Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 11
FOSTUDAGUR 5. febrúar 1965 TÍMINN 11 NY VINNUSTOFA FYRIR ORYRKJA Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík, er nú að hefja rekst- ur vinnustofu fyrir öryrkja að FLUGSÝN ÚTSKRIFAR 32 í janúar s. 1. luku 32 flug- nemar prófum hjá Loftferðaeft- irliti ríkisins. Af þessum hóp voru 15 atvinnuflugnemar að ljúka prófum fyrir blindflugsrétt- indi, og 17 flugnemar luku bók- legum prófum fyrir einkaflug- manns-réttindi (A-próf). Hæstu einkunnir í blindflugi hlutu Ingi Olsen, Lynghaga 2, og Þór Sigurbjörnsson, Efsta- sundi 69, 92%. í prófum fyrir einkaflugmenn hlaut Sigurður E. Guðnason, SuðurlandSbraut 64, hæstu einkunn, eða 94%. Námskeið stendur nú yfir fyr- ir flugnema, sem eru að öðlast réttindi á 2ja hreyfla flugvélar, og verða próf í því hjá Loft- ferðaeftirliti ríkisins um miðjan febrúar. Skóli fyrir atvinnuflugnema 1965, (B-próf), hefst föstudaginn 5. febrúar. (fréttatilkynning frá bóklega- skóla Flugsýnar í febrúar.) Marargötu 2, undir nafninu „Vinnustofa Sjálfsbjargar, Reykjavík.“ Haustið 1962 keypti félagið hluta af húseigninni Marargötu 2 í Reykjavík. Gerðar hafa verið ýmsar lagfæringar á húsnæðinu m. a. inngangur lagður þannig, að slétt er inn frá götu. Félag- ið hefur notað húsnæðið fyrir starfsemi sína, þar til í haust. Stjórn Vinnustofunnar hefur unnið að undirbúningi að rekstri Vinnustofunnar í eitt ár, í sam- vinnu og með aðstoð forstöðu- manns hennar, Hreiðars G Vi.- borg, klæðsk.m. Eftir ýmsar at- huganir var ákveðið að hefja framleiðslu á herranærfötum, en sú framleiðsla hefur þá kosti að vera létt og einföld. Vélar voru valdar og keyptar sérstaklega fyrir þessa framleiðslu. Áætlað er, að allt að 20 manns geti unnið á Vinnustofunni, þegar vélar og húsnæði er fullnýtt. Stofnkostnaður Vinnustofunn- ar er nú orðinn um kr. 1300 þús. og hefur félagssjóður lagt fram kr. 235 þús. en stærsta framlag- ið er frá Styrktarsjóð fatlaðra, kr. 700 þús. Hlutverk Vinnustofunnar er að veita fötluðu fólki og öðrum ör- yrkjum létta vinnu, sem það get- ur leyst af hendi. Margir ör- yrkjar geta ekki unnið venjulega vinnu, en fái þeir störf sem henta þeim, skila þeir í flestum tilfellum fullum afköstum. Einn- ig eru margir, sem eftir lang- varandi veikindi geta ekki farið strax á hinn almenna vinnumark- að. Það er hlutverk Vinnustof- unnar að leysa vanda þessa fólks. Framleiðsla Vinnustofunnar kem ur fljótlega á markaðinn og verð- ur fengin heildverzlun, til að sjá um sölu og dreifingu. Þetta er fjórða vinnustofan sem Sjálfsbjargarfélögin stofna. Páskaferð SUNNU BÁTUR BRENNUR — Framhald af 1. siðu. lofaði að koma okkar til hjálp- ar, og það kom örskömmu síð- ar. Gúmbáturinn okkar reynd- ist ekki í fullkomnu lagi, því hann blés sig ekki upp nema öðru megin, en það er eftir að rannsaka, hvað olli því. Okkur gekk vel að komast í bátinn, það var SV-kaldi og smákvika. Við komum um borð í Staf- nesið um áttaleytið í morgun og lágum fyrst við Ingólf, en urðum síðan að fara frá hon- um, svo að Stafnesið missti ekki af línunni. Við fórum svo aftur fram hjá Ingólfi, þegar við vorum að draga línuna, og þá logaði stafna í milli. Klukk- an hefur þá verið nálægt hálf- tíu, og þá var varðskipið ekki komið á staðinn. Hverjir áttu bátinn? — Við áttum hann nokkrir hér í Sandgerði, keyptum hann fyrir fimm árum. Hann var 33 tonn, smíðaður árið 1918 Hverjir voru voru með þér á bátnum? Friðrik Sigurðsson vélstjóri og Guðni Sigurðsson, háseti. báðir úr Sandgerði. Varðskipið Óðinn kom að Ing ólfi um hálfallefuleytið í morg- un. Þá var allt brunnið ofan- þilja, eins og meðfylgjandi mynd sýnir, og þótt varðskips- •menn reyndu að slökkva eld- inn, tókst það ekki. Varðskips- menn gátu ekki farið um borð vegna eldsins og reyndu að slökkva frá varðskipinu. Óðinn fór af staðnum um hálfeitt- leytið, en þá var María Júlía komin á staðinn. Fylgdist