Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 10
10 TSMINN FOSTUDAGUR 5. febrúar 19G5 Hann lézt á sjúkrahúsi í Húsa- -2<v &. júni síðastl., tæpra S3 ára að aldri, fæddur 29. ág. 1876. Með Johannesi er í val fallinn sérstakur persónuleiki og fyrir margra hluta sakir eftirminnilegur maður, slík var skapgerð hans ö)l og ævisaga. Foreldrar Jóhannesar Þórarins sonar voru Þórarinn Jóhannesson Jónssonar frá Lóni í Kelduhverfi og kona hans Anna RÖPnvaldsdótt | ir frá Helgastöðum í Reykjadal, vinnuhjú að. Skógum í Axarfirði, er Jóhannes fæddist eiztur sjö systkina. Þórarinn og Anna hófu búskap að Vestara-Landi í ' Axarfirði skömmu eftir fæð- ingu Jóhannesar. Eftir skamma dvöl á Vestara-Landi fluttu þau austur í Vopnafjörð, þaðan að Saurbæ á Langa- nesströnd. Á þessum stöðum báð um varð einnig stutt í búskap þeirra. Lá nú leiðin aftur til heimabyggðar. Nú fengu þau góða jörð til ábúðar, Ás í Kelduhverfi. Enn varð skammt til breytinga, því snemma' árs 1890 lézt Þórar inn- Var Jóhannes þá 13 ára. Fimm systkini voru yngri, en eina stúlku höfðu þau áður misst, Anna og Þórarinn. Ekki var unnt fyrir fátæka ekkju með sex ung börn að halda áfram búskap fyrirvinnu laus. Varð Anna Rögnvaldsdóttir nú að sæta því venjulega úrræði þeirra tíma að tvístra börnunum og fara sjálf í vinnumennsku. Með hjálp vinveittra komst hún þó hjá þvií að þigigja sveitarstyrk. Tvo drengi átti hún yngsta barna. Með þá fór hún í Ærlækjarsel. Þangað réðist Jóhannes einnig. Elzta syst irin, Sigurveig, var tekin í fóstur í Skógum, næsta bæ við Ærlækj arsel. Gunnþóra var fóstruð upp á Víkingavatni, en Kristrún, er síðar varð húsfreyja í Skógum fór austur í Saurbæ á Langanes- strönd, þangað sem fjölskyldan hafði áður verið. En stutt varð leið til enn þyngri áfalla fyrir fjölskyldu þessa. Ári síðar eða tveim, en faðirinn lézt, geisaði mannskæð taugaveiki í Axarfirði. Meðal þeirra, er þá féllu í valinn, voru þrjú börn Önnu Rögnvalds dóttur, Sigurveig og yngstu dreng irnir báðir. Þrjú börn, sem eftir lifðu náðu fullorðinsaldri. Gunn- þóra giftist Óla G. Árnasyni á Bakka í Kelduhverfi, en Kristrún Jóni Björnssyni í Skógum, en þau hjón dóu með fárra dægra milli- bili í blóma lífsins. Miæðginin Anna og Jóhannes áttu svo heimili í Ærlækjarseli eða Skógum næstu áratugi. Þar voru þau með góðu fólki, þar á meðal ættingjum Þórarins heitins. Má hiklaust fullyrða að um'hverfið hafi borið nokkur smyrsl í hin blæðandi sár. Ebki er að efa að þungbær lífsreynsla þessara æsku ára hefur haft djúpstæð áhrif á hinn greinda en tilfinningaríka ungling. Og vera má að hann hafi verið nærri því að bugast. Hitt er þó hverjum ljóst, er hon um kynntist, að þá eins og jafnan síðar hefur hetjulundin borið sig- ur af hólmi. Snemma bar á áhuga hjá Jó- hannesi í félags- og framfaramál um. f þeim efnum stóð hann ætíð framarlega í hópi samtíðarmanna. Á mótunarskeiði hans fæddist Kaupfélag Norður-Þingeyinga og reis á legg. Síðar kom svo vakn ing uhgmennafélagsskaparins. Hvort tveggja varð þetta honum til varanlegra áhrifa. Jóhannes var söngmaður góður. Lagði hann stund á orgelleik og dvaldi í ssaxa vetrarpart að^ Sauðanesi 1 tíð séra Amljóts Ólafssonar við nám í orgelleik. Gerðist hann þar á eftir organisti í Skinnastaða- kirkju. Haust eitt um aldamótin lögðu tveir ungir menn, Jóhannes Þór arinsson úr Axarfirði og Tryggvi Níelsson úr Kelduhverfi í nýstár legt