Morgunblaðið - 13.09.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBIAÐIÐ 8 • JHorgmiblaðifc • » • « t'ts*t.: H.f. Árvakur, KirkJtTlk. * ® JUtatjörar: Jön Kj&rtanaaon. • Valtýr Statánaaon. a • Kltatjörn og afaralOala: •J Auaturatrntl t. — Slaal III. J • Auclýalngaatjörl: H. Hafbarc. • | Aucl^alncaakrlfatofa: • « Auaturatraatl 17. — Slaal Tlt. • • ■•iaualaar: a « Jðn KJartanaaon nr. T4I. • » Valtýr Btefinaaon nr. 3410. • JB. Hafberc nr. 770. J « AakrlftasJald: • « Innanlanda kr. 1.00 á. aUiill. • » Utanlanda kr. 1.10 * atáaaOL. • • § lauaaaölu 10 aura •iataklS. J 10 aura m«B Uaabök. • • • •«•••••••••••••••••••••••& Íröttahreyfingin. Merkileg framþróun í sögu þjóðlífsins, og merkileg viðspyrna. í. S. í. v:ir stofnað 28. janúar 1912 .af 9 fjelögum. hjer í Reykjavík og var fjelagatala þeirra alls 595. — .Mannflest var Skautafjelag Reykja- víkur, 200 fjelagar, þar næst Ung- snennafjelag Reykjavíkur, 98 fjelagar, Xþróttafjelag Reykjavíkur 70 fjelag- ar, Knattbpyrnufjelag Revkja víkur ■<32 fjelagar, UngmennafjelagiS Iðunn (konur) 53 fjelagar, Knattspyrnufje- lagið Fram 32 fjelagar, Grlímufjelagið Ármaim 30 fjelagar, íþróttafjelagið Kári 27 fjelagar og Sundfjelagið 'Grettir 23 f jelagar. Af fjelögum þess- um hafa flest sofnað, en eftir eru „í. R.“, „K. R.“, „Fram“ og „Ármann“. Þrátt fyrir þetta hefir íþróttafjelögum innan vjebanda í. S. í. farið stórum í jölgarwl'i ár frá ári og eins fjelagatölu sambandsfjelaganna, eins og sjá má á 'Skýrsln, sem stjórn I. S. I. hefir ný- ■skeð gefið út. Hún sýnir jafnan en hraðfara þroska íþróttafjelaganna hjer £ landi og virðist svo, sem að í stað- inn fyrir hvert eitt, sem heltist úr lestinni, komi þrjú önnur með fleiri fjelögum heldur en hin höfðu. Jafnvel á stríðsárunum, þegar íþróttakeppni ■3á hjer niðri að miklu leyti, fjölgaði sambandsfjelögum jafnt og þjett, og 'fólki í fjelögunum fjölgaði líka. — Árið 1917 voru til dæmis 40 í- þróttafjelög í f. S. í. og voru fjelagar þeirra þá taldir 2070. En nú í ár eru Sambandsfjelögin orðin 120 og hafa 10.512 meðlimi. Þegar litið er yfir þessa skýrslu Jf S. í. sjest það fljótt, að íþrótta- menn og íþróttakonur landsins hafa sjeð hvers virði það er að taka hönd- um saman, og að hin ýmsu fjelög standi undir einni sameiginlegri stjórn. Og þegar litið er á alt það, sem í. S. í. hefir gert fyrir íþrótta- málin og íþróttahreyfinguna hjer á landi, er undarlegt að ekki skuli öll íþróttafjelög landsins skipa sjer undir sama merki, og að helst skuli þar ’kenna sundrungar og kala frá þeim, er ítelja sig til samvinnustefnunnar. Bjömssons minnismerki. Ósló 12. sept. NRP. FB. Björnsons-minnismerki var afhjúp- að á Aulestad í gær. Mun aldrei hafa verið fleira fólk saman komið á Aule- stad en við afhjúpunarathöfnina. — Fyrir hönd Björnsons-fjölskyldunnar, þakkaði Einar Björnson. Frú Karoline Björnson sat við glugga sinn á með- an athöfnin fór fram og fylgdist með í öllu. Fjölskylðan fljúganöi Sænskum stúdentum útveguð atvinna fór frá Julianehaab á sunnudagsmorgun en varð að nauðlenda skamt frá Ang- magsalik. Síðan hefir ekkert til hennar spurst og halda menn að hún hafi farist. Grænlenska stjórnin tilkynti á sunnudagskvöld: Samkvæmt skeyti frá Angmagsalik