Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 5
TÍMINN 5 WHM'l'llDAGVR 22. oktöber 1964 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Prajnkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndritSi 6. Þorsteinsson. Pulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Mtstjómarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur, Bankastr. 7 Afgreiðslusími 12323. Augi.sími 19523 Aðrar sferifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- tands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Hvað höfumst við að í jafnvægismálunum? Koma Reidars Carlsen, fyrrum sjávarútvegsmálaráð- herra Noregs og núverandi forstjóra°Framkvæmdastofn- imar dreifbýlisins í Noregi, hlýtur að vera okkur íslend- ingum sérstaklega kærkomin, og vonandi verður hlustað með mikilli athygli á orð hans og þau veki til nýrrar og árangursríkari umhugsunar um sams konar vandamál hjá okkur. Af upplýsingum Carlsens er ljóst, að Norðmenn telja jafnvægi í byggð landsins meira en innantóm orð. Þeir hafa um árabil unnið að raunhæfum og fjárfrekum ráð- stöfunum til þess að hefta flótta úr sveitum Noregs og öðrum dreifðum byggðum, og ríkisstjórnin hefur sjálf haft um þetta meginforgöngu. Fyrir nær hálfum öðrum áratug var með lögum og að forgöngu ríkisstjórnarinnaj stofnaður sjóður, sem nam um 1500 milljónum íslenzk- um til þess að stuðla að framkvæmdum og atvinnuaukn- ingu í Norður-Noregi á landsvæði, sem er-á stærð við ísland og með helmingi fleiri íbúum. Eftir þau átta ár, sem sjóðurinn átti að starfa, var talið að þetta hefði gefið svo góða raun, að starfseminni var ekki hætt, heldur færð i aukana, sjóðurinn aukinn um meira en helming, starfið látið ná til alls landsins, þar sem þörf er á og komið á fót skipulegri stofnun, sem fyrr getur. Lán, sem sjóðurinn veitir, eru hagkvæm og með hóf- legum vöxtum og hafa þegar verið veitt 1500 fyrirtækj- um með 25 þús. starfsmönnum. Árangur þessa starfs er þegar farinn að koma vel í ljós. Norðmenn gera sér sem sagt fulla grein fyrir þeirri lífsnauðsyn þjóðarinnar allrar að halda við og efla byggð alls staðar þar, sem unnt er að stunda arðbæra fram- leiðslu, og þeir viðurkenna skyldur þjóðfélagsins til þess að sjá fólki þar fyrir sams konar og jafngóðri samfélags- þjónustu og í þéttbýlinu og bæta fólki ýmsa þá ágalla, sem af fámenni og einangrun stafa. Hefjum nýja sókn Hér á landi hafa þessi mál ekki verið tekin þeim tök- um, sem skyldi. Framsóknarflokkurinn hefur barizt fyrir þeim af alefli, en ekki haft bolmagn til þess hin síðustu ár að knýja tillögur sínar fram- Þegar flokkurinn átti hlut að ríkisstjórn síðast, var mjög að því unnið að rétta hlut hinna afskekktari byggða og veita atvinnu og upp- byggingu þar eðlilegan. opinberan stuðning, en þessar ráðstafanir sættu sífelldri andstöðu og andúð af hálfu Sjálfstæðisflokksins, og voru kallaðar „pólitísk fjárfest- ing“, sem væri fordæmanleg. Síðan núverandi ríkisstjórn tók við, hefur verið stjórnað dyggilega í þeim anda að hindra það, að leiðir fjármagnsins lægju til uppbygg- ingar hinna fámennari staða úti um land. Afleiðingarnar eru þegar geigvænlegar, eins og við blasir. Fjölmargar tillögur og frumvörp Framsóknarmanna á þingi um ráð- stafanir til jafnvægis í byggð landsins, hafa stjórnar- flokkarnir fellt eða svæft. Nú er svo komið, að óbætan- legt tjón hlýzt af, ef ekki verður þegar við snúið Von- andi verður hið norska fordæmi, núverandi ríkisstjórn nokkurt lærdómsefni. og stuðlar að því að knýja hana til breyttrar stefnu