Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 5. febrúar 1965 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Nýlega var leitað um allar álfur eftir stúlku, sem gæti leyst June Wilkinson, sem sést hér á myndirani, af í bandaríska söng- leiknum „Pyjama Tops“. Og sú leit var nokkuð erfið, vegna vaxatarlags unfrú Wilkinson, em mál hcnnar eru 43-20-36. En loks tókst að finna brezka fegurðardís, sem féll nokkurn veginn |j inn í hlutverkið, með málin 42-18-35. Og nú er nýja leikkonan, Sarbina, komin til Virginíu og leikur þar í náttfatasöngleiknum. * * Benito Bianco og vinkona hans Maria Goffre, bæði frá Mílanó, fengu nýlega sína fyrstu góðu máltíð eftir að hafa lifað á rótum og villtum ber- um í Monte Albano-fjöllunum síðan í október í fyrra. Benito og Maria flúðu til fjalla til þess „að flýja hinn viðbjóðs- lega hraða nútímans" eins og þau sögu við brottförina. Það var lögreglan, sem sótti þau og fór með þau til Mílanó, eftir að nokkrir bændur höfðu tilkynnt yfirvöldunum um þeirra vægast sagt hörmulega ástand. Og nú verða þau að venja sig að nýju við hinn „við- bjóðslega hraða nútímans“. Nú verða allir bandarískir háskólar, sem vilja halda virð ingu sinni, að fá þekktan rit- höfund eða ljóðskáld í kennara hópinn. Þessa stundina eru þeir jafn eftirsóttir og fótboltasér fræðingar, og það segir ekki svo lítið, þegar um bandaríska háskóla er að ræða. Margir háskólar bjóða ung um rithöfundum mjög góð laun og fallegar „villur“, ef þeir vilja gerast prófessorar í bók- menntum við þessa háskóla. Og um leið og ungt skáld fær góða dóma fyrir bók sína, fara há- skólarnir af stað með tékkheft ið. ★ Hinn vellríki iðjuhöldur Morris Uchitel i New York hringdi fyrir nokkru í hótel eitt í Miami til þess að tryggja sér og konu sinni miða á frum sýningu Frank Sinatra þar. En, því miður, voru allir miðar uppseldir. Uchitel hringdi þá í forstjóra hótelsins og sagði honum, að konan sín myndi fá taugaáfall ef hún kæmist ekki á sýninguna — hann yrði að fá miða. Forstjórinn hugsaði mál ið, og sagði svo, að aðeins væri um einn möguleika að ræða — Uohitel yrði að kaupa upp einn eiganda hótelsins og fá borð hans. Og þetta gerði Uchitel, og það kostaði hann um 60 millj ónir íslenzkra króna að fá mið ana og um leið koma í veg fyr ir, að konan sín fengi taugaá- fall. Það myndu ekki allir gera slíkt fyrir eiginkonur sínar. Jacqueline Kennedy var ný- lega viðstödd sýningu í Man- hattan, sem haldin var til minningar um Jawharlal Nehru, hinn látna leiðtoga Indverja, og var mágur hennar, Robert Kennedy, í fylgd með henni. Á sýningunni voru m. a. ljósmyndir og handrit, sem á einn eða annan hátt eru tengd lífi Nehrus. Hér á myndinni sést Jackie ásamt Shobha Nehru, eigin- konu indverska ambassadors- ins í Bandaríkjunum. Meðal annarra gesta var Indira Gandhi, dóttir Nehrus, og Hubert H. Humphrey, varafor seti, sem hélt ræðu þar og sagði, að Nehru væri „George Washington lands síns“. * . Lord Snowdon, sem er frekar lítill vexti, gerir hvað hann getur til þess aS hafa „línurnar“ í lagi. Hið nýjasta, sem hann hefur tekið upp á í því skyni að koma í veg fyrir, að breikka of mikið á þver- veginn, eru lyftingar. Hann fékk hugmyndina, þeg- ar hann tók nýlega nokkrar myndir af Louis Martin í Derby, en sá náungi vann silfrið í lyftingum á síðustu Olympíu- leikum. ★ Evy Nordlund, sem kjörin var ungfrú Danmörk fyrir nokkrum árum síðan mun bráð lega leika í kvikmyndum á ný. Eiginmaður hennar, James Darren hefur stofnað sitt eigið framleiðslufyrirtæki, og fær Evy aðalhlutverkið í fyrstu kvikmyndinni. Myndin hér að ofan er tekin fyrir utan Welbeck Street Nursirag Home, þar sem Brítt Eklund fæddi dóttur fyrir nokkrum dögum. 