Morgunblaðið - 14.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Karl Schalech Laugaveg 27, Vinnustofa í MVölundi“, tekur að sér alt er að beykisiðn lýtur, svo sem að smíða og gera við ílát, smíða og breyta tunn- um, o. fl. þar að lútaDdi. Mikið af allskonar nýjum ílátum — máluðum að utan — fyrirliggjandi. Vandaðri vinna eða lægra verð finst eigi í bænum. þeir þá orðið bættulegir keppinautar hverjum sem er. Þess má geta, að »Framc hafði yfirleitt betri aðstöðu í leiknum, því að um það leyti er leikhlé varð og keppendur skiftu um mörk, dró ský fyrir sólu og hafði þvi »Fram« al- drei sólskinið í angu sér. Ahorfendur voru með langflesta móti og hefir liklega aldrei slíkur mannfjöldi verið samankomin hér á knattspyrnumóti. Mátti svo kalla, þá er leiknnm var lokið og hinir siðustu voru að komast út af vell- inum, að þá næði fylkingin óslitin niður að Uppsölum. Skemtu menn sér hið bezta og var auðheyrt að kapp og metnaður var í áhorfendum fyrir hönd keppenda og mátti þar heyra mörg frýju- og eggjunarorð og reyndi hver sem betur gat að stappa stálinu í »sína« menn. Portugal og bandamenn. Af frásögnum Þjóðverja og banda- manna hefir mátt sjá það að eitt- hvað hefir verið bogið við afstöðu portugalska hersins á vesturvígstöð- vunum meðan sókn Þjóðverja hefir staðið. Þjóðverjar sögðu blátt áfram að Portugalsmenn hefðu gefist upp í stórhópum. Og eftir því sem »Gazette de Lauzannec segist síðar frá, hefir það eigi verið af hugleysi eða illri stjórn að Portugalsmenn gáfust þannig upp, heldur liggja til þess aðrar ástæður. Menn mun reka minni til þess, að hinn 5. desember i fyrra var gerð stjórnarbylting í Lissabon. For- setanum, Bernardino Machado, sem var eindreginn vinur bandamanna og hafði mestu ráðið um það að Portugal gekk inn i ófriðinn, var steypt af veldisstóli. Og eftirmaður hans varð Sidonie Paes, sem áður var sendiherra i Berlín og hafði bar- ist manna mest fyrir þvi, að Portúgal sæti hlutlaust hjá í ófriðnum. Hann og Brito Camacho, sem var í raun- inni aðalmaður stjórnbyltingarinnar, eru báðir eindregnir Þjóðverjavinir. Þess vegna kom það þá fram i ýmsum blöðum, að stjórnbyltingin væri af þýzkum rótum runnin og að Portugal ætlaði nú að svíkja bandamenn. En jafnframt komu þá fram mótmæli gegn þessu, bæði frá Sviss og víðar og Oliveira, sendi- herra Portugals í Frakklandi, sagði frönskum blöðum frá, því að Portu- gal væri engu óvinveittara banda- mönnum heldur en áður og hefði fullan áhuga á því, að halda striðinu áfram til þrautar. Nokkur frönsk blöð trúðu þessu og sögðu rð stjórnbyltingin væri gerð vegna þess að Portugalsmenn væru óánægðir með það hvað þeir hefðu verið atkvaeðalitlir í stríðinu og vildu nú láta meira til sín taka. En eftir þvi sem á leið veturinn þvarr smám saman þátttaka Portu- galsmanna í stríðinu og hafa frönsku blöðin eigi dregið dul á það. Aður en stjórnbyltingin varð í Portugal hafði það tvær herdeildir á vígstöð- vunum í Frakklandi og hafði stjórn- in skuldbundið sig til þess að halda þeim við, með þvi að senda 4000 menn á hverjum mánnði til þess að fylla í skörðin. En eftir stjónbylt- inguna var annari herdeildinni kipt af herlínunni og gerð úr henni vara- hersveit og ennfremur hefir Portu- gal kvatt heim alla flugmeDn sína, sem komnir voru til Frakklands. Frönsku blöðin hafa þvi flestsnú- ist á þá skoðun, að hin nýja stjórn i Portugal sé bandamönnum andvíg og meðal annars láta »Temps« og »Humanité« i ljós fullkomið van- traust sitt á henni. »Temps« hefir hvað eftir annað tekið ritgerðir af Bernardino Machado fyrverandi Portu- galsforseta sem nú dvelur í Paris. Hann segir i þeim greinum óhikað að stjórnbyltingin hafi verið gerð að undirlagi Þjóðverja og haft það tak- mark að draga úr hernaðarframkvæmd- um Portugals eða stöðva þær alveg. Annars er þetta mál mjög á huldu. En síðustu fregnir herma það að nú séu líkur til þess að Portugalsmenn láti meira til sín taka í stríðiuu heldur en áður. Liðsforingjar og undirliðsforingjar í setuliðinu i Lissabon, hafa beðið hermálaráð- herrann um það, að verða sendir þegar til vígvallarins. Og það er sagt að innanrikisráðherrann og ýmsir herforingjar, sem eru forsetanum nákomnir