í þessu mikilvæga framtíðarmáli. SUSL0FF m DEILUNA VIÐ KÍNVERJA: Samborgaraleg stef na og þjóð- ernislegir stórveldisdraumar Stefna Kínverja getur leitt til kjarnorkustyrjaldar. FYRST eftSr fall Krústjoffs, gizkuðu margir á, að það ætti sér rætur vegna ágreinings um afstöðuna tjil Kína. Þetta er nu meira dregið í efa síðan það hefur verið kunnugt, að Susloff stjórnaði atlögunni gegn hon- um á miðstjómarfundi Komm- únistaflokksins, þegar hann var felldur. Susloff er nefnilega sá leiðtogi rússneskra kommún- ista, er einna mest hefur látið að sér kveða í deilunni við Kín verja. Á fundi miðstjórnar floklksins, sem haldinn var í febrúar s. 1., flutti hann langa framsöguræðu um þetta efni og hefur hún verið þýdd á flest tunguimál (m. a. íslenzku) og dreift út um allan heim. Ræða þessi er ítarlegasta greinar- gerðin, sem birt hefur verið af hálfu Rússa um deilu þeirra og Kínverja. í tilefni af mannaskiptunum, sem orðið hafa í Sovétrfkjun- um, er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði úr þessari ræðu Susloffs, þar sem þau virðast fremur hafa aukið völd hans en hið gagnstæða. MEGINATRIÐI þessarar ræðu Susioffs fjallar um þá ákæru kínverskra kommúnista á hendur rússneskra kotnmún- ista, að þeir séu að hverfa frá kenningum Marx og Lenins. Segja má, að þessi ákæruatriði séu tvíþætt. í fyrsta lagi segja Kínverjar, að kenningin um friðsamlega sambúð við auð- valdsríkin sé röng, því að fyrr en síðar hljóti ágreiningur milli auðvalds og kommúnisma að enda með styrjöld. í öðru lagi stefni ýmsar lífskjarabæt- ur í Sovétríkjunum í þá átt að gera menn borgaralega og fráhverfa kommúnismanum. Varðandi fyrri atriðin er svar Susloffs á þá leið, að ný drápstæki, þ. e kjamorkuvopn in hafi breytt viðhorfinu til styrjalda. Styrjöld þýði nú al- menna tortýmingu. Kommún- isminn verði því að tryggja sigur á annan hátt en með styrjöld. Vænlegasta leiðin til að tryggja sigur kommúnism- ans sé sá, að kommúnistaríkin sýni í verki meiri efnahagsleg- an árangur en kapitalísku rík- in. Þess vegna skipti efnahags- leg uppbygging og bætt lífs- kjör í kommúnistalöndunum höfuðmáli. Framfarir í þessum löndum veiti kommúnistaflokk- unum annars staðar hvatningu og sigurtrú. Jafnframt beri svo að veita þeim aðstoð og hjálp. Þetta sé eina vænlega leiðin til að tryggja alheimssigur kommúnismans. Af þessum ástæðum sé það alrangt, þegar Kínverjar ásaki Rússa fyrir eigingimi vegna þess, að þeir leggji aðalkapp á bætt lífskjör f Sovétríkjunum. Með því sé cinmitt verið að gefa fordæmi, sem í framtíð inni muni tryggjá sigur komm únismans. Ef uppbyggingin gengi illa í Sovétríkjunum. myndi það veikja kommúnista — ekki aðeins þar heldur alls staðar í heiminum. SUSLOFF VARÐANDI síðara atriðið, þ. e. að bætt lífskjör í Sovét- ríkjunum geri menn borgara- lega, segir Susloff: „Kínversku léiðtogarnir ráð- ast á kommúnistaflokk Sovét- ríkjanna vegna þess, að hann framkvæmir þá stefnu að bæta lífskjör almennings. Þeir segja, að batnandi lífskjör valdi því, að Sovétmenn séu að verða „borgaralegir“ og að reglan um efnahagslega hvatningu til starfa „leiði ti) þess, að al- menningur sækist eftir persónu legum hagsbótum og ágóða, valdi gróðalöngun og vaxandi borgaralegri einstaklingshyggju og skaði sósíaliskt efnahags- líf . . . Spilli því jafnvel" — (Jenminjihpao, 26. des. 1963). Birtist ekki djúpstæð fyrir- litning á lífskjörum manna, á reglum og hugsjónum sósíalist- ísks samfélags, í þesum ær- andi staðhæfingum? Vert er að minna á hversu ríka áherzlu