Morgunblaðið - 18.12.1930, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.1930, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ er best. Aðalbirgðir: glSturlBUQur*)óflSSonp Go. 1 .Á Skóhlíiar eru bestar. HTannbergslirsiðnr. Peystufataklæði U' °K Peysufatasilki mjög fallegar tegnndir nýkomnar í Mancnester. —■ ii mmsaaKmammammmm L e ð n r- ▼ ð r n r. Mjög mikiö og smekklegt úrral af allskonar LeðnrTðriu fyrir dömur og herra. Jálakraijan. Forgöngumenn sunnudagaskól- anna í Danmörku hafa, sem kunn- ugt er, sent rit með þrí nafni „til íslenskra barna frá dönskum sunnudaga.skólabörnum' ‘ á ári hverju síðan árið 1910, nema árið 1917, af því að þá lá handritið mánuðum saman hjá ritskoðun í Englandi. Börnunum hefir víðast hvar þótt mjög vænt um sendinguna, en mörgum foreldrum fundist, sem von er til, óviðfeldið al þiggja þessa bókagjöf ár eftir ár, án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Síra Gísli í Stafholti varð fyrst- ur til að hreyfa því við Ingibjörgu Ólafsson. sem annaðist útsending- una hjer lendis fyrstu 2 árin, og safnaði sjálfur nokkru fje hjá söfnuðum sínum „til að kaupa eitthvað fyrir, handa dönskum sun^udagaskólum.‘ ‘ Var það lagt í sjóð, er síðan hefir verið kallaður Jólakveðju- sjóður, og hefir blað mitt, Bjarmi, gengist fyrir samskotum til þess sjóðs og hlutast til um, í samráði við gefendur, að hjeðan hafa verið sendar fjórum sinnum íslenskar myndir, og um ein jól, biblíu- myndir með íslenskum texta. En nokkur undanfarin ár hefir ekk- ert verið sent hjeðan, og þó smá- safnast í sjóðinn. Þegar mjer varð kunnngt um í fyrra að síra Þórður Tómasson væri að ljúka við þýðingu sína af Passíusálmum Hallgríms Pjeturs- sonar, þótti bæði mjer og ýmsum sem jeg ráðfærði mig við, mjög æskilegt að þessi bók væri gefin dönskum sunnudagaskólum í nafni íslenskra barna nú um jólin. Gerði jeg því samning við út- gefanda bókarinnar, að jhann sendi 1300 sunnudagaskólum Dana eitt eintak af Passíusálmunum í vönduðu bandi, og Ijet gylla á hverja bók: „Hjertelig Hilsen fra islandske Börn til danske Söndagsskole- börn.“ Kostnaðurinn allur við þetta varð 2140 danskar krónur, en til var í ,,Jólakveðjusjóð“ lítið upp í það, rúmar 830 kr. danskar, er þá var greitt. 1 haust skrifaði jeg öllum barna- skólastjórum landsins og sagði þeim frá því sem hjer segir að framan, og hafa margir þeirra tek- ið prýðilega í málið og börnin sömuleiðis, og eru þegar komnar yfir 800 kr. ísl. síðan í vor sem leið. Samt vanta enn nokkur Jiundr- uð krónur til þess að unt sje að greiða upphæðina að fullu fyrir áramótin, enda lítið komið enn úr Beykjavík og stærstu kaupstöð- unum. En það kemur vafalaust, því að fleiri munu hugsa svipað og kenn- ari norður í Þingeyjarsýslu skrif- ar í nýkomnu brjefi. Brjef hans byrjar svo: Um leið og jeg ber yður kærar þakkir fyrir Jóla- kveðjusendinguna, á jeg að geta þess að skólabörnin eru yður mjög ]mkklát fyrir, að þjer hafið geng- ist fyrir ])ví, að þau fengju tæki- færi til að sýna dönsku sunnu- sagaskólabörnuniun þakklæti sitt og vinarhug með vel viðeigandi góðri jólagjöf. Sem sagt, jeg býst við að barna- ltennurum kaupstaðanna verði jafnljúft og ])essuin kennara að taka við því sem börnin vildu láta í Jólakveðjusjóðinn. S. Á. Gislason. •T\1£ niiMHItTl — Þetta kort er sjerstaklega ætl að nýjum bifreiðastjórum. Á það eru ekki aðeins markaðir vegirnir og breidd þeirra, heldur einnig hvað skurðirnir eru djúpir. Vöruhúsið. íHæru hósmæður! Fyrir j ekki síður en endrauær er yður áreiðanlega best »ð n»t* gólfgljáann Mansion Polish þá verða dúkarnir yðar »kí»- andi fallegir. Þá er spursmálslaust kest á akóna yðar Cherry Blossom skóáburður sem heldur leðrinu mjúkt «g K vatnsþjettu. 7«»t í öllum helstu rer«ln»um Hvennagullið. stundu átti jeg aðeins þá einu ósk að komast burt svo fljótt sem auð- ið væri. — Jeg hafði engan rjett til þess að bíjótast inn til yðar, sagði jeg lágt. Jeg .... Jeg þagnaði skyndi- lega, allar skýringar mundu miða til hins verra, og þess vegna sagði jeg aðeins, án frekari vafninga: — Góða nótt! Adieu. — En, herra minn .... kallaði hún á eftir mjer. — Látið mig fara, svaraði jeg, nokkuð óblíður á manninn, um leið og jeg losaði um tak hennar á handlegg mjer. — Já, en — en gleymið ekki að þjer eruð úrvinda af þreytu. Ef þjer haldið áfram núna, munuð þjer tvímælalaust verða teknir til fanga. Jeg hló lágt og ekki laust við beiskleika, því að jeg var reiður sjálfum mjer. — Hys, bárnið mitt, sagði jeg, það vil jeg heldur ef um tvent er að velja, Er