hún með bátnum og reyndi að slökkva eldinn. en allt kom fyr- ’ ir ekki, og stundarfjórðungi yfir þrjú í dag, sökk .Ingólfur, 24 sjómílur vestur af Garð- skaga. Ferðaskrifstofan SUNNA efn- ir til páskaferðar til Mallorka, Kanaríeyja og London. Er þetta níunda árið í röð, sem sömu að- ilar efna til slíkrar ferðar. Hef- ur aldrei fallið niður ferð og þær jafnan verið fullskipaðar. Er það margt sama fókið, sem fer oft í páskaferð með SUNNU, stundum með nokkurra ára milli- bili. Nú er ferðin fjórtán dagar erlendis auk ferða milli íslands og útlanda. Vegna páskahelgi, helgar og sumardagsins fyrsta fara ekki nema sex almennir vinnudagar í þessa löngu ferð. Að þessu sinni verður flogið fyrst til Mallorka á miðvikudags- kvöld fyrir skírdag 14. apríl. Dval ið þar á lúxushótelinu Bahia Palace í fimm daga. Flogið það an til Kanarieyja og dvalið á öðru luxushóteli þar Tenerife Playa í Puerta de la Cruz, sem er ferðamannaborg við sjóinn á Tenerife, sem er stærst og feg- urst Kanarieyja og almennt tal- in veðursælust enda hálfgert hita beltisloftslag,^ þó aldrei heitara en 30 stig. Á Kanarieyjum verð- mmm Framhald af 10. síðu. orðinn, að lýsa sinni skoðun af- dráttarlaust, þótt hún stundum bryti í bág við skoðanir fundar- boðenda. Svo heilsteyptur var hann og hraustur að skapgerð. Það er mikil eftirsjá að þess um þjóðholla, djarfhuga og fram farasinnaða öldungi, sem trúði með æskufjöri í sál, á land sitt og samtakamátt þjóðarinnar. Nú hefir vinur Jóhannesar Þór arinssonar og nágranni meðan hann bjó í Kelduhverfi, Björn Haraldsson, ritað prýðilega minn- ingargrein um hann. Tel ég við- eigandi og skylt að láta um leið og sú grein er birt koma fram frá okkur Húsvíkingum, sem vor- um félagar Jóhannesar 14 síðustu æviár hans, virðingu okkar fyrir minningu hans og þakkir til hans. Er það erindi þessara fáu orða minna. Karl Kristiánsson. VÍÐAVANGUR Framhald aí * síðu handritamál, þar sem „sjón- varp sé brennandi ósk íslend inga“. DiderSchsen segir, að hug- mynd þessi hljóti að fá góðan hljómgrunn meðal Dana, því að hún skírskoti til skilnings þeirra á íslenzkum vandamál- um, bæði þjóðlegum og efna hagslegum, og hún sé einnig í samræmi við raunhæfa norræna samvinnu.“ Varla verður það talið, að íslendingar eigi það skilið af hendi danskra framámanna í handritamálinu, að þeir sví- virði okkur með þessum hætti og geri því skóna, að við séum fúsir til verzlunar með annað eins hjartans mál og handritamálið — jafnvel að við viljum selja handritin fyr ir sjónvarp. En afsökun fyrir þessum danska og óheppilega misskilningi er ef til vill sú, hvernig við höfum farið að í sjónvarpsmálum síðustu ár, og geta Danir jafnvel dregið af því þá ályktun, að við séum svo sjónvarpshungraðir að, við sælumst eftir erlendu her- mannasjónvarpi fremur en engu. íþróttir ur dvalið í 8 daga og síðan sól- arhring í London á heimleiðinni. Flogið er með einni af milli- landaflugvélum Flugfélaggs fs lands, DC 6B, sem leigð hefur verið til ferðarinnar og bíður hún eftir ferðafólkinu og fylgir því allan tímann. Meðan dvalið er á hinum fögru og vinsælu Spánareyjum verður farið í skemmtiferðalög og tæki- færi gefst til að horfa á fyrsta nautaat ársins á Mallorka á ann- an í páskum, og sjá hinar stór- kostlegu helgigöngur, sem þar fara fram um bænadagana. Ann- ars er tími ferðafólksins að mestu frjáls til sólar- og sjóbaða, skemmtana og hvíldar að eigin vild. Á Kanarieyjum er algjört tollfrelsi á vörum og þær seld- ar tollfrjálsar í verzlunum. Ferðakostnaður er 14.800—16. 