Morgunblaðið - 18.12.1930, Page 6

Morgunblaðið - 18.12.1930, Page 6
€ MORGUNBLAÐIÐ Með 1, Gullfoss fengum við nýjar birgðir af Álfadrotningarköku- pökkunum. Hver einasta húsmóðir borg- arinnar œtti að baka Álfadrotningarkökur til jólanna! Fást hjá öllum matvörukaup- mönnum. 1 heildsölu: Maoftiis III, i i @ Mauxlon Konfekt fæst i öskjnm vi# hvers manns hæil. flukanlðuriöfnun. Skrá yfir aukaniðurjöfnun út- svara, er fram fór 15. þ. m., ligg- ur frammi almenningi tíl sýnis á skrifstofu bæjargjaldkera, Aust- urstræti 16, frá 17. þ. m. til 2. janúar, að báðum dögum með- töldum. Skrifstofan er opin kl. 10 —12 og 1—5 (á laugardögum þó aðeins kl. 10—12). Kærur yfir útsvörunum sjeu komnar til niðurjöfnunarnefndar áður en liðinn er sá tími, er skráin Jiggur t'rammi, eða fyrir kl. 12 að kvöldi hins 2. janúar n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík, 17. desember 1930. K. Zimsen. Pegar eUlngunni sló niður í Flögu. Úr skýrslu hreppstjóra Skaftártunguhrepps. heimsfræga Konfekt Átsúkkulaði Karamellur Skrautöskjukonfekt Jólaknöil Jólasokka o. m. fl. 1 heildsölu hjá Rr. ð. Skagfjðrl. Eins og skýrt hefir verið ’frá áður hjer í blaðinu, sló eldingu niður í íbúðarhúsið í Flögu í Skaftártungu í útsynningsofviðri aðfaranótt 1. þ. m. og olli hún stórbruna og miklu tjóni. Fregn þessi var nokkuð óljós í byrjun, vegna þess að símasamband var að mestu slitið austur. Þó var mönnum ljóst, að hjer var um að ræða einstakan viðburð hjer á landi. Sýslumaðnr Skaftafellssýslu fól hreppstjóra Skaftártunguhrepps, Valdimar Jónssyni í Hemru, að taka ýtarlega skýrslu af viðburð- inum aðfaranótt 1. þ. m. Tíðinda- maður blaðsins hefir sjeð þessa skýrslu hreppstjórans og þar sem hún gefur ýmsar upplýsingar um atriði, er áður voru lítt kunn, þykir rjett að hirta ýtarlegri frá- sögn af atburði þessum og verður stuðst við skýrslu þá, er hrepp- stjóri tók af fólkinu í Flögú. Þegar ósktip þ'essi díindu yfir aðfaranótt 1. des s.l. var í Flögu þetta fiólk: Vigfús Gunnarsson, bóndi, Sigríður Sveinsdóttir hús- frú, Sveinbjörg Pálína og Svein- borg Sigríður, dætur þeirra, Gísli (7 ára), sonur þeirra, Sigríður Sigurðardóttir (15 ára) fósturdótt- ir hjónanna og Bjarni M. Jónssön (11 ára), tökudrengur. Aðkom- andi voru þessir: Frú Agústa Vig- fúsdóttir (dóttir hjónanna) í Suð- ur-Vík, Katrín Jónsdóttir kenslu- kona og tvær unglingsstúlkur frá HrífUnesi, Sigríður Jónsdóttir (16 ára) og Helga Magnúsdóttir (14 ára). Sváfu allir á 2. hæð hússins. Þegar eldinguimi slær niður. Vigfús bóndi Gunnarsson skýr- ir þannig frá atburðinum aðfara- nótt 1. desember: „Um klukkan 3 var jeg vak- andi; fáum mínútum eða örskots- stund efth- að jeg vaknáði; glamp- aði af mjög sterkri eldingu, svo að mjer fanst óvenju bjart af íþrumuljósi og heyrði á sama augnabliki hvell mikinn, því næst þrumu, eins og þær eru venjulega. — Hnykti mjer nokkuð við hvell þenna, en þegar þruman fylgdi (eða hjelt áfram), varð jeg strax rólegur og hugði ekkert óvenju- legt á ferðinni, enda þótt hlje yrði milli hvellsins og þrumunnar. Enn glömpuðu 2 Ijós og fylgdu þrumur báðum. Ileyrðist mjer þá annar hvellur koma hjer um bil samtímis öðru ljósinu, en daufari eða lægri hinum fyrri. Þriðja Ijósinu fylgdi enginn slíkur hvell- ur, að jeg gæti greint. — — 1— Jafnskjótt eftir 1. eldinguna og hvell þann hinn mikla, er henni var samfara, litum við hjónin á klukku í herbergi okkar, og var hún 10 mínútur yfir þrjú. Vökn- uðu allir í húsinu við hvell þenna, nema Gísli sonur okkar, en