ferðalag, fótgangandi vestur MINNING Jónannes Þórarínsson frá Oaröi í Barðastrandasýslu. Þriðji ungi maðurinn austan af Langanesi slóst í för þeirra, var það Guð- mundur Vil'hjálmsson frá Ytri- Brekkum, síðar kaupfélagsstjóri á Þórshöfn og stórbóndi á Syðra- Lóni. Ólafsdalsskóli var um þess ar mundir nýlega tekinn til starfa, þangað var förinni heitið. í Ólafs dal dvöldu þessir ungu menn tvo vetur og eilt sumar. Án efa hafa þeir stundað vel sitt nám, enda vel fyrir kallaðir hvað þroska snerti og uppeldi. Þessi dvöl þeirra félaganna á búnaðarskólan um hafði mikla þýðingu fyrir þá en þó ekki síður fyrir heima- byggð þeirra. Heimkomnir gerð- ust þeir hver í sinni sveit boð- berar þeirrar va'kningar sem Torfi Bjarnason stofnaði til á íslandi á sínum tíma. Þeir létu ekki sitja við orðin tóm heldur lögðu sjálf ir hönd á plóginn og gerðust jarða bótamenn hjá bændum. Jóhannes vann að þeim störfum af miklum dugnaði og áhuga um árabil. Snemma gætti ráðdeildar í fari Jóhannesar. Hann fór fljótt að eiga kindur, fjölgaði þeim jafnt og þétt og eignaðist fallegt bú og_ arðsamt. Árið 1911 kvæntist Jóhannes eft irlifandi konu sinni, Sigríði Stef ánsdóttur Erlendssonar frá Grá síðu í Kelduhverfi hinni glæsileg ustu konu. Bjuggu þau að Ærlækj arseli til vors 1918, en fluttu þá að Bakka í Kelduhverfi og bjuggu þar í sex ár. í mótbýli á Bakka voru eigendur jarðarinnar Gunn þóra systir Jóhannesar og Óli maður hennar. Vorið 1924 var Garður I í Kelduhverfi falur til kaups og ábúðar. Jóhannes mun lengi hafa haft hug á því að eign- ast jörð til ábúðar, en jarðir lágu j ekki á lausu á þeim árum. Nú greip hann tækifærið, keypti (þessa jörð og bjó þar í rúman ald- arfjórðung. Þegar þau Sigríður og Jóhann es komu að Garði töldust þau all- vel efnum búin á mælikvarða 1 þeirra tíma, enda var brátt i gengið til athafna. í Garði I var allstórt tún og miklar engjar, sem Jóhannes nýtti til fullnustu, en honum nægði það ekki. Brátt hóf hann túnrækt í úthaga. Hélt hann uppi ræktunarframkvæmd- um alla sína búskapartíð. Öll hús á jörðinni endurbyggði hann á skömmum tíma og lagði girð- ingar um tún og haga. A rúim- um tug ára eftir 1926 voru byggð vönduð, steinsteypt íbúð- arhús á flestum jörðum í Keldu- hverfi. Jóhannes í Garði og ann- ar bóndi til, riðu þar á vaðið. Jóhannes var maður félagsskapar og framfara. Hann var áræðinn en þó hygginn vel. Um alllangt skeið var hann formaður Búnað- arfélags Kelduhverfinga, einnig í sveitarstjórn og oddviti um ára- bil- Kalla má að heimili þeirra Sigríðar og Jóhannesar í Garði væri einskonar „opið hús“. Þar var öllum veitt er að garði bar og greitt fyrir hverjum, sem þess þurfti með. Heilshugar voru þau Ihjón hlynnt hverskonar félags- starfsemi er til menningar horfði í sveitinni og einnig góðir þátttak endur. Garður er kirkjustaður. Á heimili þeirra var ætíð samsæti fyrir kirkjugesti að hverri kirkju athöfn lokinni. Á síðustu búskaparárum Jó- hannesar í Garði sótti á hann sjóndepra, sem ekki tókst að fá bætta, heldur ágerðist bún með ári hverju. Dró þessi fötlun til þess að hann varð að hætta bú- skap, en setið var með^n sætt var. Vorið 1950 seldu þau Garðs hjón jörð og bú og fluttu til Húsavíkur, hvar þau áttu heimili síðan. Hér hafa nú í suttu máli verið rakin helztu æviatriði Jóhannes- ar frá Garði og lauslega drepið á skapgerð hans og viðhorf. Skal nú leitazt við að glöggva nánar þá mynd með því