Vísir - 21.08.1950, Blaðsíða 5

Vísir - 21.08.1950, Blaðsíða 5
Mánudaginn 21. ágúst 1950 y i s i r & BijÖK'Bi Ólafsson, tltflutnimfjsfrawnleiðstiBm fœrsiwr Fimmboga í GerðumtJ Fyrir nokkrum dögum birtist í Vísi þriggja síðu grein um „útflutningsframleiðsluna“ eftir Finnboga Guðmundsson í Gerð- um. í grein þessari leitast höf- undur við að sýna fram á að stjórnarvöld landsins nú og fyrr hafi búið svo herfilega að út- flútningsframleiðslunni og sýni henní slikt skilningsleysí, að þjóðarbúið liafi skaðázt „um hundruð millj. kr. og að þar sé að leita að aðalásíæðunni á því, hvernig hag okkar er komið“. Þótt Finnbogi hafi oft ritað um þessi mál. áður af furðulegri j grunnfærni og óvandvirkni, hef ég ckki látið mig það nokkru skipta. En áðurnefnd grein hans er á ýmsan hátt bein og óbein árás á mig s'ertt viðskiptamála- ráðherra og þau verkefni sem eg hcf með höndum, og verður því ekki hjá þvi komizt að svara nokkram firrum liöfundarins. Greinin er sýnilega ekki skrif- uð í þeim tilgangi að túlka rétt mál, enda er mikið i henni af rangfærslum og beinum ósann- indum. MISMUNANDI SJÓNARMIÐ. Til þess að menn geti lesið greinar Finnboga í réttu ljósi, verða þeir að gera sér grein fyr- ir því, að þær cru skrifaðar í þeim tilgangi, að knýja fram við- urkenningu á því, að þeir sem salta eða frysta fisk til útflutn- ings, eigi að fá ótakniarkað vald til að ráðstafa andvirði hans til vörukaupa eins og þeim sýnist, .og sclja vörurnar á ]jað verð er þeim hentar. Þessari stefnu hef- . ur Finnbogi barizt fyrir um nokkurt skeið með nokkrum ár- angri. Markmið hans er, aö út- vegsmennirnir, sem standa að frystihúsunum, gerist einnig að- alinnfiytjendur á vörum til lands ins. 1 þessum tilgangi hafa frysti- húsin sett á stofn innflutnings- firma, Miðstöðin h.f., sem á að annast innflutningsverzlunina og ná þeirn hagnaði, sem af henni leiðir. Þessi aukna hagnaðarvon af innflutningnum hefur ekki dregið úr þeirri freistingú, að selja freðfiskinn o. fl. gegn bein- um vöruskiptum, þótt verðið sé óhagstætt íslenzkum neytendum, vegna þess að í slíknm vöru- skiptum hefur útflytjandinn (frystihÉsin) staðið vel að vígi að krefjasl aðildar að innflutn- ingnuin. Ádeilur Fínnboga, rangfærsl- ur hans og psannindi eru fyrst og fremst sprottnar af því, að yf- irvöldin hafa ekki viljað í einu og öllu fallast á sjónarmið hairs og viðUrkenna það „hagkerfi“ sem hann hefur myndáð sér í þessum efnum. Yfirvöldin liafa haft það sjónarmiö, að það sé ekki sama fyrir hvaða yörur fisk urinn er seldur, þegar um vöru- skipti er að ræða, og að það skipti almenning í landinu miklu, á livaða verð erlendu vör- urnar eru Iceyptar. Það er venju- lega vandalaust að fá liátt vcrð fyrir fiskinn, ef hægt er að verð- leggja erlendu vörurnar í sam- ræmi við það. Tæki og efni til framleiðslu sjávarafurða kostar árlega marga tugi milljóna, að mestu í frjálsum gjaldeyri, en ekki í vöruskiptum. Þarf því að leitast við að sem mest fáist fyr- ir útflutninginn af frjálsum gjaldeyri. Vöruverðið er þar að