leyst. starfsfólkið fyllilega starfi sínu vaxið og sýndi jafnvel snilli i einu eða tveimur tilfellum Meðaialdur þess var furðulega lágur . t.d. aðeins 24 ár í Riga og ríkja virðist almennur áhug: og einbeitni á rannsóknastof unum, að svo miklu leyti serr. við gátum um það dæmt. þar sem starfsfólkið talaði aðra tungu en við f stofnununum, sem við heim sóttum fóru bæði fram frum Framhald á 13 síðu T í M I N N, fmmfudagur 25. júní 1964. r

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.