jeg mælti þetta dró jeg gluggatjöldin til hliðar og opnaði gluggana. Hún stóð hreyf- ingarlaus inni í herberginu og starði á eftir mjer, andlit hennar var fölt og í augum hennar lýsti sjer sársauki, sársauki og tak- markalaust ráðaleysi. Jeg leit í síðasta sinni á hana — og síðan skreið jeg yfir handrið svalanna. Jeg ætlaði-að fara niður á sama hátt og jeg hafði komið upp. Jeg var kominn svo langt að jeg hjekk á höndunum og leitaði fyrir mjer með fótunum að gluggabruninni, er jeg skyndilega fann þyt við eyru mjer. Eins og í hverfandi draumsýn sá jeg hvítklædda veru halla sjer fram yfir svalirnar fyrir ofan mig, síðan var eins og dregin Aræri slæða fyrir augu mjer, og mjer fanst eins og jeg detta djúpt nið- ur, — djiipt, loftið beljaði alt í kringiun mig eins og í stormi, og síðan — eltkert. I 5. kapítuli. Lavédan greifi. Þegar jeg rankaði úr rotinu lá jeg í rvimi í skrautlega prýddu, stóru og sólríku herbergi, er jeg hafði aldrei komið í áður. Sæiu- tilfinning streymdi um allan lík- amann er jeg fyrst opnaði augun og lá grafkyr án þess að hirða liið minsta um umhverfið. Jeg leit letilega í kringum mig í þessari fögru stofu, þar til augnatillit mitt að lokum staðnæmdist við magra og hokna mannveru, er sat við Fyrir jólin eða lffið í tuskunum. Minn hugur er þjáður og hryggur og hamingjufleyið er valt; lífið í tuskunum liggur og lífið er kvenfólksins alt. Þær bursta og punta og pússa og pirra mig hreint og beint; við gólfin og gluggana stússa og gera alt beint og hreint. Slíkt hafarí, hugraunir vekur, jeg hugsa, en segi ekki orð; pils-vings á taugarnar tekur og „transport" með stóla og borð. Hvergi er heimilisfriður. Svo hefja þær rúmfata-tusk; í loftinu fjaðrir og fiður og feikilegt umstang og þrusk. En altaf mjer út af finst taka, og er jeg þó karlmenni í þraut, ]>egar þær byrja að baka og búa til jafning og graut. Þá vefur sig voðaleg stækja að vitunum, hátt og lágt, og dansandi bræla og brækja við botnlausan pilsaslátt. Tnni er mjer alt til baga, en úti’ er ei betra hót, þar tvíbreiðar kerlingar kjaga um krapið með böggla og dót. Og jeg, sem jafnan vil hlífast við jag, — og er góðmenni að sjá, verð nú að rífast og rífast og rekast og stympast á. Ætl’ jeg hjá vinkonu að vera og veita mjer stundar-frið, þá eru þar ósköp að gera, — og eiginmaðurinn við. Sænska flatbrauðið nýkomið. Margar tegundir. Kaupið BlðiAakls balia kau eru sallalaus og hita mest. Sími 1531. Atkugið verC og gæði annarstaðar og komið síðan í TislinSiáðiiia, Gmnd&rstíg 2. llllllllllllUlllllllllllllllllllllllimilllllllIlllllllilllllllHIUIHlHilK Hjúkrunardeildin (Bálsfestar I g fallegar og smekklegar. 1 I Kærkomin jólagjöf. 3 \ =S Austurstræti 16. Sími 60 og 1060. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiitiiniiii Eins ljótt og að Ijúga upp á presta er að ljúga upp á kvenfólkið. En þetta mnn þó hið besta, sem það getur fengist við. Hjörtun þær setja til síðu og sálunum velta á hlið, en mennirnir mettast af blíðu og magarpir öðlast frið. Z. Staiesiflo «r stðra srðið kr. 1.25 borð ekki langt frá rúminu og sneri bakinu að og var önnum kafinn við að fitla við heila runu af meðalaglösum. Nú fór jeg einn- ig að beina athygli minni meir að umhverfinu og beitti öllum hugs- ununum að því. Jeg starði út um gluggann er stóð opinn, en af því að jeg lá út af, gat jeg ekkert sjeð nema dökkbláan himininn og í fjarska mótaði ofurlítið fyrir fjöllum. Jeg gerði mjer alt far um að reyna að muna, muna, hvernig jeg væri hingað kominn og hvað jeg væri að gera hjer og alt í einu stóðu atburðirnir frá í gærkvöldi ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum. Jeg mintist ungu stúlk- unnar, svalanna, flóttans, að mig sundlaði alt í einu og að jeg fjell niður. Var jeg enn þá staddur á sama stað, eða — — eða hvað hafði komið fyrir. Mjer datt þó ekkert í hug, er gæfi skýringu á þessu og þar eð mjer fanst éngin ástæða til að vera að brjóta heilan um þetta. þegar rjett við hliðina á mjer var maður, er jeg gat leit- að fregna hjá, kallaði jeg: — Halló! maður minn!, og reyndi um leið að smia mjer við í rúminu. Hreyfing þessi olli því, að jeg rak upp óp af sársauka. Vinstri öxl mín var stirð og sár » iarðið. Nýkontið mikið af Pottablómmn, einnig fást daglega Túlipanar. Valii. Panlsen Klapparstíg 29. Sími 24. Ster búkunaregg. ný sending, ódýrust hjá Elein, Baldursgötu 14. Sírai 73. Silletteklfið ávalt fyrirliggjandi í heildsðlu. Vilk. Fr. Frimaimssui. Sími 557. Kaupið Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.