hafi farið fram á það, að sendur yrði nú þegar her til Frakk- lands. Það er sennilegt að þessi fregn sé komin fram vegna árása þeirra, er frönsku blöðin hafa gert á portugölsku stjórnina — samanber hin villandi ummæli Oliveiras sendi- herra i vetur. Eftir því sem »Gazette de Lauz- anne« segist frá, þá stendur stjórn Sidonie Paes á mjög völtum fótum. Hinir einu, sem styðja hana opin- berlega, eru konungsvaldssinnar. Lýðveldismenn vilja eigi við hana kannast. Stjórnin hefir nú orðið að ákveða að kosningar til beggja þing- deilda skuli fram fara, en þrátt fyrir ötulan kosningaróður búast margir við því að hún muni verða í minni hluta. Skipstrand í gær barst hingað sú fiegn s!m- leiðis frá Sandgerði, að þaðan skamt frá væri allstórt seglskip siglt á grunn. Klukkan um 4 í gær vissu menn að skip þetta var saltskip, sem »Kol og Salt« hefir átt von á und- anfarnar vikur. Skipið h itir »A. Andersen* og er hlnðið 700 smá- lestum af salti. Það hafði siglt á sker, en enginn leki var kominn að því kl. 6 i gærkvöld. Það er því enn von um það, að skipinu verði 1 bjargað óskemdu. , Mál höfðað gegn LiebnowsKy. Eftir áskorun frá ríkisréttarmála- flutningsmanni við fyrsta landsdóm í Berlín hefir efri deild prússneska þingsins samþykt í einu hljóði að höfðuð skuli sakamálsrannsókn á hendur Lichnowsky fursta. Þegar þetta mál var til umræðu í þinginu, sagði framsögumaðurinn, prófessor Loening frá Halle: Lich- nowsky lét nokkra vini sina fá að sjá endurminningar sínar. Mála- flutningsmaður ríkisins telur þetta brot á 353. grein hegningarlaganna, þvi að með því hafi Lichnovsky skýrt óviðkomandi mönnum frá skjölum, sem honum var trúað fyrir sem embættismanni, fyrirskipun um er yfirmenn hans höfðu gefið hon- um eða skýrt frá efni þeirra, og þar með rofið þá þagnarskyldu, er hvíldi á honum sem embættismanni, Lögmaður Lichnowskys sjálfs fór einnig fram á það við þingið, að það yrði við áskorun ríkisréttarmála- flutningsmannsins, vegna þess að Liknowsky væri mjög um það hugað, að mál þetta skýrðist sem bezt, vegna þess að margskonar mishermi hefði fram komið i sam-- bandi við það. Framferði ,hinna rauðu‘. Hroðasögur frá Finnlandi. í »Tammarfors Aftonblad* hefir C. Lindholm, foringi 10. herdeildar stórskotaliðsins finska, birt skýrslu um hermdarverk »hinna rauðu« í í Finniandi. Eru sögurnar svo ljót- ar, að þeim er tæplega trúandi,, en þó hefir hershöfðinginn sjálfur verið sjónarvottur að flestu og legg- * ur við dreugskap sinn, að rétt sé frá skýrt. Auk þess er frásögn hans studd af fjölda vitna. Vér skulum hér nefna fá dæmi. Hinn 18. marz kom hvíta herliðið heim á bóndabæ nokkurn milli Lavía og Putaja.' Fann það þar alt heimilisfólkið, bóndann, konu hans og tvö ung börn, myrt á hinn hræði- legasta bátt. Höfðu rauðu þorpar- arnir raðað þeim umhverfis borð crg “ neglt hendur þeirra fastar vió borðið. Og auk þess höfðu þeir slitið tung- una úr bóndanum. Hinn 20. marz kom hvíta herlið- ið til Suodenniemi og fann )á prest- inn þar myrtan. Höfðu hinir rauðu klætt hann úr hverri flík og stóð likið upprétt og studdist við tvær byssur, en byssustingjunum var stung- ið undir herðablöðin og komu odd.- arnir út í brjóstinu rétt hf«'■9Wbem- unum. Augnn höfðu þeir stungið j úr prestinum, en sett svo aftur á í hann gleraugun og biblíu undir hand- I legg hans. Eftir því sem herforing- inn frétti síðar, höfðu hinir rauðu neytt prestskonuna til þess að hcrfa á það, hvernig þeir léku mann hennar. Hinn 31. marz fann hvita herliðið prestinn í Mouhijarvi-kirkjusókn kross- festan á altarinu í kirkjunni. Túng- an hafði verið slitin úr honum og kviðurÍDn ristur að endilöngu og salti stráð í sárið. Ýfir höfði prests- ins höfðu ódæðismennirnir fest blað og ritað á það með blóði hans:" »Auttakon jumaleune« (Láttu guð þinn hjálpa þérl). Kirkjurnar í Lavia, Suodenniemi, . Mouhijárvi og Karkku höfðu hinir rauðu svívirt á hinn viðbjóðslegasta hátt. Altarismyndirnar höfðu þeir rist allar í sundur og hengt svo upp ’ á þær afhöggna limi og búta úr mannabúkum og atað alt í blóði og saur. Og prédikunarstóla í sumum kirkjunum höfðu þeir notað fyrir- kamra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.