eng- hxn hugði nánar að, hvað á ferð- inni væri, þá þegar. ISn ekki leið á löngu áður en pilturinn Bjarni Jónkson ög stúlkurnar tvær frá Urífunesi, er sváfu í vesturhlið hússíns, urðu vor við reykjarlykt. og heyrðu snark nokkurt undir lofti. Fór þá Sigríður Jónsdóttir á fætur, eh klæddist þó eigi, og gerði aðvart þeim," er voru í öðr- um herbergjum, sem eigi höfðu þá varir orðið reykjarlyktar. Þustu va allir fram úr rúmum, enda tók [ægar mjög að magnast reykjar- svæla. Fór jeg þegar ofan á nær- klæðum og fylgdi mjer pilturinn Bjarni Jónsson. Fór þegar til úti- dyra óg opnaði þær, en alt var þar fult af reykjarsvælu. Flýtti jeg mjer sem jeg mátti til þess að herða á fólkinu til að bjargast. Komst jeg ekki alveg upp stigann, því að þá var kallað til'mín, að alt fólk væri að bjargast út um glugga. Hjer skal þess getið, að, er jeg fór fyrst fram til dyra, varð mjer litið inn í símaher- bergið og sá þá að glórði í eld innan á þiljum til og frá um alt herbergið, en í þessum svifum fekk jeg ekki frekar aðgætt, með því að jeg flýtti mjer upp til fólksins að herða á björgun, sem fyr segir. Fólkið bjargast með naumindmn út um glugga. Björguðust nú allir út um glugga á austurhlið í náttfötum einum, út í óveðrið. Kona mín og hörnin komust þannig til reika í mjög lje- legt útihús, skamt frá íbúðarhúsinu. Nokkrar af stúlkunum reyndu nú að grípa til þess ráðs, að hverfa aftur inn í reykinn og ná ílátum til þess að skvetta vatni á elds- logana, er nú tóku mjög að gægj- ast inn um þiljur, en slíkt reynd- ist að vonum gersamlega þýðing- arlaust. Samtímis fór jeg inn í símaherbergið, sem var fult af reyk, en sá þá í glóð gegnum reykinn og að glösin voru úr leiðslunum, þreif til skiftihorðs- ins, en fann mjer til nndrnnar að það var sundurtætt. Gripum við nú úr símaherberginu skáp símans og lítið eitt af húsgögnum, og köstuðum út. Fór jeg nú að skrif- stofunni og (Sveinborg) Sigríður dóttir mín með mjer. Lykil vant- aði til að opna hurðina, en Sigríði tókst að brjóta hana upp. Bjarg- aði jeg þaðan hreppsbókum þrem: Gjörðabók hreppsnefndar, kassa- bók og kjörbók og sveitarsjóðnum að mestu. Meira fekk jeg þar ekki að gert, því að Sigríður hafði þá farið aftur upp á loft (2. hæð) til þess að reyna frekari hjörgun, en jeg óttaðist um hana. Var þó enn vært þar uppi og tókum við að hjarga rúmfötum og íverufatn- aði og kasta út um glugga. Tókst okkur í ofboði að ná þannig mestu af rúmfatnaði og allmiklu af íveru fatnaði og kasta út á skúrþak neðan við glugga. Tók nú eld- urinn svo að magnast, að ekki var lengur vært inni. Náðu log- arnir þegar mestu af fatnaðinum á skúrþakinu og eyddu. — Það síðasta, er jeg fekk að gert, var að grípa nokkrar hurðir og kasta út. Nú tóku logarnir að gjósa út um gluggana, enda hörfuðum við Sigríður nú alfarin út úr húsinu. Tóku logarnir þegar að flaxa til {beggja hliða við útihús það, er ikona mín ásamt hömunum hafði flúið í. Kallaði jeg þá hátt til þeirra og þeirra, er úti voru, að forðasjer burt þaðan, því þar væri ekki fært að vera. Fóru nú allir að kofa þessum. Greip Sigríður dóttir mín þegar Gísla litla og vafði hann sæng, og hljóp með hann frá kofanum og aðrir samtímis. Fjell Sigríður þá á svelli, í ofveðrinu, með drenginn, en eldslogarnir geystust yfir okkur; eigi sakaði þó og sluppum við úr eldshættunni fram á túnið. Tók nú við ný þraut, að komast áfram á svellglærunum í ofviðr- inu, er nú stóð sem hæst, og í móti veðri og vindi að sækja, til þess að ná útihúsum, þar sem helst þótti