Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 21

Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 22. október 1964 TÍMMN 15 sandi, og skipti það vel litum viS dökkgræn trén, sem uxu nærri því niður að fjöru. Milli hólmans og lands var blátært vatn, tveggja til þriggja faðma djúpt. Við gengum alla leið í skugga brauðávaxtatrjáa, en ávext- ir þeirra voru um þessar mundir að verða fullþroskaðir. Mörg trén hafa hlotið að vera ævagömul, ef dæma mátti eftir hæð þeirra og gildleika. Þau eru meðal hinna fegurstu trjáa á jörðunni og áreiðanlega mesta nytjatréð. Hér og þar gnæfðu kókospálmarnir upp úr skógarþykkninu. Milli trjánna -sá ég bústaði eyjarskeggja á stangli. Þeir voru mjög fallegir ög voru þaktir ljósgulum pálmablöðum og umhverf- is þau voru bambusgerði. Gestgjafi minn var ekki nema fjörutíu og fimm ára, en samt átti hann mörg barnabörn. Þegar við nálguðumst híbýli hans eftir tæpa hálftíma göngu, heyrði ég gleðióp og tíu eða tólf börn komu hlaupandi út, til þess að fagna honum. Þau námu staðar, þegar þau komu auga á mig, en brátt hvarf ótti þeirra og þau foru að klifra upp fótleggi Hitihiti. Þau voru forvitin og fóru að rannsaka fötin, sem ég var í. Áður en við komumst að dyrunum hafði Hitihiti sinn snáðann á hvorri öxl, og elzta dótturdóttir hans leiddi mig. Húsið var mjög fallegt — tuttugu metrar á lengd og sjö metrar á breidd, með háu risi. — Slíka bústaði áttu aðeins höfðingjar. Þakið hvíldi á súlum úr gömlum, fægðum kókos- trjám. Dyr voru á báðum endum hússins og hliðarveggirnir voru stengur úr ljósbrúnum bambus. Loftið gat því leikið um allt húsið. Hvítum kóralsandi var stráð á gólfið, og í ann- an enda hússins voru lagðar ábreiður. Þarna voru varla nokk ur húsgögn, aðeins einfættir stólar og tvö eða þrjú sæti handa höfðingjum. Á einni súlunni hengu vopn, meðal ann- ars hin þunga stríðskylfa gestgjafa míns. Dóttir Hitihiti, móðir tveggja minnstu barnanna, sem eltu okkur, kom nú á móti okkur fram í dyrnar. Það var ung kona — um tuttugu og fimm ára, tiguleg í framgöngu, með kastaníubrúnt hár. Ég hef séð marga slíka eyjarskeggja, án nokkurrar kynblöndunar, bláeyga. Gestgjafi minn brosti framan í hana, og því næst leit hann á mig. — 0 Hina, fagði hann og kynnti okkur. Því næst sagði hann nokkur orð við hana, en af því skildi ég ekki annað en orðið taio og nafnið mitt. Hina kom brosandi til mín og tók í hönd mína. Því næst greip hún í axlir mér, eins og faðir hennar hafði gert, lagði nefið að kinn mér og lyktaði. Ég end urgalt í fyrsta skipti þennan Tahiti-koss og fann þá fyrsta sinn lyktina af ilmandi kókosolíunni, sem Tahiti-konurnar smyrja sig með. Það eru máske engar konur í heiminum jafnumhyggjusam ar um útlit sitt og konur æðri stéttarinnar á Tahiti. Á hverj- um morgni og hverju kvöldi böðuðu þær sig í hinum kristals tæru og svölu ám. Og þær voru lengi niðri í vatninu og létu þernur sínar núa sig frá hvirfli til ilja. Því næst smurðu þernurnar þær með kókosolíu, blandaðri hinum ilmandi krónublöðum tahitisku gardaniunnar. Þær skoðuðu andlit sitt í spegli, on spegillinn var svört kókosskel full af vatni Því næst reyttu þær hárin á augnabrúnunum, þangað til brúnirnar voru orðnar mjóar og langar, bogadregnar rákir, eins og þá var kvenntízka á Tahiti. Þær fægðu tennurnar með viðarkolum. Loks voru þær tilbúnar og fóru að klæða sig. Fyrst fóru þær í snjóhvítt pils, sem náði aðeins niður að hnjám. Pilsið átti að vera í vissum fellingum, og var lengi verið að hagræða því. Svo kom kápan, sem skýldi öxlunum fyrir sólbruna. Þrí að stúlkurnar á Tahiti eru jafnhræddar við sólbruna og kynsystur þeirra við ensku hirðiná. Framkoma Hinu var jafntöfrandi og vöxtur hennar. Hún var glaðlynd, brosmild og virðuleg í framkomu og allt fas hennar lýsti öryggi og jafnframt yfirlætisleysi. Það mætti gjarnan segja hér nokkur orð til varnar konunum á Tahiti, en þeim hfur oft' verið borin illa sagan af sjófarendum, sem komið hafa til Tahiti. Ef maður dæmir konurnar á Tahiti aðeins eftir þeim, sem koma um