auki venjulega miklu óhagstæð- ara í vöruskiptum en á frjálsum markaði. Hinar hatrömu árásir Finnboga á fjárhagsráð og ýms- ar rakalausar fullyrðingar hans, eru sprottnar af því, að það lief- ur ekki í hvívetna viljað fallast á þá „stefnu“ hans, að framleið- endur sjávarafurða og þá helzt freðfiskjar, leggi undir sig inn- flutningsverzlunina og reki hana á þann liátt er þeim bezt hentar. Til þess að hrekja allar firrur Finnhoga þyrfti vaiia færri dálka en hann hefur ritað til að bera þær fram. Ég mun því láta ih'ér nægja að vekja aðeins at- hyglli á nokkrum þeirra. SALAN Á LÍRUNUM. Finnbogi segir, að það fari eftir duttlungum gjaldeyrisyfir- vahlanna í hvaða gjaldeyri sé hægt að selja hverju sinni. Hér er ekki nema hálfsögð saga. —- Allar þjóðir reyna nú að beina útfÍUtningi sínum þangað, sem hann fæst greiddur með dollur- um eða sterlingspundum, vegna vörukaupa. Hér er ekki minni nauðsyn en annars staðar að hafa þetta sjónarmið. Hins veg- ar eru sAo þau lönd, sem verzla eingöngu á „clearing" grund- velli, og við þau flest hefur ver- ið gerður verzlunarsamningur um sölu á ákveðnu rnagni af af- urðUtti, svo sem freðfiski. Söl- Unni til þessara landa verður að beina í samræmi við samning. Það er því ekki um það að ræða, eins og Finnbogi lætur skíiia í, að útflutningurinn sé háður dag- legúm dutjúngum gjaldeyrisyfir- valdánna Um það, í hvaða gjald- eyri er leyft að selja. Það fer eftir samningum og markaðsað- stæðum, eins og yl'irleilt er nú faríð að í flestum löndum Vest- ur-Evrópu. Hann heldur því fram, að rík- isstjórnin hafi ekki enn leijft bönkunum að kaupa lírurnar, og krafizt þess að útflytjendur seldu þær leyfishöfum þeini, er fjár- hagsráð hefur valið til þess að kaupa fýrir þær vörur í Ílalíu. Þetta eru bein ósattnindi. Ríkis- stjórnin hefur ekki á nokkurn hátt hindraö að bankarnir kaupi lírurnar. Þeir eru sjálfráðir að kaupa þær eins og hverja aðra mynt. Líran hefur verið skráð eins og# aðrar m'yntir og bank- arnir selja hana á venjulegan liátt, eins og á sér stað uitt ann- an gjaldeyri. Finnbogi segir ennfremur, að útflytjendum liafi staðið til boða að sclja lírur sínar til Danmerk- ur fyrir nokkuð liærra vcrð en liér er skráð, en ríkisstjórnin liafi bannað það ncma með leyfi fjárhagsráðs. Þessa fullyrðingu á víst að skilja svo, að ríkis- stjórnin hafi komið í veg fyrir þessa sölu. Svo er ekki. Hér segir maðurinn vísvitandi ósatt, vegna þess að honum cr kunn- ugt-rim, að ríkisstjórnin lieimil- aði þessa sölu á mjög verulegri fjárhæð. Þelta er aðeins .lítið sýnishorn af málafærslu grein- arhöfundar. SPÁNARMARKAÐURINN. Ekki verður annað skilið, en að hann sé sá eini, sem komið hefur auga á það, að nauðsyn- legt sé fyrir okkur að selja salt- fisk til Spánar. En þar er hið sama upp á teningnum, íslenzk stjórnarvöld segir hanii að reyni éftir megni að hindra viðskipt- in. Fullyrðingar lians minna nokkuð á tóninn í kommúnist- um, þegar þeir eru að tala um að ríkisstjórnin hindri sölu til Sovétríkjanna. F’innbogi scgir, að Spánverjar