að drepa á sér stæða þætti í fari hans. Er þá fyrst að geta baráttugleði hans og óvílsemi. Ég minntist þess ekki að heyra hann nokkru sinni kvarta á hverju sem gekk. Hon um var tamast að ræða jákvæðar hliðar hvers máls, og viðurkenndi með tregðu mótlæti. Öllu slíku mætti hann í orði og verki með því að herða sókn og leita nýrra úrræða. Jóhannes var næmur á það sem broslegt var og brá fyrir sig smákímni, ef honum þótti við eiga. Hann spáði í lengstu lög góðu, hvernig sem útlit var, en var þó manna bezt á verði ef spáin ekki rættist. Örð ugleika viðurkenndi hann aldrei ótilneyddur. Úr fötlun sinni gerði hann lítið og miklu minna en efni stóðu til. En fleira, en það sem hér er talið, sýndi ótvíræðan hetjuhug þessa manns. Óhikað get ég fullyrt það, að ég hef engan mann þekkt sjálfstæðari í skoðunum en Jóhannes Þórarinsson, né hik lausari að bera þær fram. Hann var vel máli farinn, hreinn og beinn, hver sem í hlut átti, og þoldi ekki hálfvelgju. Á hvers konar þjóðmálum hafði hann mikinn áhuga. Hann var ein- dreginn Framsóknarmaður allt frá stofnun þess flokks og djarf ur merkisberi. Hins vegar lét hann ekki kyrrt liggja, ef hon- um sýndist eitthvað mætti bet- ur fara í stefnu og starfi flokks- ins. Jóhannes Þórarinsson hafði litla kunnáttu í því sem kallað er að aka seglum eftir vindi. Hann kaus heldur að lenda í minni- hluta en að slá af því, sem hann taldi rétt vera. Hann var hrein- skiptinn og réttsýnn í viðskiptum og ekki sýtingssamur, enda hjúa sæll meðan hann bjó og vinsæll í héraði. Hann átti löngum skoð anaandstæðinga en aldrei óvini, því hann var enginn undirmála- maður. Jóhannes var gleðimaður og átti auðvelt með að blanda geði við hvern sem var. Viðræður og kappræður voru honum bæði nautn og iþrótt, og ekki skorti hann viðmælendur. Og þó hann væri stundum á öndverðum meiði við skoðanir fjöldans, má hik- laust fullyrða að hreinskilni hans bjartsýni og kjarkur höfðu já- kvæð áhrif á umhverfið. Þeim Sigríði og Jóhannesi varð ekki barna auðið en þau tó'ku þrjú fósturbörn. Þegar Skóga- lijón, Kristrún systir Jóhannesar og Jón maður hennar, létust snemma árs 1917 frá þrem ung- um börnum fengu þau Sigríður og Jóhannes kornunga stúlku til fóst urs, Gunnþórunni Jónsdóttur. Sú hamingja varð þó skammvinn. Þessi gullfallega litla stúlka lifði aðeins nokkur ár. Eftir að þau komu í Garð eignuðust þau tvö fósturbörn. Hið fyrra Stefán Garð ar mikið efnisbarn, varð einnig skammlífur. Foreldrar hans voru Helga Karlsdóttir frændkona Sig ríðar og mótbýliskona í Garði og maður hennar Parmes Sigur- jónsson, Síðasta barnið gafst þeim 1930 nýfædd stúlka Þórhildur Björg að nafni dóttir Kristjáns Eggerts sonar frá Grímsey og konu hans Guðrúnar Jóihannesdóttur frá Krossdal. Þessarar dóttur fengu þau að njóta. Hún flutti mikla hamingju í heimili þeirra. Hafa Þórhildur og maður henn- ar Jóhann Jónsson kaupfélags- stjóri og dóttirin Margrét lengst af haft sameiginlegt heimili með eldri hjónunum, sannkallað sól- skinsheimili. Að vera vel giftur var þó kórónan á hamingju Jó- hannesar. Hlutverk eiginkon- unnar var á stundum ekki vanda laust en ætíð af hendi leyst svo sem bezt mátti. Við fráfall Jóhannesar er margs að minnast öllum þeim, er kynntust honum. Sá, sem þetta ritar bjó í nágrenni við þau hjón í Garði alla þeirra tíð þar. Þau kynni, sem þá tókust héld- ust jafnfersk til loka og munu ekki gleymast mér eða mínum. Hann