borð í skipin á höfninni, væri það sama og að dæma ensku konurnar eftir þeim, sem koma um borð í skipin í Spithead, segir Cook í ritum sínum. En slíkar konur eru til, og þær keppast um að komast út í skipin. Húsið, sem ég átti að búa í, stóð eins og áður er sagt, á grasi grónum tanga austan við Point Venus. Þar var dá- samlegt útsýni. í norðurátt sást ströndin og hin fagra, litla eyja. í suðri sást hinn stóri Vaipoopoo-dalur. Heimilisfólk höfðingjans safnaðist nú umhverfis okkur og horfði með forvitni á hinn nýja vin húsbónda síns. Þegar Hina hafði gefið matsveinunum skipanir, kom óvenjulega falleg stúlka út úr húsinu. Er höfðinginn hafði gefið henni merki, gekk hún til mín og heilsaði mér á sama hátt og dóttir hans hafði gert. Hún hét Maimiti og var frænka gestgjafa míns — tíguleg stúlka, seytján ára gömul. Gestgjafi minn kinkaði kolli til Hina og leiddi mig því næst inn í hinn fá- breytta borðsal sinn, það var kofi, þakinn pálmaviðarblöð- um í skugga trjánna. Kóralsandi var stráð á gólfið, og þar voru allmargar ábreiður. Karlmennirnir á Tahiti eru mjög frjálsir í umgengni við konur og þeim er sýnd virðing þar. Þær máttu ekki snerta á neinni erfiðisvinnu og þær voru mjög frjálsar. En þrátt fyrir það, trúa Tahitibúar_því, að karlmaðurinn sé kominn frá himnum, en konan jarðnesk vera. Konur máttu ekki koma inn í musteri guðanna, og ekki máttu karlmenn og konur matast saman. Ég undraðist það, er við Hitihiti settumst tveir einir að máltíð, og að engin kona kom nærri að framreiða matinn, eða ganga um beina. Við sátum hvor andspænis öðrum sinn hvorum megin við stórt, grænt blað. Hressandi gola strauk vanga okkár, því að engir veggir voru á þessu skýli og niður hafsins lét þýðlega í eyrum okkar. Þjónn bar okkur 2 kókosskálar með vatni í, til að þvo hendurnar og skola munninn. Það kom vatn í munn- inn á mér, þegar ég fann lykt af kjöti, sem verið var að steikja í eldhúsinu skammt frá. Við fengum steiktan fisk og banana. Auk þess svínasteik og grænmeti, sem ég hafði aldrei áður bragðað. A lokum fengum við búðing með sósu úr sætri, þykkri kókosmjólk. NYR HIMINN - NÝ JÖRD EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 26 og sveifluðu handleggjum. Svitinn gljáði á svörtu hörundi þeirra við bjarmann frá bálínu, og skuggar þeirra skutust um völlinn. — Aie! Aie! Voudou Magnan! Aie! Aie! Dönsum Bambúla! Hljóðfæraleikendurnir mynd- uðu tvo þríhyrninga, og fremst í þeím var komið fyrir eins konar frumstæðu hásæti og altari. — Mamaloi og félagar henn- ar sátu á pallinum á ómáluðum furustólum, klæddum laufríkum greinum. Hún var gömul og tærð kona, og hvarf næstum í rauða kattúnskápu sem hún var klædd í. Um mittið hafði hún bláa snúru. Voru þetta einkenni hennar sem voodoo-drottningar. Um höfuð sér hafði hún vafið svartri slöngu .En þegar slangan fór að hreyfa sig of mikið, tók hún aðra úr körfu, er hún hafði í kjöltu sinni og skipti um. — Konungur hennar var ungur negri, tæplega tvitugur að aldri og hrafnsvartur á hör- und. Var hann allsnakinn, nema hvað hann hafði brugðið rauðu klæði um lendar sér. Auk þess hafði hann blátt band um mittið og lifandi slöngu um hálsinn. Gljáandi smábjöllur hengu í hári hans og hálsfesti úr krókódíla- tönnum náðl honum niður undir nafla. Um ökla hans voru bundn- ir renningar, sem einnig voru seUir bjöllum. Á altarinu stóð kassi með riml um í kring, en í honum lá Zom- bie, hin heilaga slanga, drottinn dulmagnanna. Hátíðargestir nálg- uðust nú altarið, hver af öðrum, sóru honum hollustu og báru fram fyrir hann bænir sínar um ást eða hefnd .