Morgunblaðið - 28.06.1925, Page 8
iORGUNBLAÐIÐ
K 8 II D Í ð Mackiniosh’s
Stærstu pappirsf rsmleiðendur á Norðurlöndum
Onion Paper Co„ Ltd. Osló
Afgreiða pantanir, hvort heldur beint erlendis frá eða af fyrir- ■
liggjandi birgðum í Reykjavík.
Einkasali á íslandi.
Gairðar Gislason.
Linoleum -góiföúkar.
,Miklar birgðir nýkomnar. — Lægsta verð i bænum.
Jónaf^n Þorsteinsson
riírai 8 6 4.
liina Sæmundsen.
- VI ðtal. —
Hingað kom með íslandi um
•daginn ungfrú Nína Sæmundsen.
Ætlar hún að vera hjer á landi
fram eftir sumri hjá skyldfólki
sínu hjer í bænum og austur í
Pljótshlíð.
Nína Sæmundsen er nú þjóð-
kunn orðin af umtali því og eftir-
tekt þeirri, sem list hennar hefir
vakið.
Mbl. hitti hana að máli hjer á
dögunum til þess að spyrja hana
um næstu fyrirætlanir hennar.
— Því miður get jeg ekki dval-
ið hjer nema stutta stund í þetta
sinn, segir ungfrúin, því jeg þarf
af. Ijúka við mynd eina, sem jeg
liefi í smíðum og hefi unnið að
S Höfn undanfarna mánuði. Hana
ætla jeg að senda á Parísarsýn-
itíguna í sumar.
— „Móðurást“ yðar var sýnd
þar í fyrra.
— Svo var, segir Nína, og það
sem meira var, hún aflaði mjer
sjálfdæmis á sýningunni framveg-
is. Jeg vissi ekki hvaðan á mig
stóð veðrið. Aldrei hefði mjer
komið það til hugar. Jeg var í
París meðan sýningin stóð yfír.
Mynd mín fjekk ágætt pláss á
sýningunni. Hverjum jeg átti það
að þakka, hafði jeg enga hug-
raynd um.
Eitt sinn var jeg stödd inni í
veitingahúsi með nokkrum kunn-
ingjum mínum. J?á kemur til okk-
ar blaðamaður, sem jeg þektideili
á, sem segir mjer, að jeg hafi
hlotið þann heiður að mega fram-
vegis senda á sýninguna, án þess
að sýningarnefndin úrskurðaði
hvort sýnt verði. („Uden Cen-
sur.“)
Og nú hafa verið gerðar ráð-
stafanir til þess að mynd þessi
verði keypt hjer.
Já, mjer þykir vænt um það,
að einmitt þessi mynd mín verði
hjer heima, vegna þess hve mikla
viðurkenningu hún hefir fengið
— og hve mikillar viðurkenningar
hún hefir aflað mjer. Jeg kom
með bronsisteypumyndina hingað
með mjer.
Rjetturinn til þess að hafa sjálf-
dæmi til Parísarsýningarinnar
fæst með þeim hætti sem hjer
segir. Fjöldi listamanna og list-
dómenda hafa atkvæðisrjett um
það. hvaða myndir sýni nægilegan
listaþroska til þess að höfundur
sje þess verður að fá frjálsan
aðgang að sýningunni. Um leið
og þessir atkvæðisbæru menn
ganga um þessa miklu og fjöl-
skrúðugu sýningu, leggja þeir
seðla við myndir þær, er þeir telja
bestar. Pær myndir, sem flesta
atkvæðaseðla fá afla höfundinum
sjálfdæmis.
Myndin sem Nína ætlar að
senda til Parísar í sumar táknar
Kleopötru á banastundinni með
eiturnöðruna sjer við hlið.
— Og hvert liggur leið yðar, er
þjer hafið Wkið við þessa næstu
Parísarmynd 1
— pað er óráðið enn. Margir
hafa ráðlagt mjer að fara til Ame-
ríku. Ekki þó til að læra, eins og
gefur að skilja, því þar er ekki
um auðugan garð að gresja í þeim
efnum. Aftur á móti vænlegra t'l
fjár. Maður getur ekki haldið *•-
fram sífelt að lifa á snöpum og
góðvild manna. Og ekki get jeg'
Höggmynd Nínu Sæmundsen
„Móðurást,“ sem var á Parísar-
sýningunni 'í fyrra, og hingað
verður keypt fyrir kr. 9000. Átta
frönsk blöð gátu sjerstaJklega um
mynd þessa í greinum um hina
miklu sýningu. Kennari Nínu við
Akademíið í Höfn, Utzon-Frank
ákvað fyrir hvaða verð hún Ijeti
myndina fala. Bronsi-afsteypan,
sem hingað er komin, kostar Nínu
um 3000 krónur.