varð Hutchinson að setjast á hafið kl. 15.10, á 65,28 gr. norðurbreiddar og 38,45 gr. vesturlengdar. Neyðar- skeyti bárust þá frá flugvjelinni og tók loftskeytastöðin í Angmagsalik á móti þeim. Enskur togari, „Lord Talbot“, sem var um 25 sjómílur þfcðan, sem flugvjelin varð að setj- ast, lagði þegar á stað til að bjarga fólkinu. Loftskeytastöðin í Angmag- salik hafði stöðugt samband við flugvjelina, þangað til kl. 16,23, eða í fimm stundarfjórðunga. Þá slitnaði sambandið og síðan hefír ekkert til flugvjelarinnar heyrst. „Lord Talbot“ kom á staðinn, þar som flugvjelin settist, tveimur stund- um á eftir, en þá sást ekkert til flug- vjelarinnar. Þykir sennilegast að hvin hafi sokkið og allir, sem í henni voru, átta manns, hafi farist. Grænlenska stjórnin hefir beðið nýlendustjórnina í Angmagsalik og dr. Knud Rasmussen, sem er um borð í „Th. Stauning“ hjá Lindenow- firði, að reyna að koma fólkinu til hjálpar, ef mögulegt er. Hutchinson lagði á stað frá Juli- anehaab á sunnudagsmorgun og ætl- aði til Islands. (Sendiherrafr jett). Enska skipið „Lord Talbot“ náði sambandi við tvo línuveiðara og voru öll þrjú skipin að leita í gærdag að Hutchinson, en höfðu einskis orðið vísari um afdrif hans er seinast frjettist. Flugvjel tók líka þátt í leitinni í gær. Mun hún hafa komið frá Julianehaab og vera flugvjel sú, er dr. Knud Rasmussen hafði með sjer til Grænlamdte í sumar. Átti að taka flugvjelina í sundur í Julianehaab og flytja hana heim á danska Græn- landsfarinu „Disko“, sem Daugaard- Jensen er með. En „Disko“ er ekki enn komin svo langt suður á bóg- inn, og því mun flugvjelin ekki hafa verið sundur tekin. Sennilegast er, þótt ekki hafi frjest um það, að flug- vjel þessi hafi farið þvert yfir Græn- land sunnarlega. En þegar hún kom ti’ austurstrandarinnar í grend við Angmagsalik, var svo mikil þoka, að hún varð að setjast. Þetta var um íniðjan dag í gær. Lá hún þarna um tíma, þangað til þokunni ljetti og lagði þá á stað til þess að taka þátt í leitinni. í alla fyrrinótt var „Lord Talbot“ að leita Hutchinsons. Hefir hann Ijóskastara og lýsti með honum stór svæði, þar sem helst var von á að flugvjelin mundi vera, ef hún væri ofansjávar. Einnig gaf hann hvað af hverju hljóðmerki með eim- pípunni, í þeirri von, að flugvjelin .mundi 'heyra tií sín og geta svarað, en svo varð ekki. Þegar birti í gær- morgun, gaf hann einnig merki með því að blása út reykmekki, en alt fór á sömu leið, að ekkert heyrðist til ,„fjölskyldunnar fljúgandi‘ ‘. ís er ekki mikill á þessum slóðum, aðeins jaki og jaki á stangli. í skeyti, sem sendiherra Dana barst í gærkvöldi, segir svo: Leitin að Hutchinson hefir enn ekki borið neinn árangur. ,Universal Film' í Berlín, sem er að láta taka kvik- myndir í Grænlandi, hefir lagt fram hinar þrjár flugvjelar sínar, sem þar eru, til þess að taka þátt í leit- inni. Samkvæmt fyrirmælum dönsku stjórnarinnar var ströndin sunnan við Angmagsalik rannsökuð í gær af mörgum húðkeipuni og kvenbátum, án neins árangurs, en þeirri rannsókn verður haldið áfram. Flugvjel flotam'álaráðuneytisins, sem leiðangur dr. Knud Rasmussens hefir haft í sumar í Grænlandi, tekur líka þátt í leitinni. * Flugvjel Watkins-leiðangursins, sem