Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.10.1964, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 22. október 1964 BORGÍRSTJÚ HUNZAR ðSKIR IDNADARINS Sextugur: B jör n A. Gunnlaugsson „Borgarstjóm ákveður, að borg- arstjóra skuli heimilað að skipta greiðslu lóðargjalda iðnaðarlóða þannig, að þau greiðist á lengri tíma en nú á sér stað“. Þessa tillögu flutti Hörður Helgason, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins á fundi borgarstjómar Reykjavíkur s.l. fimmtudag. í framsöguræðu sinni sagði hann, að ekki ætti að þurfa langt mál lun svo sjálfsagða til- lögu, enda hefði fyrir löngu átt að vera búið að ganga svo frá þess um málum, sem tillagan gerir ráð fyrir. Minnti Hörður á, að hann hefði flutt tíllögu svipaðs efnis fyrir ári, en hún hefði þá ekki1 fundið náð fyrir augum meirihlut j ans. Hins vegar hefði það nú gerzt, að iðnþing Islands, sem haldið var* á Akureyri fyrir skömmu hefði gert samþykktir í þá átt að leggja áherzlu á það, að gjöldunum væri skipt niður á nokkurt tímabil. Þessi samþykkt hefði verið gerð einróma, og á I þessu þingi hefði m.a. verið einn \ borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, sem stutt hefði þessa i samþykkt norður á Akureyri. j Kvaðst Hörður vona, að tilllaga sín fengi því aðrar undirtektir nú en 1962. Hörður sagðí, að engin rödd hefði heyrzt frá iðnaðarmönnum til mótmæla á þessum gjöldum, heldur kveinkuðu fyrirtækl sér undan því að verða að greiða þau áður en þau fengju lóðir af- hentar. Jafnvel löngu áður en nokkur möguleiki væri á að fá þær útmældar. Hörður benti og á, að það væri ekki mjög mikið átak fyrir borgina að koma til móts við þessa sanngjömu óskir iðnað- armanna, og það mundi stemma stigu við flótta iðnfyrirtækja úr borginni. Þróunin hefði verið sú I seinni tíð, að iðnfyrirfæki, sem jafnvel hefðu starfað í borginni í áratugi, flyttu starfsemi sína í nærlíggjandi byggðarlög, þar sem ríkti önnur hugsun um þessi mál en hjá meirihluta borgarstjórar í Reykjavík. Hörður kvaðst einnig vilja víta þann seinagang, sem ætti sér stað f úthlutun iðnaðarlóða, nefndi hann sem dæmi, að í ársbyrjun 1963 hefði átt að úthluta iðnaðar- lóðum fyrir innan Elliðaár. En þeir aðílar, sem þar hafa 'sótt um lóðir, hafa ekki enn fengið nein svör önnur en þau, að þessar lóð- ir færu að verða tilbúnar. Einnig hefði verið búið að dragast á, að iðnaðarlóðum yrði úthlutað vestur á Eiðisgranda, en ekki er enn búið að úthluta lóðum þar þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni. Þann- ig væri t.d. búið að netagerðar- iðnaðinum í borginni, að sum fyrirtækin hefðu orðið að leigja skemmur uppi í Mosfellssveit á annað ár á meðan þau biðu eftir því, að staðið væri við gefin heit um lóðir. Hörður sagði, að margt styddi það, að iðnfyrirtæki fengju að skipta greiðslum gatnagerðar- gjalda nokkur ár. Hefði það og stundum verið gert áður. T.d. hefðu lóðir verið afhentar í Örfir- isey og samið um greíðslu gjald- anna á 10 árum. Ýmis gjöld fyr- ir þjónustu borgarinnar væru og innheimt með þeim hætti, t.d. heimtaugagjöld hitaveitu á 5 ár- um. Væri því fyllsta ástæða til þess að athuga, hvort ekki væri rétt að hafa þennan hátt á um innheimtu gatnagerðargjalda af íðnaðarlóðum. Kvaðst Hörður bera fyllsta traust til borgar- stjóra