var þeirrar gerðar, að ekki er auðvelt að gleyma. Björn Haraldsson. Jöhannes Þórarinsson var orð- inn 74 ára, þegar hann fluttist til Húsavíkur og settist þar að 1950, og hafði þá að mjög miklu leyti tapað sjóninni. Hins vegar var hann svo mikil hetja að skap- gerð, að hann fór allra ferða sinna lengi þar á eftir, þrátt fyrir sjóndepruna, og gekk að ýmsum verkum, einkum þó heyskap og skepnuhirð ingu. Áhuginn og áræðið virtist nærri því takmarkalaust. Að horfa á hann á ferð og við verik — hinn nálega blinda og líkam lega lasburða mann — var fyrir alla, sem til þekktu, eins og orð laus en skörp áminning um að duga líka á sínu sviði. Jóhannes var hagsýnn maður, sem kunni vel að komast af efna lega. Eigi að síður var hann maður veitull, og hélt hann og hin ágæta kona hans, Sigríður Stefánsdóttir, sama hætti eftir að til Húsavíkur kom og þau höfðu haft í sveitinni að fagna vel gest um. Var tíðum gestkvæmt hjá þeim, veitingar ríkulegar og gnótt umræðuefna, því þar var vel fýlgzt með dagskrármálum. Jóhannes var hugsjónamaður, sem bar lands- og þjóðarhag fyr- ir brjósti af fölskvalausum áhuga til hinztu stundar. Eldar áhuga hans loguðu meðan hjart að sló. Þar var ekki hálfvelgju- maður á ferð. — Útvarpið gerði Jóhannesi kleift að vera með á nótum líðandi stundar. Það notaði hann sér vel. Auk þess las hinn nærgætni og skilningsríki förunautur, kon an hans, mikið fyrir hann. Þeirra sambúð var fögur og til fyrirmynd ar. Slík sambúð bregður Ijóma á ellidaga Pósturdóttir hans, Þórhild ur og Margrét dóttir hennar, lásu einnig fyrir hann og báru til hans birtu með ýmsu móti. Jóhannes mætti jafnan á al- mennum mannfundum í Húsavík, þar sem rœdd voru bæjar- eða þjóðfélagsmál og hikaði ekki við, þó að líkamlega veikburða væri Framhald á 11. síðu. Stálskólahúsgögn BÆNASKRA til „Konungsverzl- unarinnar" Innkaupastofnunar Reykjavíkur, trá Stálhúsgagna- framleiðendum. Reykjavík 18. janúar 1965. Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar. Vegna útboðslýsingar um Stál- Skólahúsgögn, teljum við undir- ritaðir Stálhúsgagnaframleiðend- ur nauðsynlegt að taka fram eftir- farandi atriði: Það eru eindregin tilmæli okk ar, að þér látið gjöra uppdratt — teikningar af húsgögnunum þannig, að tilboð séu gjörð sam- kv. uppdrætti Þetta mun vera orðin svo föst venja um öll útboð i verk, að annað heyrir til undan- tekninga, og sjáum við ekki á- stæðu til þess í þessu tilfelli, nema þá hið gagnstæða, í öðru lagi eru það eindregin tilmæli okkar, að þeir, sem gefinn er kostur á að bjóða í smíði þessara stálhúsgagna, séu ein- ungis þau fyrirtæki, sem hafa gjört þessa iðn að sérgrein sinni og eru starfandi í Reykjavík og nágrenni. Þessi eindregnu tilmæli okkar teljum við að þurfi ekki á þessu stigi málsins frekari rökstuðning, þar sem í báðum tilfellum er ósk- að eftir, að venjum sé fylgt um j útboð á iðnaðarvinnu. Væntum að þér framlengið þann frest, sem settur er í út- j boðinu, þar til teikningar liggja fyrir hendi og hafa borizt okkur í hendur, og þá verði áætlaður hæfilegur tími til boðsgjörðar. Væntum Svars yðar við allra fyrsta tækifæri. Virðingarfyllst, SINDRASMIÐJAN H.F. Ásg. Einarsson, sign. STÁLIÐJAN Helgi Halldórsson, Agn. SÓLÓ-HÚSGÖGN H.F. Attli Ö. Jensen, dgn. STÁL-HÚSGÖGN G. Jónsson, sign. STÁLHÚSGAGNAGERÐ Steinars lóhannssonar. Stcinar Jóhannsson. ugn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.