var í Angmagsalik, fór þaðan kl. 6 í gærkvöldi til slysstaðarins. Uíkingaskipið. Ósló 12. sept. NRP. FB. Seinni hluta dags á laugardag fór bræðsluskipið Ne\v Bedford fram hjá víkingaskipinu „Roald Amundsen' ‘, suðaustur af Færeyjum. Er skipið á leið til Noregs. Folgerö býst við að koma til Bergen á miðvikudag. Enska þingið og Ottawa-ráðstefnan. London 12. sept. United Press. FB. Opinberlega tilkynt, að þingið komi saman til funda þ. 18. okt. og verði þá unidinn bráður bugur að fullnað- ars-amþykt samninga þeirra, sem und- irskrifaðir voru í Ottawa. Til marks um hraðann. Bílstjóri einn sagði að hraða- mælirinn á bíl sínum væri í ólagi. En það gerði ekkert til, því hann hefði ýmislegt annað til marks um hraðann. Þegar hraðinn er 30 km. skrölti í hettunni yfir kælinum. Við 40 km. hraða skrölti luktirnar til, við 50 km. hraða skröltir í brettunum, og þegar jeg ek á 60 km. hraða, skrölta mínar eigin gerfitennur. svo að þeir geti staðist kostnað við nám sitt. Um allan heim eru erfiðir tímar fyrir stúdenta. Sænsku stúdentarnir hafa reynt að hjálpa sjer sjálfir og hefir sú tilraun þeirra borið góðan árangur. I vetur sem leið kusu .stú- dentafjelögin sænsku nefnd, og var hlutverk hennar að útvega hinum fá- tækustu stúdentum sumarvinnu, svo a£ þeir gæti unnið fyrir sjer og feng- ið eitthvert kaup til þess að standast kostnað við frarahald'snám. Nefnd þessi starfaði vel og dyggi- lega og hefir hjálpað mörgum fátæk- um stúdentum, eins og sjá m'á á skýrslu, sem hún hefir nýlega gefið út. Á þessari skýrslu sjest það, að stúdentar veigra sjer ekki við því að ganga að hvaða vinnu sem býðst. Af karlmönnum hafa sumir verið vjela- menn (mótoristar) í sumar, aðrir bíl- stjórar, næturþjónar á veitingahúsum, ferðamannatxilkar, innheimtumenn, götusalar og prófarkalesarar, en stúlk- urnar hafa verið heimiliskennarar, vinnukonur, þernur í veitingahúsum ög sumarbústöðum. Þetta er hin fyrsta tilraun sem sænskir stúdentar hafa gert til þess að bjarga sjer sjálfir, og hefir hún tekist svo vel, að búist er við því, að á næsta sumri verði hægt að útvega mörgum sinnum fleiri atvinnu heldur en í ár. Nýjasta mannörápsujelin. Fallbyssa, sem ekk- ert heyrist í og eng- inn reykur sjest úr þegar skotið er Tveir ítalskir liðsforingjar í stór- skotaliðinu, De Lued og Guerra, hafa fundið upp áhald, sem varnar því, að nein skotþruma heyrist í fall'byssum, þegar hleypt er af þeim, og að neinn reykur sjáist. Var uppfinning þessi reynd hjá Neapel fyrir skemstu í við- urvist margra hernaðarfræðinga. Var höfð 75 millimetra víð fallbyssa til tilraunanna, og tókust þær þannig, að aðeins sá örlítinn reykjareim um leið og hleypt var af byssunni, en hann greiddist ótrúlega fljótt sundur. Skot- þruma heyrðist engin, aðeins ofurlítill hvellur, líkt og þegar slegið er á nagla með ljettum hamri. Gamlir og gráskeggjaðir hershöfð- ingjar, sem voru við tilraunirnar, urðu svo hrifnir að þeir föðmuðu hugvits- mennina að sjer, kystu þá á báðar kinnar og grjetu gleðitárum. Og þetta skeður samtímis og allar þjóðir þykjast vilja leggja vígbúnað niður. Höfnin. Á sunnudaginn kom línu- veiðarinn „Ölver“ að vestan. — ,Vest- manröd', norskt fisktökuskip, kom frá útlöndum. — Fylla