Öðru hvoru ráðg- uðust þeír við Mamaloi, og stakk hún þá höndum niður í körfuna með slöngunum, til að öðlast kraft frá þeim. Loks- fékk hver maður verndargrip, er hún dró fram úr fellingum hinnar miklu, rauðu skikkju sinnar, en fleygði í staðinn silfurpeningi að fópn- argjöf á pallgólfið. Meðan athöfnin stóð yfir, öskr aði Mamaloí af öllum kröftum: — L'appé vini, lé grand Zom- bie! L'appé vini pou fé grigri! — Hvað er það sem hún segir? spurði Harry. — Að hinn mikli Zombie sé kominn til þess að gera fólki gjöminga. Læknírinn bar kennsl á suma þeirra, er báðust fyrir. Þar var Nú- nún, sem þjónaði Ulysse frænda, Cúcú hjá Roussels hjón- unum, fyrrverandi eldakona Joli- vets læknis, sem nú vann í eld- húsinu á Fagranesi, og Bibi, sem nýlega hafði ráðizt til frú Vigée . Og nú kom hún Cumba hjá de Rochers fólkinu, og lagði fórnar gjöf sína á gólfið fyrir framan hásætíð. Hún fleygði mörgum silf urpeningum fyrir fætur Mamloi, bað um áheyrn og meðtók Wanga úr fellingunum á skikkju Mama- lois. Gamla konan gerði einhver dularfuli teikn yfir hlutnum, hrækti á hann og þerraði hrák- ann á gólfið í þakkarskyni. Aug- ljóst var, að hún hlaut að hafa neitað sér um vín og tóbak í marg ar vikur, til þess að geta lagt svo ___________________________________I mikíð fyrir af launum sínum. Og þó mundi hann ekki betur en hann hefði séð hana reykja sitt ramma tóbak síðast í gær. Hún hlaut að hafa fengið peningana hjá Nanaine . . . hann gat ekki varpað þeirri hugsun frá sér. Loks voru engir eftir, er leituðu hylli Zombie, og bálin voru að brenna út. Klukkan var langt gengin í tvö, og máninn reis upp yfir mosavaxinn mýraflákac.í Tvær konur settu vatnsketil yfir eld þann, sem eftir var, og áhang endur guðdómsins fleygðu' hver sínu framlagi í hann: Voru par froskar, kettir, sniglar, ugluhöfuð, lifandi skjaldbökur. Trumbuslag- arnir héldu áfram trylltum gaura gangi sínum, en söngvarnir voru teknir að gerast einhæfari og óp- ín voru eins og vélrænt gól. Nú var karfa borin fyrir konunginn. Upp úr henni tók hann lifandi dúfur og hana og fór að rífa fuglana sundur, lið fyrir lið, en sleikti öðru hvoru blóðið af hönd um sér. Mamaloi rétti eldamanni körfu sína með slöngunum og fieygði hann þeim einnig í ketil- inn. Hrærði hann í öllu saman með sópskapti, en tók öðru hvoru slöngu upp úr, sem orðin var full- soðin. Þenna furðulega rétt hámuðu viðstaddir í sig til þess að öðlast dularfullan mátt, og drukku óhemju af rommi með. Læknin- um lá við velgju af viðbjóði. Hann sneri sér að Harry, tíl að sjá, hvemig honum liði, en hann starði þá yfir til skógarins fyrir handan. — Sáuð þér það? Það var að sjá sem hvít kona — í kápu og með andlitsblæju. — Það getur vel verið. Jafnvel einkar sennilegt, hugsaði hann æfur. — Hún hvarf ásamt svertingja stúlku . . . Dans og tónlist hófst að nýju. Söngur var allur hljóðnaður, en hér og þar heyrðust gífurleg gól frá dansfólkinu. Tunglið var nú komið á loft og varp skini sínu yfir það, sem fram fór. Trumbu- dynurinn jókst. Karlmenn sviptu af sér lendaklæðum sínum og margar kvennanna fóra að dæmi þeirra og rifu af sér fötin. — Nú er ég búinn að fá nóg! mælti Viktor. — Við skulum koma héðan. Það var farið að elda aftur, er hann náði heim og hafði komið hestinum í hús. Ómurinn frá bam- búlunní barst enn að eyrum hans úr fjarska, villimannleg öskur og tilbreytingarlaust stapp hrjúfra ilja á harðan svörð. Þegar hann gekk yfir grasflöt- inn, tók hann eftir því, að ljós var í glugga á álmu þeirri af hús inu í Fagraskógi, er svefnherbergi Kólettu var í. Hann hafði oft séð, að hún lét loga á lampa sínum fram yfir miðnætti, og furðað sig á því. En aldreí hafði hann vitað til þess svo síðla sem nú. Hún hlaut að vera veik, hugsaði hann og varð ekki um sel. Síðan tróð hann sér gegnum limgerðið og kallaði nafn hennar lágum rómi fyrir neðan gluggann. Hún kom út að handriðinu í síðum, hvítum náttkjól. — Kóletta, ertu veik? — Nei, það er Leon. Leon versn aði svo . . . Læknirinn rumdi við. — Það var ekki annað en vlð mátti bú- ast. Honum varð litið á safrangula kjólinn, sem hún hélt á handlegg sér. Hann var blautur og faldur- inn óhreinn. — Þú varst yndisleg í kvöld, mælti hann. — Ég vona, að kjóll- inn þinn hafi ekki eyðilagzt? Náð irðu ekki heim, áður en rigning- In skall á? — Fötin mín urðu blaut, þegar ég fór yfir götuna til að líta eftir Leon, svaraði hún og flýtti sér að bæta við: —Ég hef ekíri getað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.