séu fúsir til að kaupa saltfisk okkar „og svo luikið af honum sem við vilj- um“. Vitir hann það, að ekki var tekin ákvörðun um það í byrjun ársins, að selja fisk fyrir Í40 milljónir lil Spánar. Hann segir að vísu, að Spánverjar liafi „mik- ið af góðum vörum“, en hann hefur vafalaust aldrei ómakað sig til að gera sér grein fyrir því, hva'öa vörUr við getum keypt frá Spáni fyrir 140 millj., enda skortir liattn alla þekkingu til þess. Hver mcðal glópur ætti að geta séð, að þjóðarbúskapur ís- lendinga á þessu ári mundi illa þola að kaupa áféngi, ávexti, salt, skófatnáð og einliæfa vefn- aðarvöru fyrir þriðjung ársút- flutningsins, eins og nú slanda sákir. Hann fullvrðir, að mjög tak- markað leyfi liafi fengizt til að s'elja fisk til Sþánar gegn greiðslu í clearing. Hér er alls ekki rétt með farið. Til þessa lifefur cltki staðið á leyfum til að selja fiskinn né að géfa út leyfi fyrir vörum. Hið sanna í málinu er |)að, að allt hefúr verið gcrt sem unnl hefur verið til þess að greiða fyrir sölunni, en það bef- Ur staðið á spönskUm stjórnar- völdiim að veita innflutnings* íeyfi lvrir fiskinum, jafnvel þótt búið væri að kálipa vöriir á Spáni fyrir andvirðlð. Nú er veriö aö semja um aukinn yfir- drátt á Spáni lil þess að hægt sé áö auka vörulcaupin. En salan á fiskinum getur þó ekki farið fram fyrr en innl'lutningsleyfi er veitt á Spáni. Finnbogi segir, «5 allt útlit sé fyrir, aö fjárhags- ráö ætli aö stööva pessar sölur. Pelta er illgirnisleg aödróttun, sem enginn fótur er fyrir, eins og margl annað, cr hann segir um fjárhagsráð. UMBÚÐASKOIITURINN. Finnbogi segir, að fjárhagsráð hafi synjað um gjaldeyri fyrir umbúðir um lisk fyrir Ameríku- markað, og það sé ástæðan fyrir því, hvað lílið hafi selzt þangað undanfarin ár. Það væri full á- stæða, að nota þessa fullyrðingu hans, sem cg hygg, að hafi ekki við nein rök að styðjast, til þess að láta fara fram rannsókn á allri framkvæmd freðfisksölunn- ar lil Ameríku, sölukostnaði, pökkun, umbúðum og verktin fiskjarins. Þá er ekki ólíklegt að kæmi í Ijós, að eilthvað annað en umbúðaskortur valdi sölutregð- tinni. Þá myndi að likind- um koma í Ijós, að fiskurínn hef- ur verið pakkaður í litt seljan- legar umbúöir, sem ekki sé að kcnna fjárliagsráði, heldur því, að útflytjendurnir hér gerðti sér ekki ljóst, hvaða umbúðir hæfðu bezt amerískum markaði. Þeim, sem liafa kynnt sér skýrslu þcirra bandarísku sér- fræðinga, sem hér voru í sumar að atliuga framleiðslu frystihús- anna, mun vera ljóst, að það er annað en hindranir af hendi gjaldeyrisyfirvaldanna sefn gera söluna í Aineríku erfiða, eins og og Finnbogi vill vera láta. Það er margt, scm freðfiskframleiðsl- únni er ábótavant, en það er ekki sízt það, að fiskurinn hefur e.kki verið palckaður eins og lientar markaðinum W og það er fyrst' nú, sem frystihúsaeigcndur eru að bæta úr þessum mikla ann- marka. Auk þess eru aðrir ann- markar, sem þeir verða að bæta úr, éf salan á að hald-ast. Frysti- húsin geta fengið umbúðir um allan þann fisk sem þau