kom úr eftirlits- fcrð. — Enskur togari, Embassy, skipstjóri Páll B. Sigfússon, kom inn af veiðum og fór aftur í gær. —* Línuveiðarinn Andey kom í gær síldveiðum. — „Sama“, fisktökuskip, kom í gær. — Nonni kom af síld- veiðuni. — Kailsefni kom af ísfisk- veiðum með 1000 körfur fisks, og fór aftur út á veiðar. Bjöm fílagnúBson símastjóri á ísafirði. Þann 11. ágúst síðastliðinn ljest á ísafirði Björn Magnússon síma- stjóri. Hann var aðeins 51 árs að aldri. Var hann sterkbygður mað- ur og lengst af mjög heilsuhrapst- ur, en árið 1930 kendi hann mein* er ágerðist. Kom hann hingað til Reykjavíkur á fyrra sumri og var þá gerður á honum holskurður. En mein hans reyndist ekki læki*- anlegt, og ljest hann, eins og áðui’ er sagt, 11. f. m. <eftir allmiklar þjáningar. Björn var Skagfirðingur að ætt — fæddur í Garðakoti í Viðvíkur- sveit 26. apríl 1881, sonur Magn- úsar bónda Vigfússonar og konu hans Guðrúnar Stefánsdóttur. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum, uns hann fór í Möðruvalla- skóla. Eftir það að hann lau%har námi, var hann verslunarmaour á Sauðárkróki, þar til árið 1904. Fór liann þá til Kaupmannahafa- ar. Það ár var ráðið að lagður yrði ritsími til Islands, og voru þá fjórir íslendingar fengnir til þess að nema símritun í Höfn, tíl þess síðan að verða starfsmenn væntanlegs ritsíma á Islandi. — Björn var einn þeirra. Hinir voru Gísli J. Ólafson, Halldór Skafta- son og Magnús Thorberg. Halldór er mí einn á lífi þessara fjögra fyrstu íslensku símritara, og dóu hinir allir á þroskaaldri. Þegar Björn hafði t'ekið sím- Htarapróf, fór hann til íslands og varð símritari á fyrstu ritsíma- slöðinni, sem reist var hjer á landii Það var Seyðisfjarðarstöðin. Árið 1907 hafði hann eftirlit með lagn- ingu Vestfjarða-símalínunnar og varð síðan stöðvarstjóri á Borð- eyri. Því starfi gegndi hann til 1922, en þá var hann skipaður símastjóri á ísafirði og var það til dauðadags. Hafði hann þannig verið starfsmaður símans óslitið frá því sími var lagður hjer til lands fyrir 27 árum, og af þeim tíma stöðvarstjóri 25 ár. Jafnan gegndi Björn- trúnaðar- störfum, hvar sem hann var, fyrir utan starf sitt í þjónustn ríkisins. Voru það bæði fjelagsmál og sveit armál. Þótti liðsemd hans betri en flestra annara, því hann var hæði vinnusamur og afar reglusamur. Gekk flest fram. er hann tók að ,sjer, því hann kunni vel að koma skapi við samstarfsmenn, en þó afar fylginn sjer. Stóð hann heill að hverju máli, er hann ljeði lið, og þorði að hætta til þess fje sínu og leggja við það sóma sinn. í landsmálum fylgdi ihann stefnu Sjálfstæðisflokksins, og var einn af þrem eigendum og útgefendum blaðsins „Vesturland“, meðan sá er þetta ritar, var ritstjóri blaðs- ins. Björn Magnússon var igiftur Ingibjörgu Jónsdóttur hreppstjóra á Sauðárhróki. Heimili þeirra hjóna hefir verið eitt hið ágætasta á þessu landi. Þau áttu vini og ' knnningja um alt land, og var1 jafnan gestkvæmt á heimili þeirra, bæði af langferðamönnnm og grönn um. Varla mun hafa komið svo skip á fsafjörð, eftir að þau hjón- in fluttu þangað. að ekki gengjn þav einhverjir rakleiðis að dynu» 'Björns. Var hverjum þar fagnsal,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.