4 myndinni sést, auk Britt barnfóstran, Mary, dóttir Peter Sellers, Sanah, sem er 6 ára, Peter Sellers sjálfur og aftast Theo Cowan. Á VÍÐAVANGI Sjónvarpsblekkingar Sjónvarp á íslandi var til nm ræðu í íslenzkum blöðnm í gær með tvcnnum athyglisverð um hætti. í Alþýðublaðinu birt ist forystugrein sem hét „Sjón varp doktorsins" og er höf- undur liennar vafalaust Ben- edikt Gröndal, formaður ís- lenzku sjónvarpsnefndarinnar. Þar segir m. a.: „Sannleikurinn í málinu er sá, að það var utanríkisráð- lierra Framsóknarflokksins, dr. Kristinn Guðmrandsson, sem leyfði Ameríkumönnum að setja upp sjónvarp á Kefla- vfkurvelli . . . En þetta er samt sem áður meginatriði málsins". Hér er reynt að bera fram blekkingar í sjónvarpsmálinu með óvenjulega illvígum hætti. Það hefur aldrei verið reynt að draga dul á það, hvorki í Tím- anum né annars staðar, að það var dr. Kristinn Guðmunds- son utanríkisráðherra, sem veitti leyfi til lokaðs sjón- varps, sem herstöðin ræki fyr ir sjálfa sig og byggði þannig um, að hún yrði aðeiiw notuð á flugvallarsvæðinu. Sá um búnaður var algert skilyrði, enda framfylgt, og þessi ráð- stöfun sætti ekki gagnrýni meðan svo var. Þannig var hið lokaða sjónvarp á vellinum starfrækt í nokkur ár. Að- eins mjög fá sjónvarpstæki voru keypt utan hans, enda sást sjónvarpið ekki teljandi út fyr ir völlinn. Þannig var hægt að hafa þetta áfram ,og þannig hefði hermannasjónvarpið haldið áfram að vera skað- Iaust eða skaðlítið fyrir ís- lenzku þjóðina og síðan hefði íslenzkt sjónvarp komið og þró azt við eðlileg skilyrði á sín- um tíma. En ríkisstjórnin, sem nú sit- ur, og utanríkisráðherra henn ar, vildi hafa annan liátt á. Þess ir menn vildu um fram allt steypa hinu bandaríska her- mannasjónvarpi yfir þjóðina eins og flóðbylgju. Hún opn- aði sjónvarpið, og það er sú gerð sem öllu máli skiptir í þessu efni. Það er ósvífnar blekkingar, þegar því er hald- ið fram ,að leyfi til hins lok- aða sjónvarps sé orsök til ó- faranna. Sú skipan mála hafði einmitt sýnt það með nokkurra ára reynslu, að hún var hald- kvæm og sneið þessum málum eðlilegan stakk, sem sé þann, að hermennimir fengju að hafa sitt sjónvarp, án þess að það skaðaði fslendinga. Það er opnun stöðvarinnar, sem er meginatriði málsins eins og komið hefur fram í allri gagn rýni um þessi mál. Sjónvarp fyrir handrit Hin greinin, þar sem rætt er um sjónvarpsmál íslendinga, hefur á sér háðgrátlegan blæ. A forsíðu Mbl. birtist frétt frá Danmörku undir fyrirsögninni „Gefum sjónvarp fyrir hand- ritin“. Fréttin hljóðar svo: „Einn andstæðinga afhend ingar handritanna, dr. theol. Börge Diderichsen, háskólarekt or og þingmaður vinstri flokks ins hefur í kjallaragrein i blað inu Sjálandstíðindi komið þeirri tillögu á framfæri, að Danir gefi fslendingum sjón varpskerfi í stað handritanna. Diderichsen, sem er meðlim- ur handritanefndar þingsins, telur að á þennan hátt sé hægt að leysa hið umdeilda ► ramhald á 11 síðn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.