geta selt til Ameríku. SYKUR FRÁ KÚBA. Eitt af þvi, sem Finnbogi telur að yfirvöldin hafi liindrað, er fisksala til Kúba og liafi því enginn fiskur vcrið sendur þang að í ár. Er svo að skilja á hug- leiðingum lians, að ekkert hafi verið gcrt til að grciða fyrir þessum viðskiptum. Ég skal ekki segja hvort hér ræður meira fáfræði hans eða livötin til að halla réllu máli. Honum ætti að vera kunnugt, að af hálfu stjórnarvaldanna var fyrir löngu liafizt banda um að greiða fyrir sölu fiskjar í Kúba og fór sendiherra íslands í Washing- ton þangað sérstaka ferð í þeim erindum. Sykur hefír þegai’ ver- ið keýptur í Kúba fvrir stóra fjárhæð i dollurum. Sá sykur, sem nú er seklur hér í öjlum verzlunum, er kominn beint frá Kúba til þess að gérá mögulega fisksölu þangað. Þannig er fimbulfamb Finnboga um þetta mál mjög fjarri sannleikanum. BEIN VÖRUSKIPTI Þá kcm ég að því atriði, sem Finnbogi ber mest fyrir brjósti, en það er hin svokölluðu „beinu vöruskipti", þegar vara er seld gegn vörum. Finnbogi og þeir sem honum fylgja að málum, hafa ekki fyrst og fremst áhuga. fyrir að selja fiskinn og fá hann greiddan hér í krónum. Þeir hafa áhuga fyrir að selja fisk- ,inn og kaupa sjálfir vörur fyrir ÚndvirSW. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefir fengið undanfarið að gera slílc viðskipli í allstórum stíl og fengið leyfi til að láta Miðstöðina h.f., sem er heild- sölufirma, flytja inn og selja vörur fyrir andvirðið. Þar sem hér er vafalaust um. talsvert liagsmUnamál að ræða vegtta hagnaðar á innflutningi, er sótt fast eftir því að selja fi’eðfisk o. fl. í beinum vöru- skiptum. Frá sjónarmiði gjald- eyris- og innflutningsyfirvald- anna, þarf fyrst og fremst að' gæta þess, að vörurnar, sem fási í skiptum fyrir fiskínn, séu not- liæfar liér og sæmilega nauð- synlegar. í öðru lagi, að verð varanna sé ekki úr hófi fram, cn það er ekki sjaldgæft, að vör- ur, sem boðnar eru í skiptum,. sétt þriðjungi til helmingi dýrari en þær eru boðnar á frjálsum. markaði. Af þessu er ljóst, að ekki er liægt að líta á það eitt, að hægt sé að losna við ákveðið magn af fiski og a<5 framleiðandinn geti * að líkindum tryggt sér fram- leiðsluvcrð. Ef þetta næst aðeins með því að kaupa lilt nothæfar I vörur með okurverði, þá getúr hagnaðurinn fyrir þjóðarbúið j orðið vafasamur, eða jafnvel . neikvæður. Erfiðlcikar stjórnar- j valdanna í sambandi við vöru- skiptaverzlunina hafa þvi verið' i þeir, að nrcta hverju sinni hvort urn jákvæð eða neikvæð við- skipti væri að ræða, með tilliti lil hagsmuna framleiðandans og neytandans, og liaga sér sam- kvæmt því. Það cr livarvetna viðurkennt,, að hin beina vöruskiptaverzlun (compensation) er neyðarúr- ræði, og að sú verzlunaraðferð standi langt að baki frjálsum BUmábúim GARÐUR Garðastrreti 2 — Siml 7289. RAFTÆKJASTÖÐIN h/f « , TJARNARGOTU 39. SiMI 8-15-18. VIOGERÐIR OG UPPSETNING A ÖLUÍM TEGUNDUM RAFMAGNSHEIMILISTÍK JA FLJÖTT OG VEL AF HENDI LEYST. Innkaupatöskur VERZL m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.