Botnfarfi
á trje- og« járnskip,
sem margra ára reynsla hefir sannað, að er sá besti fá-
anlegi, fæst nú hvergi eins ódýr og hjá
Slippfjelaglnu í Reykjavík.
Vigfús Guðbrandsson
klæöskeri. flðalstræti 8'
Ávalt byrgur af fata. og frakkaefnum.Altaf ný efni með hverri f’erB.
AV. Saumastofunni er lokað kl. 4 e. m. alla laugardaga.
vænst þess, að landið kaupi öll
mín verk.
— Pjer hafið farið æði víða á
undanförnum árum.
— Nokkuð víða hefi jeg farið.
Hefi verið á sífeldu flakki undan-
farin ár. Dvalið langvistum suður
í Sviss og ítalíu. Farið mikið um
Sikiley. Um tíma var jeg í Tunis.
par er, einkennilegast allra staða,
sem jeg hefi sjeð. par syðra finn-
ur maður fyrst fyrir alvöru að
lífið er alt með öðrum svip en
maður á að venjast á Norður-
löndum. par fórum við eitt sinn
tvær með fylgdarmann suður í
eyðimörku. þar fann jeg Araba-
konuná, sem jeg mótaði og sýnd
var í Charlottenburg.
Talið berst að íslenskri list og
skilyrðum hennar.
Tíu ár eru liðin síðan Nína
byrjaði á listabraut sinni. Síðari
árin hefir hún barist við þröng
kjör og vanheilsn, sem nú er sem
betur fer að batna.
En þrátt fyrir það alt finst
henni líf sitt líkjast æfintýri á
margan hátt.
Og er það ekki æfintýri líkt, að
íslensk sveitastúlka skuli á til-
tölulega skömmum tíma hafa unn-
ið sjer sjálfdæmi á sýningunni
heimskunnu suður í París.
Vjer óákum henni til hamingju
með æfintýrið, sem byrjaði við
smalamensku austur í Fljótshlíð.
LAUSA VÍSUR.
■ Jónas í Hróarsdal orti í róðri
úti á Skagafirði, í aftureldingu:
Veiði-tólin ólmast öll,
er á hjólum lýður.
Boðar sól á Fljóta-fjöll,
í felur njóla skríður.
Sami maður var að vorlagi í
harðindum í matarþröng. Var ís
á Hjeraðsvötnum og tíð hörð. —
Kvað þá Jónas:
Bágt á jeg með barna-kind,
bjargarsmátt er hreysi.
Sendi Drottinn sunnanvind,
svo að vötnin leysi.
Sagt er, að stuttu síðar hafi
komið hláka, Vötnin leyst, og Jó-
nas náð í silung.
Ein af allra síðustu vísum Jóns
Ásgeirssonar, pingeyrum, kveðin
á Blöndnósi, er hann reið þaðan
síðast:
Veröld þjál ei við mig er.
vekur sálarþrautir;
ferðir strjálast fyrir mjer
Fróns um hálar brautir.
is
ávalt fyrirliggjandi,
Fæst einnig hjá Rósenberg
Aðalumboðsmenn:
I. Brynjólfsson & Kvaran.
Ódýpar vörnr
Bollapör, postulín frá 0,65. —*
Diskar frá 0,50. — Könnur frá
0,65. — Munnhörpur frá 0,25. —1
Speglar frá 0,25. — Dúkkur frá
0,45. Dömuveski frá 2,90. Úrfest-
ar 0,75. — Rakvjelar 2,75. — Rak-
vjelablöð 0,20. — Manchetthnappa
6,75. — Hárgreiður 0,85. — Höf-
uðkamba 0,50. — Rafmagnsstrau-
járn 10,00.
II. Eim * ÍFIISSl.
Bankastræti 11. Sími 915»
Veröld svona veltir sjer,
vafin dularfjöðrum,
hún var kona hverflynd mjer,
hvað sem hún reynist öðrum.