öryggi fyrir eldinum, en það var fjárhús ásamt heyhlöðu vestur á túninu. Þetta tókst þó, og leit- aði fólkið skjóls í heyinu, mjög aðframkomið af kulda, sem von var, þar sem allir voru í náttföt- um einum að kalla mátti, berfættir og berhöfðaðir, í náttmyrkri út á svellaðri jörð, í ofviðri. Enn hurfum við heim að bænum, jeg og eldri stúlkurnar; var þá ekki viðlit að koma nærri hænum, nema áveðurs. Stóð nú húsið alt í björtu báli. Tókum við kýr og hænsni úr fjósi og fluttum með okkur í fjár- húsið. Hjer var nú staðar numið um hríð. Var þá þakið á húsinu fallið niður um miðju, enda hrundi nú yfirbygging öll á skömmum tíma, og járnið fank sem skæða- drífa út í veður og vind.“ Sfcúlka vinnur þrekvirki. Meðan á hjörgunartilraununum stóð, hafði Katrín Jónsdóttir, kenslukona, tekið hest og haldið að Hrífunesi, til þess að segja hvernig komið væri og fá hjálp. Er talsverður spölur milli bæj- anna, en þó tókst Katrínu, að komast alla leið í ofviðrinu. Kom hún að Hrífunesi um klukkan 5, og segir Jón bóndi Pálsson frá, hvernig hún var útbúin, er þang- að kom. Hann segir: „Þess skal hjer getið, að þegar Katrín kom hingað, var hún ber- höfðuð, í skyrtubol, er var slitinn af henni og lafði niður um mitti, en í einum yfirfrakka og í einum lastingsbuxum og stígvjelum. — Voru buxurnar mjög tættar utan af henni, enda hafði hún ekki haldist á hesti nærri alla leiðina og orðið sums staðar að skríða vegna ofveðursins.“ Jón^bóndi í Hrífunesi brá skjótt við og fór með menn með sjer að Flögu og höfðu þeir með sjer fatnað o. fl. Bilanir á símalínu á Hrífunesheiði. Þess hefir áður verið getið, að umrædda ofviðrisnótt, hafi tals- verðar bilanir orðið á Símalínu á Iirífunesheiði. Er sennilegt, að eldingunni hafi fyrst slegið niður þar og síðan leiðst með símanum í húsið í Flögu. Jóni Pálssyni bónda í Hrífunesi og Gísla Sig- urðssyni bónda á Búlandi var falið að athuga símabilanir þessar ,og gáfu þeir skýrslu um þær. Segir svo í skýrslu Jóns Pálssonar (sem staðfest er af Gísla) : „Jeg fór meðfram línunni að kvöldi þess 1. desember og taldi þá níu staura meira og minna skaddaða, og úr sumum klofnar flísar alt að 4 álna langar, mis- munandi að gildleika. Ennfremur einn staur, sem brotinn var sund- ur um efri krókinn á landssíma- línunni, krókurinn brotinn sundur neðan við kúluna og kúlan klofin sundur í miðju; enn fann jeg fyrir iólin þarf ekki síður en endran«r að fága og hreinsa innanhúm og er þá áríðandi að n*ta hin bestu fægiefni en þau aru Brasso fægilögur Silvo silfurfægilögur Zebo ofnlögur Zebra ofnsverta Windolene glerfægilögur Karpol bílafægilögur. Fæst í öllum helstu verslunum Soyan besta og Edikið er bú- Íð til í H.f. Brjóstsykursgerðin II limsiiro kosta að eins 1 krónn hjá Raftækjaversl. Norðnrljésið Laugaveg 41. Rnsur siunlelir er tilvalin jólagjöf. Höfum bæði handsnúnar og stignar vjelar. Það eru til margar saumavjelar dýrari en Kayser, en engar betri. Mjólknrfjelag Reykjavíknr. cinn staur, sem klofinn var eftir endilöngu, frá toppi að jörð, en stóð þó uppi. Þann 3. desember fann jeg enn einn staur vestast á Urífunesheiði, sem brotið var úr. Efri þráður landssímalínunnar lá niðri hjá staur þeim, er brotið var ofan af, en hvergi slitið.“ „Þess skal hjer getið“, segir Jón enn fremur, „að eldingavarar hjer í Hrífunesi eru sprungnir, og símaþráðurinn gegn um húsvegg- inn brunninn í sundur eftir of- viðrið og eldingarnar aðfaranótt 1 desember". -----—«*$*»-------

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.