950 krónur eftir því, hvor hótel flokkur af tveimur er valinn. Innifalið eru allar flugferðir, ferð ir milli hótela og flugvalla, og allar máltíðir ásamt gistingu og þjónustugjöldum öllum, ásamt iflugvallarsköttum. Þegar hefur pantað í páskaferð Sunnu um helmingur þeirra far- þega sem hægt er að taka, en vélin tekur 80 manns. Sunna kynnir Mallorka og Kanarieyjar á Hótel Sögu á sunnudagskvöld. Framhald af 12. síðu. til þess fallin að auðvelda þeim að miklum mun byrjunarerfiðleika þessarar íþróttar. Þeir, sem hafa áhuga á því að ganga í Golfklúbb Reykjavíkur, skal bent á að hafa samband við félagsmenn klúbbsins og þá sér staklega formann hans og stjórnar menn. Stjórnina skipa þessir menn: Þorv. Ásgeirsson, sími 11073, Gunnar Þorleifsson, sími 13036, Tómas Árnason, sími 24635, Pálí Ásg .Tryggvason, sími 17954, Ing ólfur Isebarn, sími 16155, Óttar Yngvason, sími 16398 og Guðm. Halldórsson, sími 13700 . KING SITUR INNI — Framftaio ai dis . þá alls rúmlega 1400 blökkumenn verið handteknir í þessum tveim borgum frá því á mánudag. Munu um 700 þeirra ennþá vera í fangelsi, þar á meðal Luther King, sem stjórnar mótmælaað- gerðunum úr fangelsinu með því að senda út bréf til þeirra sam- starfsmanna sinna, sem eru utan fangelsismúranna. í gær voru rúmlega 1000 ung ir blökkumenn handteknir í Selma og Marion, og varð lögreglan að koma þeim fyrir í fangabúðum utan við borgina. Margir blökku- menn hafa kvartað yfir því að hafa verið settir inn í dimma og kalda fangaklefa, og hefur dóms- málaráðuneytið lofað að athuga það mál. Johnson forseti sagði á blaða mannafundi í dag, að ríkisstjóm in myndi gera það, sem þeim væri ' leyfilegt samkvæmt nýju borgararéttindalögun- um, til þess að tryggja rétt blökku manna til þess að greiða atkvæði. ÍÞRÖTTIR Framhald af 12. síðu. Jón Edvardsson, Ægi, 28.7 sek. 200 m bringusund karla: Reykja víkurmeistari Guðmundur Gíslason ÍR, 2:51.8 mín. 50 m. skriðsund telpna: Sigurvegari: Matthildur Guðmundsdóttir, Á. 32,3 sek. 400 m. skriðsund karla: Reykja- víkurmeistari Logi Jónsson, KR, 5:08,7 mín. 100 m. flugsund karla: Reykjavíkurmeistari Guðmundur Gíslason, ÍR, 1:11,3 mín. (Davíð Valgarðsson, Keflavík, keppti sem gestur og sigraði á tímanum 1:04,7 mín.) 100 m. skriðsund kvenna: R'eykjavíkurmeistari Hrafnhildur Guðmundsdóttir,, ÍR, 1:09,5 mín. 50 m. bringusund drengja: Sigur vegari Reynir Guðmundsson, Á, 36.6 sek. 50 m .bringusund telpna: i Matth. Guðmundsdóttir, Á, 39,7 sek. 100 m. baksund kvenna: Reykjavíkurmeistari Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR, 1:20.2 mín. 100 m. baksund karla: Reykjavík- urmeistari Guðmundur Gíslason, ÍR, 1:12,5 mín. Mótsstjóri var Einar Hjartarson. ÍÞRÓTTIR Framhald af 12. síðu. hraustlega á móti lögreglu- mönnunum, þegar þeir hugðust flytja hann með sér. En núna hefur sem sé 6 j manna rétttur í Denver komizt að þeirri niðurstöðu, að Liston sé saklaus. Og þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp lét Liston svo ummælt, að hann kæmi sér á óvart. „Eg bjóst við, að ég myndi verða dæmd ur, þrátt fyrir sakleysi mitt“, sagðan hann. Þess má geta, að Liston hefur áður hlotið dóm fyrir ölvun við akstur. Jarðarför móður okkar og ömmu, Sigríðar Bjarnadóttur, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. febrúar, kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afbeðin. En þeir sem vildu minnast hennar er bent á liknarstofnanir. Fyrir hönd okkar og annarra vandamanna Snorrj D. Halldórsson, Bjarnl Þ. Halldórsson, Guðrún Halldórsdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, og Gunnar Snorrason, Sonur okkar, Guðmundur Kristvin Guðlaugsson, Giljum, Hvolhreppi, verður jarðsunginn frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 6. febrúar n. k. Athöfnin hefst kl. 2 e. h. Lára Sigurjónsdóttir Guðlaugur Bjarnason Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Guðvarður Steinsson, sem andaðist aðfaranótt 31. jan. s.l., verður jarðsunginn iaugar- daginn 6. febrúar frá Sauðarkrókskirkju kl 2 e. h. Bentína Þorkelsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. fr 'Fimmtudaginn 4. febrúar lézt að heimili sfnu, Breiðavaði Eiða- þlnghá, Ragnhildur Gísladóttir. Jarðarförin auglýst síðar. Vandamenn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.