og borgarráðs í þessum efn um og að þessir aðilar mundu sjá um, að ekki yrði gengið lengra í þessum tilslökunum en borgar- sjóður þyldi. Hér væri um miklu meira hagsmunamál fyrir iðnað- inn og ræða en borgina. Borgar- fulltrúar gætu og varla setið að- gerðarlausir hjá og horft á flótta atvinnufyrírtækja úr borginni, heldur ættu þeir að stuðla að efl- ingu þeirra og reyna að sjá svo um, að borgin dragist ekki aftur úr í iðnþróuninni. Birgir ísleifur Gunnarsson svar aði ræðu Harðar nokkuð og taldi öll tormerki á því að unnt væri að verða við þessum óskum íðn- aðarins. Síðan flutti hann langa frávísunartilllögu frá Sjálfstæðis- flokknum, þar sem farið er mörg- um orðum um vilja íhaldsins til þess að styðja iðnaðinn og týndar fram einhverjar tylliorsakir fyrir því, að ekki sé unnt að verfa við þessum óskum hans. Frávísunartillagan var samþ. með atkv. íhaldsins og kommún- ista. Björn Axel Gunnlaugsson, þóndi á Kolugili í Víðidal, varð sextug- ur 11. sept. s.l. Hann er fæddur á Kolugiii. og voru foreldrar hans hjónin Gunnlaugur bóndi Daníels- son og Ögn Grímsdóttir frá Geita- felli á Vatnsnesi. — Ögn hús- freyja lézt árið 1912 frá mörgum ungum börnum. Tveimur árum síðar réðist ung borgfirzk stúlka, Sigrún Jónsdóttir, til Gunnlaugs á Kolugili, og tók þar við húsmóður- störfum. Þau bjuggu þar í 20 ár, og eignuðust þrjú börn. Gunnlaug- ur lézt 28. apríl 1935, sextugur að aldri. Jörðinni Kolugili hefur verið skipt í tvö býli, og búa börn Gunnlaugs Daníelssonar á báðum jarðarhlutunum. Björn býr á öðr- um helmingnum. en á hinum hlut- anum býr Ingvar bróðir hans og hjónin Ragnai Guðmundsson og Framhald á 22. síðu. Sextugur: Jóhannes Guðmundss. Jóhannes Guðmundsson, bóndi í Helguhvammi við Miðfjörð, varð sextugur 30. sept. s.l. Hann fædd- ist í Huppahlíð. elztur af sex börnum hjónanna Guðmundar Guðmundssonar og Kristveigar Merki þar sem bruna- og sprengihættan er mest? Fyrirspurn Einars Ágústssonar á síðasta borgarstiórnarfundi Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur s.l. fimmtudag, lá fyrir eftirfarandi fyrir- spurn frá Einari Ágústssyni, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins: „17. október 1963 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavfkur svo- hljóðandi tillaga; Með því að Húsatryggingar, slökkvilið og brunavarnanefnd hafa með höndum stöðuga athug- un á eldhættu í borginni og unnið er að endurskoðun brunamála- samþykktar borgarinnar, felur borgarstjórn brunayarnanefnd að gefa nú sérstaka skýrslu um eld- hættu á ýmsum stöðum í lögsagn- ar umdæminu og gera tillögur um bættar eldvarnir, ef ástæður þykja til“. Nú er hér með spurt: Hyer hef- ur orðið árangur af samþykkt þe.ss- arar tillögu?" Björn Guðmundsson, borgarfull trúi Framsóknarfloksins flutti þessa tillögu fyrir ári. Hún var að vísu svolítið ákveðnari í orða- lagi á þá lund, að brunamálastjórn borgarinnar væri falið að gera á því ýtarlega athugun. hvar eld- hættan væri mest og hvar auk- inna eldvarna væri mest þörf. Full trúar Sjálfstæðisfloksins, sem vissu að hér var hreyft miklu nauðsynjamáli, þorðu ekki að hafa hinn venjulega hátt á, að vísa til- lögu mkmihlutans frá, heldur sam- þykktu hana með dálitlum orða- lagsbreytingum. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, svan-aði fyrirspurn Einars á þá lund, að brunavarnanefnd hefði falið sérstökum mönnum að gera frumdrög að skýrslunni og síðan lokið henni sjálf. Þessi skýrsla væri nú tilbúin hjá brunavama- nefnd, en vegna sérstakra ástæðna hefði hún ekki verið afgreidd frá henni. Þess . mundi þó væntanlega ekki langt að bíða, að skýrslan yrði ýtarlega rædd innan nefnd- arinnar og kæmi síðan fyrir borg- arráð og borgarstjóm. Einar Ágústsson þakkaði svör borgarstjóra og kvaðst fagna því, ef árangur hefði orðið af tillög- unni og nokkur skriður væri kom- inn á þessi mál, eins og borgar- stjóri hefði lýst, og hann kvaðst jeinig vona, að skýrsla þessi kæmi sem fyrst fyrir borgarráð. Einar rakti síðan þessi mál nokkuð og benti á, hve dæmin hefðu sannað loft, að eldhætta og sprengihætta ! væri víða og meiri en stundum ! yrði við ráðið Með því að gera sér glögga grein fyrir því, hvar ihættan er mest hverju sinni og fylgjast sífellt með þeim breyt- ingum, sem á þessu verða í hrað- vaxandi borg, mætti minnka hætt- una að mun. ísaga-braninn í fyrra væri lexía, sem menn yrðu að reyna að læra af, og í sumar' hefðu enn orðið stórbrunar, sem minntu á hættuna og nauðsyn vakandi aðgæzlu. Einar kvaðst vilja taka það fram, að með til- jlögu þessari eða eftirrekstri máls- ins væri ekki verið að deila á einn ! eða neinn starfsmann eða emb- jættismann borgarinnar eða efazt ! um að þeir gegndu ekki skyldum isínum, heldur vekja athygli á al- 1 mennu og sífelldu vandamáli í jborg, sem byggðist eins ört og j Reýkjavík. Ef til vill væri tíma- j bært að athuga það, hvort ekki j væri rétt að dreifa brunavömun- j um meira um borgina. Borgarstjóri sagði, að frumvarp að brunavarnasamþykkt fyrir borg- ina væri nú í smíðum og mundi væntanlega lagt fram í borgar- stjórn um áramótin. Hann kvað það og athugandi að merktir væra sérstaklega þeir staðir í borginni, þar sem ætla mætti að um sér- staka sprengihættu væri að ræða. Sigvaldadóttur, er lengst bjuggu í Litlu-Tungu í Miðfirði. Guðmund- ur var Miðfirðingur, en Kristveig kona hans var frá Heydal í Bæjar- hreppi í Strandasýslu. Fimm af börnum þeirra komust til full- orðinsára. Jóhannes ólst upp hjá foreldr- um sínum í Litlu-Tungu og var hjá þeim fram til tvítugsaldurs. Þá varð hann vinnumaður á prestssetrinu á Melstað, hjá séra Jóhanni Briem og frú hans, og var hjá þeim í tvö ár. Vorið 1928 kvæntist Jóhannes, Þorbjörgu Baldvinsdóttur í Helgu- hvammi. Þau hófu þá strax búskap þar, og hafa búið þar síðan. Synir þeirra era þrír, Valdimar, Guð- mundur og Eggert, og era tveir þeir fyrstnefndu heima í Helgu- hvammi. Einnig tóku þau Helgu- piltaR; --=^2' EF ÞlÐ EICIP UNNU5T0NA /f/ PÁ Á ÉG HRINOANA ' //// hvammshjón unga stúlku í fóstur, Halldóra Kristinsdóttur, og ólu hana upp. Hún er nú húsfreyja á Ánastöðum á Vatnsnesi. Búskapur þeirra hjóna Jóhann- esar og Þorbjargar hefur verið rekinn með fyrirhyggju og dugn- aði, og hefur þeim vel farnazt. Miklar umbætur hafa verið eerðar á jörðinni. Túnið stækkað mjög, svo að töðufengurinn hefur marg- faldazt. Búpeningur vel með far- inn og hefur skilað góðum arði. Heimilishald og búrekstur með snyrtibrag. Jóhannes í Helguhvammi er nú oddviti hreppsnefndar í sveii sinni Kirkjuhvammshreppi. Sk.G. )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.