Lenin lagði á regl una um sósíalistíska dreifingu á lífsgæðum i samræmi við vinnuna, á efnahagslega hvatn- ingu til þess að þróa félags- lega framleiðslu. Hann kenndi okkur að nýju þjóðfélagi verð- ur ekki komið á með eldmóð- inum einum saman, heldur með eldmóði þeim, sem byltinguna miklu vakti, með persónuleg- um áhuga hvers utn sig, með efnahagslegum hvatningum í samræmi við kostnaðaráætlan- ir“. EFTIR að hafa svarað ádeil- um kínversku kommúnistanna, snýr Susloff vopnum sínum að þeim. Hann ásakar þá fyrir margvíslega klofningsstarfsemi, er muni veikja kommúnismann, ef hún nær tilgangi. Hann segir, að afstaða leiðtoga kín- verskra kommúnista sé sprott- in af „þjóðrembingslegum stór veldisdraumum* Hann segir ennfremur, að þjóðrembingsaf- staðan sé að verða yfirsterkari í allri stefnu kínversku leiðtog- anna, að hún sé að verða helzti aflvakinn í athöfnum þeirra“ Markmið þeirra sé að ná for- ustuhlutverki í heimskerfl sósíalismans. Eftir að hafa rak ið stefnu kínversku leiðtog- anna, kemst Susloff að þeirri niðurstöðu, að i „afstöðu þeiira falli smáborgaraleg bylting- arstefna og þjóðemislegir stórveldisdraumar saman“. Þá séu þeir í verki að magna kjarnorkukapphlaupið og fram fylgi „stefnu, sem geti leitt til k j arnorkustyr j aldar.“ Susloff fer mörgum fleiri þungum og stórum orðum rnn afstöðu kínversku leiðtoganna. Hann ásakar þá síst mildileg- ar en Krústjoff gerði á sínum tíma. ÞÁ DEILIR Susloff alveg sérstaklega á kínverska komm- únista fyrir manndýrkun. Hann segir m. a.: „Þess er enginn kostur að skilja núverandi stefnu mið- stjóraar Kommúnistaflokks Kína bæði í innanlandsmálum og utanríkismálum án þess að taka tillit til þess hvernig ástatt er í Komimúnistaflokki Kína og í landinu sjálfu af völdum mann dýrkunarinnar. Mönnum má ekki sjást yfir þá staðreynd að manndýrkunin á Mao Tse-tung hefur í vaxandi mæli neikvæð áhrif á athafnir kínverska kommúnistaflokksins. Árum saman hefur kínýerski áróðurinn barið það inn i höfuð hvers manns að hugmýndir Mao Tse-tung séu ,,hin æðsta túlkun á kenningum Marx og Lenins“ og að tímahil okkar sé „tímabil Mao Tse-tung“ — Jafnframt þv' sem kínverski á- róðurinn staðhæfir að það verk efni hvíli algerlega á herðum Mao-Tse tungs að draga almenn ar ályktanir um söguleg verk- efni okkar tíma heldur hann því fram að hugmyndir Mao- Tse-tungs séu kenningar Marx og Lenins á okkar tímaskeiði. Það er nú algerlega ljóst að forusta Kommúnistaflokks Kína stefnir að þvi að forustu- S maður hans geti, líkt og Stalín 1 á sinni tíð, trónað yfír öllum flokkum sem aðhyllast kenn- ingar Marx og Lenins og tek- ið á gerræðisfullan hátt á- kvörðun um öll vandamál í stefnu þeirra og starfi.“ Susloff víkur þessu næst að því, að kínversku koirtmún- istarnir haldi uppi vörnum fyr ir Stalín. Hann segir það boða almenningi ekkert gott. Hann segir, að Kínverjar ættu að spyrja þá rússneska verka- menn og bænriur er hefðu kynnst hinuim hörmulegu af- leiðingum manndýrkunar, hvað þeir segðu um tilraunirnar til að verja siðblindu Stalíns og hvort taka bæri upp manndýrk un á nýjan leik. Þeir myndu aðeins fá eitt svar: Við látum slíkt aldrei gerasl aftur. AF FRAMANGREINDRI ræðu Susloffs má helst marka, að ágreiningurinn um afstöð- una til Kína hafi ekki verið nein aðalorsök þess, að Krúst- joff var steypt úr stóli. Fall hans hafi fremui verið afleið ing af persónulegu valdabrölti. en málefnalegu Endanlega verður þó ekki hægt að full yrða um þetta að sinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.